Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Síða 26
¥
-4
26 DV SPORT FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003
Nú lágu Danir í því
íslendingar töpuðu engum bardaga gegn Dönum í Keflavík í gær
Það var mikið um dýrðir í Kefla-
vík í gærkvöld þegar íslenskir
og danskir hnefaleikakappar
« áttust við í hringnum í íþrótta-
húsi Keflavíkur. íslensku strák-
arnir sýndu enn og aftur að þeir
eru engin uppfylling í hnefa-
leikaheiminum því þeir gerðu
sér lítið fyrir og unnu alla bar-
daga kvöldsins - áhorfendum
til ómældrar ánægju.
Hápunktur kvöldsins var þegar
Skúli „Tyson" Vilbergsson mætti
gríðaröflugum Dana sem komið
var með hingað til lands f þeim eina
tilgangi að slökkva i Skúla. Bardag-
inn var mjög jafn en Skúli sótti mun
meira allan tímann og þrátt fyrir að
hafa slegið mörg vindhögg var
hann sífellt í sókn og skoraði fleiri
stig. Danirnir voru ekki sammála
úrskurði dómaranna og fannst
hallað á þeirra mann.
_ „Þetta var vissulega jafn bardagi
BLÓÐ, SVITl OG TÁR: Danirnir fengu
ekkert gefins í Keflavík í gaer en hér sést
einn þeirra með smá blóðnasir eftir harða
áras islensks mótherja. DV-mynd Eggert
en Skúli sótti mun meira og þegar
bardagar eru jafnir skal dæma
þeim sigurinn er sækir meira og
það gerði Skúlí," sagði Guðjón Vil-
helm hnefaleikaþjálfari í samtali
við DV Sport í gærkvöld.
Doddy góður
Hnefaleikamaður ársins á ís-
landi, Þórður „Doddy" Sævarsson
mætti strák sem vann silfur á síð-
asta Norðurlandamóti.
„Þetta var virkilega góður bar-
dagi hjá Dodda og hann vann mjög
sannfærandi og sanngjarnan sig-
ur,“ sagði Guðjón.
Bjarki Bragason sýndi að hann er
á sífelldri uppleið og vann sannfær-
andi sigur á glæsilegan hátt. Hann
var að launum kosinn bardaga-
maður kvöldsins.
„Bjarki sýndi alveg frábæra
frammistöðu. Hann kom mjög
sterkur inn og sýndi alveg frábært
box," sagði Guðjón sem var virki-
lega ánægður með Bjarka.
Grindvíkingurinn Tómas Guð-
mundsson keppti sinn fyrsta bar-
daga á ferlinum í gær og kom
skemmtilega á óvart.
„Þessi bardagi kom mest á óvart.
Hann vann frekar óvænt nokkuð
sannfærandi sigur sem er frábært
þar sem þetta var hans fyrsti bar-
dagi og það sem gerir þennan sigur
hans Tomma enn glæsilegri er að
hann er aðeins búinn að æfa í þrjá
mánuði," sagði Guðjón sem bindur
mikfar vonir við Tómas í framtíð-
inni.
Hetjan Andrea
Andrea Dögg Færseth hljóp í
skarðið fyrir Tinnu Lúðvíksdóttur á
efleftu stundu og hún stóð sig von-
um framar.
„Hún Andrea var hetja kvöldsins.
ég hringdi í hana klukkan sex í dag
[í gær, innsk. blm] og bað hana um
að keppa. Hún hafði ekki haft
HAFÐU ÞETTA: Þad var
ekkert gefið eftir i
iþrottahusi Keflavikur i
gærkvöld þegar
Islendingar tóku á inóti
Dönum i
hnefaleikakeppni.
neinn tíma til þess að undirbúa sig
og verið í fríi í allt sumar. Ég lofaði
henni því að ef bardaginn yrði
ójafn þá myndi ég stöðva hann. Það
kveikti bara í henni því hún vildi
ekki heyra á slíkt minnst. Þannig að
hún stökk bara í hringinn og stóð
sig með mikilli prýði en sá bardagi
var dæmdur jafntefli og Andrea
getur vel unað við þann árangur."
Fullt hús
„í heildina var ég virkilega
ánægður með kvöldið. Það var fullt
hús, eða 860 áhorfendur. Það voru
allir sáttir nema Danirnir sem fara
heim með sárt ennið. Ég vil endi-
lega þakka Reykjanesbæ og öllum
sem stóðu að þessu með okkur því
án þeirra hefði ekki verið hægt að
halda svona glæsilegt kvöld og von-
andi verður framhald á slíku hér í
bæ,“ sagði Guðjón Vilhelm hæst-
ánægður að lokum. henry@dv.is
FERSKUR NÝUÐI: Þaö var ekki hægt að sjá á Tómasi Guðmundssyni að hann væri að
stíga í hringinn í fyrsta sinn í gær því hann fór hreint á kostum. DV-mynd Eggert
Veiðihornið
Flugan hefur verið feiknasterk
195 laxar komnir á land úrAndakílsá og stærsti fiskurinn er 16 pund
Andakílsá í Borgarfirði hefur
alltaf verið sterk í fluguveið-
inni og þegar Stangaveiðifé-
lag Akraness var með ána fyrir
mörgum árum fékk það hvað
eftir annað verðlaun fyrir
flesta flugulaxana yfir veiði-
tímabilið og Landssamband
stangaveiðifélaga veitti verð-
launin.
En síðan eru liðin ansi mörg ár
og margir laxar hafa veiðst síðan.
Núna er Stangaveiðifélag Reykja-
víkur með ána og enn veiðast
flestir laxarnir á flugu í henni en
mjög góð veiði hefur verið þar í
sumar.
Andakflsá hefur gefið 195 laxa
og það hafa veiðst 130 laxar á
Ekki er ótrúlegt að áin
gefi vel á þriðja
hundrað laxa.
flugu og 65 á maðk. Áin er reynd-
ar kjörin fluguveiðiá og það er
fjölbreytt úrvalið af flugum sem
fiskurinn hefur tekið í sumar.
Eins og Þykkvabæjarflugan og
Réttur dagsins, en síðan rauð og
svört Franses, Sunnan 7, Snæld-
an, Silver sheep og Blue charm,
svo fáar sé tíndar til úr veiðibók-
inni.
Mest af fiskinum hefur veiðst
ofarlega í ánni og auðvitað í veiði-
stað Qögur sem alltaf er sterkur,
Fossbreiða neðri og Fossbreiða
efri geyma marga laxa. 20 silungar
hafa veiðst en mikið vatn er þessa
dagana á svæðinu og áin hin
veiðilegasta.
Ekki er ótrúlegt að áin gefi vel á
þriðja hundrað laxa því að enn er
hellingur eftir af veiðitímanum og
fiskar að veiðast í henni.
Veiðimenn voru að berja sil-
ungasvæðið í gærdag - eitthvað
var veiðin róleg en töluvert hefúr
veiðst af bleikju og einn og eipn
lax.
Víðidalsá og Fitjá
„Ég er búinn að veiða í Víði-
dalsá og Fitjá í næstum 40 ár og ég
hef afdrei séð svona lítið af fiski í
þeim. Það eru bleikjur en ekki
miklu meira en það,“ sagði veiði-
maður sem var að koma úr Víði-
dalsá og Fitjá í Húnavatnssýslu.
„Það eru laxar í ánni en þeir ekki
margir, eins árs laxinn hefur Iítið
sem ekkert sést og það hefur auð-
vitað sitt að segja fyrir veiðimenn.
En við skulum vona að laxinn skili
sér meira í ána strax á næsta ári,“
sagði veiðimaðurinn sem ekki var
mikið í fiski í Víðidalnum.
Miðfjarðará hefur gefið yfir 500
laxa og staðan er svipuð í Víði-
dalsá og Fitjá með laxafjöldann.
G.Bender
Reynir Friðriksson með 9,5 kg. lax úr stórlaxaánni Ytri Rangá!
www.lax-a.is
Nýjar fréttir daglega!