Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 15 Loftslagsbreytingar og aðgerðaleysið KJALLARI Hjörleifur Guttormsson fyrnerandi alþingismaður Fáir taka lengur undir efa- semdaaraddir um að loftslag jarðar sé að breytast af manna- völdum. íslenskir ráðamenn, með forsæt- isráðherra í fararbroddi, drógu lappimar þegar Kyótóbókunin var á undirbúningsstigi árið 1997 og eftir að hún var frágengin beindist öll viðleitni íslands að því að fá undan- þágur tU að menga meira. í þeim Hér er því efni í hruna- dans afmannavöldum sem ekki má loka augum fyrir. efnum leituðu þeir m.a. stuðnings Bandcuíkjanna sem síðan skámst úr leik og storka nú allri heimsbyggð- inni með því að hundsa Kyótóbók- unina. Hérlendis er ekkert marktækt í gangi til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda, stóriðjufyrirtæki keppast um að nýta sér „íslenska ákvæðið" til að menga hér um langa ffamtíð sér að kostnaðarlausu, mengun frá samgöngum vex hrað- fara með stækkandi bflaflota og til- færslu flutninga frá sjó yfir á vega- kerfið og í sjávarútvegi sækja orku- ffekar veiðiaðferðir á f kapphlaupi um takmarkaða veiði. Ofneyslu- kapphlaupið er hér sem annars staðar á Vesturlöndum driffjöður hagkerfisins, sóknin í meiri efhisleg gæði á kostnað umhverfis og eigin heilsu. Hröðun loftslagsbreytinganna Ýmislegt bendir til að áhrifin af losun gróðurhúsalofttegunda séu að magnast hraðar og með óvæntum hætti miðað við þá vitneskju og mat sem gengið var út frá þegar Samein- uðu þjóðimar hleyptu loftslags- samningnum af stokkunum í Ríó 1992. Þróunin síðan hefur ekki að- eins staðfest forsögn vísindamanna og niðurstöðu Alþjóðahópsins um loftslagsbreytingar (IPCC) heldur hefur hlýnun andrúmsloftsins á liðn- um áratug gerst mun hraðar en búist hafði verið við. Afleiðingamar hafa minnt rækilega á sig á þessu ári með hálfgerðu neyðarástandi víða á norð- urhveli, methita víða, röskun úr- komuferla og heiftarlegri og tíðari stormum en menn hafa átt að venj- ast. Talað er um að öfgar í veðurfari fari vaxandi og áhrifin á aðra um- hverfisþættí, að lífríkinu meðtöldu, em þegar auðsæ og geta orðið afar afdrifarík fyrir okkur Islendinga ekki síður en aðrar þjóðir. SKAMMGÓÐUR VERMIR; „Ekki er óeðlilegt að margir hérlendis dásami veðurblíðu og hlý- indi síðasta misserið langt umfram það sem við eigum að venjast. Sem liður í víðtaekari veðurfarsbreytingum getur þetta hjns vegar reynst skammgóður vermir og kallað yfir land og þjóð umhverfisbreytingar sem fáa hefði órað fyrir," segir greinarhöfundur. DV-mynd Hilmar Þór Hættumerki fyrir ísland Það er ekki óeðlilegt að margir hér- lendis dásami veðurblíðu og hlýindi síðasta misserið langt umfram það sem við eigum að venjast. Sem liður í víðtækari veðurfarsbreytingum getur þetta hins vegar reynst skammgóður vermir og kallað yfir land og þjóð um- hverfisbreytingar sem fáa hefði órað fyrir. Hækkun meðalhita mun að vísu ekki valda hér neyðarástandi með dauðsföllum þúsunda eins og við heymm um frá meginlandi Evrópu, en vatnakerfi landsins mun raskast og lífríki í sjó og á landi taka breyting- um sem óvíst er að yrðu til bóta á mannlegan mælikvarða. Hinn mögu- leikinn sem margir vísindamenn benda á er að í kjölfar bráðnunar haf- íss á heimskautasvæðum breytíst hafstraumar á Norður-Atlantshafi, Golfstraumurinn skili sér ekki lengur upp að ströndum Vestur-Evrópu og það leiði óhjákvæmilega til stórfelldr- ar kólnunar á okkar slóðum. Hér er því efni í hrunadans af mannavöld- um sem ekki má loka augum fyrir. Hvað eru menn að hugsa? Skammsýni er rflcur eðlisþáttur meðal manna, eiginleiki, mótaður af aðstæðum fábrotinna lífshátta um aldir og árþúsund og kom sér eflaust vel við að þreyja þorra og góu fyrr á tíð. f hnattvæddu umhverfi, þar sem mannkynið er með samanlögðum at- höfnum sínum farið að hafa áhrif á forsendur h'fs á jörðinni gegnir öðm máli. Nú dregur skammsýni úr mögu- leikum á að mannleg samfélög, þjóð- rfld og stærri heildir, nái saman um samstillt viðbrögð. Fjölmiðiun snýst að mestu um augnablikið, aukaatriði og hjóm og hjálpar h'tið til við að búa almenning undir glímu eins og hér um ræðir. Viðfangsefnið er sannar- lega stórt þegar um loftslagsbreytíng- ar af völdum mengunar er að ræða. Tækniúrræði geta vissulega hjálpað til en niðurskurður í losun gróður- húsalofttegunda um allt að 70% á næstu áratugum gerist ekki nema með gjörbreytingu framleiðsluhátta og neyslustigs og þar með lífshátta, sérstaídega á Vesturlöndum. Hnatt- vætt hagkerfi virðist illa í stakk búið til að glíma við þennan vanda. Skerist heimsveldi eins og Bandarfldn úr leik til langframa er h'til von um að takast megi að koma böndum á sjálfseyð- andi heimsbúskap. tja mark sitt á þingstörfin landbúnaðarnefnd. „Þetta eru svakalega massífar nefndir og það má búast við að í landbúnaðar- nefndinni verði gríðarlega mikið að gera vegna stöðu sauðfjár- bænda og fleiri mála. Mitt mat er að staða sauðfjárbænda sé mjög slæm og alveg ljóst að þar verður að gera einhverjar breytingar. Innan umhverfisnefndar ætla ég að taka rjúpnamálið upp og kanna hvort hugsanlega sé meirihluti fyr- ir því í nefndinni að taka upp sölu- bann í stað veiðibanns," segir Dag- ný. „Hámark á námskostn- að hverrar fjölskyldu kæmi sér velfyrir unga foreldra sem þurfa bæði að standa undir þungri endurgreiðslu- byrði af námslánum og leikskólagjöldum," seg- ir Katrín Júlíusdóttir. Flokksbróðir Dagnýjar, Birkir J. Jónsson, er aðeins 24 ára. „Ég hef engin þingmál tilbúin sem stendur en vafalaust verða þau einhver," segir Birkir. „Ég hef náttúrlega ver- ið í félagsmálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður ráðherra í nokkur ár og vitanlega hef ég áhuga á mál- um á borð við sameiningu sveitar- félaga, eflingu sveitarstjórnarstigs- ins og mörgum öðrum málum," segir Birkir, sem situr í félagsmála- nefnd, samgöngunefnd og fjár- laganefnd. Skattar og meðlag „í fyrsta lagi mun ég pressa á að ríkisstjórnin láti verða af því sem allra fyrst að standa við þau skattalækkunar- áform sem fram koma f stjórnar- sáttmálanum, þ.e. lækkun á tekjuskatti, eignaskatti, erfðafjárskatti Sigurðúr Kári og fleira," segir Kristjánsson. Sigurður Kári Kristjánsson, 30 ára þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Sömuleiðis hef ég verið að velta fyrir mér að vera með þing- mál sem ætti að bæta réttarstöðu borgaranna gagnvart skattayfir- völdum, en þar hallar mjög á ein- staklingana." Sigurður Kári segist auk þess vera að velta fyrir sér ýmsum mál- um sem varði aukið frelsi í við- skiptum og einnig að skoða hug- myndir að þingmáli varðandi breytingar á samkeppnislögum, einkum varðandi meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum. „Ég hef lflca verið að velta fyrir mér málum sem varða meðlags- greiðslur til einstæðra mæðra og hef hugsað mér að senda inn- heimtustofnun sveitarfélaganna og TR fyrirspum um það, hve hátt hlutfall þeirra sem em meðlags- skyldir greiðir ekki meðlag og hvort það hefði í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir rfldssjóð að hækka meðlag talsvert, en mér sýn- „í fyrsta lagi mun ég pressa á að ríkisstjórn- in láti verða afþví sem allra fyrst að standa við þau skattalækkunar- áform sem fram koma í stjórnarsáttmálanum," segir Sigurður Kári Kristjánsson. ist að það hafi ekki hækkað til jafns við annað undanfarin ár. Þá hef ég verið að skoða möguleika á afnámi verðtryggingar, breytingar á stöðu rfldsins á fjölmiðlamarkaði og fleiri mál," segir Sigurður Kári, sem situr í allsherjamefnd, menntamála- nefnd og iðnaðarnefnd. Göng til Eyja Birgir Armannsson, 35 ára flokksbróðir Sigurðar Kára, segir fjöldamörg mál sem hann hafi áhuga á að vinna að á þingi en á þessari stundu sé hann ekki tilbú- inn að segja á hverju hann muni Blikar í borginni Þórólfur Árnason borgar- stjóri hefur, sem kunnugt er, ráðið Eirfk Hjálmarsson, dagskrárgerðarmann á Stöð 2, sem aðstoðarmann sinn. Mörgum leikur sjálfsagt for- vitni á að vita hvað kom til en tengsl þeirra liggja víða og hefur ágætur kunningsskap- ur verið með þeim um árabil, enda báðir af „Kópavogsaðl- tnum sem sumir kalla svo. Faðir Þór- ólfs, séra Ámi Páls- son (sem fermdi Ei- rík), var prestur í Kópavogi á sama tíma og faðir Eiríks, Hjálmar Ólafsson, var þar bæjarstjóri. Bæði eldri og yngri .......... ....................... systkini þeirra Þór- irl ur 1 marsson- tekið þátt í stjórn- ólfs og Eiríks voru bekkjarfé- málastarfi um árabil en hann lagar í bamaskóla og mæður áttí um skeið sæti í miðstjóm þeirra útskrifuðust raunar saman úr Menntaskólanum í Reykjavík. Kunn- ingsskapnum munu þeir einkum hafa haldið við á vellin- um enda báðir Blik- ar. Eiríkur hefur ekki Alþýðubandalagsins. Þá sat hann árin 1985-87 í stjóm Stúdentaráðs HÍ fyrir Félag vinstri manna, meðal annars með þeim Björk Vilhelms- dóttur borgarfulltrúa, sem hann hittir nú fyrir aftur í Ráðhúsinu, Karli V. Matthf- assyni, fyrrverandi þing- manni Samfylkingarinnar, og öðmm sjónvarpsmanni, Jóni Gunnari Grétarssyni fréttamanni... Fram „Fram-Fylkir" Gengi Fram og Fylkis hefur verið brokkgengt í sumar. Framarar hafa átt feiknalega fínan endasprett eftir næsta hörmulega byrjun en Fylkis- menn hafa að sama skapi dalað hressilega eftir gott gengi framan af móti. Svipuð tilhneiging hefur raunar verið hjá þessum liðum undanfarin keppnistímabil byrja. „Ég sit í efnahags- og við- skiptanefnd og allsherjarnefnd og á sviði beggja þessara nefnda eru áhugaverð viðfangsefni. Ég tel rétt að bera saman bækur mínar við fé- laga mína í þingflokknum um þetta enda ljóst að maður kemur fáum málum í gegn einn,“ segir Birgir. Guðjón Hjörleifsson, 48 ára, sit- ur í samgöngunefnd, félagsmála- nefnd og menntamálanefhd. Hann segir að menn séu byrjaðir að und- irbúa ýmis mál sem hann telji brýnt að leggja fram á komandi þingi en að kynning á þeim bíði betri tíma. Aðspurður segir Guðjón þó lík- legt að jarðgöng til Vestmannaeyja komi til kasta Alþingis í vetur, enda hafi málið farið hraðar af stað en hann hafi búist við. „Miðað við fyrstu niðurstöðu rannsókna á svæðinu, sem benda ekki til að það sé neitt misgengi þarna, á ég von á að framhald málsins verði rætt á þingi í vetur. Næsta skref eru áframhaidandi rannsóknir til að fullvissa menn um að þetta sé mögulegt og þær þarf með ein- hverjum hætti að fjármagna. Ef niðurstaðan verður jákvæð sýnist mér viðbúið að stofnað verði félag um gangagerðina, svipað og Spöl- ur var stofnaður um Hvalfjarðar- göng. Og ég býst við að menn kanni hvort ríkissjóður þurfi nokk- uð að bera meiri kostnað af þessu en hann gerir nú þegar vegna Herj- ólfs," segir Guðjón. olafur@dv.is og bisness-sinnaðir sportist- ar hafa bent á að framlegðar- áhrifin af sameiningu þeirra séu þess vegna augljós: Gott gengi framan af móti og frá- bær endasprettur sé ávísun á fslandsmeistaratitil! Þeir bæta því við að einnig sé viðskiptatækifæri í Árbæn- um þvf að hvergi annars staðar en þar sé algjör eining um að ekkert sé betra til að svala þorstanum en Tab.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.