Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003
Ljósanótt í Reykjanesbæ
Ljósanótt, menningar- og fjöl-
skyldudagar í Reykjanesbæ, er
nú haldin í fjórða sinn. Dag-
skráin hófst í gær, 4. septem-
ber. Hún verður viðameiri með
hverju árinu sem líður og nær
nú yfirfjóra daga. Margir
áhugaverðir viðburðir af ýmsu
tagi munu eiga sér stað.
Hátíðardagana eru bæjarbúar
og fyrirtæki hvött til að draga
hátíðarfána Reykjanesbæjar og
íslenska fánann að húni, einnig
til að setja hvít Ijós eða seríur í
glugga, skreyta með blöðrum
eða setja út friðarkerti. Flestar
verslanir verða opnar til kl.
21.00 á Ljósanótt og boðið
verður upp á tískusýningar, til-
boð og skemmtanir, hádeg-
istilboð, kaffihlaðborð, kvöld-
verð og ýmsar uppákomur.
(dag, föstudag, verða um-
hverfisverðlaun Reykjanesbæj-
ar 2003 afhent í Listasafni
Reykjanesbæjar. Um kvöldið
verða tónleikar fyrir unga fólk-
ið á útisviði við Hafnargötu og
um miðnættið verða einnig til-
kynnt úrslit í Ljósalagakeppn-
inni sem fram fer í Stapanum.
Á laugardaginn verður ýmis-
legt í boði fyrir yngstu kyn-
slóðina, m.a. leikjaland, ókeyp-
is andlitsmálun, hoppkastali,
skátatorg, töfraleikhús o.fl.
Einnig verður keppt í ýmsum
íþróttum. Kvölddagskrá hefst
við smábátabryggjuna í Gróf
kl. 20.00, færist síðan að
útisviðinu fýrir neðan Hafnar-
götu og lýkur með flugelda-
sýningu í boði Sparisjóðsins í
Keflavík.
Meðalaldur úti á landi hækkar
Sigurður Sigurðarson, atvinnu-
ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfé-
lagi Norðurlands vestra, segir
að aðeins fólk á aldrinum 0 til
44 ára flytjist í dag af lands-
byggðinni á höfuðborgarsvæð-
ið. Meðalaldur íbúa lands-
byggðarinnar hækkar því jafnt
og þétt.
Þetta kemur fram í skýrslu sem At-
vinnuþróunarfélag Norðurlands
vestra hefur unnið og nefnist „Unga
fólkið fór, aldursskipting á Norður-
landi vestra 1992 og 2002“. Talað hefur
verið um að dregið hafi úr fækkun
fólks á landsbyggðinni og er það rétt.
T.d. fluttu aðeins 634 frá landsbyggð á
höfuðborgarsvæðið á síðasta ári en
1319 árið þar á undan. Sigurður telur
of snemmt að fagna þeirri niðurstöðu
því að flutningur fólks sé enn í fullum
gangi. Alvarlegast sé að landsbyggðin
sé að missa það fólk frá sér sem er bak-
beinið í öllum samfélögum.
„Kenningin er sú að fólk á aldrin-
um 20 til 44 ára sé hin virka fjöl-
skylda, það mótar samfélagið og
efnahagslífið, býr til börnin, elur
þau upp, fjárfestir, eyðir, og gerir
þá hluti sem þeir eldri hafa lagt af
að mestu leyti. Þegar því fækkar í
samfélögum landsbyggðarinnar
hefur það miklu meiri áhrif en ef
eldra fólk flyst á brott, á rekstur fyrir-
tækja, fjárhagsstöðu þeirra og sveit-
arfélag og almennt á alla þjónustu
sem verður óhagkvæmari og loks
lakari.
Á Norðurlandi vestra hafa 1140
Alvarlegast er að
landsbyggðin missir
það fólk frá sér sem er
bakbeinið í öllum sam-
félögum.
manns flust á brott á síðustu 11
árum, en þar af 1470 manns á aldr-
inum 0 til 44 ára. Vandamálið er ekki
einskorðað við Norðurland vestra.
Þetta er vandi allrar landsbyggðar-
innar. Unga fólkið fer og samfélögin
eldast hlutfallslega mjög hratt. Enda
þótt engin fjölgun sé meðal eldri
borgara, 65 ára og eldri, þá er hlutfall
þeirra mun hærra en var 1992. Allur
samanburður við landsmeðaltal
verður óhagstæður, t.d. er fólk á
vinnumarkaði víðast hvar færra,“
segir m.a. í skýrslunni. gg@dv.is
UNGA FÓLKIÐ FLÝR: Ferðamennska tengd gömlum atvinnuháttum er ein fjölmargra leiða sem farin hefur verið til að efla atvinnulíf úti á
landsbyggðinni. Engu að siður liggur straumur ungs fólks, bakbeinsins í öllum samfélögum, í burtu í auknum mæli.
FARICE-1 kominn til Seyðisfjarðar
FARICE-1: Á kortinu má sjá leið sæstrengsins til íslenskra neytenda. Hann mun mjög auka
allt öryggi í samskiptum.
Öruggara sambandi var komið
á í gær fyrir íslenska upplýs-
ingasamfélagið er nýi sæ-
strengurinn, FARICE-1, var
dreginn á land á Seyðisfirði en
að honum standa ásamt Síman-
um, íslenska ríkið, færeyska
símafélagið ForoyaTele, Og
Vodafone og fleiri aðilar.
Viðstaddir komu kapalskipsins til
Seyðisfjarðar voru samgönguráð-
herra, helstu aðstandendur strengs-
ins ásamt bæjarstjórn Seyðisfjarðar,
fulltrúa frá sambandi sveitarfélaga,
fulltrúum ítalska fyrirtækisins
Pirelli, sem sér um lagninguna og
fleirum. Reiknað er með því að
FARICE-1 verði tekinn í notkun f
janúar 2004 en undirbúningur verk-
efnisins hófst árið 1999 og hefúr
gengið samkvæmt áætlun. Heildar-
fjárfesting í hinu nýja sæstrengskerfi
er um 45 milljónir evra, eða rúmir 4
milljarðar íslenskra króna.
Hafist var handa við Iagningu sæ-
strengsins í lok júní með frágangi á
landtaki í bænum Castletown í Dunn-
et Bay í Skotlandi. Síðan var strengur-
inn lagður frá Skotlandi norður fyrir
Færeyjar og gengið ffá greinitengingu
inn til Funningsfjarðar í Færeyjum. Að
því loknu var hafist handa við að leggja
áfram frá greinipunkti til Seyðisfjarðar,
og er því verki nú lokið, að ffágangs-
vinnu undanskilinni. Til ffóðleiks má
geta þess, að fyrsti sæstrengurinn sem
lagður var til íslands kom einnig í land
á Seyðisfirði. Þetta var ritsímastrengur
sem lagður var árið 1906 og tengdi
landið við umheiminn um Færeyjar til
Skotlands.
Hinn 12. september 2002 var hluta-
félagið Farice hf. stofnað með aðkomu
nær allra stærri aðila á fjarskiptamark-
aði á íslandi og í Færeyjum auk fs-
lenska ríkisins. Farice hf. mun selja
þjónustu sína í heildsölu til símafyrir-
tækja, sem síðan sjá um smásöluna.
ömggt fjarskiptasamband til útlanda
sldptir æ meira máli í rekstri fyrirtækja,
eftir því sem mikilvægi Intemets,
gagnalluminga og símaþjónustu eykst
og alþjóðasamskipti færast í vöxt.
Hingað til hefur Island aðeins tengst
um einn sæstreng (CANTAT-3) til út-
landa. Lagning nýs sæstrengs eykur
öryggi í alþjóðlegum fjarskiptum til
muna þar sem mögulegt verður að
skipta á milli hágæða ljósleiðarasam-
banda á nokkrum sekúndum, rofni
annar hvor sæstrengurinn. Til þessa
hefur varasamband verið í gegnum
gervihnetti.
CANTAT-3 er eini sæstrengurinn
sem liggur ff á íslandi til annarra landa.
Strengurinn markaði á sfnum tíma
þáttaskil í fjarskiptum fslands við um-
heiminn en um hann fer talsamband,
netsamskipti og aðrir gagnaflutningar.
Á sama tíma og flutningsgeta sæ-
strengja og annarra ljósleiðarakerfa
víða um heim, einkum yfir Atlantshaf-
ið, hefur vaxið gríðarlega síðasta ára-
tuginn er ljóst að nýrri ljósleiðarakerfi
til alþjóðlegra fjarskipta hafa ekki náð
að ströndum íslands eða Færeyja síð-
an CANTAT-3 var tekinn í notkun árið
1994. Hámarks flutningsgeta nýja sæ-
strengsins er 720 Gb/s, þó svo tenging-
in muni verða sett upp með 20 Gb/s
flumingsgetu til að byija með. Hin
nýja ljósleiðaratenging endar í Reykja-
vík, Þórshöfii og Edinborg. gg@dv.is
Þann 11. september nk. fylgir DV Sporti veglegt aukablaö um komandi vertíð handknattleiksmanna.
ítarleg kynning verður í blaðinu á öllum télögum sem leika í ESSO-deild karla og kvenna á næsta
keppnistímabili.
Birtar verða andlitsmyndir af öllum leikmönnum og rætt við fulltrúa frá hverju félagi um komandi
átök vetrarins.
Að auki verða ýmsar tölulegar upplýsingar í blaöinu til fróðleiks fyrir handknattsleiksmenn og
unnendur íþróttarinnar, leikskrá vetrarins o.m.fl.
Sannarlega er hér um að ræða kynningarblað sem handknattleiksmenn/konur og
handknattsleiksunnendur munu geyma sér til fróðleiks allan næsta vetur.
Keppni í hverju orði
Auglýsingasölu í blaðið annast Ingibjörg
Gísladóttir í síma 550 5734, eða inga@dv.is.
Umsjón með efni og greinum hefur Óskar Hrafn
Þorvaldsson í síma 550 5887, eða oskar@dv.is