Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Síða 6
06 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003
Veruleg aukning einkaneyslu
Frítt í strætó?
SAMGÖNGUR: Borgarverkfræð-
ingur hefur varpað fram þeirri
hugmynd að framhaldsskóla-
nemendur fái frítt í strætó
tvisvar á dag gegn framvísun
skólaskírteinis í þeirri von að
það dragi úr umferðarþunga
einkabíla. Bifreiðaeign hér-
lendis er orðin hlutfallslega
meiri en í Bandaríkjunum og
umferðarþungi eykst stöðugt.
EFNAHAGSMÁL Fjárfesting óx
nú um ríflega 17% og er þetta
í fyrsta skipti í tvö ár sem fjár-
festing vex. Samkvæmt tölum
Hagstofu (slands hefur einka-
neysla aukist hröðum skrefum
það sem af er ári og vegur nú
þyngst í aukinni landsfram-
leiðslu. Landsframleiðsla er tal-
in hafa vaxið um 2,7% að raun-
gildi á 2. ársfjórðungi 2003
miðað við sama fjórðung fyrra
árs. Þetta er lítils háttar breyt-
ing frá 1. ársfjórðungi en þá er
talið að hagvöxturinn hafi
numið 3,1%. Einkaneysla veg-
ur þyngst í landsframleiðslunni
og jókst hún um 7,4% á öðrum
ársfjórðungi 2003 samanborið
við um 5,2% vöxt á fyrsta árs-
fjórðungi 2003. Þessa miklu
aukningu í einkaneyslu má að
stærstum hluta rekja til aukins
innflutnings á vöru og þjón-
ustu. Samneysla jókst um 5,1%
á 2. ársfjórðungi 2003. Það er
heldur meiri aukning en á 1.
fjórðungi ársins en vöxturinn
er þó sambærilegur og verið
hefur undanfarin ár.
Óánægja á LSH
ATVINNA: Einungis um þriðj-
ungur starfsmanna í yfirstjórn
Landspítala-háskólasjúkrahúss er
ánægður með vinnuandann í
sjúkrahúsinu. Þetta kemur fram í
könnun Vinnueftirlitsins. Um 16
prósent sérfræðinga eru ánægð
með vinnuandann og 13 prósent
aðstoðar- og deildarlækna. Óá-
nægja er með vinnuskipulag og
ófullnægjandi upplýsingaflæði.
Landsbankinn spáir 5,5% hagvexti á ári að meðaltali til2006
Meiri vöxtur - minni þensla
Hagvöxtur verður meiri í ár eða
4,2% og að meðaltali 5,5% á ári
til ársins 2006, að því er fram
kemur í hagspá Lansbankans
fyrir árin 2003 til 2010 sem
kynnt var í morgun.
„Meiri vöxtur, minni þensla," er
meginniðurstaða greiningardeildar
Landsbankans um hagvaxtarskeið-
ið sem í hönd fer. Eða eins og
Björgólfur Guðmundsson stjórnar-
formaður orðaði það í morgun með
vísan til helstu boðorða líkams-
ræktar: „Meiri vöðvar, minni flta."
Hagvaxtarskeiðið hefst fyrr en
áður hefur verið talið eða strax á
þessu ári, samkvæmt spá bankans.
Það verður keimlikt því síðasta að
því leyti, að mikill hagvöxtur í
nokkur ár - 5,5% að meðaltali árin
2003 til 2006 - endar snögglega
með samdrætti sem gert er ráð fyr-
ir að verði árin 2007 og 2008 áður
en hagvöxtur glæðist á nýjan leik.
Það sem greinir þetta hagvaxtar-
skeið hins vegar frá síðustu upp-
sveiflu er að hagvöxtur verður meiri
en uppsveiflan varir skemur, eða í
íjögur ár að árinu 2003 meðtöldu. f
öðru lagi gerir Landsbankinn ráð
fyrir að þensla verði minni. Fyrir því
segir bankinn ýmsar ástæður. Upp-
söfnuð fjárfestingar- og neysluþörf
sé minni en um miðjan síðasta ára-
MEIRIVÖÐVAR CKj MINNI FITA: Þannig lýsti stjórnarformaður Landsbankans
megininntakinu í hagvaxtarspá bankans fram til 2010.
tug, þegar hagkerfið var að taka við
sér eftir áralanga stöðnun.
Það sem greinir þetta
hagvaxtarskeið frá síð-
ustu uppsveiflu er að
hagvöxtur verður meiri
Til dæmis takmarki hátt skulda-
hlutfall heimilanna neyslugetuna.
Staðan á vinnumarkaði sé einnig
með þeim hætti að ósennilegt sé að
launahækkanir verði jafn miklar og
síðast. Þá muni fljótandi gengi
krónunnar auðvelda aðlögun.
Samkvæmt spánni fer hagvöxtur
mest upp f 7,3% árið 2005. Við-
skiptahalli verður mestur árið 2006
eða 8,5% af vergri landsframleiðsiu.
Kaupmáttur eykst um ríflega 12%
og atvinnuleysi fer lægst í 2% árin
2006 og 2007.
Þetta er í fyrsta sinn sem Lands-
bankinn gerir spá um þróun efna-
hagsmála til svo langs tíma en gert
er ráð fyrir að sambærileg spá verði
gerð árlega héðan í frá.
íGÓÐU JAFNVÆGI: Björn RúnarGuðmundsson hjá greiningardeild Landsbankans kynnti
hagvaxtarspána í morgun og lagðj áherslu á að hagkerfið vaeri í góðu jafnvaegi nú, ólíkt
því sem var við upphaf síðustu uppsveifiu.
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1989 - 52. útdráttur
1. flokki 1990 - 49. útdráttur
2. flokki 1990 - 48. útdráttur
2. flokki 1991 - 46. útdráttur
3. flokki 1992 - 41. útdráttur
2. flokki 1993 - 37. útdráttur
2. flokki 1994 - 34. útdráttur
3. flokki 1994 - 33. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 2003.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess
eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan
birtí Fréttablaðinu, þriójudaginn 16. september.
Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna
á heimasíðu íbúðalánasjóðs: www.ib.is.
íbúðalánasjóður
Borgartúni 21 I 105 Reykjavík Isími 569 6900 I Fax 569 6800
Norðlingaölduveita skilar Asahreppi
5-10milljónum en Gnúpverjum engu:
Allar tekjurnar í
annan hreppinn
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
fengi engin fasteignagjöld af
Norðlingaölduveitu en Ása-
hreppur fengi, að talið er, á milli
5 og 10 milljónir króna á ári.
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar,
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar,
greiðir fyrirtækið ekki fasteignagjöld
af stfflum en af öllum steyptum hús-
um. Eina mannvirkið við Norðlinga-
öldu sem fasteignagjöld yrðu greidd
af yrði væntanlega fyrirhugað dælu-
hús sem yrði reist á austurbakka
Þjórsár í Ásahreppi. Á vesturbakkan-
um, í Skeiða- og Gnúpveijahreppi,
yrðu engin gjaldskyld mannvirki en
hins vegar yrði þar stærri hluti Norð-
lingaölduións en austan megin.
„Dæluhúsið yrði eins og h'tið stöðv-
arhús. Af þokkalegum stöðvarhúsum
em venjulega greiddar yfir 10 milljón-
ir á ári í fasteignagjöld þannig að ég
gæti ímyndað mér að gjöldin af dælu-
húsinu yrðu einhvers staðar á bilinu
5-10 milljónir," segir Eysteinn Haf-
berg, verkfræðingur hjá Landsvirkjun.
MISSKIPT GÆÐUNUM: Engin gjöld eru greidd til sveitarfélaga fyrir lón eða stíflur og því
fengi Skeiða- og Gnúpverjahreppur engar tekjur af Norðlingaöldu. Ásahreppur fengi hins
vegar fasteignagjöld af dæluhúsi á austurbakka Þjórsár.
Þorsteinn Hiimarsson segist ekki
telja að þessi staðreynd hafi neitt með
afstöðu hreppanna til Norðlingaöldu-
veitu að gera. „Bæði sveitarfélögin
hafa tíi margra ára haft ágætar tekjur
af virkjunum Landsvirkjunar og em
nokkuð svipað í sveit sett hvað það
varðar," segir Þorsteinn.
Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps,
tekur undir það og segist ekki telja að
þetta hafi haft minnstu áfirif. „Eg tel
að við verðum að líta algjörlega ífam
hjá svoleiðis hlutum því að svona
framkvæmd er þjóðhagslega hag-
kvæm og við verðum að líta á það
með opnu hugarfari að mMvægt sé
að liðka fyrir henni. Mér finnst mjög
hæpið að eitt lítið sveitarfélag stoppi
svona stórt mál, sérstaldega eftir að
það náði verulegum áfangasigri með
því að ná lóninu út fyrir friðlandið."
olafur@dv.is