Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 Þyrlurnar komnar aftur BJÖRGUN: Þrjár björgunarþyrl- ur Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og flestir þeirra 65 liðsmanna björgunarsveitar- innar og annarrar liðssveita varnarliðsins sem sendir voru með þeim til tímabundinna starfa í Sierra Leone og Líberíu sneru aftur til Keflavíkurflug- vallar á mánudag. Þyrlurnar voru fluttar utan með skömm- umfyrirvara 13. júlí og voru til- búnar til starfa átta klukku- stundum eftir lendingu í Sierra Leone. Þar veitti björgunar- sveitin liðsmönnum Banda- ríkjahers og sendiráðsstarfs- mönnum í Monróvíu aðstoð og flutning og annaðist sjúkraflug. Varnarliðsmennirnir sögðust fegnir að koma heim eftir 50 daga strangt úthald. Tölvum stolið LÖGREGLA: Brotist var inn í fyr- irtæki við Skipholt í nótt og þaðan stolið tölvum. Tilkynning þar um þarst lögreglu um fjög- urleytið. Þjófarnir hafa ekki náðst. Þá fannst mannlaus bíl úti í á í Þormóðsdal í nágrenni Mosfellsbæjar. Ekki virðist hafa verið um slys að ræða en lög- regla rannsakar málið.Tilkynnt var um mikinn reyk í hesthúsi í Víðidal. Þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang reyndist heitt vatn hafa lekið í kjallara og steig mikil gufa frá vatnselgnum. Að öðru leyti var rólegt á höfuðborgarsvæðinu og helstu lögregluumdæmum. Engin óhöpp eða útköll voru vegna veðurs en Veðurstofan hafði varað við stormi. Lagafrumvarp 2002 um breytingar á þungaskatti: Hörð andstaða olíufélaganna Ljóst er að olíufélögin hafa haft mikið með framvindu þunga- skattsmálsins á dísilbíla að segja. Hafa áætlanir stjórn- valda mætt þar harðri and- stöðu. f bréfi fjármálaráðuneytisins, dagsettu 22. júlí 2002, var óskað umsagnar Olíudreifingar ehf. um frumvörp til laga um olíugjald og kílómetragjald og frumvarp til breytinga á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. sem fjár- málaráðherra hafði lagt til kynn- ingar á Alþingi. Umsögn Olíudreifingar var send fjármálaráðuneytinu 11. október 2002. Leitaði Olíudreifing álits eig- enda félagsins, þ.e. Olíuverzlunar fslands hf. og Olíufélagsins ehf., og var gefin sameignleg umsögn um málið. Olíudreifing gerði margháttaðar athuga- semdir við frumvarpið og lagðist gegn því í óbreyttri mynd. Engar athugasemdir voru gerðar við frumvarp um breytingu á lög- um um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Hins vegar voru gerð- ar athugasemdir við lög sem koma áttu i stað laga um fjáröflun til vegagerðar nr. 3/1987 og miða að því að afleggja þungaskatt á gasol- íudrifin ökutæki að hluta og setja BARA BENSfN: Olíufélögin hafa lagst hart gegn breytingum á þungaskattskerfinu en þær miða að því að þungaskattur verði lagður á dísilolíuverðið. Núverandi kerfi er þó talið helsta orsök þess að ekki hefur orðið sama þróun í sölu disilbila hér á landi og víðast í Evrópu. hluta skattheimtunnar í eldsneytis- verðið. Olíudreifing ehf., sem dreifingar- aðili á stærstum hluta þess elds- neytis sem frumvarpið átti að ná yfir og sem stórnotandi á gasoiíu, gerði margháttaðar athugasemdir við frumvarpið og lagðist gegn því í óbreyttri mynd. Fundið flest til foráttu Er það gróft mat félagsins að frumvarpið muni að óbreyttu auka skattbyrði félagsins um 17% frá nú- verandi þungaskattskerfi sem er veruleg íþynging og óásættanlegt. Bent er á að frumvarpið leggi til að innheimta og framkvæmd skatt- lagningar verði færð frá hinu opin- bera til einkaaðila sem hafa allt aðra og óljósari réttarstöðu og geta jafnvel valdið sér refsiábyrgð ef framkvæmdin er ónákvæm. Mistök eigi sér stað eða að einstakir starfs- menn misstígi sig, með tilheyrandi neikvæðri umfjöllun og lýti á orð- spori. Þetta hafi í för með sér að auk eftirlits hins opinbera með framkvæmd laganna þurfi félagið einnig að hafa eftirlit með fram- kvæmdinni sem veldur verulegum aukakostnaði fyrir samfélagið. Dæmi um óljósa réttarstöðu er t.d. staða afgreiðslumanns sem beðinn er um að afgreiða gjald- frjálsa olíu á tæki sem ekki hafa heimild til að nota slíka olíu. „Á starfsmaðurinn að kveða úr um það og hvenær á hann að leita sér ráðgjafar um það og bæri hann hugsanlega refsiábyrgð á þeim gjörningi sem þó væri að ósk við- skiptavinar?" Hagkvæmni og sparnaður Rökin íyrir lagafrumvarpinu voru hins vegar m.a.: 1. Hagkvæmni við að kaup á spar- neytnari gasolíudrifnum ökutækj- um sé meiri, 2. Fleiri muni nota gasolíudrifin ökutæki, 3. Greiðslubyrði hvers gjaldanda verði jafnari, 4. Undanskot frá skattheimtu minnki, 5. Sparnaður við framkvæmd og umsýslu náist. Að auki eru færð rök fyrir að: 6. Fara litunarleið frekar en end- urgreiðsluleið við innheimtu gjalds- ins vegna minni tilkostnaðar. Þessi rök rifu olíufélögin niður lið fyir lið í athugasemdum sínum og fundu frumvarpinu flest til foráttu. I lok athugasemdanna segir síðan: „Er því lagt til að frumvarpið verði endurskoðað í samvinnu við hagsmunaaðila." hkr@dv.is Um 60 prósent barnanna slasast í bíl Um 60 prósent barna, 0-6 ára, sem slösuðust í umferðinni 1991-2000, slösuðust í bílum. Mun færri, eða um 30 prósent, slösuðust á gangi. Enn færri slösuðust á hjóli eða rétt um 10 prósent. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem María Finnsdóttir hjá Umferðarstofu tók saman og koma mun til umræðu á námskeiði um öryggisbúnað barna í bflum sem Árvekni, Umferðarstofa og sænska umferðarstofan NTF standa fyrir á Grand Hótel Reykjavík í dag. Á árunum 1991-2000 slösuðust alls 515 börn á aldrinum 0-6 ára í umferðinni eða um 52 börn að meðaltali á hverju ári. Af þeim hlutu 430 börn eða 83,5 prósent minniháttar meiðsl, 74 eða 14,4 prósent slösuðust alvarlega og 11 eða 2,1 prósent létust. Flest barn- anna sem slasast eru í bflum. Af þeim 11 börnum í fyrrnefnd- um aldurshópi sem létu lífið í um- ferðarslysum voru flest í bflum eða 7. Þrjú voru gangandi og eitt á hjóli. Bráðabirgðatölur segja að 47 börn hafi slasast í umferðinni árið 2001 en sú tala er aðeins undir meðaltal- inu. í aldurshópnum 7-14 ára slösuð- ust 1145 börn í umferðinni á árun- um 1991-2000. Þar af slösuðust flest í bflum eða 41 prósent en 28,1 prósent slösuðust gangandi og 26,7 7997 7992 7993 7994 7995 7996 7997 7998 7999 2000 H íbíl Gangandi A hjóli prósent á hjóli, 0,9 prósent sem far- þegar á hjólum og 3,3 prósent í öðr- um slysum í umferðinni. Þá kemur enn fremur fram í skýrslunni að 45 börn og unglingar á aldrinum 0-18 ára hafi beðið bana í umferðarslysunum á áður- nefndu 10 ára tímabili. Samkvæmt þessu er bfllinn hættulegur staður íyrir börn og ekki sama hvernig að slysavörnum fyrir börn er staðið við framleiðslu bfla. Á námskeiðinu í dag mun Thomas Carlsson, upplýsinga- og markaðs- stjóri NTF, gamalreyndur blaða- maður og fyrrum ritstjóri Motor, fjalla um hvernig umbætur á bflum virðast ekki taka nægilegt mið af ör- yggi barna. hlh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.