Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 37
+r- FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 37 L^ Philo á þátt í að Jón Arnór komst í NBA KÖRFUBOLTI: Peter Philo, sem lék með Njarðvík árið 2002, á þátt í því að Jón Arnór komst inn í myndina hjá for- ráðamönnum Dallas. „Donnie Nelson og Pete Philo eru mjög góðir vinir og lítill fugl hvíslaði að Donnie þegar ég var að spila héma heima að það væri einhver 18 ára gutti sem gæti eitthvað í körfu," sagði Jón Arnór um þátt Pete Philo. „Ég á þeim báðum mikið að þakka að ég komst inn," bætti Jón Arnór við en það er eitt að vekja eftirtekt en ann- að að standast prófraun ina þegar á reynir og það gerði Jón Arnór einn og óstuddur. Pete Philo hefur reynst íslensku körfunni vel en hann varð fs- landsmeistari með Njarðvík 2002. Jón Arnór vill spila með landsliðinu KÖRFUBOLTI: Það er Ijóst að mikið álag og langt tímabil leikmanna í NBA gæti haft áhrif á það hvort Jón Arnór getur tekið þátt í verkefnum ís- lenska landsliðsins á komandi árum. Jón Arnór er þó harður á því sjálfur að spila landsleiki (s- lands. „Ég vil spila fyrir íslands hönd og reyni að gera allt sem ég get til þess að fá að spila með liðinu. Þetta mál kemur bara til með að standa og falla með ákvórðun þeirra hjá Dallas Mavericks og ég hef enga trú á öðru en að þeir hleypi mér í verkefni landsliðs- ins og vonandi gera þeir það," sagði Jón Arnór, en hans var sárt saknað á Smáþjóðaleikun- um á Möltu í júní þegar ís- lenska liðið hlaut silfurverð- laun. Jón Arnór hefur þrátt fyr- ir ungan aldur verið landsliðs- maður í þrjú ár og er kominn með 26 landsleiki á bakið. • Verkefni landsliðsins eru ekki % mörg á komandi mánuðum en næsta haust tekur liðið þó þátt í undankeppni Evrópumóts landsliða og þar gæti liðið þurft mikið á Jóni Arnóri að halda. Er einstök fyrirmynd segir Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ Það má með sanni segja að körfuboltahreyfingin á íslandi hafi farið á annan endann við fréttirnar af afreki Jóns Arnórs Stefánssonar. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ, var líkt og aðrir körfuboltaáhugamenn í skýjunum þegar DV Sport kom að máli við hann á blaðamannafundi Jóns Arnórs f gær. „Við erum mjög ánægðir með það að það sé Jón Arnór af öllum mönnum sem nær inn í NBA-deildina \ því hann er svo einstök fyrirmynd. Hann er það geðþekkur og heilbrigður íþrótta- maður sem er mjög æskilegt að tefla fram sem góð fyrir- mynd," sagði Ólafur en honum kom það ekki á óvart að Jón Arnór skyldi ná svo langt og það svo snemma. „Ég er einn af þeim sem er búinn að vera sannfærður allan tímann. Ég er lfka einn af þeim sem er sannfærður um að hann muni ekki sætta sig við það að vera kominn í hóp- inn eða á samning heldur vill hann vera með og ætli að setja mark sitt á leikina. Hann er ekki saddur," sagði Ólafur sem vakti máls á því á fundin- um að afrek Jóns Arnórs er ekki bara sögulegt fyrir ís- lenskan körfu- bolta heldur eigum við ís- lend- ingar nú helm- 'ing af þeim Norðurlandabúum sem hafa náð inn í bestu körfuboltadeild í heimi. „ Við erum lika mjög ánægðir með það að « það sé Jón Arnór af öllum sem nær inn í NBA þvíhann er svo einstök fyrirmynd." „Við þurfum ekki bara að bera okkur saman við Norðurlöndin. Eftir því sem ég kemst næst þá eru aðeins tveir aðrir Norðurlandabúar fyrir utan Pétur og Jón Arnór sem hafa komist inn í NBA. Það eru*. Norðmaðurinn Torgeir Bryn sem spilaði þrjá leiki og Finninn Hanna Möttola. En það er ekki bara sam- anburðurinn við Norðurlöndin sem er góður þvf ef þú skoðar alla Evrópu þá eru teljandi á fingrum annarrar handar þeir leikmenn sem hafa verið í NBA hjá þessum stórþjóðum flestum nema kannski í einstökum ríkjum fyrrum Júgóslavíu," sagði Ólafur og bætti við. „Það eru 450 milljónir iðkenda í körfuknattleik f heiminum þó að fáir geri sér kannski grein fyrir því. Við erum því að tala um að það eru „Eftirþvísem ég kemst^ næst þá eru aðeins tveir aðrir Norður- landabúar fyrir utan Pétur og Jón Arnór sem hafa komist inn ÍNBA." um 500 leikmenn í NBA-deildinni sem þýðir það að það er einn af hverjum milljón iðkendum sem kemst áfram. Það er ekki nóg með að Jón Arnór sé að komast svo langt heldur er hann að komast að hjá einu af þremur bestu körfuboltalið- um í heimi og árangurinn sem slík- ur er hreint og beint frábær. Þaðtt sem er efst í huga okkar er að standa með honum í því sem hann er að gera," sagði Ólafur að lokum. ooj.sport@dv.is Kominn með viðurnef nið „súperpabbi" Stefán Eggertsson, faðirJóns Arnórs og Ólafs Stefánssonar, getur veríð stoltur afafrekum sona sinna Stefán Eggertsson er kominn með viðumefnið „súperpabbi" og það ekki að ástæðulausu. Sonur hans Ólafur er núverandi fþrótta- maður ársins og hefur náð eins langt og hægt verður í alþjóðleg- um handbolta og í vikunni horfði hann á eftir öðrum syni sínum komast eins langt og hægt er í al- þjóðlegum körfubolta. DV Sport kom að máli við Stefán í gær og spurði hver væri galdurinn á bak við afrek sona hans. „Þetta er nú bara þeirra vinna. Þeir höfðu allir gæfu til að lenda í góðu umhverfi hjá góðum þjálfurum og ég hef lengi sagt að allir rnínir krakkar hafa komist að hjá góðum þjálfur- um sem hafa séð vel um þá, vilja kenna þeim og kunna vel til verka. Þau hafa notið þess," sagði Stefán sem kom á óvart að Jón Arnór skyldi ná svo langt. „Ég hafði litla tilfinningu fyrir því hvað þeir geta þarna í Bandarfkjunum en hann var þarna í menntaskóla í tvö ár og þá vorum við talsvert úti og sáum mikið af leikjum. Þar hafði hann í fullu tré við sfna skólafélaga og ég vissi það að ef hann fengi sama umhverfi, sömu þjálfum og sömu tækifæri eins og menn fá úti þá gæti hann orðið jafn góður og ein- hverjir aðrir," sagði Stefán, en er sammála því að hugarfarið skili þeim langt. „Ég held að það sé nú þeirra styrkur að þeir hafa báðir þessa hæfilegu blöndu, eru hæfilega eig- ingjarnir en skilja það samt að þeir fá jafnmikið út úr því að skapa færi fyrir aðra," sagði Stefán sem gæti haft fulla vinnu af því að fylgja eft- ir leikjum Ólafs og Jóns Arnórs. „Við foreldrarnir lifum bara okkar lífi eins og við höfum gert fram að þessu. Við treystum þeim alveg til að sjá um sín mál en auðvitað er- um við alltaf til staðar til að styðja þau og hjálpa þeim." oo].sport@dv.is ftfc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.