Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 9
FJÁRSÖFNUN: Þessa dagana fá
landsmenn sérhannað umslag
inn um póstlúguna sem hægt er
að nota undir erlenda mynt og
seðla og skila í pósthús eða
sparisjóð. Afgangsmyntin úr
sumarfríinu og annar smápen-
ingur getur nefnilega nýst til að
mæta þörfum þúsunda manna
sem árlega hringja í hjálparsíma
Rauða krossins. Sigrún Árnadótt-
ir, framkvæmdastjóri Rauða
kross (slands, segir að margireigi
erlenda peninga í krukkum eða
skúffum og hægt sé að koma
þessum peningum í verð og
nota til góðra verka. Sparisjóður-
inn, (slandspóstur og Flugleiðir-
frakt styðja Rauða krossinn við
fjáröflunina en afrakstur hennar
rennur allur til hjálparsíma
Rauða krossins, 1717.
Ný stjórn TM
BREYTINGAR: Á hluthafafundi
Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
11. september 2003 var gerð
breyting á stjórn félagsins. (
stjórn voru kosnir Eiríkur S. Jó-
hannsson, Geir Zoéga, Guð-
björg Matthíasdóttir, Gunn-
laugur Sævar Gunnlaugsson,
Sigurbjörn Magnússon, Sindri
Sindrason og Þorsteinn Már
Baldvinsson. Ný í stjórn eru Ei-
ríkur S. Jóhannsson, Guðbjörg
Matthíasdóttir og Sindri
Sindrason. Úr stjórn gengu aft-
ur á móti Ástríður Gísladóttir,
Einar Sigurðsson og Gunnar
Þór Þórarinsson. Stjórnin hefur
skipt með sér verkum. Gunn-
laugur Sævar Gunnlaugsson er
formaður, Guðbjörg Matthías-
dóttir er varaformaður og Geir
Zoéga er ritari.
Ráðherra fundarum kjaramál ogsamskipti við ImpregiloáKárahnjúkum:
Krafist skýringa
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra tekur undir þá skoðun
verkalýðshreyfingarinnar að
skoða þurfi kjaramál erlendra
starfsmanna við byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar eftir ábendingar
verkalýðshreyfingarinnar sem
átti fund með ráðherra.
Fundurinn fjallaði um kaup og
kjör starfsmanna við byggingu
Kárahnjúkavirkjunar. Fram hefur
komið að grunur leiki á um að
portúgölskum verkamönnum séu
ekki greidd þau laun sem fram
komi á þeim ráðningarsamningum
sem fulltrúar Impregilo hafa lagt
fram. Verkalýðshreyfingin telur
eðlilegast að Impregilo greiði
verkamönnunum laun beint en
ekki gegnum erlendar starfs-
mannaleigur.
Verður kannað hver sé réttur fé-
lagsmálaráðuneytisins að grípa inn
í málið ef verið er að brjóta á er-
lendu starfsmönnunum og þeim
greidd lægri laun en hérlendir
kjarasamningar segi til um. For-
dæmi eru um inngrip ráðuneytis-
ins vegna kjaramála, m.a. þegar
rússneskir verkamenn voru að
leggja raflínu á Suðurlandi fyrir
nokkrum árum. Fundað verður að
nýju með verkalýðshreyfingunni í
næstu viku og einnig verður
Impregilo krafíð skýringa á mis-
ræmi milli launa og framlagðra
samninga. gg@dv.is
Bæjarhreppur
gegn lögþving-
un sameiningar
Sveitarstjórn Bæjarhrepps í
Strandasýslu leggst gegn lög-
þvingaðri sameiningu sveitar-
félaga og vill frekari útskýring-
ar Arna Magnússonar félags-
málaráðherra á hans hugmynd-
um þar að lútandi.
Þessu til áréttingar hefur sveitar-
stjórn Bæjarhrepps sent Sambandi
íslenskra sveitarfélaga bréf f júlí.
Ragnar Pálmason á
Kollsá II, oddviti Bæjar-
hrepps, segir að sam-
einingar eigi auðvitað
að vera affúsum og
frjálsum vilja
Ragnar Pálmason á Kollsá II,
oddviti Bæjarhrepps, segir að sam-
einingar eigi auðvitað að vera af
fúsum og frjálsum vilja sveitar-
stjórna og íbúa sveitarfélaganna,
ekki sé hægt að koma auga á hag-
inn af lögþvingun. Engar viðræður
standi yfir milli sveitarfélaga í
Strandasýslu, Dalasýslu og ná-
grenni um sam-
einingu.
„Nú eru
bændur að
heimta fé af
fjalli og fer slát-
urfé að nokkuð
jöfnu á
Flvammstanga
og Sauðárkrók,
það er ákvörð-
un hvers bónda
hvert hartn sendir sitt fé. Ætli það
fari ekki um 10.000 lömb til slátrun-
ar úr Bæjarhreppi, en á veturna er
hér um 8.000 fjár á fóðrum. Bænd-
ur eru hér fyrst og fremst sauðfjár-
bændur, en hér eru tvö biönduð
býli með sauðfé og mjólkurkýr, að
Ljótunnarstöðum og Hlaðhamri,
og eru einu kúabúin í Strandasýslu.
Vegna umræðu um útflutning á
heyi vegna offramleiðslu er rétt að
taka fram að það þarf að fást eitt-
hvert verð fyrir heyið þótt það kosti
eitthvað af farga héyi. Ef útflytjandi
sækir heyið heim á hlað er hægt að
sætta sig við 1.600 krónur fyrir
heyrúllu af umframbirgðum," segir
Ragnar Pálmason. gg@dv.is
Frjálsyndir endurflytja
tillögu um aðskilnað
veiða og vinnslu
Giiðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins,
segir að á þingflokksfundi í gær
hafi m.a. verið rædd ýmis mál
sem verið sé að vinna og ætlun-
in sé að flytja á Alþingi sem sett
verður 1. október nk.
„Við munum endurflytja eitt-
hvað af okkur málum sem við telj-
um að skipti verulegu máli. Þar vil
ég sérstaklega nefna fjárhagslegan
aðskilnað veiða og vinnslu, að-
skilnað ríkis og kirkju, bætta stöðu
lífeyrisþega með því að lífeyris-
greiðslur skerði ekki bætur miðað
við lágmarksupphæð. Eitthvað
munum við láta
heyra í okkur
um sjávarút-
vegsmál, land-
búnaðarmál og
samgöngumál
en fækka þarf
m.a. mun hrað-
ar einbreiðum
brúm og bæta
samgöngukerf-
ið víða, ekki síst
á Vestfjörðum. Við viljum einnig
bæta stöðu heyrnarlausra í þjóðfé-
laginu og munum flytja mál því til
staðfestingar," segir Guðjón Arnar
Kristjánsson.
Guðjón Arnar
Kristjánsson.
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera
skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15.
september 2003, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2003 og
önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er faUið hafa í eindaga til og með 15.
september 2003 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli,
áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna,
fóstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu
söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af
skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi,
iðgjaldi i Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu,
vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum,
skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar,
fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum
opinberum gjöldum, sem eru:
tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur rnanna,
eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald,
kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald i framkvæmdasjóö aldraðra og skattur af
verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur
barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liönum fyrir vangoldnum
éftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiöa, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér verulegan kostnað
fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjaid í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám.
Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar
eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir tO að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og
kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði
stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt
eiga von á að skráningamúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara.
Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskomnar þessarar gildir ekki í þessum
Reykjavík, 16. september 2003.
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Tollstjórinn í Reykjavik
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgamesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki