Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR5.SEPTEMBER2003 TiLVERA 35 I I í * a * I stefntr hradbyri í að'verða vin- ^^^ I sæiasta mvnd sumarsins i USA SýndíLuxusVIPkl.5,7.45og 10.15. i-------------—^^^¦"¦¦^"^^^¦^^^^^^^^™ oynu i Luxua vir m.d, /,hd og iu.i- Sýndkl. 3.50,5.50, 8 og 10.10. B.i.Uára. Sýndkl.4,6,8og 10.10. B.i. 10 ára Sýnd með íslensku tali kl.4 og 6. BASIC: Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16.ára. I ASTRiKUR: Sýnd m. Isl.tali kl. 3.50. Sýnd kl. 5.30 8 og 10.30. B. i. 10 ára. SINBAD: Sýnd m. fsl. tali kl. 4 og 6 SINBAD: Sýndm.ensku.talikl. 8. KRiNGLAN tS 588 0800 ALFABAKKI tS 587 8900 FJÖLMÍBUVAKTiN Hilmar Karlsson hkarl@dv.is Beðið eftír framhaldi Með haustínu tínast inn vin- sælir framhaldsþættir. Það er eðli vinsælla sjónvarpssería sem eiga sér lengri lífdaga að láta almenn- ing bíða í ofvæni eftir nýrri seríu. Þá þarf að enda á einhverjum há- punkti. Ekki veit ég hvort ég fer rétt með en allavega er það í minningunni svo að þetta hafi fyrst verið gert í Dallas. Há- dramatískur og óvæntur atburð- ur var í lokaþættí og svo beið al- menningur spenntur í fjóra eða fimm mánuði eftír framhaldinu. Þetta rifjast upp þegar tvær vinsælar sjónvarpsseríur hófu göngu sína á ný í síðustu viku þar sem um beint framhald var að ræða af spennandi atburðarás. í Launráðum (Alias) hafði aðalper- sónan, Sidney Barstow, loks hitti hina ógurlegu móður sína í há- dramatísku spennuatriði. Þannig endaði fyrsti hluti seríunnar og þannig byrjaði annar hluti fjórum mánuðum síðar. í fyrrakvöld hófust á Stöð tvö sýningar á öðr- um hluta The Guardians og þar var sama upp á teningnum. í vor endaði serían á því að lögfræð- ingurinn Nick Fallin varð konu að bana og að sjálfsögðu var um beint framhald að ræða í upp- hafsþætti nýrrar seríu. Þetta er bragð sem heppnast sjálfsagt að hluta tíl. Hræddur er ég samt um að eins sé mörgum farið og undirrituðum að vera búinn að steingleyma endinum í vor í báðum þessum spennuserí- um þegar sýningar hófust aftur. Ekki er hægt að sleppa um- ræðu um spennuþætti í sjón- varpinu án þess að gleðjast yfir endurkomu Taggarts. Nokkrir nýir þættir eru á þriðjudags- kvöldum og nú er nýr stjóri kom- inn sem er ekki ósvipuð persóna og hinn eini sanni Taggart var. STJÖRNUGJÖF OV •-•-& • Bloody Sunday ~kkki Sweet Sixteen k~k~ki Nói albínói 'kkiri 28 Days Later kk+ Pirates of the Caribbean kkk Terminator 3 ~kkk Croupier "kick HULK **•*• Sindbað sæfari ~kki Basic kk Lucy Break ~k~ki< Bruce Almighty kk Hollywood Homicide k~k Charlie's Angels: Full Tnrottle kk Legally Blonde 2 "A"*. Lara Croft.... ~k Pörupiltar Það er áberandi hvað breskum leikstjórum tekst vel upp þegar þeir fjalla um lffið hjá verkafólki. Allt frá því Karel Reisz og Tony Richardson voru að gera slíkar myndir í upphafl sjöunda áratugarins hafa raunsæis- myndir þar sem þeir lægst settu eru aðalpersónur verið aðal breskrar kvikmyndagerðar. í dag eru það Ken Loach og Mike Leigh sem eru helstu boðberar slfkra kvikmynda. Raun- sæið hefur einnig fengið á sig kómískt yfirbragð eins og í The Full Monty, sem leitt hefur af sér nýja bylgju gamanmynda. Þar er lífsbar- áttan í bakgrunninum og kemur aldrei í staðinn fyrir húmorinn. Purely Belter reynir að fara milli- vegfnn í þessum efnum, sýnir fram á þann óhugnað sem fjölskylduof- beldi getur verið um leið og við sjá- um kómíska tilburði tveggja ung- lingspilta til að verða sér úti um ársmiða á leiki Newcastle United. Þarna er reynt of mikið að sinna báðum þessum þáttum. Við fyllumst reiði yfir því hvernig fjölskylufaðir- inn hegðar sér en reiðin er fljót að hverfa þegar strákarnar stela bíl Al- ans Sheares, aðalstjörnu Newcastle- liðsins. Því verður þó ekki neitað að Purely Belter er gefandi og áhuga- verð kvikmynd um líf þeirra lægst settu í Newcastle. Aðalpersónurnar, Gerry og Sewell, eiga enga peninga. Þeir eru samt ákveðnir í að eignast ársmiða á leiki Newcastle United en tveir slfkir miðar kosta 1000 pund. Um langtímaverkefhi er að ræða og gerist myndin á einu ári og er skipt í fjóra kafla, sumar, haust, vetur og vor. Þeir félagar reyna allar leiðir, ÍDRULLUNNI: Gerry (Chris Beattie) og Sewell (Greg McLane) reyma ýmislegt til að verða sér úti um aura. Breskir bíódagar í Háskólabíói PurelyBelter •• stela, plata og betla, svo eitthvað sé nefnt. Gerry er sérstaklega ráðagóð- ur þegar kemur að því að finna leið- ir til fjáröflunar. Ekki tekst þó betur til en svo þegar kominn er digur sjóðir þá stelur faðir Gerrys honum og ,þegar sonurinn mótmælir gefur faðir hans honum vænt kjaftshögg. Inn í atburðarásina fléttast sfðan fjölskyldumál Gerrys sem eru ekki fögur. Þar er ýjað að mörgu sem kemur ekki upp á yfirborðið og hefði sjálfsagt verið hægt að gera sterka kvikmynd um það sem þar gerjast. Má þar nefna stutt atriði þegar hann hittir eina systur sína sem hafði horfið að heiman og er orðin útí- gangsmanneskja. Eins og gefur að skilja tengjast áhrifamestu atriði myndarinnar fjöl- skyldu Gerrys og þau fyndnustu tengjast vinunum tveimur og skóla- göngu Gerrys sem er ekki upp á marga fiska. Leikstjórinn Mark Herman (Little Voice, Brassed Off) á lof skilið fyrir leikstjórnina. Hvert at- riðið af öðru er vel útfært hjá honum og aðalleikararnir, Chris Beattie og Greg McLane, en hvorugur hefur ekki leikið áður, eru góðir og af- slappaðir undir hans stjórn. Það er nú samt við leiksfjórann að sakast að einstök atriði verða eftirminni- legri heldur en myndin í heild. hkarl@dv.is Leikstjórn: Mark Herman. Handrit Mark Herman eftir skáldsögu JonathansTullocks, The Season Ticket. Kvikmyndataka: Andy Collins. Tónllst lan Broudie og Michael Gibbs. Afiallelkaran Chris Beattie, Greg McLane, Tim Healy, Charlie Hardwick og Kevin Whately. Hvað er í sjónvúrpinu f foöldf Stöð 2 kl. 22.10: Kostulegir félagar Stöð 2 sýnir í kvöid norsku úrvals- myndina Elling. Elling er maður á fimmtugsaldri sem er næstum því eðiilegur. Hann er læs og skrifandi, fylgist með í þjóðfélaginii, heldur sér og umhverfi sínu hreinu og snyrtí- legu o.s.frv. Hann er hins vegar hald- inn fælni af ýmsu tagi sem varnar honum að fara út, tala í síma og eiga eðlileg samskipti við fólk. Elling dvelur um skeið á geðsjúkrahúsi uppi í sveit eftir að móðir hans deyr en nú finnst forstöðukonunni að hann sé tilbúinn að búa i félagslegri íbúð í Ósló ásamt félaga sínum af hælinu. Félaginn, Kjell-Bjarne, er ekki fælinn, hann er þvert á móti al- veg hömlulaus - sem er meira pín- legt en hættulegt þar til það brýst út í ofbeldi, aðallega gegn honum sjálf- um. Þessir tveir öðlingsmenn flytja saman til Óslóar og eiga þar að sjá um sig sjálfir með smáhjálp frá Frank félagsráðgjafa. Myndin fjallar um fyrstu mánuðina þeirra saman, ELUNG: Per Christian Ellefsen leikurtitil- persónuna. hvernig þeir takast á við mörg ótrú- lega flókin og erfið verkefni eins og að svara í síma, kaupa í matínn, baða sig reglulega og skipta um nær- föt og sokka. Smám saman takast þessi verkefni betur og við fylgjumst með þeim vaxa í hlutverkunum sem „venjulegir" menn. Lífið .eftir vinnu KRINGLUKRÁIN: Hinn eini sanni Geir- mundur Valtýsson og hljómsveit hans halda uppi sveiflunni í kvöld. NASA: Strákarnir í hljómsveitinni I svörtum fötum spila á Nasa við Aust- urvöll í kvöld. KAPrTAL Nýr klúbbur verður opnaður í kvöld í húsakynnum hins fornfræga Thomsens. Klúbburinn heitir Kapital og skartar þegar öllum helstu plötu- snúðum Klakans auk þess sem erlend- ir gestir munu vera væntanlegir. ( kvöld eru það þeir Margeir og Tommi White sem keyra mannskapinn áfram. GLAUMBAR: Þór Bæring skemmtir í kvöld. HVERFISBARINN: Það er DJ Benni sem sér um að halda uppi stuðinu í kvöld. FELIX: DJ Johnny Logan þeytir skífur á sportbarnum Felix í kvöld. Boltinn í beinni alla helgina. FJÖRUKRÁIN: I kvöld mun Hilmar Sverrisson leika frá kl. 23 til 3. GAUKUR A STÖNG: Strákarnir í Buffi skemmta gestum með söng og al- mennri gleði í kvöld. VEGAMÓT: Uppáhaldsplötustýran okkar allra, DJ Sóley, skemmtir í kvöld. KJALLARINN: Johnny Dee býður gest- um upp á góða og gamaldags dans- stemningu í kvöld. PLAYERS: Hljómsveitin Milljónamær- ingarnir, með þá Pál Óskar og Bjarna Ara í fararbroddi, spilar á Players í Kópavogi í kvöld. AMSTERDAM: Plötusnúðarnir Steini og Olli sjá til þess að fólk skemmti sér í kvöld. CATALÍNA Hinn stórskemmtilegi og margfrægi trúbador Halli Reynis snýr úr útlegðinni og spilar fyrir gesti í kvöld. KRAlN:Trúbadorinn Ingi Valur spilar á Kránni, Laugavegi 73, í kvöld. CAFÉ ROMANCE: Hin ástsæla gleði- sveit Gilitrutt skemmtir gestum og gangandi á Café Romance við Lækjar- götu í kvöld. BÚALFURINN: Hermann Ingi jr. mun skemmta gestum á Búálfinum í Hóla- garði í kvöld. GRÆNIHATTURINN: Hljómsveitin Ljós- brá rifjar upp stemningu sjöunda og áttunda áratugarins á Græna hattin- um á Akureyri í kvöld. ODDVmNN: Það er karókíkvöld á Oddvitanum á Akureyri í kvöld. Allir helstu slagarar síðustu áratuga og þú færð að syngja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.