Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 íslenskar myndir íToronto KVIKMYNDIR: Tvær íslenskar kvikmyndir, Nói Albínói í leik- stjórn Dags Kára Péturssonar og Stormviðri í leikstjórn Sol- veigar Anspach, verða sýndar á Kvikmyndahátíðinni íToronto sem hófst í gær og stendur fram til 13. september. Hátíðin er mjög mikilvæg og hefur opnað greiðari leið fyrir evr- ópskar kvikmyndir inn á Amer- íkumarkað. fslensku myndirnar eru hluti af dagskrá sem nefnist Contemporary World Cinema en þar er sýnt úrval mynda hvaðanæva úr heiminum. Bæði Dagur Kári og Solveig munu sækja hátíðina og kynna mynd- ir sínar jafnframt því sem þau taka þátt í pallborðsumræðum um kynningu og framgang evr- ópskra kvikmynda. Slegist um apple.is NET©: Samkeppnisstofnun hefurtil meðferðar deilu sem snýr að léninu apple.is. Banda- ríska fyrirtækið Apple Comput- er hefur kært notkun AcoTæknivals á léninu og kraf- ist þess að apple.is verði um- skráð á núverandi dreifingarað- ila á Apple-tölvum og hugbún- aði, Öflun ehf. Fyrirtækið rekur Apple-verslun í Brautarholti. í Mbl. kemur fram að kæra fyrir- tækisins byggist einkum á 25. grein samkeppnislaga þar sem segir m.a. að óheimilt sé að nota í atvinnustarfsemi firma- nafn, verslunarmerki eða því líkt sem sá hefur ekki rétt til er notareða rekuratvinnu undir nafni sem gefur villandi upplýs- ingar um eignarrétt eða ábyrgð atvinnurekanda. Margir gestir VERSLUN: Á morgun, laugar- dag, er búist við að þrjú hundruð þúsundasti viðskipta- vinur Next í Kringlunni komi í verslunina frá því hún opnaði 10. apríl í vor. Hátíð verður af þessu tilefni. Verður þjúhundr- uðþúsundasti gesturinn leyst- ur út með gjafakörfu, 30.000 kr. vöruúttekt í Next o.fl. FJÖLNIR í KRÖPPUM DANSI: Harðneitar að hafa reynt að komast hjá að greiða 3,5 milljón- ir króna (aðflutningsgjöld fyrir 7 bila árið 1999. Ákæra á hendur Fjölni Þorgeirssyni vegna inn- flutnings á 7 Grand Cherokee-jeppum: Fjölnir harðneitar tollsvikum og fjárdrætti Fjölnir Þorgeirsson segist harð- neita því að hafa reynt að kom- ast hjá að greiða 3,5 milljónir króna í aðflutningsgjöld fyrir 7 bíla árið 1999. Einnig því að hafa dregið sér 2,4 milljónir króna frá manni sem hugðist kaupa af honum bíl. Hann sagði við DV að mál sem ríkislögreglustjóri höfðar gegn honum með ákæru fyrir dómi sé ekki reist á því að hann hafi framið nokkra einustu refsiverða hátt- semi. „Þetta er alrangt," sagði hann þegar héraðsdómarinn spurði út í ákæruatriðin. Jeppar þekkts fólks Fjölnir sagði við DV að mjög þekkt fólk í þjóðfélaginu hefði falið honum að flytja inn sjö Grand Cherokee-jeppa árið 1999 enda hefði umboð fyrir þá bila ekki verið starfandi lengur á þeim tíma. Honum hefðu verið boðnir jepparnir á 35 þúsund Kanada- dollara ytra. „Við ákváðum þá að slá til en ég var einungis milli- göngumaður um að sækja bflana," sagði hann við DV. Eftir þetta kveðst Fjölnir hafa far- ið utan og fest kaup á bflunum en hann hafði ákveðið sjálfum sér ákveðna upphæð sem umboðslaun í samráði við kaupendur. Er heim var komið hefði tollstjórinn hins vegar áætlað aðflutningsgjöld af mun hærra kaupverði en hann kveðst hafa greitt fyrir jeppana - þar hafi verið stuðst við um 46 þúsund FLOTTIR JEPPAR: Fjölnir segir að þekkt fólk hafi falið honum að flytja inn sjö Grand Cher- okee-jeppa árið 1999. Bíllinn á myndinni tengist ekki innfiutningi Fjölnis. dollara kaupverð fyrir hvern bfl. „Ég kærði áætlun tollstjórans en það sem ég uppskar úr því var að þeir kærðu mig á móti fyrir svindl. Þar stendur þetta mál í dag,“ sagði Fjölnir. Hann segist hafa keypt bfl- ana á mun lægra verði en gang- andi markaðsverð, ekki sfst þar sem hér var um sýningarbfla að ræða og án ábyrgðar. Það sem ríkislögreglustjóri ákærir Fjölni fyrir er að hafa feng- ið seljanda bflanna ytra til að gefa út tvenns konar reikninga fyrir hvern bfl. Aðra upp á um 35 þús- und Kanadadollara en samkvæmt ákæru var raunverulegt kaupverð fyrir hvern bfl um 47 þúsund Kanadadollarar. Þannig hafi Fjölnir reynt - án árangurs - að komast undan greiðslu aðflutn- ingsgjalda upp á samtals 3,5 millj- ónir króna fyrir bflana. En Fjölnir er einnig ákærður fyr- ir að hafa dregið sér 2,4 milljónir króna frá manni sem lagði þá upp- hæð inn á reikning Fjölnis í tvennu lagi - bifreiðina sem hon- um bar hefði hann ekki fengið af- henta. Fjölnir sagði við DV að um- ræddur maður hefði fengið þessa upphæð greidda. ottar@dv.is - Kvennablað Aukablað fylgir Magasíni um konur fimmtudaginn 11. september UM KONUR - FYRIR KONUR Nýjustu straumar í hártískunni Snyrtivörur Vaxmeöferö Hrukkufyllingar Skótíska kvenna Óvæntar gjafir. Meö hverju vilja konur láta koma sér á óvart? Tíska. Hvaö er á óskalistanum? Konur og bílar og margt margt fleira Auglýsingasölu í blaðið annast Ingibjörg Gísladóttir ísíma 550 5 734, eða inga@dv.is. Umsjón með efni og greinum hefur Sigurður Bogi Sœvarsson í síma 550 5818, eða sigbogi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.