Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 16
16 TILVERA FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003
Tilvera
Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl
Netfang: tilvera@dv.is
Sími: 550 5813-550 5810
Dagblað harmar birtingu kossamyndar
Ritstjóri bandaríska dagblaðs-
ins Atlanta Journal Constitution
fékk svo sannarlega að kenna á
reiði sómakærra lesenda sinna
eftir að.hann birti myndina
frægu af blautkossi söngkvenn-
anna Madonnu og Britney Spe-
ars á MTV-verðlaunahátíðinni
um daginn. Símarnir á ritstjórn-
inni loguðu og ritstjórinn, Hank
Klibanoff, sá sitt óvænna og
baðst afsökunar á dónaskapn-
um. Myndin var þó ekki mikið
stærri en frímerki á forsíðu
blaðsins. En nógu stór þó.
Afsökunarbeiðni ritstjórans
birtist þar sem leiðarinn er
venjulega og því greinilegt að
hann hefurtalið mikið vera í
húfi. Myndir af kossinum fræga
hafa vakið mikla athygli, enda
ekki algeng sjón að jafnfrægar
söngkonur og þær Madonna
og Britney kyssist jafnblautum
kossi og raunin varð. Fréttir
herma líka að Britney hafi ekki
verið allt of vel við það, þótt
hún hafi látið segjast, eftir mikl-
ar fortölur Madonnu, sem
reyndar kallar ekki allt ömmu
sína í þessum efnum, að
minnsta kosti opinberlega.
Ólíkt jómfrúnni Britney.
Bíófrumsýningar:
Rán á gullstöngum og
reynslulaus dagpabbi
Tvær bandarískar kvikmyndir,
sem hafa notið mikilla vinsælda
vestanhafs, verða frumsýndar á
morgun. Eru það sakamálamyndin
The Italian Job og gamanmyndin
Daddy Day Care sem sýnd er bæði
með íslensku og ensku tali.
The Italian Job
The Italian Job fjallar um fullkom-
ið rán, eða svo hélt Charlie Croker,
en hann skipulagði það. Áætlunin
sem hann taldi fullkomna gekk 100%
eftir þegar hún var framkvæmd. Það
eina sem Croker reiknaði ekki með
var að einn úr hans liði myndi svíkja
og stela ránsfengnum frá þeim. Rán-
ið var framið í Feneyjum og ráns-
fengurinn var peningaskápur fullur
af gullstöngum. Vonbrigðin voru að
sjálfsögðu mikil og eina sem kemst
að er hefnd. Það þarf samt að undir-
búa hefndina vel, enda enginn við-
vaningur sem hafði gullstangirnar af
Croker og félögum.
Sögusvið er nú fært frá Evrópu til
Bandaríkjanna þar sem þjófurinn er
búinn að koma sér fyrir í Los Angel-
es. Flókin ráðgerð, sem meðal ann-
ars felur í sér að hefta umferð í Los
Angeles, er sett í gang og ballið hefst.
The Italian Job er endurgerð kvik-
myndar frá árinu 1969 þar sem
Michael Caine lék aðalhlutverkið. Sá
sem fetar í fótspor hans er Mark
Wahlberg. Aðrir leikarar eru Edward
Norton, Charlize Theron, Donald
Sutherland, Mose Def, Seth Green
og Jason Statham. Leikstjóri er F.
Gary Gray sem síðast leikstýrði Vin
Diesel í A Man Apart. Grey leikstýrði
fýrsíu kvikmynd sinni, Set It Off árið
1996. Tveimur árum síðar leikstýrði
hann The Negotiator með Kevin
DADDY DAY CARE: Eddie Murphy í hlutverki dagpabbans.
Spacey og Samuel L. Jackson. Hann
er nú að undirbúa kvikmyndagerð
eftir skáldsögu Elmores Leonards,
Be Cool.
Eitt af því sem einkenndi fyrri
myndina var flótti á Austin Míni sem
þótti takast einstaklega vel. Aðstand-
endum nýju myndarinnar fannst til-
valið að endurtaka leikinn. Að vísu
var settur BMW-mótor í mínibílana
til að fá kraftinn.
Daddy Day Care
Eftir tvær misheppnaðar kvik-
myndir, Pluto Nash og I Spy, nær
Eddie Murphy sér upp úr öldudaln-
um og nýjasta kvikmynd hans,
Daddy Day Care, náði miklum vin-
sældum í Bandaríkjunum. Um er að
ræða lauflétU fjölskyldumynd þar
sem Eddie Murphy bregður sér í
dagpabbahlutverk. Myndin hefur
verið talsett á íslensku og verður
sýnd bæði með íslensku og ensku
tali.
í Daddy Day Care leil
Eddie Murphy og Paul
Garlin feður sem
missa vinnuna hjá
matvælafyrirtæki
sem þeir hafa
unnið hjá lengi.
Það verður að
skera niður c
eitt sem þei
félagar
ast til að gera
er að taka
börn sín af
dýrum leik-
skóla. Þegar v
útséð er um I
að þeir fái
vinnu
ákveða
þeir að
gerast
»>dag-
pabbar“. Þeir
hafa að sjálf-
sögðu enga
Ásgeir Óskarsson með útgáfutóníeika:
Úr bakvarðarstöðunni í framlínuna
Útgáfutónleikar verða á Gauki
á Stöng í kvöld. Þar mun hinn
ágæti trommuleikari, Ásgeir
Óskarsson, stíga á stokk ásamt
félögum sínum og kynna lög
af nýrri sólóplötu sinni, Áfram
Ásgeir Óskarsson er landskunn-
ur tónlistarmaður. Sjálfsagt er
hann þekktastur fyrir að vera í
bakvarðasveit Stuðmanna, hefur
verið trommuleikari þeirra frá
upphafi. Auk þess hefur Ásgeir
leildð með ýmsum hljómsveitum
og meðal annars látið til sín taka í
blúsnum. Á eigin sólóplötu,
Áfram, sem nýkomin er út, kemur
í ljós að Ásgeiri er margt til lista
lagt í tónlistinni fyrir utan að vera
einn landsins besti trommuleik-
ari. öll lögin á plötunni eru eftir
Ásgeir og hann leikur á gítar,
hljómborð, slagverk og syngur öll
lögin sjálfur. Ásgeir hefur þegar
fylgt plötu sinni eftir með einum
útgáfutónleikum í síðustu viku.
Nú er komið að seinni útgáfutón-
leikunum sem verða eins og áður
sagði á Gauknum.
Ásgeir sagði í stuttu spjalli að
ekki yrði um aðra tónleika að ræða
þar sem lög hans yrðu flutt. „Við
erum allir sem koma fram í kvöld
mikið uppteknir við annað og
mun ég láta þessa tónleika nægja
en síðan fylgja eftir plötunni á
annan hátt. Eg hef notið þess að
gera þessa plötu með frábærum
spilurum og þeir munu flestir
koma fram með mér í kvöld, síðan.
tekur annað við í spilamennsk-
unni.“
Þeir sem leika með Ásgeiri á
Gauknum á plötu hans og koma
með honum fram í kvöld eru með-
al annars Haraldur Þorsteinsson,
bassi, Karl Olgeirsson, hljómborð,
Lárus Grímsson, flauta, Kristján
Edelstein, gítar, og Eyþór Gunn-
arsson, hljómborð.
Spurður sagði Ásgeir að tónlist
hans væri létt popptónlist, alls
ekki þó í sama formi og tónlist
Stuðmanna, aðeins þyrngi en þó á
léttum nótum. „Ég hef sjálfur
samið tvo texta, en aðrir textar eru
eftir Ingólf Steinsson."
Áfram er annar geisladiskurinn
sem Ásgeir gefur út með eigin efni.
„Það eru ein sjö ár síðan fyrri plata
mín kom út. Það er erfitt að standa
í plötútgáfu þegar maður gerir allt
sjálfur en ánægjan er einnig mikil
þegar platan er loksins komin út.“
ASGEIR ÓSKARSSON: Kynnir eigin lög á Gauknu