Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA HMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Sjötfu og fimm áro Sigurður Guðmundsson fyrrv. forstjóri Nýja-Bíós íReykjavík Sigurður Guðmundsson, íyrrv. forstjóri Nýja-Bíós, Þorragötu 9, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill ♦ Sigurður fæddist við Öldugötuna í Reykjavík og ólst upp í Vestur- bænum. Hann var í Landakots- skóla, stundaði nám við Verslunar- skóla íslands, lauk þaðan prófum og stundaði framhaldsnám í versl- unarfræðum í London. Þá lærði hann kvikmyndasýningar og sýn- ingastjórnun í Nýja-Bíói. Segja má að allur starfsferill Sig- urðar hafi snúist um starfsemi og rekstur kvikmyndahússins Nýja- Bíós í Reykjavík. Hann hóf þar störf um 1940 og vann þar fyrst við sæta- vísun. Hann starfaði síðan á skrif- stofu kvikmyndahússins, var þar sýningamaður um nokkurt skeið og síðan sýningarstjóri. Sigurður varð síðan forstjóri Nýja-Bíós og gegndi því starfi meðan kvikmyndahúsið var starfrækt. Fjölskylda Sigurður kvæntist 2.2. 1952 Önnu Þórunni Flygenring, f. 11.11. 1930, d. 20.4.2002, húsmóður. Hún var dóttir Sigurðar Flygenring, verkfræðings á Tjörn á Seltjarnar- nesi, og Ástu Tómasdóttur Flygenring húsmóður. Sonur Sigurðar og önnu Þórunn- -% ar er Sigurður Einar Fl. Sigurðsson, f. 24.2.1949, sjóntækjafræðingur og íbúðahönnuður, búsettur í Alborg í Danmörku en kona hans er Kristín Sigtryggsdóttir og eiga þau fjögur börn. Systkini Sigurðar: Þórunn Guð- mundsdóttir, f. 29.9. 1922, d. 17.8. 2003, húsmóðir í Reykjavík, var gift Ólafi Hallgrímssyni stórkaup- manni; Erna Guðmundsdóttir, f. 9.4. 1924, nú látin, húsmóðir, var gift John Alexander McCarson, ambassador Bandaríkjanna víða um heim. Foreldrar Sigurðar voru Guð- mundur Jensson, f. 26.9. 1892, framkvæmdastjóri og annar aðal- eigandi Nýja-Bíós, og k.h., Þórdís Sigríður Sigurðardóttir, f. 18.10. 1895, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Jens, b. á Stóra-Seli í Reykjavík, bróður Ein- ars, b. í Ráðagerði, föður Steindórs bflakóngs, afa Geirs Haarde fjár- málaráðherra. Systir Jens var Elín, amma Björns R. Einarssonar hljómsveitarstjóra, föður Gunnars, sóknarprests á Selfossi. Jens var sonur Bjöms, b. á Litla-Hálsi, bróð- ur Kristínar, langömmu Gissurar, föður Hannesar Hólmsteins pró- fessors. Björn var sonur Odds, b. á Þúfu f ölfusi Björnssonar, bróður Katrínar, langömmu Vals leikara, föður Vals bankastjóra, og langömmu Garðars, föður Guð- mundar H., fyrrv. alþm. Móðir Björns á Litla-Hálsi var Jórunn, systir Magnúsar á Hrauni, langafa Áldísar, móður Ellerts B. Schram, forseta fþrótta- og ólympíusam- bands íslands. Jómnn var dóttir Magnúsar, hreppstjóra í Þorláks- höfn Beinteinssonar, b. í Þorláks- höfn Ingimundarsonar, b. á Hóli Bergssonar, ættföður Bergsættar Sturlaugssonar. Móðir Jens var Ing- veldur Einarsdóttir, b. á Kotströnd Björnssonar, b. í Gljúfurholti Jóns- sonar. Móðir Guðmundar var Ingibjörg Guðmundsdóttir, b. á Efra-Seli í Ytrihrepp Jónssonar, skálds á Efra- Seli Halldórssonar, b. í Jötu Jóns- sonar. Þórdís Sigríður var dóttir Sigurð- ar, hreppstjóra á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði Jónssonar, hreppstjóra í Firði Jónssonar. Móðir Sigurðar var Þórdís Pálsdóttir, b. í Höfn Jónssonar, og Önnu Ólafsdóttur. Móðir Þórdísar Sigríðar var Þómnn Sigurðardóttir, b. í Dölum í Mjóaflrði Eiríkssonar. Fjörutíu áro Linda Hlín Sigbjörnsdóttir móttökuritari á Sauðárkróki Linda Hlín Sigtryggsdóttir leik- skólakennari, Ártúni 15, Sauðár- króki, er fertug í dag. Starfsferill Linda Hlín fæddist í Reykjavík en ólst upp á Eiðum og á Egilsstöðum. Hún útskrifaðist frá Fósturskóla ís- lands 1987 og stundaði nám í eitt ár í skrifstofutækni við Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki. Að loknu námi við Fósturskólann starfaði Linda Hlín í eitt ár á Lauga- borg. Linda Hlfn flutti síðan á Sauðár- krók 1988 og hefur búið þar síðan. Þar starfaði hún við leikskólann Furukot þar sem hún var leikskóla- stjóri um þriggja ára skeið. Hún var auk þess stuðningsfóstra á deild við Fumkot og starfaði þar alls í þrett- án ár. Linda Hlín er nú móttökuritari við Heilbrigðisstofnunina á Sauð- árkróki. Fjölskylda Linda Hlín hóf sambúð 1986 með Jóni Svavarssyni, f. 10.6. 1963, mál- arameistara, en þau giftu sig 24.10. 1992. Jón er sonur Svavars Hjör- leifssonar og Guðrúnar Antons- dóttur á Sauðárkróki. Sonur Jóns frá því fyrir hjónaband er Björn Svavar Jóns- son, f. 11.1. 1985, framhaldsskóla- nemi en hann er búsettur á Sauð- árkróki. Börn Lindu Hlínar og Jóns em Steinunn Jónsdóttir, f. 17.8. 1989; Þórarinn Jónsson, f. 28.6. 1992. Systkini Lindu em Víðir, f. 6.5. 1958, starfsmaður við flugvöllinn á Egilsstöðum; Björk, f. 6.5. 1958, sjúkraliði á Egilsstöðum; Hlynur, f. 19.6. 1961, vélstjóri, búsettur á Eg- ilsstöðum; Lára Heiður, f. 31.7. 1962, skrifstofumaður í Reykjavík. Foreldrar Lindu Hlínar: Sigur- björn Magnússon, f. 21.5. 1919, d. 19.3. 1993, starfsmaður við Vega- gerð ríkisins á Egilsstöðum, og Sig- rún Björgvinsdóttir, f. 20.5. 1931, kennari og listakona á Egilsstöðum. Stórafmæli 85 ára Ásta Björnsdóttir, Kleppsvegi 6, Reykjavík. Gunnar Guðjónsson, Tunguvegi 17, Reykjavík. 80 ára Eggert O. Brynjólfsson, Sogavegi 125, Reykjavík. Guðrún Sigurðardóttir, Kirkjubraut 6, Höfn. 75 ára Högni Albertsson, Krossi, Djúpavogi. 70 ára Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Sólvangi, Hafnarfirði. Haukur Sigurbjörn Magnússon, Kleifarvegi 8, Reykjavík. Hörður Adolphsson, Eikjuvogi 15, Reykjavík. Jón Blöndal, Langholti, Borgarnesi. Sigríður Ámadóttir, Boðagranda 7, Reykjavík. Sigurlína Helgadóttir, Geiteyjarströnd 2, Reykjahlíð. 60 ára Einar Hafliðason, Akraseli 19, Reykjavík. ÓlöfCooper, Skólagerði 28, Kópavogi. 50 ára Guðjón Guðlaugsson, Réttarholti 8, Borgarnesi. Guðmundur S. Karlsson, Lokastíg 1, Dalvík. Jens Kristján Höskuldsson, Miðgarði 6, Egilsstöðum. Ottó Tómas Ólafsson, Stigahlíð 44, Reykjavík. Sigríður Berta Grétarsdóttir, Norðurvör 2, Grindavík. Valbjöm Pálsson, Skólavegi 82a, Fáskrúðsfirði. Valborg S. Harðardóttir, Engihjalla 11, Kópavogi. 40 ára Ástrfður Ólafía Jónsdóttir, Stóragerði 30, Reykjavík. Draupnir Hauksson, Hringbraut 61, Keflavík. Hafdís Einarsdóttir, Hofteigi 32, Reykjavík. Helga Róbertsdóttir, Fífuseli 30, Reykjavík. Klemens Sæmundsson, Heiðarbóli 37, Keflavík. Marinó Pálmason, Skrúðási 1, Garðabæ. Pétur Jónsson, Mosarima 43, Reykjavík. Ragnheiður Haraldsdóttir, Sólvallagötu 11, Reykjavík. Ragnheiöur Sigríður Gestsdóttir, Júllatúni 5, Höfn. Sigmundur örn Sigmundsson, Skúlagötu 61 a, Reykjavík. Sigrfður Halldórsdóttir, Engjaseli 81, Reykjavík. Siv Annika Rosén, Ysta-Skála 2, Hvolsvelli. Vigdfs Guðrún Sigvaldadóttir, Kveldúlfsgötu 3, Borgarnesi. Merkir íslendingar ▼ Helgi Skúlason Helgi Skúlason leikari fæddist í Keflavík 4. september 1933 og hefði því orðið sjötíu ára í dag hefði hann lifað. Foreldrar hans vom Skúli Oddleifsson umsjónar- maður í Keflavík, og k.h., Sigríður Ágústsdóttir húsmóðir. Helgi lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1954. Hann var í hópi þekktustu leikara þjóðarinn- ar á sínum tfma, var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1954-59, leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1959-76 og leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu frá 1976. Meðal helstu sviðshflutverka Helga má nefna Marco í Horft af brúnni, 1957; Markús Antoníus í Júlíusi Sesari, 1959; Jón bónda í Gullna hfliðinu, 1976; Jón Hregg- viðsson í íslandsklukkunni, 1985; Ríkarð III. f Rikarði III., 1986; Belford í Marmara, 1988, og Eu- gene O'Neill í Seið skugganna eft- ir Lars Norén, 1994. Þá lék Helgi m.a. í kvikmyndun- um Blóðrauðu sólarlagi, 1975; Út- laganum, 1982; Húsinu, 1983; Hrafninn flýgur, 1985; í skugga hrafnsins, 1987; Leiðsögumannin- um, 1987, og Hvíta vflcingnum. Helgi var ritari Leikfélags Reykjavíkur 1960-62, formaður þess 1962-65, varaformaður Fé- lags íslenskra leikara og sat í leik- ritavalsnefnd Þjóðleikhússins 1981-84. Hann hlaut silfur- lampann fyrir Franz í Föngunum í Altona 1964, var tilnefndur til Fel- ix-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni I Skugga hrafnsins og þáði listamannalaun f heiðurs- launaflokki frá 1994. Helgi lést fyr- ir aldur fram 30. september 1996. Eftirlifandi eiginkona Helga er Helga Bachmann leikkona en börn þeirra em Hallgrímur Helgi rithöfúndur, Skúli fjölmiðlafræð- ingur og Helga Vala íeikkona. Jarðarfarir Otför Magnúsar Ragnars Þórarins- sonar, Eyjabakka 5, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtud. 4.9. kl. 15.00. Guðrún Ágústa Samsonardóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Patreksfirði, verður kvödd íVídalínskirkju í Garðabæ fimmtud. 4.9. kl. 15.00. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laug- ard.6.9. kl. 14.00. Sigríður Sveinbjömsdóttir, Skál- holtsvík, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju flmmtud. 4.9. kl. 15.00. Sigurður R. Inglmundarson, Álf- heimum 4, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtud. 4.9. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.