Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Síða 9
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 9 Barátta upp á líf og dauða Veiðiskapurinn skiptir ekki öllu máli, veiðiáin er númer eitt Ungur veiðimaður: Hann Stefán Jónsson er ungur veiðimaður sem á öruggiega eftir renna fyrir lax með tíð og tíma, þó svo að hann láti bara silunginn duga bili. Hér sést hann einbeittur á svip við veiðar á dögunum og miðað við handbragðið hjá guttanum er væntanlega stutt i fýrsta laxinn. DV-mynd G.Bender Norðurá í Borgarfirði: 700 færri laxar á land Fyrstu tölur úr veiðiánum eru komnar og lokatalan úr Norðurá í Borgarfirði er 1453 laxar en í fyrra veiddust 2217 laxar í ánni. Veiðin er 770 löxum minni en var í ánni íyrir ári. í Þverá í Borgarfirði hefur veiðin batnað frá fyrra ári en núna hafa veiðst um 1890 laxar, en fyrir ári voru það 1444 laxar sem veiðimenn fengu. Veiði lokið í Elliðaá Veiðinni er lokið í Elliðaánum en laxafjöldinn í fyrra náðist ekki en þá veiddust 478 laxar en núna voru það 472 laxar sem komu á land. Það munar 6 löxum á veiðinni núna í ánni og fyrir ári. Minkurinn vandamál Minkurinn er vandamál við margar veiðiár og veiðisérfræð- ingurinn og leigutakinn Lúðvík Gizurarson vill láta stofna minkaveiðiherdeild til að sporna við minknum sem víða veður uppi við árnar. Þetta er þarfur hlutur sem þarf að að vinna að strax, minknum hefur fjölgað stórlega víða um land. Veiðin hefur verið ótrúlega góð í Haffjarðará í Hnappadal og það voru veiðimenn að veiða síðasta laxinn fyrir nokkrum dögum á þessu sumri og var hann númer eitt þúsund. G.Bender Veiðitíminn er farinn að styttast. Laxinn er orðinn leg- inn, hafi hann á annað borð komið í ána sína. Sums staðar hafa laxar ekki gengið í árnar eða eru að koma núna með seinni skipunum. Margar lax- veiðiár eru barðar allt of mikið, allt of margar stangir í þeim mörgum hverjum og fiskurinn fær hvergi frið, alls staðar er einhver að trufla hann. Fallegur lax, 12 punda, kom í Norðurá í Borgarfirði snemma í sumar. Hann synti upp ána og stansaði fyrst á Stokkhylsbrotinu. Margir veiðimenn köstuðu á hann en hann vildi alls ekki taka neitt. Hann hélt áfram ferð sinni og stoppaði næst á Eyrinni, fyrir neð- an Laxfoss og þar tók hann ekkert hjá veiðimönnum sem buðu hon- um ýmislegt. En þeim fækkaði löx- unum í kringum hann og hann hélt áfram. Næsti stoppistaður var Berghylurinn og þar hélt hann sig lengi sumar. Síðan hélt hann áfram „Síðan kom minkur nið- ur með hylnum og hremmdi laxinn okk- // ar. og næsti staður var Ármóthylurinn við Fornahvamm og hann hélt áfram, þessi hrygna ætlaði að koma ánni til góða. Ofar hélt fiskurinn og var búinn að finna sér hæng. Næstu daga myndi það gerast, staðurinn var góður en einhver hreyfing var á bakkanum fyrir ofan og síðan kom minkur niður með hylnum og hremmdi laxinn okkar. Hængurinn slapp en laxinn sem ekkert hafði tekið hjá veiðimönn- um var allur. Minkurinn dró hann eftir árbakkanum. Hans dagar voru taldir. Svona er lífið við veiðiárnar. Þetta er barátta upp á líf og dauða dag hvern og ekki útséð hver slepp- ur þann daginn. Allir reyna það samt. Ekkert veitt meira í sumar, veiðinni er hætt Vestur í Dölum hefur vatn verið vandamál í mörgum veiðiám, það hefur verið allt of lítið, mikinn hluta sumars. Veiðimenn hafa reynt og núna síðustu vikur hafa veiði- menn veitt vel. Laxinn er nefnilega að koma þó seint sé. f Laxá í Dölum hafa veiðimenn veitt vel um leið og fer að rigna. Þá kemur laxinn sem „Vestur í Dölum hefur vatn verið vandamál í mörgum veiðiám, það hefur verið allt oflítið." hefúr haldið sig niðri í sjó. Veiðifélagið Laxmenn eru með tvær veiðiár í Dölunum, Flekku- dalsá, þar sem ákveðið var að leyfa bara fluguveiði og allir eru hressir með það. En Laxmenn eru líka með Laxá í Hvammssveit og það hefur lítið af laxi gengið enn þá enda áin verið vatnslítil í sumar en nokkir laxar hafa þó veiðst. Núna fyrir nokkum dögum fór laxinn að mæta í ána og Laxmenn, sem alls ekki er sama um veiðiárnar, ákváðu að stytta veiðitímann í Laxá. Þeir voru búnir að veiða vel í Flekkudalsá og þetta var orðið gott. Þetta er friðun, ekki sleppa vorfiskinum sem lítið sem ekkert þolir. Sumar eftir þetta sumar Þeir Laxmenn vita að það kemur sumar eftir þetta sumar og laxinn kemur. Þeir hefðu alveg getað tekið laxinn sem núna er að koma í Hvammssveitna en þeir ætla ekki að gera það. Þetta var réttur leikur í stöðunni. G.Bender LOOP veiðivörumar eru hannaðarog þróaðaraf veiðimönnumjyrir veiðimenn. Þess vegna velja sifellt fleiri sér útbúnaðfrá LOOP. Sportlegt utlit, þœgindi og vasarfyrir h inarýmsu þarfir veiðimannsins eru einkenni nýju linunnarjrá LOOP. IJTIVIST ogVElÐI I sumar verður opið sem hérsegir: mán-fim 9-19, fós 9-20, lau 10-17, sun 11-16 Síðumúla 11 • 108 Reykjavik • S: 588-650C í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.