Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Page 27
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 TILVERA 43 Frumsýnd samtímis í kvikmyndir.is AN JOB ★★★ Roger Ebert ★★*★ BBC ★ ★★ L.A.Times . §★★★ kyikmyndir.is Fullkomið rán Svik Uppgjör imtilegasta lynd ársins OUT. GET EVEN S4MBIO ALFABAKKI ti Ui’ON A I imPjF h?o Banderas, John _pp og Salma Hayék^ ,[ ögnuðu framhaldi af hínní eysivinsælu mynd Desperato. V«T^S sannleikann Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15. B.i. 16 ára. Sýnd í Luxus VIP kl. 5.45,8 og 10.15. Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. B.i. 12 ára. og á Islan . Ul>()\ A IIML IN 1 C MM w. Banderas. Johnny Dépp og Salma Hayek ' f mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperato. Sýnd kl. 5.45,8,9.05 og lO.IO.B.i. 16ára. KRINGLAN tS 588 0800 ÁLFABAKKI tS 587 8900 PIRATES OF THE CARIBBEAN: Sýnd kl.8. B.i. 10 ára. NÓI ALBÍNÓI: Sýnd kl. 6. Enskur texti. Sýnd kl. 5.30,8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15. B.i. 10 ára. Breskir Bíódagar ALL OR NOTHING: Sýnd ki. 10.05. SWEET SIXTEEN: Sýnd kl. 8. BLOODY SUNDAY: Sýnd kl.8. PLOTS WITH A VIEW: Sýndkl.éog 10.30 THE MAGDALENE SISTERS: Sýnd kl.5.45 og 10.05. STÓRMYND GRÍSLA: Sýnd m/ isl.tali kl.5.30 og 7. PIRATES OFTHE Sýnd 5.30,8 og 10.30. ÁSTRÍKUR: Sýnd m. ísl.tali kl.4 IAMERICAN PIE 3: Sýnd kl. 6,8 og 10.15. SINBAD: Sýnd m. fsí. tali kl.4. TOMB RAIDER: Sýnd kl.8 og 10.15. STÓRM,GRÍSLA:Sýndm.ísl.talikl.4og6. Sýnd kl. 6,8 og 10.10. FJÖLMiÐLAVAKTIN Henry Birgir Gunnarsson henry@dv.is Ég væri alveg til í Pizzu Skemmti mér alveg ljómandi vel yfir lýsingu þeirra Bubba Morthens og Ómars Ragnars- sonar á boxinu á laugardags- kvöldið. Þeir félagar eru svo per- sónulegir og notalegir að maður fær það helst á tilfinninguna að maður sé í heimsókn hjá þeim. Fyrir utan klassíska, hávaða- sama spretti sem þeir áttu þegar Gulldrengurinn Oscar De La Hoya gerði sitt besta til þess lemja á Shane Mosley þá fóru þeir hreint á kostum í samskipt- um sfnum við útsendingarstjór- ann. Virtust þeir félagar engan veginn meðvitaðir um að áhorf- endur heyrðu samskipti þeirra og útsendingarstjórans þegar Bubbi bað ýmist um að yrði hækkað eða lækkað í græjun- um. Hápunktur útsendingarinnar var þó tvímælalaust þegar Bubbi var að lýsa ákveðnu höggi hjá einhveijum hnefaleikakapp- anum þá heyrist allt í einu, og algjörlega út í bláinn, í Ómari - „Ég væri alveg til í Pizzu". Ómar var augljóslega ekki mikið að velta sér upp úr lýsingu Bubba heldur var hann uppteknari af því að panta í matinn með út- sendingarstjóranum. Þetta at- riði var það fyndið að litlu mátti muna að ég hrundi úr rúminu af hlátri þar sem ég var búinn að koma mér vel fyrir. Svona eiga menn að vera i beinum útsendingum - frjáls- legir og iifandi. En Ómar klikk- aði samt illilega á því að láta okkur vita hvemig pizzan hefði STJÖRNUGJÖF DV ★ ★★★ AllorNothing ★★★★ Rie Magdalene Sisters ★★★★ Bloody Sunday ★★★★ Sweet Sixteen ★ ★★i Nói albínói ★★★i 28 Days Later ★★★ Pirates of the Caribbean ★ ★ ★ Terminator 3 ★★★ Croupier ★★★ Sindbað sæfari ★ ★i The Italian Job ★★ Basic ★★ Bruce Almighty ★★ Hollywood Homicide ★★ Legally Blonde 2 ★i. Daddy Day Care ★ Lara Croft... ★ Maðkar í mysunni? KVIKMYNDAGAGNRÝNI SifGunnarsdóttir sif@dv.is í Ævi Davids Gale leikur Kate Winslet blaðakonuna, Bitsey, sem fer til dauðarefsingaríkisins Texas til að taka viðtal við morðingja sem verður tekinn af lífi eftir 4 daga. Morðinginn er David Gale (Spacey), fyrmm prófessor í heimspeki við há- skóla í Texas. Hann hafði verið þekktur talsmaður gegn dauðarefs- ingum áður en hann nauðgaði og myrti samstarfskonu sína og vin- konu í samtökunum gegn dauða- refsingum. Aðeins fjórum dögum fyrir aftöku leyfir hann fyrsta viðtalið við sig. Bitsey er í upphafi sannfærð um sekt Gale, en þá þrjá daga sem hann segir henni sögu sína fer hún að ef- ast. Sögu Gale sjáum við í enduriiti og okkur, eins og Bitsey, fer að finn- ast meridlegt að David Gale, öflugur talsmaður samtaka gegn dauðarefs- ingum, skuli bíða aftöku. Gale var vinsæll og góður kennari, ástrfloir faðir og eldheitur hugsjónamaður - eru maðkar í mysunni eða slær Gale ryki í augun á okkur með sögu sinni? Leikstjórinn Alan Parker á margar stórmyndir að baki, bæði af léttara taginu eins og Bugsy Malone og The Commitments og í þyngri kantinum eins og Missisippi Buming og Birdy, enda er ekkert nýgræðingslegt við Ævi Davids Gale. Þó nær hún ekki að Hvoð er í sjónvarpinu íkvöld? SEKUR EÐA SAKLAUS: Kate Winslet leikur blaðakonu sem tekur viðtal við fanga á Sambíóin/Háskólabíó The Life of David Gale snerta mann djúpt. Gallinn liggur í sögunni sem stendur og fellur með samvisku eða sannfæringu aðalper- sónunnar, og er ekki nægilega vel undirbyggð. Það eru glæsilegir leikarar sem skipa aðalhlutverkin í Ævi Davids Gale og allir gera vel þótt enginn sýni sérstakan stjömuleik, nema þá helst Laura Linney. Hún leikur fé- laga Gale og gerir feikivel. Kevin Spacey fer létt með titilhlutverkið. Hann leikur Gale á lágu nótunum og það er fyrst og fremst ömggur leikur hans sem heldur áhorfendum í vafa um sekt hans eða sakleysi. Kate Winslet hefur að vanda sterka við- vem á tjaldinu og gerir Bitsey trú- verðuga persónu, og Gabriel Mann er fínn í hlutverki aðstoðarmanns hennar., Kvikmyndin Ævi Davids Gale varpar upp spumingum um rétt- mæti dauðarefsinga þótt það sé aldrei vafamál hvað handritshöf- undi og leikstjóra finnst um það fyr- irbæri. Við vangavelturnar blandast þekkt þrilleráhrif eins og maður í beygluðum pallbíl sem eltir Bitsey og samstarfsmann hennar Zack, innbrot á hótelherbergi Bitsey, horf- in spóla og fleira dularfullt og hættu- legt. Þessi blanda tekst ekki fullkom- lega, heimspekin er í þynnra lagi og myndin aldrei eins spennandi og hún leggur upp með að vera. Mynd- in er þó langt frá því að vera leiðin- leg, fléttan heldur á meðan setið er bíó og myndin er öll hin fagmann- legasta. f lokin þurfum við ekki að taka af- stöðu til þess hvort dauðarefsing sé siðferðilega rétt eða röng, spurning- in sem við þurfum að svara er hvort hægt sé að leikstýra amerísku réttar- kerfi, rétt eins og hverri annarri kvik- mynd. sif@dv.is Leikstjóri: Alan Parker. Framlelðendun Nicolas Cage, Alan Parker. Handrit Charles Randolph. Kvlkmyndataka: Michael Seres- in. Tónllst Alex Parker. Aðalleikaran Kevin Spacey, Kate Winslet, Laura Linney, Gabriel Mann, Matt Craven, Rhona Mitra, Leon Rippy Shipping News á Stöð 2 kl. 21.30: Á æskuslóðum QYOLE: Kevin Spacey í hlutverki manns sem flyturtil Nýfundnalands. Kvikmyndir sænska leikstjórans Lasse Hallströms, The Cedar House Rules og Chocolat, vöktu mikla hrifrúngu og voru margverðlaunað- ar. Shipping News er nýjasta kvik- mynd hans og er hún eins og fyrr- nefridar kvikmyndir byggð á þekktri skáldsögu. Aðalpersóna myndarinnar, Qyole (Kevin Spacey), er maður sem allir hafa traðkað á, allt frá foreldrum til eiginkonunnar Petel (Cate Blanchett) sem hann kynnist í byrj- un myndarinnar. Þegar Petal er orð- in leið á honum heldur hún blygð- unarlaust fram hjá honum fyrir framan nefið á honum og dóttur þeirra. Loks þolir hún ekki lengur smettið á aumingja Qyole heldur stingur af sama dag og foreldrar Qyole, sem frömdu sjálfsmorð, eru jarðaðir. Ekki bætir það sálarlífið hjá Qyole að frétta að Petel hafi farist í umferðarslysi rétt eftir að hún hafði selt dóttur þeirra. Til að bjarga sál- inni flytur Qyole með dóttur sinni, sem hann hefur endurheimt, og aldraðri frænku (Judy Dench) til Ný- fundnalands. Frænkan er í leit að uppruna sínum og tekur Qyole þátt í þeirri leit. Þó að ekki sé hægt að segja að Qyole verði strax eins og nýr maður á nýjum slóðum þá birtir smám saman til í lífi hans, ekki síst þegar hann kynnist ekkjunni og leikskólakennaranum Wavey (juli- anne Moore) sem einnig hefur orðið undir í lífsbaráttunni. Lífíð .eftir vinnu HAFNARBORG: (Hafnarborg er sýning á teikningum barna í grunnskólum í Hafnarfirði í tilefni af því að vinabæjasamstarf Hafnar- fjarðar og Cuxhaven hefur staðið í fimmtán ár. KAFFI KARÓLlNA: Rúna K. Tetzschner sýnirá Kaffi Karólínu í Kaupvangsstræti á Akureyri. Þar má sjá úrval myndskreytinga frá tímabilinu 1999-2003 við skraut- skrifuð Ijóð Rúnu og Þorgeirs Rún- ars Kjartanssonar. GALLERÍ HÁR OG LIST: Myndlistar- maðurinn Yngvi sýnir 24 olíumál- verk í Gallerí Hár og list við Strand- <’ götu 39 í Hafnarfirði. Hún ber yfir- skriftina Vesturfarar. Virka daga er opið kl. 10 til 18, um helgar frá kl. 14 til 17. NÆSTA GALLERÍ: Sýningin Hetjur og glassúr er í Næsta galleríi sem er á Næsta bar í Ingólfsstræti. Þar sýna bræðurnir Ari Alexander og Jón Magnússynir, undir nafninu Ergis. Þar eru m.a. sex málverk af forsetum (slands, auk fjölda teikn- inga af ónefndu almúgafólki. Hluti af listinni er hljóðverk unnið af Þór Eldon. SKAFTFELl: Einar Valur opnaði myndlistarsýningu sína 24-SEYDIS- FJORDUR á vesturvegg Skaftfells Bistro á Seyðisfriði sl. laugardag. Verkið 24-SEYDISFJORDUR er myndbandsverk sem sýnir sólar- hring út um eldhúsglugga lista- mannsins, en hann býr á Seyðis- firði. LISTASAFN BORGARNESS: Snjó- laug Guðmundsdóttir er með sýn- inguna UrmUII í Listasafni Borgar- ness. Þetta er handverks- og list- íðasýning og eru öll verkin unnin úr ull.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.