Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Page 10
70 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 Útíönd Heimurínn í hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Afall fyrir Bondevik NOREGUR: Úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna í Noregi þykja áfall fyrir Kjell Magne Bondevik forsætisráð- herra. Kristilegur flokkur hans tapaði um þriðjungi fylgis. Kjósendur færðu sig til bæði vinstri og hægri frá miðju stjórnmálanna og unnu Sósíal- íski vinstriflokkurinn og hinn hægrisinnaði Framfaraflokkur sögulega sigra. Samkvæmt kosningaspá sem gerð var eftir að helmingur at- kvæða hafði verið talinn er Verkamannaflokkurinn enn stærsti stjórnmálaflokkur Nor- egs þrátt fyrir að gengi hans nú séð hið versta í sveitar- stjórnarkosningum í 75 ár. Bondevik lýsti vonbrigðum með úrslitin. Fangar deyja SÁDI-ARABÍA: Eldur í fangelsi nærri Riyadh, höfuðborg Sádi- Arabíu, varð 67 föngum að bana ígær.Tuttugufangarog þrír fangaverðir slösuðust í eldsvoðanum. Embættismenn sögðu enn of snemmt að segja til um upp- tök eldsins, að því er opinber fréttastofa Sádi-Arabíu greindi frá í gær. Tveggja daga heimsókn Powells til íraks lauk í gær: Sakaði Sýrlendinga um ábyrgðarleysi Bandarískir hermenn handtóku í gær að minnsta kosti sjö manns í Tikrit og nágrenni, heimaborg Saddams Husseins, fyrrverandi (raksforseta, en mennirnir eru grunaðir um að hafa aðstoðað við fjármögnun skæruárása á hersveitir banda- manna í írak, þar á meðal einnar í höfuðborginni Bagdad í gær þar sem einn bandarískur hermaður lést af sárum sínum. „Við teljum að mennirnir hafi staðið á bak við íjölda árása hér í Tikrit og nágrenni. Þeir eru alla vega aðalhvatamennirnir," sagði Troy Smith, liðsforingi í bandaríska hernum í Tikrit, sem stjórnaði að- gerðunum í gær, en ráðist var inn í þrjú íbúðarhús í Tikrit og það fjórða í Auoja í nágrenni borgarinn- ar. „Þetta er óvinurinn" Að sögn fréttamanns Reuters- fréttastofunnar, sem fylgdist með aðgerðunum, fengu bandarísku hermennirnir allt annað en hlýjar móttökur, enda fullri hörku beitt þar sem hlið og hurðir heimila voru sprengdar og sparkað upp. Tíu ára gamall drengur, sem stillt var upp úti í garði ásamt fjölskyldu sinni, sagði eftir að hafa fylgst með bandaríku hermönnunum yfir- heyra einn fjölskyldumeðlim allharkalega að hann ætlaði að verða íraskur stríðsmaður. „Ég ætla að verða íraskur stríðsmaður og drepa bandaríska hermenn," sagði drengurinn og benti á bandarísku hermennina, vopnaða rifflum, sleggjum og vírklippum í leit sinni að skæruliðum. „Þetta er óvinur- inn,“ sagði drengurinn. Eldri maður, sem leiddur var handjárnaður og berfættur frá heimili sínu, spurði hermennina af hverju þeir hefðu brotist inn á heimili sitt. „Þið þurftuð ekki ann- að en banka og ég hefði strax opn- að," sagði gamli maðurinn við her- mennina sem beindu byssum sín- um að brjósti hans. 295 hermenn fallnir Áðurnefnd árás í Bagdad var gerð snemma í gærmorgun en þar var bifreið hermannsins sem lést af sárum sínum fyrir sprengjuvörpu- árás. Þar með hafa 156 bandarískir hermenn látið lífið í írak síðan „Ég þarfekki að segja ykkur að Saddam Huss- ein hafi verið morðóður harðstjóri - þið vitið það/'sagði Colin Pow- ell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir þann 1. maí að meiri háttar hern- aðaraðgerðum væri lokið. Þar af hafa 74 fallið í skæruárásum en alls hafa 295 bandarískir hermenn farist í írak síðan stríðið hófst í lok mars og þar af 189 í bardögum. Powell í Halabja Tveggja daga heimsókn Colins Powells, utanríksráðherra Banda- ríkjanna, lauk í gær en þá var hann viðstaddur opnun safns og afhjúp- un minnismerkis í bænum Halabja í norðurhluta fraks til að minn- inngar um þá fimm þúsund kúrda sem létu lífið í eiturgasárás íraska hersins á bæinn árið 1988. Powell lofaði því þegar hann ávarpaði hundruð íbúa bæjarins við minningarathöfn að Ali Hassan al-Majid, eða svokallaður „Efna- vopna-Ali“, sem nú er í haldi Bandaríkjamanna, grunaður um að hafa stjórnað morðárásunum í Halabja, verði látinn svara til saka fyrir íröskum rétti. „Ég þarf ekki að segja ykkur að Saddam Hussein hafi verið morð- óður harðstjóri, - þið vitið það. En ég get lofað ykkur því að það sem gerðist hér árið 1988 mun aldrei gerast aftur," sagði Powell. Áframhaldandi skæruárásir Á sama tíma var íraskur lögreglu- foringi, Khdayyir Mukhlif, skotinn til bana í bænum Khalidiya norður af Bagdad en þar hafa bandarískar eftirlitssveitir orðið fyrir sífelldum skæruárásum á síðustu vikum. Að sögn taismanns lögreglunnar í Khaldiya gerðu þrír menn á pallbfl skotárás á bfl Mukhlifs við eftirlits- stöð í bænum með þeim afleiðing- um að hann lést auk þess sem tveir félagar hans særðust lífshættulega. Eftir heimsóknina til Halabja sakaði Powell Sýrlendinga um að hafa ekki gert nóg til að koma í veg fyrir að skæruliðahópar færu yflr landamærin frá Sýrlandi til árása á hersveitir bandamanna í frak. Hann sagðist ekki geta túlkað að- gerðaleysi þeirra öðruvísi en sem beina aðstoð við hryðjuverkin. Þetta kom fram á fréttamanna- fundi sem Powell boðaði til í Kúveit á leið sinni heim frá frak í gær og sagði hann að ábyrgðarleysi sýr- lenskra stjórnvalda yrði tekið fyrir í bandaríska þinginu í dag. POWELL í HALABJA: Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, var í gær við- staddur minningarathöfn í bænum Halabja. Fellibylur nálgast íbúar á austurströnd Bandaríkj- anna eru að búa sig undir komu ísabellu sem stefnir í átt til Norður- Karólínu. Verður það öflugasti felli- bylur sem þar hefur komið í fjölda ára. Mestur vindhraði í fellibylnum er nú um 200 kflómetrar á klukku- stund. Búist er við að óveðrið gangi á land á fimmtudag, hugsanlega þó á miðvikudagskvöld. Tjón af svona fellibyl getur orðið mikið. Enginn kannast við mann- inn á eftirlitsmyndunum Sænska lögreglan er enn engu nær um hver hann er, maður- inn sem sést á myndum úr eft- irlitsmyndavélum vöruhússins þar sem Anna Lindh, utanrík- isráðherra Svíþjóðar, var stungin til bana í síðustu viku. „Við erum engu nær því að nafngreina hann,“ sagði Leif Jennekvist sem stjórnar morð- rannsókninni. Milljónir manna hafa séð myndir af meintum morðingja Lindh í sjónvarpi, blöðum eða á Netinu. Samt hafa lögreglunni ekki borist neinar vísbendingar sem að gagni koma, reyndum lög- reglumönnum til furðu. „Venjan er að svona góð iýsing ÓÞEKKTUR: Enn hefur enginn gefið sig fram sem veit hver þessi maður er. Hann er grunaður um morðið á Önnu Lindh. gefí okkur rétt nafn fljótt. Því má geta sér þess til að maðurinn sé útlendingur sem aldrei hefur komist í kast við sænsk yfirvöld," sagði rannsóknarlögreglumaður- inn Per-Anders Fritshammar við sænska blaðið Dagens Nyheter. Önnur skýring sem varpað hef- ur verið fram er að maðurinn hafi breytt útliti sínu, til dæmis með hárkollu. Blá derhúfa, sem talið er að morðinginn hafi verið með og fannst nærri morðstaðnum, reyndist innihalda lífsýni. Það gæti hugsanlega komið lögregl- unni á sporið. Myndir af hinum grunaða hafa verið sendar til löggæsluyfirvalda í útlöndum. Sendifulltrúi SÞ vill fá að hitta baráttukonuna Aung San Suu Kyi Sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna, Razali Ismail, er að reyna að fá leyfi herforingjastjórn- arinnar í Burma til að hitta baráttu- konuna Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, til að kanna heilsufar hennar. Suu Kyi hefur verið í haldi herfor- ingjanna frá því í maílok, eftir að til átaka kom milli stuðningsmanna hennar og óþokka á snærum stjórnvalda. Herforingjarnir hafa ekki enn veitt leyfi fyrir heimsókninni. Razali hitti Suu Kyi síðast í júní. „Hann fer ekki nema hann fái grænt ljós á að hitta Suu Kyi,“ sagði embættismaður hjá SÞ í samtali við fréttamann Reuters. Flokkur Suu Kyi sigraði í þing- kosningum 1990 en hefur ekki fengið leyfi til að taka við völdum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.