Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 28
28 DVSPORT FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 DVSport Keppnií hverju orðí Netfang: dvsport@dv.is Sfmi: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Asgeir bestur KNATTSPYRNA: Stjórn Knatt- spyrnusambands fslands hefur valið Ásgeir Sigurvinsson sem besta knattspyrnumann (s- lands síðastliðin 50 ár. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, heldur á næsta ári upp á 50 ára afmæli sitt og leggur sambandið mikið kapp á að öll 52 aðildarlöndin taki virkan þátt í hátíðahöldunum. Meðal á Islandi síðustu þess sem UEFA hefur farið fram á við knattspyrnusamband landa í Evrópu er að þau út- nefni besta leikmann hvers lands síðustu 50 árin. Atvinnu- mannaferill Ásgeirs var einkar glæsilegur. Hann byrjaði hjá belgíska félaginu Genk árið 1973 en árið 1981 gekk hann til liðs við stórlið Bayern Munchen. Ári seinna gekk * 50 ár hann svo til liðs við Stuttgart og með þeim varð hann þýsk- ur meistari árið 1984 en sama ár var hann einnig valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildar- innar. Ásgeir var tvisvar valinn íþróttamaður ársins á íslandi, árin 1974 og 1984, en hann er eini íslenski knattspyrnumað- urinn sem hefur hlotnast sá heiður. BESTUR: Ásgeir þykir hafa skarað fram úr á islandi síðustu 50 ár. Mikil pressa á þýska liðinu Eyjólfur Sverrisson metur alla leikmenn þýska landsliðsins fyrir DV Sport Eyjólfur Sverrisson, fyrrum landsliðsfyrirliði, lauk gifturík- um atvinnumannaferli í lok síð- asta tímabils. Hann lék lengst af sínum ferli í Þýskalandi. Fyrst með Stuttgart og síðar með Herthu Berlin eftir smá milli- lendingu í Tyrklandi. Það má því leiða líkum að því að Eyjólf- ur sé manna fróðastur hér á landi um þýska boltann enda hefur hann leikið gegn öllum leikmönnum þýska landsliðs- ins. DV Sport fékk Eyjólf til þess að meta hvern einasta leik- mann þýska hópsins. Hvar styrkleikar og veikleikar hvers leikmanns lægju og hvaða leik- menn helst þarf að varast á Laugardalsvellinum á laugar- dag. Við spjölluðum einnig við Eyjólf um leikinn en hann hefur sjálfur aldrei leikið gegn þýska landsliðinu. „Leikurinn leggst mjög vel í mig. Ég er orðinn mjög spenntur og far- ið að hlakka til að fylgjast með þessu,“ sagði Eyjólfur í samtali við DV Sport í gær. „Ég vona bara að við náum að hitta á góðan leik og náum með því að stríða og standa í þeim. Ef það gerist verður þetta skemmtilegur leikur. Ég vona að þeir eigi ekki sinn besta leik að þessu sinni og að þetta verði góð skemmtun." Eyjólfur hefur fylgst náið með umræðunni í Þýskalandi um leik- inn undanfarið og hann segir að það sé mikil pressa á þýska lands- liðinu að innbyrða þrjú stig á Laug- ardalsvellinum. „Það er gríðarlega mikil pressa á þeim. Strax eftir Færeyjaleikinn hjá okkur var farið að tala um að nú væru þeir ekki lengur í efsta sæti „Þessar yfirlýsingar hjá Lehmann um að hann vilji vera númer eitt í landsliðinu eru bara gömul lumma." riðilsins. Þannig að það er klárt að þeir koma hingað til þess að vinna leikinn og ætla að sýna það að þeir séu besta liðið í riðlinum. Þannig að það er mikil pressa á þeim að vinna þennan leik. Svo hafa líka margir sagt að þeir verða en við vilj- um og það er okkur í hag,“ sagði Eyjólfur sem vonast til þess að gamall frasi sem oft er notaður um þýska landsliðið eigi ekki við á laugardaginn. „Það er oft sagt að knattspyrnu- leikur taki 90 mínútur og í lok hans sigra Þjóðverjar. Ég ætla rétt að vona að það verði ekki raunin um helgina." Litlar yfirlýsingar „Þeir hafa annars ekki verið með hástemmdar yfirlýsingar fyrir utan það að þeir ætla sér að vinna leik- inn,“ sagði Eyjólfur sem hefur ekki trú á því að það sé mikil kergja í þýska landsliðshópnum þótt sumir leikmanna liðsins hafi verið að senda hver öðrum pillur undan- farnar vikur en þar hefur farið fremstur í flokki fyrirliðinn' Oliver Kahn. „Málið er að Oliver Kahn er alltaf að vekja þessa stráka og sparka í afturendann á þeim. Er mikið í því að koma þeim á jörðina. Þetta er alltaf viss taktík hjá honum og hann hefur beitt þessu mikið hjá Bayern Múnchen Ifka. Hann er mikið fyrir það að skella upp smá stemningu til þess að vekja menn. Hann hefur reyndar sjálfur sagt að hann þoli það ekki þegar allt er í góðu fyrir leiki. Honum líður mjög illa þegar öllum öðrum líður vel í kringum hann. Þessar yfirlýsingar hjá Leh- mann um að hann vilji vera númer eitt í landsliðinu eru bara gömul lumma. Mér finnst þeir persónu- lega áþekkir enda báðir frábærir markverðir. Nema Lehmann á það frekar til að gera mistök en Kahn. Jens Lehmann er svona týpa að „Málið er að Oliver Kahn eralltafað vekja þessa stráka og sparka í afturendann á þeim. Þetta er viss taktík hjá honum" þegar vel gengur hjá honum og lið- ið er á toppnum þá byrjar hann alltaf á því að krefjast þess að vera aðalmarkvörður í landsliðinu. Svo þegar illa gengur heyrist ekki múkk í honum. Þannig að þetta er orðinn þekkt lumma í Þýskalandi." henry@dv.is MEÐ ÞÝSKA BOLTANN Á HREINU: Eyjólfur Sverrisson sést hér í kveðjuleik sínum með Herthu Berlin á dögunum. Eyjólfur spáir í spilin fyrir DV Sport og segir sitt álit á öllum leik- mönnum þýska landsliðsins. DV-mynd Pjetur Oliver Kahn, mark Bayern Múnchen, 61 leikur „Frábær markvörður, leiðtogi liðsins og sá leikmaður sem drífur liðið áfram. Hann smit- ar mikið út frá sér og krefst mikils af samherjum sínum. Hann sparkar í rassinn á fé- lögum sínum þegar þeir þurfa á því að halda. Ef hægt er að tala um einhverja veik- leika hjá Kahn þá er það kannski helst úthlaupin hjá honum en hann er engu að síður skynsamur og veður ekki í vitleysu." Jens Lehmann, mark Arsenal, 16 leikir „Hörkumarkvörður sem hef- ur það kannski fram yfir Kahn að hann er sterkari í úthlaupum. Mér finnst hann í sjálfu sér ekkert síðri leikmaður en Kahn. Þjóðverjar hafa tvo sterka markverði og eru alls ekki í vanda ef Kahn meiðist því að mínu álíti er Lehmann jafn sterkur á milli stang- anna og eins og áður segir betri í úthlaupum." Frank Baumann, vörn Werder Bremen, 17 leikir „Hann er mjög rólegur leik- maður. Sterkur skallamaður og gríðarlega fastur fýrir. Veikleikar hans eru kannski þeir að hann er fullrólegur í tíðinni á stundum og það heyrist frekar lítið í honum. Einnig vantar hann svolítið upp á hraða. Með því er ég ekki að segja að hann sé seinn en hann vantar samt vissulega meiri hraða og það má nýta sér." Arne Friedrich, vörn Hertha Berlin, 10 leikir „Þetta er hörkuleikmaður sem býr yfir gríðarlega mikl- um hraða. Hann er geysilega mikill íþróttamaður og er vel þjálfaður. Hann er gríðarlega mark- sækinn enda fljótur, flinkur með boltann og mjög áræð- inn. Spilar oft sem hægri bakvörður og sækir hátt upp völlinn. Eitt mesta efni sem komið hefur fram lengi og hefur varpað Deisler algjör- lega í skuggann. Veikleiki hans er að enn vantar hann uppá reynslu." Michael Hartmann, vörn Hertha Berlin, 3 leikir „Þetta er virkilega fljótur leikmaður sem er jafnvígur á báða fætur. Skemmtilegur strákur sem verður að hafa góðar gætur á því hann er virkilega skæður. Hans helsti veikleiki er aftur á móti sá að hann er lélegur skallamaður og svo er hann tiltölulega nýlega kominn í landsliðið þannig að hann vantar enn að fá reynslu með liðinu." Marko Rehmer, vörn Hertha Berlin, 33 leikir „Þetta er einstaklega fljótur leikmaður og sá sprettharð- asti í þýska landsliðinu. Hann lítur ekki út fyrir að vera það en hann er mjög stórstígur og í öllum mæl- ingum er hann langfljótastur af þeim öllum. Hann er einnig líkamlega sterkur strákur. Hann vantar upp á tæknina og er ekki mjög sérstakur á boltanum. Honum leiðíst að hanga á boltanum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.