Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRrrSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRiTSTJÚRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax Auglýsingar: 550 5727 - Rftstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglys- ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Fékk heimsreisu fyrir 2 - frétt bls. 6 0 Fjölnir sakaður um tollsvik og fjárdrátt -fréttbls. 10 Fjöisótt endurmenntun -Tilverabls. 24-25 lllu öflin þrjú - Fréttaljós bls. 14-15 Ridsdale á Barnsley - DVSportá baksíðu Sú gamla pantaði kók og snafs Dyraverðir næturklúbbs í Oberhausen í Þýskalandi stöðv- uðu um síðustu helgi áttræða konu, sem reyndi að læðast óséð inn á klúbbinnn. „Við stöðvuðum hana af því við héldum að hún væri að villast en leyfðum henni svo að fara nið- ur á barinn." Að sögn eins barþjónsins pant- aði hiín sér kók og snafs. „En þegar hún bað um annan um- gang leist okkur ekki á blikuna og kölluðum íeigandann." Eigandinn hafði að vonum áhyggjur af gömlu konunni og kallaði á lögregluna, sem skutlaði þeirri gömlu heim á elliheimilið. „Það amaði ekkert aö henni. Hún sagðist aldrei áður hafa komið inn á diskó og aðeins viljað kfkja," sagðilöggan. FAGRA G^MLA ""N DISKODIS! J íslendingur dæmdur í Færeyjum FÍKNIEFNI: „Þú sleppur hlut- fallslega beturef þú smyglar stærri skömmtum af hassi," sagði Útvarp Færeyjar í gær eftir að Eystri Landsréttur í Kaupmannahöfn staðfesti úr- skurð dómstóls í Færeyjum frá í sumar í máli 29 ára ís- lendings - tuttugu og eins mánaðar fangelsi - fyrir að hafa komið með 20 kíló af hassi með Norrænu frá Dan- mörku þann 7. júlí. Þarna var útvarpið að skírskota til þess að dómvenjan í Færeyjum hefur verið sú að sakborning- ar fái tveggja mánaða fang- elsi fyrir hvert kíló. Haft er eft- ir færeyskum verjanda (slend- ingsins að það sé ekki klippt og skorið að slík réttarvenja sé í gildi. Fylgst með UMFERÐ: Lögreglan fylgist grannt með umferð í ná- grenni grunnskóla borgarinn- ar þessa dagana en þúsundir skólabarna eru nú á ferð í umferðinni, mörg í fyrsta sinn. Lögreglan framkvæmir hraðamælingar og fylgist með að ökumenn og aðrir vegfarendur fari eftir umferð- arreglum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra: Sundabraut íeinka- framkvæmd f Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segir einboðið að lagning Sundabrautar verði einkafram- kvæmd. Þannig megi hugsan- lega flýta gerð þessa sam- göngumannvirkis, sem er ekki á dagskrá hjá Vegagerðinni næstu ár. „Sundabraut er ekki á dagskrá al- veg á næstunni hvort eð er," sagði Geir í viðtali við DV í gær, spurður um hvort aðhald í ríkisfjármálum á næstu árum myndi þýða að þessi framkvæmd frestaðist. „Ég held hins vegar að þetta geti verið mjög gagnleg framkvæmd. Við sjáum það til dæmis á fréttum hér í gær að umferðin um Ártúnsbrekkuna er komin upp í 82 þúsund bfla þegar mest er. Þessi framkvæmd myndi auðvitað létta mikið á þeirri um- ferð," segirGeir. Einboðið „Mér finnst alveg einboðið að hugsa sér þessa framkvæmd sem einkaframkvæmd þar sem yrði inn- heimt veggjald, vegna þess að menn hefðu alltaf þann kost að keyra Ártúnsbrekkuna. Þannig held ég að það væri hægt að fjármagna þetta nokkuð hratt og kannski flýta þessu miðað við það sem ella hefði orðið, því þetta er væntanlega ekki á dagskrá fyrr en eftir þó nokkuð mörg ár. Ég er alveg viss um að þessi framkvæmd er það arðsöm að hún gæti staðið undir veggjaldi alveg eins og Hvalfjarðargöngin," segir Geir. Ekki á dagskrá Sundabraut hefur verið kölluð mesta umferðarmannvirki sem til- lögur hafa komið fram um að ráð- ast í hér á landi. Undirbúningur að lagningu hennar hefur staðið í mörg ár en framkvæmdir eru ekki enn á dagskrá. Til að mynda hefur ekki enn verið ákveðið hvar brautin mun liggja yfir Kleppsvflc og hefur talsvert verið deilt um kosti mis- jafnlega kostnaðarsamra leiða. Hugmyndum um að verkið verði einkaframkvæmd hefur verið hreyft áður. Á fundi Verslunarráðs f febrúar 1998 gerði Friðrik Sophus- son, þáverandi fjármálaráðherra, að umtalsefni að hérlendis hefðu kostir einkaframkvæmdar aðallega verið nýttir á sviði samgöngumála. EINKAFRAMKVÆMD: Fjármálaráðherra segist telja að með einkaframkvæmd yrði hægt að fjármagna Sundabraut nokkuð hratt og jafnvel ráðast fyrr í hana en ella. DV-mynd CVA „í þeim efnum eru miklir mögu- leikar, til dæmis við rekstur flug- valla og hafna, og breikkun eða lagningu nýrra vega eins og Reykja- nesbrautar eða Sundabrautar," sagði Friðrik. Á fundi á vegum borgarstjóra mánuði síðar sagði Erlendur Magnússon, þáverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu FBA, að fjármögnun Sundabrautar gæti verið „spennandi kostur fyrir innlenda fjárfesta". olafur@dv.is SUNDABRAUT: Brautin á að liggja yfir Elliöaárvog um Gufunes og Geldinganes yfir (Kollafjörð. Hún hefur verið kölluð mesta umferðarmannvirki sém tillögur hafa komið fram um hér á landi. Helgarblað DV Allir að kubba Sænski síðdegisleikurinn kubb ryður sér nú hratt til rúms um hinn vestræna heim. íslands- meistaramótið fór fram á dögun- um og að sjálfsögðu var Helgar- blað DV á staðnum. Mjög blaut helgi Vaskur hópur göngumanna gekk um verslunarmannahelgina úr Lakagígum í Núpsstaðarskógá og tókst á við stórvötn eins og Hverfisfljót og Djúpá og þurfti á öllu sínu að halda. Myndir og frá- sögn í Helgarblaði DV. ítaktvið tímann Ágúst Guð mundsson leik- stjóri sest aftur við stjórnvölinn og stjórnar framhaldi á vinsælustu kvik- mynd íslands, Með allt á hreinu. Hann segir Helgar- blaði DV hvers vegna og hvernig hann og Stuðmenn ætla að vera í takt við tfmann. Refurinn er mættur Þröstur Leó Gunnarsson leikur Mikka ref í nýrri uppfærslu Þjóð- leikhússins. Hann talar við Helgar- blað DV um vel- gengnina, erfið- leikana og meiðslin sem næstum bundu enda á feril hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.