Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Qupperneq 23
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 FOKUS 23 Uppistandarinn Pablo Fransisco kom til lands- ins í gær en hann ætlar að standa upp fyrir ís- lendinga í Háskólabíói í dag. Pablo er orðinn einn vinsælasti grínisti Bandaríkjanna á skömmum tíma og vilja sumir meina að hann eigi það Internetinu að þakka enda flakkaði hluti úr uppistandi kappans manna og heims- horna á milli í tölvupósti. Pablo var meira en til í að svara nokkrum spurningum fyrir Fókus. Finnst ég þegor ég Hvað geturðu sagt lesendum Fókuss um sjálfan þig? „Ok. Eg heiti Pablo - Pablo Fransisco Gerbracht. Ger- bracht er þýskt nafn, afi er frá Þýskalandi og foreldrar mfnir eru frá Chile. Ég er fæddur í Arizona og þar ólst ég upp sem barn, ég ólst sem sagt upp sem barn. Ég hef verið að standa upp í 15 ár, ég er 34 ára en er með þroska á við 8 ára barn. Ég er búinn að vera að þessu síðan ég var 16-17 ára, byrjaði ferilinn á steikhúsi í hverfinu mínu þar sem var „open mic“ kvöld. Flutti til Redondo Beach í Los Angeles og vinn fyrir grínklúbb þar. Það er eiginlega allt og sumt. Vildirðu vita meira? þJei, nei, þetta er fint. En ég er með aðra ... Heldurðu að þú hefðir orðið frægur ef ekki væri fyrir lntemeúð? „Úff... mmm ... Ég hélt ekki að Internetið myndi gera mér gagn en það hefúr gert það. Það fór af stað bútur úr uppistand- inu mínu á Comedy central - eruð þið með þá stöð hér? Ekki ... Það fór allavega smábútur úr uppistandinu mínu þar á Net- ið og gerði stormandi lukku. En ég myndi ekki segja að ég ætti Netinu allt að þakka.“ Finnst þér þú fyndinn? „Þetta er mjög góð spurning, erfið. Já, þegar ég er fullur finnst mér ég mjög fyndinn. En þegar ég er að sýna fer það eiginlega eftir áhorfendum. Ef þeir taka mér vel og hlæja finn ég oft upp á alls konar hlutum sem virka stundum og stundum ekki. En ætli mér finnist ég ekki fyndinn svona 40% tímans ... Nei, höfum það 50 - 50% tímans. Það hljóm- ar betur.“ Pú varst í Coca Cola-auglýsingu. Hvað borga þeir mönnum fyrir svoleiðis? „Þeir borguðu mér 20 þúsund dollara. Hvurslags spuming- ar eru þetta?! „Hvað þénaðirðu mikið og í hvað eyddirðu pen- ingunum?" I hvað eyddirðu peningunum? „Ég lagði þá inn á bankareikning og borgaði kreditkorta- skuldir. Og svo fór ég á Goldfinger. Nei, ég lýg því. Það var nú allt og sumt, ég borgaði skuldir." Ertu ríkur? „Nei, ég myndi nú ekki segja það. Ég er nokkuð duglegur að spara og legg slatta til hliðar. Ég keypti hús á Redondo Beach sem er í um 20 mínútna fjarlægð frá L.A. Ég hefði nú getað fengið stærra hús fyrir sama pening, fasteignaverð er mjög hátt þama. Mitt er með þremur svefnherbergjum og kostaði 400 þúsund dollara." ferry Seinfeld eða Eddie Murphy? „Jerry Seinfeld ... Nei, Eddie ívlurphy. Ég erhrifinn af þeim báðum. Eddie fyrir hláturinn „He, he“ og Seinfeld af því að hann er „alltaf að velta því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi. C' , Þú ert þama með gaur sem fer til íslands þegar er enginn ís á landinu. Bara hraun,“ segir Pablo og hermir nákvæmlega effir íslandsvininum Seinfeld. Sagði hann þetta? „Nei, ég sagði þetta. Ætlaðirðu að fara að æsa þig? Nei, ég verð að segja Eddie Murphy. Hann er ffn eftirherma. Getur hermt vel eftir Michael Jackson og Mr. T.“ Hvenær fórstu síðast í bað? „Ætli séu ekki um það bil tólf tfmar síðan, þá fór ég reyndar í sturtu. Ég ætlaði að skella mér f bað á hótelinu en sofnaði, varð þreyttur. Ég kemst ekki einu sinni í baðið heima, það er svo undarlegt í laginu. Ég er með nuddpott en baða mig ekki þar. Það væri ógeðslegt." Ertu héma „for business or pleasure"? „Þegar ég var á leiðinni í flugvélinni var meiningin að þetta yrði bara vinnuferð en það átti eftir að breytast. Þegar ég var lentur og kominn til Reykjavfkur virtist vera margt skemmtilegt í boði svo að við ætlum út að gera eitthvað skemmtilegt á morgun. Við ætlum á Goldfinger." I alvöm? „Nei.“ Hvað ætlarðu að gera? „Goldfinger.“ Eitthvað fyrir utan Goldfinger? „Goldfinger. Nei, ég segi svona. Við ætlum að fara í ein- hverja gufulaug ... einhvern heilsustað.“ Bláa lónið? „Já, einmitt, passar. Er það leiðinlegt?" Nei, nei, það erfint. „Já, við ætlum þangað. Við ætlum að vera allsberir í Bláa lóninu." Pú kemst auðveldlega upp með það. Pað sem meira er - það mun enginn taka eftir þvi. Vatnið er hvítt. „Er það? í alvöru? Þú ferð þá bara aftur f skýluna áður en þú ferð upp úr og enginn veit neitt. Það er sniðugt.“ Hvað er það undarlegasta sem þú hefur borðað á ævinni? „Það er líklega sushi. Já, ætli það ekki. En þú?“ Krókódíll ... og reyndar sviðinn kindahaus. „Kindahaus?! Já, það hlýtur að vera skrýtið. Kindin bara að horfa beint í augun á þér meðan þú étur hana. Höggvið þið bara hausinn af og berið hann svo ffam? Étið þið heilann fyrst? Ég á mjög erfitt með að ímynda mér kvöldmatinn horf- andi á mig.“ Eitt í bkin, ég var búin að lofa að spyrja þig. Ég var að tala við stelpu áðan. Islensk, fjallmyndarleg. Sat meira að segja fyrir í Playboy einhvem timann. Hún bað um símanúmerið þitti Má ég láta hana hafa það? „Já, ekkert mál, endilega. Var hún í Playboy? Hafa ekki allar íslenskar konur verið í Playboy? Þær eru allar suddaflott- ar konumar héma. Allar ljóshærðar með tagl. Jú, blessuð vertu, láttu hana hafa númerið.“ Áttu ekki kærustu? „Jú, en hún er svona meira bara félagi minn. Henni væri samt örugglega ekki sama. Heldurðu að gellan hringi í mig strax í kvöld? Konan yrði kannski ekki hrifin. Ég veit það ekki. Heyrðu, láttu hana bara fá tölvupóstfangið mitt. Það er örugglega betra.“ í sumar stóð Fókus fyrir leik í samvinnu við Becks og Smart SMS þar sem veglegir vinningar voru í boði. Aðalvinningurinn fór til Þrastar Garðarssonar. Vann bretti af Becks „Það er rétt rúm vika sfðan ég fékk vinning- inn afhentan og ég er búinn að vera sæmilega duglegur við þetta sfðan, ekkert um of þó því maður þarf nú að stunda vinnuna og svona,“ segir Þröstur Garðarsson, 35 ára bílstjóri, sem sigraði í leik sem Fókus stóð að í samvinnu við Becks og Smart SMS í sumar. Aðalvinningurinn var heilt bretti af drykkj- arföngum frá Becks, 32 kassar af vörum frá framleiðandanum. 10. hver þátttakandi fékk vinning, allt frá snakki upp í ýmsar vörur ffá Becks. Leikurinn fór þannig ffam að þátttakendur sendu SMS-skeyti á þjónustunúmerið 1919. Þeir fengu svo lauflétta spumingu til að svara og þeir sem svöruðu henni rétt fóru í pottinn. Samkvæmt upplýsingum frá Smart SMS voru alls um 30.000 skeyti send inn sem er metþátt- taka. Hefúr framkvæmd leiksins vákið svo mikla eftirtekt að Interbrew bjórffamleiðandinn hefur valið þetta ffamtak í stóra samkeppni um bestu auglýsingarnar fyrir vörur sínar. En hvað segir Þröstur, var þetta ekki óvænt- ur glaðningur? „Jú, þetta var ffekar óvænt en afskaplega skemmtilegt.“ Ertu búinn að nota eitthvað af veigunum? . „Já, svona eitthvað. Ég bauð allavega í smá gleðskap um síðustu helgi.“ Ertu mikill bjórmaður? „Já, ég drekk bjór en mér þykir ekkert verra að fá rauðvín líka.“ Verðurðu þá ekki að vonast eftir að það komi svipaður leikur með rauðvín á næstunni? „Jú, það væri ekki verra að næla sér í bretti af rauðvíni lfka!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.