Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MENNING 15 Ergis í Næsta galleríi Stafsetning NÁMSKEIÐ: Námskeið í staf- setningu hefst hjá Endur- menntun 24. sept. Kenndar eru helstu reglur í íslenskri stafsetningu og tekin dæmi af algengustu villum í ritun. Kennari er Bjarni Ólafsson ís- lenskufræðingur. Skráning á http://www.endurmennt- un.hi.is/folkf-flokk.asp?ID=47 H03 MYNDLIST: Gestir Næsta bars við Ingólfsstræti geta nú notið myndlistarsýningar bræðr- anna Ara Alexanders og Jóns Magnússona. Undir titilinum „Hetjur og glassúr" sýna þeir málverkainnsetningu sem tek- ur á hetjuímyndum og glans- myndaumfjöllun fjölmiðla og sögubóka. Á sýningunni eru sex málverk af forsetum (s- lands auk fjölda teikninga af almúgafólki. Hluti af innsetn- ingunni er hljóðverk unnið af Þór Eldon. (innsetningunni og umgjörð hennar er velt upp spurningum um afstöðu okkar til þeirra sem sífellt eru hafnir á stall og hvort þetta fólk sé í huga okkar orðið að flötum glansmyndum, án inntaks eða persónuleika. Endurtekning TÓNLIST: Við minnum á að á miðvikudagskvöldið kl. 20 verða fyrstu TlBRÁR-tónleikar starfsársins í Salnum endurflutt- ir vegna fjölda áskorana. Þar fluttu Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson tvo hríf- andi sönglagaflokka eftir Ro- bert Schumann, Liederkreis op. 39 og Kernerljóðin op. 35, og komust mun færri að en vildu. Aldarminning TÓNLIST: Dr. Bjarki Svein- björnsson fjallar um ævi og störf dr. Urbancic og leikur hljóðritanir úr safni Ríkisút- varpsins i Salnum annað kvöld kl. 20. Að auki flytur hópur val- inkunnra tónlistarmanna verk hans Mala Svíta (frumflutning- ur á Islandi), Ijóðaflokkinn Elisabeth og Funf Sátze fur Klavier und Blechbláser. Heillandi ævintýraheimur LEIKLISTARGAGNRÝNI Halla Sverrisdóttir Þó að flestir fullorðnu leikhúsgestanna, og sum- ir þeirrayngri líka, kunni Dýrin í Hálsaskógi svotil utanað er nýjasta uppfærsla verksins - sú fjórða í Þjóðleikhúsinu - hvorki endurunnin né slitin; hún er þvert á móti fersk og sterk, bæði hvað túlkun, leikstíl og útlit varðar. Sigurður Sigurjónsson leikstjóri hefur ásamt leikurunum fundið nýja, spennandi og dálítið djarflega fleti á gamalkunnugum per- sónum. Þannig gengur Atli Rafn Sigurðarson eins langt og hann kemst fyrir textanum í að gera Lilla klifurmús að gagnslitlum en mjög sjarmerandi ónytjungi; Lilli er tækifærissinni og hálfgerð samfélagsafæta sem syngur lof- söngva um sjálfan sig og minnir á nútíma poppstjörnu í sjálfsdýrkun sinni- og í notkun á fylgihlutum! Túlkun Atla er heildstæð og sannfærandi og hann nær að slá á nógu marga ljúfa strengi til að fara ekki yfir strikið. Þröstur Leó fetar líka nýja stigu með Mikka ref, sem er mjög fyndinn og dálítið aumkun- arverður í græðgi sinni og heimsku, en tekst líka að verða áþreifanlega ógnvekjandi í ídýll- ískum heimi Hálsaskógar; í fyrstu innkomu rebba fóru þrjú börn í salnum að gráta há- stöfum! Sprenghlægilegir eltingarleikir Mikka og Lilla eru vel uppbyggðir og Cartoon Network-kynslóðin í salnum kunni vel að meta stílíseraðar brellur í ofsafengnum teiknimyndastfl. Mikki hefur á sér haganlega unnið yfirbragð síbrotamannsins og túlkun Þrastar er bæði áhrifamikil og flott, slungin tafsverðum kynþokka. Önnur dýr í Hálsaskógi eru einsleitari per- sónur af höfundarins hendi, en hver leikari fyrir sig hefúr skapað þeim sannfærandi per- sónugerðir. Marteinn skógarmús er nosturs- legur og húslegur piparsveinn leikinn af Kjartani Guðjónssyni, sem gerir persónuna alveg hæfilega „gay“ til að stuða engan en skemmta öllum. Hún gamla, góða amma hans er meðal vanþakklátustu hlutverka leik- bókmenntanna en Ragnheiður Steindórs- dóttir fer skemmtilega með það sem hægt er að gera úr kerlu. Hjá bangsafjölskyldunni eru hefðbundnari ingunni standa sig alveg sérlega vel, bæði í sviðsframkomu og framsögn, og leikir dýra- barnanna f skóginum eru falleg blanda af sviðshreyfingum og dansi. Enn eru ónefndir Hérastubbur bakari og bakaradrengurinn, sem Pálmi Gestsson og Friðrik Friðriksson skiluðu vel og skemmti- lega af sér. Og húsamús Brynhildar Guðjóns- dóttur átti skemmtilega tvíræðan samleik við Mikka ref. Frumraun Brian Pilkington í leikmynda- gerð er fallega og hugvitssamlega hönnuð og smíðuð, með hrífandi þrívíðum heildarsvip í mikilli litadýrð sem skipti litum með hverri ljósabreytingu. Þegar búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur bætast við er útkoman stórkostlega litrík og falleg, svo að á sviðinu lifnar ævintýraheimur sem bæði ég og barnið við hlið mér létum auðveldlega heillast inn í. Lifandi tónlistarflutningur ljær sýningunni aukna dýpt, ekki síst þegar hljómsveitin tek- ur þátt í sýning- unni með áhrifs- tónum og effekt- um. Tónlistar- stjórn Jóhanns G. Jóhannssonar er rík af hugmyndum og laus við hnökra og tónlistarflutn- ingur frábær. Með því að stytta sýninguna um fimmtán mín- útur fyrir hlé væri þetta svo tiJ full- komin leiksýning fyrir börn á öllum aldursstigum, enda eru þetta kraftmikil og ÞAR SKALL HURÐ...: Ragn- spennandi Dýr í heiður Steindórsdóttir og Hálsaskógi fyrir Björgvin Franz Gíslason sem nýja kynslóð ís- amma og Patti broddgöltur. lenskra barna. SPENNANDI FLETIR Á GAMALKUNNUM PERSÓNUM: Kjartan Guðjónsson og Þröstur Leó sem Marteinn og Mikki. DV-myndir ÞÖK fjölskyldugildi höfð í heiðri, þar sem bangsapabbinn Öm Árnason situr á mmpin- um í klunnalegum virðuleik á meðan Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir bangsamamma mæðist í mörgu, þvær þvotta og snýst í kring- um kallinn og bangsabarnið. Öll börnin í sýn- Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviðinu: Dýrin í Hálsaskógi eftirThorbjörn Egner. Þýðlng: Hulda Valtýsdóttir. Ljóða- þýðingan Kristján frá Djúpalæk. Tónlist Christian Hart- mann og Thorbjörn Egner. Sviöshreyfingar: Ástrós Gunnarsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Leik- gervi: Þórunn María Jónsdóttir og Árdís Bjarnþórsdótt- ir. Búningan Þórunn María Jónsdóttir. Leikmynd: Brian Pilkington. Tónlistarstjóri: Jóhann G. Jóhannsson. Leik- stjóri: Sigurður Sigurjónsson. VIÐ HÁTtÐARLOK Á BESSASTÖÐUM: Hallgrímur Helgason, Bill Holm og Steinunn Sigurðardóttir. DV-mynd Pjétur tvíburabróðir hans - mjög líkur honum sjálf- um en þó alls ekki hann. Eða þegar hann sagði að allt hversdagsh'fið í bókunum - maturinn sem þarf að elda, þvotturinn sem þarf að þvo og strauja - væri akkeri hans á hafsbotni; ef hann hefði ekki þetta alckeri myndi hann bara fljóta burt. „Ég hélt ég væri venjulegur maður," sagði Haruki Murakami í fundarlok, og bætti svo við af sjaldgæfri einlægni: „en ég veit núna að ég er fæddur rithöfundur." Formúla eitt „Skáldsagan er listanna Formúla 1!“ sagði Svíinn stóri, Per Olov Enquist, í skemmtilegu samtali við Höllu Kjartansdóttur, „algert vímuefni þegar vel gengur!" Ein af upp- sprettum skáldskapar hans er pínulitli bær- inn sem hann ólst upp í þar sem allt var í þröngum skorðum trúar og hefða. Þaðan koma fúrðumargir af bestu rithöfundum Svía. Einar Kárason sagðist líka vinna úr fjöl- skyldusögum. Hann neyddist til að verða rit- höfundur til að freista þess að koma öllum þessum makalausu sögum til skila. Jan Sonnergaard hinn danski fær hugmyndir og innblástur hvaðanæva, en á fundinum um innblástur kom líka fram að saga verður að vilja vera sögð; annars verður hún aldrei barn í brók. Skipti ekki um konu Fundurinn með krimmahöfundum hátíð- arinnar var sérstaklega skemmtilegur þó að Henning Mankell vantaði - hann sat heima á hóteli og syrgði sína góðu vinkonu, önnu Lindh. Katrín Jakobsdóttir spurði fyrst hvers vegna þeir skrifuðu glæpasögur og Boris Ak- unin frá Rússlandi svaraði því best. Hann var þá fertugur að aldri og gekk allt í haginn, stundaði ýmis ritstörf, þýddi, skrif- aði fræðibækur og ritstýrði. Að morgni 1. aprfl vaknaði hann snemma og fór að hugsa um líf sitt - og hann sá nákvæmlega fyrir hvernig það yrði, næstum upp á dag, allt til æviloka. Honum fannst það andstyggilegt. „Við þessar aðstæður skipta margir um konu,“ sagði hann, „en ég var ágætlega ánægður með mína svo ég ákvað að skipta um bókmenntagrein og fara að skrifa Ieynilögreglusögur!" Bara spyrja Boris Akunin átti líka bestu lýsinguna á góðum krimma: „Hann er eins og rússnesk babúsku-dúkka. Stærsta dúkkan er sögu- þráðurinn og hann nægir flestum. En þeir sem hafa áhuga geta opnað hana og skoðað fleiri dúkkur, kafað undir yfirborðið. Ein af minnstu dúkkunum er svo fyrir vini mína, næstminnsta dúkkan er fyrir konuna mína en sú allra minnsta er bara fyrir sjálfan mig!“ Yann Martel, höfundur Sögunnar af Pí, sagðist hafa verið 33 ára fremur misheppn- aður rithöfundur þegar hann gerði úttekt á lífi sínu. „33 ára var Mozart allur og hafði gert rosalega mikið, á þeim aldri var Jesús líka dáinn og hafði gert enn þá meira. En hvað hafði ég gert?“ Þá stakk sér niður í hug- skot hans frásögn sem hann hafði lesið mörgum árum áður í blaðagrein - og hún endaði sem Booker-verðlaunabók. Það er um að gera að spyrja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.