Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 30
30 OVSPORT FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 Eitthvað sem hægt er að byggja á UMMÆLI: Olga Færseth var að vonum vonsvikin með jafn- teflið. „Þetta var erfiður leikur, ég neita því ekki. Aðstæður voru auðvitað hörmulegar í fyrri hálfleik og svo vorum við svo óheppnar að vindurinn datt alveg niður í seinni hálf- ‘ leik. En þær voru í sjálfu sér ekkert að skapa sér nein færi í fyrri hálfleik og markið kom eftir langskot. Mérfannstvið vera mun betra liði í seinni hálfleik, þó að þær hafi notið góðs af betra veðri í seinni hálfleik. Úrslitin eru því nokkur vonbrigði, sérstaklega eftir að hafa komist yfir í lokin og fá svo jöfnunarmark strax í bakið. Þetta stafar kannski af reynslu- leysi hjá (BV en við töpuðum ekki heimaleik í sumar og það er eitthvað sem hægt er að byggja á næsta sumar,” sagði Olga Færseth sem var önnur markahæst í deildinni í sumar með 19 mörk en hún hafði fengið gullskóinn síðustu þrjú tímabil á undan. Olga hefur nú skorað 93 mörk í 56 leikjum frá árinu 2002 og alls 208 mörk í 152 leikjum í efstu deild kvenna. Ekkert skemmtilegra UMMÆLI: Hetja KR í leiknum, Hólmfríður Magnúsdóttir, til vinstri, var glöð í bragði í leiks- lok í Eyjum gærkvöld. „Við ætluðum að pressa á þær og það tókst. Ég náði sem bet- ur fer til boltans og náði að pota honum inn. Þærvoru ennþá að fagna markinu þannig að það var ekkert ann- að að gera en að sækja á þær. Leikurinn var annars erfiður, það er ekkert skemmtilegt að koma hingað, sérstaklega þeg- ar veðrið er svona, en svo var þetta allt í lagi í seinni hálfleik, sem betur fer fyrir okkur. En við fórum taplausar í gegnum mótið, þó það hafi staðið tæpt núna en það er sigur fyrir okk- ur," sagði Hólmfríður að lok- um. Þriðja sætið í höfn hjá Valsstúlkum Valsstúlkur tryggðu sér þriðja sætið í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær- kvöld með sigri á Þór/KA/KS og á sama tíma gerði Breiðblik ein- ungis jafntefli. Því er uppskera Valsstúlkna á heildina litið í sumar mjög góð - bikarmeist- arar og bronsstelpur. Segja má að úrslit leiksins hafi ráðist á fyrsta kortérinu þar sem '» þær Dóra María Lárusdóttir og Laufey Ólafsdóttir fóru fremstar í flokki. Eftir þessa góðu byrjun dofnaði aðeins yfir leiknum en Valsstúlkur héldu áifam undirtök- unum og hefðu getað bætt við. Gestastelpumar komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og fengu víti á 47. mínútu en Guðbjörg Gunnars- dóttir,’ markvörður Vals, varði af ör- yggi frá Tinnu Mark Antonsdóttur. íris Andrésdóttir, Valsari, fékk að líta rauða spjaldið á 60. mínútu og j, þar hefði gula spjaldið alveg mátt du^a og er þá vægt til orða tekið. I kjölfarið tóku 10 Valsstúlkur leikinn yfir og voru óheppnar að bæta ekki við marki eða mörkum og spiluðu oft og tíðum prýðis vel og þar var Laufey Ólafsdóttir í aðal- hlutverki - skapaði mikið og vinnsl- an var virkilega góð. Dóra María var einnig mjög öflug og f vörninni lét Pála Marie Einarsdóttir að venju finna vel fyrir sér. Baráttan í liðinu var ágæt en það hafði þó aldrei almennilega trú á því að það gæti gert neitt meira en rétt svo að stríða Valsstúlkum. Ásta Ámadóttir var yfirburðamaður í liðinu og myndi sóma sér í byrjun- arliði hvaða félags sem er í deild- * inni. Norðanstelpna bíður nú um- spil við Sindra. SMS Valur~Þór/KA/KS 5-0 1- 0 Nina Ósk Kristinsdóttir..........7. skot úr teig .....Dóra Maria Lárusdóttir 2- 0 Dóra Marfa Lárusdóttir............9. skot úr teig...........Laufey Ólafsdóttir 3- 0 Kristfn Ýr Bjarnadóttir.........15. skalli úr teig ...Dóra Maria Lárusdóttir 4- 0 Nina Ósk Kristinsdóttir.........78. skot úr teig .....Vilborg Guðlaugsdóttir 5- 0 Guðrún Dóra Bjarnadóttir .... 90. skot úr teig...........Laufey Ólafsdóttir Pála Marie Einarsdóttir, Nlna Ósk Kristinsdóttir, Dóra Marla Lárusdóttir, Lauf- k ey Ólafsdóttir (Val) - Ásta Árnadóttir, Sandra Siguröardóttir (Þór/KA/KS). © Guöbjörg Gunnarsdóttir, (ris Andrés- dóttir, Málfrfður Sigurðardóttir, Dóra Stef- ánsdóttir (Val) - Rakel Óla Sigmundsdótt- ir, Guðrún Soffía Viðarsdóttir (Þór/KA/KS). Skot (á mark); 34(12)-6(4) Horn: 13-2 Aukaspyrnur: 8-7 Rangstöður: 5-3 Varin skot: Guðbjörg 3 - Sandra 9. Besta frammistaðan á vellinum: Laufey Ólafsdóttir, Val 0-1 Embla Grétarsdóttir ..........15. skot utan teigs..........vann boitann 1-1 Elena Einisdóttir .............65. skotúrmarkteig.... Margrét Lára Viðarsd. 1- 2 Embla Grétarsdóttir ..........72. skalli úr markteig ... Hólmfriður Magnúsd. 2- 2 Olga Færseth .................79. skot úr teig...Margrét Lára Viöarsdóttir 3- 2 Olga Færseth .................90. skot úr teig...Margrét Lára Viðarsdóttir 3-3 Hólmfrfður Magnúsdóttir .... 90. skot úr teig....Þórunn Helga Jónsdóttir @@ Iris Sæmundsdóttir ((BV). @ Hanna Guðný Guðmundsdóttir, Michelle Barr, Lind Hrafnsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (ÍBV), Anna Úrsula Guðmundsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Ólína Kristfn Sigurgeirsdóttir, Embla Grétarsdóttir (KR). Skot (á mark): 24 (12)-14 (10) Hom: 6-3 Aukaspyrnur: 8-8 Rangstöður: 4-0 Varin skot: Hanna 7 - Sigríður Fanney 0, Anna Úrsuta 8. Besta frammistaðan á vellinum: íris Sæmundsdóttir, ÍBV KR-liðið taplaust eftir 3-3 jafntefli í Eyjum í gær - jöfunarmark KR í blálokin Síðustu mínútur í leik ÍBV og KR verða lengi í minnum hafð- ar en liðin léku í Eyjum í gær- kvöld. KR var þegar búið að tryggja sér (slandsmeistaratit- ilinn en Eyjastúlkur áttu annað sætið öruggt og var því aðeins spilað um heiðurinn. Eftir köflóttan leik komust Eyja- stúlkur í 3-2 þegar leikkiukkan sýndi tæpar 92 mínútur. En það tók KR ekki nema 5-6 sek- úndur að jafna eftir að þær tóku miðju og lokatölur því 3-3, sannkallað stórmeistara- jafntefli. Aðstæður til knattspymuiðkun- ar voru allar hinar verstu í fyrri hálfleik, strekkingsvindur var á annað markið og sóttu meistar- arnir með vindinn í bakið. Fyrstu tuttugu mínúturnar fór leikurinn nánast eingöngu fram á vallar- helmingi ÍBV en meisturunum gekk samt sem áður illa að skapa sér færi. Þær komust þó yfir eftir stundarfjórðung og í takt við leik- inn að markið kom eftir langskot Emblu Grétarsdóttur. Áhorfendur bjuggust nú við skothríð á mark KR í síðari hálfleik þegar ÍBV væri með vindinn í bakið. En það eru margsönnuð vísindi að veðrátta á íslandi er óútreikn- anleg og þegar leikmenn gengu út á völl í síðari hálfleik var nánast komið logn á Hásteinsvellinum. Engu að síður voru Eyjastúlkur betra liðið á vellinum og fengu Qölda færa til að klára leikinn. Elena Einisdóttir braut fsinn eftir tuttugu mínútna leik eftir góðan undirbúning Margrétar Láru Viðarsdóttur en sjö mínútum síðar skoraöi Embla sitt annað mark og kom KR þar með aftur yf- ir. Áffam héldu leikmenn ÍBV að sækja og ellefu mínútum fyrir leikslok jafnaði Olga Færseth met- in. Þegar komið var tæpar tvær mínútur fram yfir venjulegan leik- tíma skoraði Olga aftur og voru allir á einu máli um að nú væri sig- urinn vfs. En KR-stúlkur voru fljótar til, tóku miðjuna strax, sendu inn fyr- ir vörn ÍBV og á meðan sumir leik- manna ÍBV voru enn að fagna sigri læddi Hólmfríður Magnúsdóttir sér inn fyrir og tryggði KR eitt stig. -JGI Markadrottningar Silfurskórinn Gullskórinn Bronsskórinn Olga Færseth ALDUR: 28ára FÉLAG: (8V LEIKIR: 14 MÖRK 19 STOÐSENDINGAR: 11 SKIPTING MARKA HENNAR 2003 ÁHEIMAVELU: 13 AÚTIVELU: 6 í FYRRI HÁLFLEIK: 9 - (SEINNI HALFLEIK: 10 MEÐSK0T1: 17 ME8 SKALLA: 1 ÚR AUKASPYRNU: 1 ÚRVÍTASPYRNU: 0 ÚR MARKTEIG: 1 UTAN VfTATEIGS: 2 Hrefna Huld Jóhannesdóttir ALDUR: 23 ára FÉLAG: KR LEIKIR: 14 MÖRK 21 STOÐSENDINGAR: 5 SKIPTING MARKA HENNAR 2003 A HEIMAVELU: 12 AÚTIVELU: 9 f FYRRI HÁLFLEIK: 7 ÍSEINNIHALFLEIK' 14 MEÐSKOTl: 21 MEÐ SKALLA: 0 ÚR AUKASPYRNU: 0 ÚRVfTASPYRNU: 0 ÚR MARKTEIG: 6 UTAN VfTATEIGS: 1 Margrét Lára Viðarsdóttir ALDUR: 16ára FÉLAG: (BV LEIKJFL' 12 MÖRK: 18 STOÐSENDINGAR: 12 SKIPTING MARKA HENNAR 2003 AHEIMAVELU: 13 ÁÚTIVELLI: 5 í FYRRI HÁLFLEIK: 7 í SEINNI HÁLFLEIK: 11 MEÐSKOTI: 17 MEÐSKALLA: 0 ÚR AUKASPYRNU: 0 ÚRVfTASPYRNU: 1 ÚRMARKTEIG: 2 UTAN VfTATEIGS: 0 EYJAUÐIÐ MARKAHÆST (BV varð fyrsta liðið í sjö ár fyrir utan KR til að skora flest mörk í efstu deild kvenna. KR-konur höfðu skorað flest mörkin í deildinni frá 1997 en skoruðu marki færra en Eyjaliðið í ár. Þetta er enn fremur 8. árið í röð sem Olga Fær- seth spilar með markahæsta liðinu. Flest mörk 2003: (BV KR Valur 62 61 47 VER5TI ÁRANGUR í 14ÁR Kvennalið Breiðabliks er nú í fyrsta sinn (14 árekki á meðal þriggja efstu liða í efstu deild kvenna en frá árinu 1989 hafði Breiðablik aldrei endað neðar en í 3. sæti. Þetta er reyndar aðeins í þriðja sinn á þessum 15 tímabilum sem Breiðablik er ekki í verðlaunasæti. Sæti Breiðabliks 1989-2003 1989 4. sæti 1990 fslandsmeistarar 1991 Islandsmelstarar 1992 fslandsmeistarar 1993 2. sæti 1994 Islandsmeistarar 1995 (slandsmelstarar 1996 Islandsmeistarar 1997 2. sæti 1998 3. sæti 1999 2. sæti 2000 (slandsmeistarar 2001 Islandsmeistarar 2002 2. sæti 2003 4. sæti Samantekt: (slandsmeistarar 8sinnum (2. sæti 4 sinnum 13. sæti 1 sinni (4. sæti 2 sinnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.