Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Síða 4
4 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 Úrskurðaður í SÍBROTAGÆSLA Héraðsdóm- urVestfjarða úrskurðaði mann nú fyrir helgina í tíu daga sí- brotagæslu. Maðurinn braust á innan við einni viku í tvígang inn í Grunnskólann á Isafirði og síðan inn á sjúkrahúsið á Isa- firði. Var maðurinn í öllum inn- brotunum að leita að lyfjum til eigin nota. Um er að ræða rúmlega þrítugan fíkniefna- síbrotagæslu sjúkling sem hefur margsinnis áður komið við sögu í svipuð- um málum. Þá lauk hann ný- lega afplánun á tíu mánaða fangelsisdómi sem hann hlaut eftir mikla innbrotahrinu. Þar var bæði um að ræða innbrot í Reykjavík og á Isafirði. Dagur Madonnu I dag kemur út barnabókin Ensku rósirnar eftir Madonnu og verður hulunni svipt af leyndar- dómnum kl. 19.30 í kvöld í veislu íverslun Pennans/Ey- mundsson, Austurstræti. Páll Óskar syngur og afhjúpar bókastaflann, Silja Aðalsteins- dóttir les úr þýðingu sinni á bók- inni og öll börn verða leyst út með gjöfum. Hollar veitingar. Brotist inn í Aktu-taktu INNBROT: Brotist var inn í söluturninn og inná skyndi- bitastaðinn Aktu-taktu við Skúlagötu á sjötta tímanum í gærmorgun. Lögreglu barst til- kynning um að rúða hefði ver- ið brotin og þegar hún kom á vettvang lá peningakassi á jörðinni sem hafði verið tæmd- ur. Sjónarvottur sá mann hlaupa af vettvangi og gat hann gefið greinargóða lýs- ingu á honum. Enginn hefur þó enn verið handtekinn í tengslum við málið en það mun vera í rannsókn. Ekki er vitað hversu mikill ránsfengur- inn var en samkvæmt upplýs- ingum lögreglu mun það hafa verið lítilræði. Að öðru leyti var helgin að mestu róleg hjá lög- reglúnni í Reykjavík. Óhug sló á fólk þegar maður sem gengur laus en er álitínn ósakhæfur mætti fyrir dóm: Sagðist eiga feril sem morðingi og nauðgari Óhug hefur slegið á fólk, meðal annars í Héraðsdómi Reykjavík- ur, eftir að maður mætti þangað fyrir dómara og lýsti því yfir að hann „ætti að baki glæstan feril sem morðingi og nauðgari" - einnig að hann væri kominn í beinan legg af Satan. Maðurinn er ákærður fyrir að ráðast ítrekað á kvenfólk en öll brotin áttu sér stað á síðasta ári. Þegar hann mætti fyrir dóm kvaðst hann vera „fulltrúi antikrists á jörð“ - hann einn hefði dómsvald. Sam- kvæmt upplýsingum DV hefur lög- regluembættið í Reykjavík leitað úrræða fyrir þennan mann en hann hefur engu að síður gengið laus all- an tfmann eftir að hann framdi fyrstu líkamsárásina, sem var í flug- taki Flugleiðavélar á Kastrup-flug- velli vorið 2002. Allt mun hafa verið gert til að vista manninn á viðeigandi stofnun en án árangurs. Samkvæmt upplýs- ingum DV hafa læknar gefið það álit að maðurinn sé ósakhæfur - hefðbundin refsing komi honum ekki til góða. Þegar maðurinn mætti nýlega fyrir dóminn viðurkenndi hann brot sín að hluta en augljóst þykir að a.m.k. á tímabili lagði hann sér- staka fæð á konur. Við sama tæki- færi og hann var spurður út í af- stöðu sína til sakargifta lét hann framangreind orð falla um að hann hefði verið morðingi og nauðgari. Misþvrmingar á kvenbílstjóra Maðurinn, sem er rúmlega þrí- tugur, er í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa ráðist að konu þegar vél Flugleiða var að hefja sig til flugs á Kastrup-flugvelli þann 19. maí á síðasta ári. Honum er gefið að sök að hafa slegið konuna og klórað í andlit með þeim afleiðingum að sprakk fyrir á báðum vörum auk merkis um klór á kinn. Þann 3. ágúst réðst maðurinn aftur á konu - strætisvagnastjóra - við Lækjartorg. Lögreglan gefúr honum að sök að hafa sparkað í fótleggi konunnar og snúið upp á hendur hennar. Konan tognaði á öxl, marðist á báðum hnjám og hendi auk þess sem hún hlaut Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. september 2003 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 39. útdráttur 4. flokki 1994 - 32. útdráttur 2. flokki 1995 - 30. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 21. útdráttur Innlausnarverðió er að finna i Morgunblaðinu mánudaginn 15. september. Innlausn húsbréfa ferfram hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. ✓ Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 DÓMUR: Maðurinn er ákræður fyrir að ráðast ítrekað á konur en öll brotin áttu sér stað á síðasta ári. eymsli á hendi, upphandlegg og ökkla. Rúmri viku síðar varð mannin- um aftur uppsigað við sama kven- bflstjóra. Var strætóinn þá í Skógar- seli við Stfflusel í Breiðholti. Lög- reglan ákærir manninn fyrir að hafa þá slegið og klórað í andlit konunnar, rifið í hár hennar, tekið Allt mun hafa verið gert til að vista mann- inn á viðeigandi stofn- un en án árangurs. Samkvæmt upplýsing- um DV hafa læknar gef- ið það álit að maðurinn sé ósakhæfur - hefð- bundin refsing komi honum ekki til góða. hana hálstaki og misþyrmt henni með öðrum hætti. Konan hafði ekki náð sér eftir fyrri árásina en hlaut nú eymsli á hendi, upphandlegg og öxl, hálsi, neðan við auga, á mið- handarbeini og bitfar á baugfingri. Strætisvagnabflstjórinn fer fram á að maðurinn greiði henni tæpar 700 þúsund krónur í skaðabætur. Kyrkingartak á afgreiðslukonu A Þorláksmessu hélt svo maður- inn enn áfram að ráðast á kvenfólk en nú einnig á karlmann. Þennan síðasta dag fyrir jól var hann inni í versluninni Japis er hann réðst á af- greiðslukonu. Samkvæmt ákæru skipti engum togum að hann tók hana hálstaki, brá upprúlluðum plastpoka um háls hennar og herti að með þeim afleiðingum að hún hlaut þrota og mar á hálsi en eymsl f hálsvöðvum og herðum. Þegar aðrir starfsmenn reyndu að koma konunni til aðstoðar beit ákærði í höfuðið á afgreiðslumanni. Afleið- ingamar urðu sár og eymsli á hálsi og hnakka. Ákærði kemur fyrir dóm í aðalmeðferð þann 16. október en þá mæta einnig vitni og þolendur. Hann hefur, eftir því sem DV hefur fregnað, ekki gerst brotlegur eftir atvikið á Þorláksmessu. ottar@dv.is Stjórnarþingmenn á fundi smábátamanna á ísafirði: Staðið verður við línuívilnun í haust Smábátafélagið Elding blés til stórfundar í íþróttahúsinu á Torfnesi á ísafirði vegna línu- ívilnunarmálsins undir kjörorð- unum „Orð skulu standa". Stjórnarþingmaðurinn Einar Oddur Kristjánsson sagði að staðið yrði við það að koma á línuívilnun í haust. Fundurinn á ísafirði var mjög líf- legur, að sögn Guðmundar Hall- dórssonar, formanns Eldingar. Ef marka má orð stjórnarþingmanna Norðvesturkjördæmis á fúndinum kemur línuívilnun til framkvæmda í haust. Á fjórða hundrað manns var á fundinum. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í tuttugu ár hefði Davíð Oddsson forsætisráðherra aldrei gengið bak orða sinna. Einar sagði að sam- þykkt landsfundar Sjálfstæðis- flokksins um línuívilnun stæði og að staðið yrði við línuívilnunina í haust. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, sagði að orð ættu að standa og línuíviln- un væri í stefnuskrá beggja stjórn- arflokkanna. Hann sagðist þó tiibú- inn að leggja fram eigið frumvarp um málið ef þetta næði ekki fram að ganga af hálfu stjórnarflokk- anna. Orð skulu standa í ályktun fundarins er m.a. skor- að á Alþingi að lögfesta án tafar landsfundarsamþykktir stjórnar- flokkanna um línufvilnun og tryggja þar með að ákvæðið í sátt- mála ríkisstjórnarinnar komi til framkvæmda eigi síðar en 1. nóv- ember nk. Krafa strandbyggðanna sé að endurheimta þann aldagamla rétt að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum. Það er skoðun fúndarins að orðheldni al- þingismanna megi aldrei bíða hnekki, skipbrot á - orð skulu standa - yrðu dapurleg skilaboð til þjóðarinnar og myndu grafa undan hinu virðulega Alþingi. Guðmundur sagði að til fundar- ins hefðu m.a. komið þingmenn og frambjóðendur í kjördæminu. Auk þess mætti Magnús Þór Hafsteins- son (F) og tók þátt í fundinum utan úr sal. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra var eini ráðherrann sem mætti til fundarins. „Þá kom hingað akandi Ámi Jón Sigurðsson, trillukarl frá Seyðis- firði. Hann lagði það á sig að keyra 2.200 kílómetra fram og til baka á fundinn og það var mjög gaman að fá hann í heimsókn," sagði Guð- mundur Halldórsson. Hann sagði að fundinum hefði borist fjöldi stuðningsskeyta, m.a. frá lands- sambandi smábátamanna á Ný- fundnalandi, félagi útróðramanna í Færeyjum, félagi strandveiði- manna, fiskvinnslufólki og fleirum. Smábátafélagið Elding fékk Árna Snævarr, fyrrverandi fréttamann á Stöð 2, til að stjórna spurningum til þingmanna en fundarstjórnandi var Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi bæjarstjóri f Bolungarvfk. Var gerð- ur góður rómur að röggsamri fram- göngu Árna sem lét þingmenn ekki komast upp með neinn moðreyk í svörum sínum. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.