Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Síða 13
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 13
Þingvöllum margmiðlað
MARGMIÐLUN: Út er kominn
hjá Gagarín margmiðlunardisk-
ur með lifandi efni um sögu og
náttúru Þingvalla. Um er að
ræða efni sem unnið var fyrir
Þingvallanefnd og er hluti sýn-
ingar í fræðslumiðstöð á Hak-
inu á Þingvöllum. Á diskinum,
sem er fyrir PC tölvur, er nýj-
ustu margmiðlunartækni beitt
til að skyggnast aftur í aldir og
undiryfirborð Þingvallavatns.
Talsett efni er á fjórum tungu-
málum: íslensku, ensku, þýsku
og dönsku. Hægt er að kynna
sér sögu og náttúru svæðisins
með nýstárlegum hætti og
hentar diskurinn bæði til
fræðslu og fróðleiks fyrir ferða-
menn sem og skólafólk og al-
menning. Nánari upplýsingar
er að hafa á www.gagarin.is.
Prestum fjölgar á Akureyri
KIRKJA: Tveir nýir prestar
munu koma til starfa við Akur-
eyrarkirkju og Glerárkirkju inn-
an tíðar. Sr. Jóna Lísa Þor-
steinsdóttir, sóknarprestur við
Akureyrarkirkju, er á leið í 6
mánaða leyfi og mun sr. Arna
Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprest-
ur á Raufarhöfn, leysa Jónu
Lísu af frá 1. nóvember.
Lengi hefur staðið til að fjölga
prestum við Glerársókn þar
sem prestakallið stækkar ört
og voru þar 1. desember sl.
7.103 sóknarbörn. Sr. Arnaldur
Bárðarson, sóknarprestur að
Hálsi í Fnjóskadal, hefur verið
ráðinn til starfsins og tekur
hann til starfa 1. október.
Guðrún Gísladóttir KE.
Forskrúf-
aðar lest-
arlúgur
tefja
björgun
Björgun fjölveiðiskipsins Guð-
rúnar Gísladóttur KE við Leknes
í Noregi gengur hægt en örugg-
lega að því er virðist.
„Það er stöðugt verið að paufast
við þetta en það var reyndar mjög
rólegt um helgina. Það er búið að
sökkva nokkrum tönkum að skip-
inu sem síðan verður hleypt lofti f.
Okkar vantar ýmislegt sem við
erum nú að viða að okkur. Okkur
veitir ekki af septembermánuði í
verkið. Það kom í ljós að við þurft-
um t.d. að skipta um bolta á lestar-
lúgu sem eru forskrúfaðir áður en
farið verður að blása lofti í það og
tankana sem festir eru utan á skip-
ið. Þetta voru hlutir sem menn
héldu að væru í lagi á nýju skipi.
Það var mjög mikilvægur áfangi
þegar okkur tókst að koma skipinu
á réttan kjöl en það lá á hliðinni.
Það er því tilbúið að koma upp,“
segir Haukur Guðmundsson, eig-
andi Ishúss Njarðvíkur, sem sér um
björgun skipsins.
Haukur segir nokkra aðila hafa
forvitnast um sölu á skipinu, þegar
búið verði að ná því upp, en ekki
hafi verið léð máls á slíku. Tii séu
myndir af því neðansjávar sem
menn geta skoðað. Skipið sé mjög
heillegt og ekki að sjá neinar
skemmdir á þeirri hlið sem sneri
niður áður en skipinu var komið á
réttan kjöl. Engin olíumengun sé
frá skipinu og því sfður grútar-
mengun, eins og norskir íjölmiðlar
hafa haldið fram, það sé argasta vit-
leysa. gg@dv.is
Smáauglýsingar
DV
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000
HUS
OGHIBVU
40 SIOUR AF BUSIANOI FLOTTUM DtKURQADHtRBíRGJUM
SIÐUR AF BUSLANDI
FLOTTUM DEKURBADHERBERG3UM
SVÖLUSTU FLÍSARNAR • INNANHÚSSARKITEKT VELUR FLOTTUSTU
BAÐVASKANA OG BLÖNDUNARTÆKIN • FRÍKAÐA F3ÖLSKYLDUBAÐIÐ
MEÐ BLÖNDUNARTÆKIN Á SÚLU • GAGNGERAR ENDURBÆTUR Á SEVENTIES-BAÐI
FOKHELT AÐ FULLBÚNU FYRIR 2 MILUÓNIR
-heima hjá Röggu kynlffsfrœöara
ENDURNÝ3AÐI BÓNDABÆ FRÁ GRUNNI
-sígaunakona í Svarfaöardal
HUS OG HIBYLI
-ALLTAF OMISSANDl
HUS O G HIBYLI - HEIMA E R BEZT