Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Side 13
MÁNUDAGUR 15.SEPTEMBER2003 FRÉTTIR 13 Höfum efni á írak BANDARÍKIN: DickCheney, varaforseti Bandaríkjanna, vís- aði í gær á bug vangaveltum manna um að Bandaríkin hefðu ekki efni á vaxandi kostnaði við stríðið í írak og eftirmála þess. Hann viður- kenndi þó að enn væri ekki Ijóst hver endanlegur kostnað- ur yrði. „Hugmyndirn um að við getum ekki varið Bandarík- in er heimskuleg," sagði Chen- ey. Stjórnvöld hafa sætt harðri gagnrýni að undanförnu vegna gríðarlegs kostnaðar við hernám íraks. Colin Powell utanríkisráðherra sagði að ef Bandaríkin létu undan alþjóðlegum þrýstingi um að koma völdum of fljótt í hendur fraka yrði það dæmt til að mistakast. Systir skotin til bana BANDARÍKIN: Lögreglan í Los Angeles hefuryfirheyrt nokkra menn í tengslum við morðið á elstu systur tennisstjarnanna Serenu og Venus Williams. Yetunde Price var skotin til bana í róstusömu fátækra- hverfi Los Angeles aðfaranótt sunnudags, hverfinu þar sem systurnar ólust upp. Fjölskyld- an sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist vera miður sín vegna atburða þessara. Sjónvarvottar segja að Yetunde hafi verið skotin fyrir. utan yfirgefið hús. Áður hafði komið til hvassra orðaskipta milli Price og íbúa f hverfinu. Síðustu fréttir herma að búið sé að handtaka einn mann. Eistar í ESB EISTLAND: Eistar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ganga í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Þegar búið var að telja öll at- kvæðin höfðu fylgjendur ESB fengið 66,9 prósent en and- stæðingar 33,1 prósent. „Vorið er aftur komið til Eistlands, við erum aftur hluti Evrópu," sagði forsætisráðherrann. Ráðherrafundur WTO fór út um þúfur: Hnattvæðingarfjendur hrósuðu sigri í Cancun FAGNAÐ í CANCUN: Andstæðingar hnattvæðingar gátu ekki leynt gleði sinni þegar til- kynning barst um að ráðherrafundur Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í mexíkóska baðstrandarbænum Cancun hefði farið út um þúfur. Ágreiningur ríkra þjóða og fátækra um allt milli himins og jarðar, þó aðallega landbúnaðarmál, varð til þess að fulltrúarnir fóru tómhentir heim. Andstæðingar hnattvæðingar fögnuðu mjög þegar ráðherra- fundur Heimsviðskiptastofnun- arinnar (WTO) fór út um þúfur í baðstrandarbænum Cancun í Mexíkó í gær. Þeim tókst þó ekki að skapa jafnmikla ringul- reið nú og í Seattle 1999. Talið er að nokkurn tíma taki að koma aftur á viðræðum. Hnattvæðingarfjendurnir fóru inn í ráðstefnumiðstöðina þar sem ráðherrar WTO sátu á fimm daga fundi og héldu á lofti borðum sem á var ritað: „Við sigruðum." Samningaviðræður ráðherranna um aukið frelsi í heimsviðskiptum runnu út í sandinn vegna ágrein- ings ríkra þjóða og þróunarland- anna um allt frá ríkisstyrkjum til landbúnaðar til nýrra reglna um viðskipti. Litlar líkur eru nú taldar á að tak- ist að koma saman nýju samkomu- lagi um heimsviðskipti fyrir lok næsta árs, eins og stefnt hefur verið að, hnattvæðingarandstæðingum til óblandinnar gleði. Hvað sögðum við? Fátækar þjóðir sögðust hafa unnið pólitískan sigur á fundinum í Cancun. Þær hefðu sannað að hin- ir ríku gætu ekki lengur þvingað þær til að fallast á slæman samn- ing. „Við höfum alltaf varað við því að þetta myndi gerast ef menn hlustuðu ekki á þróunarlöndin," sagði Rafidah Aziz, viðskiptaráð- herra Malasíu, eftir fundinn. Ro- bert Zoellick, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði að fund- urinn í Cancun hefði farið út um þúfur af því að fulltrúar margra fá- tækra landa hefðu haft óraunhæfar hugmyndir hversu mikið væri hægt að kreista út úr ríku löndunum án þess að gefa nokkuð á móti. „Nú verða þeir að horfa framan í blákaldan veruleika þeirrar stefnu sinnar og koma tómhentir heim," sagði Robert Zoellick. Ummælum Ehuds Olmerts métmælt Ummæli Ehuds Olmerts, að- stoðarforsætisráðherra ísraels, um að ísraelsk stjórnvöld útlok- uðu ekki þann möguleika að láta drepa Yasser Arafat, hafa valdið mikilli reiði víða um heim. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er einn þeirra sem hefúr gagnrýnt ummæli Olmerts og sagði að ef Arafat yrði annaðhvort drepinn eða hrakinn í útlegð myndi það aðeins kalla fram aukna ólgu í arabaheiminum og öðrum mús- límskum ríkjurn heims. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, varaði einnig við því að hreyft yrði við Arafat og benti á að með þvf væri einnig verið að ráðast STUÐNINGSMENN ARAFATAS: Stuðnings- menn Arafats þustu þúsundum saman út á götur Vesturbakkans og Gaza í gær. gegn andlegum leiðtoga. Þúsundir stuðningsmanna Arafats flykktust út á götur á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær til þess að sýna honum stuðning sinn. Vörubílar og vinnuvélar Umsjón efnis: Geir Guðsteinsson, netfang: gg@dv.is Umsjón auglýsinga: Ingibjörg Gísladóttir í síma 550 5734, netfang: inga@dv.is. Aukablað fylgir Magasín um Heimili, Lífsstíl og fasteignir fimmtudaginn 18. september um vörubíla og vinnuvélar. Vinnuvélablaðið verður eins og jafnan stútfullt af áhugaverðu og skemmtilegu efni um hvaðeina sem lýtur að vinnnuvélum og þeim sem vinna við þær. Blaðamenn fara um víðan völl og taka þjóðsagnapersónur úr bransanum tali. Auk viðtala verður fjallað um spennandi nýjungar og nýjustu tækjum og tólum verða gerð skil. Magasín er dreift í 82 þúsund eintökum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.