Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Síða 4
4 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 Pennasala Krabbameinsfélags VANDAÐIR: Um helgina verða seldir vandaðir pennar til styrktar starfi aðildarfélaga Krabbameinsfélags Islands en slík sala er orðin árviss. Selt verður við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Allur ágóði rennur til aðildarfélaga Krabbameinsfé- lags fslands en það eru svæðis- bundin krabbameinsfélög og stuðningshópar sem stofnaðir hafa verið til að sinna fræðslu og félagslegri þjónustu við þá sem hafa fengið krabbamein. Undanfarin ár hefur verið unn- ið að því að efla starf svæðis- bundnu félaganna. Hafa nokk- ur þeirra þegar tekist á við veigamikil verkefni í heima- byggð sinni, einkum á sviði fræðslu og forvarna. Fyrsta íslenska KVIKMYNDIR: Óvenjuleg ís- lensk mynd, Óreiða, verður frumsýnd í Borgarbíói, Akur- eyri á morgun, laugardag, klukkan 16.00. „Þetta er fyrsta íslenska snjóbrettamyndin í fullri lengd. Myndin erfull af glæsilegum atriðum, m.a. tek- ur Eiríkur Helgason þrefalt bakkflipp," segir Ásgeir Hösk- uldsson, formaður Brettafélags snjóbrettamyndin frumsýnd á morgun íslands og einn aðstandenda myndarinnar. Að sögn Ásgeirs verður myndin komin í versl- anir á mánudaginn þannig að einungis er um þessa sýningu að ræða fyrir þá sem vilja sjá hana á stóra tjaldinu. „Síðan mun fólk geta útvegað sér myndina í Sportveri hér á Ak- ureyri og í Brimi í Reykjavík," segir Ásgeir en þeim sem búa ekki nálægt þessum verslun- um bendir hann á að hægt sé að verða sér úti um myndina hjá þeim félögum með því að senda þeim tölvupóst á net- fangið snjobretta- kennsla@hotmail.com. Gæðamatsráð Lagnafélagsins rannsakar vatnsagann undir húsi í Hlíðunum: Líklega yfirborðs- vatn undir íbúðinni Líklegast er talið að vatnsagi undir húsi í Hlíðunum sé yfir- borðsvatn en ekki skólpvatn né komið frá vatnsveitukerfinu. Kjallaraíbúð í húsinu hefur ver- ið úrskurðuð óíbúðarhæf af heilbrigðiseftirlitinu vegna gíf- urlegs raka og ólyktar sem stafar af flæðandi vatni undir henni. Eigandi kjallaraíbúðarinnar, Thelma Pétursdóttir, hefur í þrjú og hálft ár barist fyrir því að ná fram rétti sínum. Rakavandamál komu upp í íbúðinni rúmlega viku eftir að hún keypti hana. Staðan hefur farið æ versnandi síðan þá. Nú er kostnaður við rannsóknir, viðgerðir o.fl. orðinn himinhár og Thelma komin í þrot í baráttunni, bæði efnahagslega og sálarlega. Vandinn er enn til staðar, meiri en nokkru sinni fyrr. Lagnafélag Islands er einn þeirra aðila sem fjalla nú um þetta sér- stæða mál. Sérstakt gæðamatsráð innan félagsins vinnur að athugun á því hvaðan þetta mikla vatn gæti verið komið. I því eiga sæti fulltrú- ar umhverflsráðuneytis, félags- málaráðuneytis, Neytendasamtak- anna og Langafélagsins. Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur sem á sæti í gæðamatsráði sagði við DV að ráðið væri nú farið að nálgast niðurstöðu í málinu. Farið væri vandfega yfir eiginleika vatnsins undir húsinu og ráðist niðurstaðan síðan af því. Þarna hefði lítið sem ekkert fundist af kólfgerlum sem þýddi að ekkert benti til þess að um skolp- vatn væri að ræða. Þá benti ekkert YFIRBORÐSVATN: Sérfræðingar hallast að því að vatnsaginn undir Hlíðaíbúðinni sé yfirborðsvatn. tilþessaðvatnsaginnundirhúsinu virtist sem um aðkomuvatn væri ekki lægju enn fyrir öll gögn máls- kæmi frá vatnsveitukerfinu. Því að ræða. Egill Skúli tók fram að ins. Ráðið myndi skila af sér grein- argerð þegar endanlegar niður- stöður lægju fyrir. -JSS ! Erlendir gestir aldrei fleiri Tæplega 12 prósenta fjölgun ferðamanna á árinu lega jákvæð áhrif fyrir þjóðarbúið. „Miðað við upplýsingar um meðal- eyðslu erlendra gesta má gera ráð fýrir að gestirnir hafi keypt þjón- ustu hér á landi fyrir um 5 milljárða í ágúst." Að sögn Magnúsar hófst tafning Ferðamálaráðs í Leifsstöð í mars 2002 og er því um saman- burðarhæfar tölur að ræða fyrir tímabilið mars-ágúst árin 2002-2003. „Ef litið er til þessara sex mánaða ársins þá hafa komið 11,6 % fleiri erlendir gestir í ár en á sama tíma í fyrra og er þá eingöngu horft til þeirra sem fóm um Leifs- Stöð." kip@dv.is Samkvæmt talningu Ferða- málaráðs fslands á fjölda er- lendra ferðamanna í ágúst eru þeir 16,2 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Yfir 60.000 gestir í ágúst í ágúst fóm alls 58.763 erlendir gestir í gegnum Keflavikurflugvöll en í sama mánuði í fyrra vom þeir 50.537. Auk þessara gesta komu er- lendir ferðamenn með Norrænu til Seyðisfjarðar og með millilanda- flugi til Egilsstaða, Akureyrar og Reykjavíkur. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að Ferða- málaráð hafi ekki nákvæmar upp- lýsingar um skiptingu gesta eftir jjjóðerni en að meirihluti þeirra sé frá meginlandi Evrópu og Norður- löndunum. Það liggur fyrir að um aukningu er að ræða frá fyrra ári og • ljóst að hér á landi hafa verið yfir sextíu þúsund erlendir gestir í ágúst og þeir hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði." Þjónusta fyrir fimm milljarða Magnús segir ljóst að fjölgun ferðamanna hafi í för með sér vem- Samkvæmt talningu Ferðamálaráðs hafa erlendir ferðamenn aldrei verið fleiri á landinu en í ágúst síðastliðnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.