Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Page 12
72 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003
MANNHAF: Mannfólkið var í meirihluta í almenningi Reykjaréttar.
Víða réttað á Suðurlandi um helgina:
Fé af fjalli í skugga
tekjurýrnunar bænda
Haustréttir voru víða á Suður-
landi um helgina. í Hruna-
mannahreppi réttuðu bændur
á föstudag, síðan var bæði rétt-
að í Tungunum og á Skeiðum á
laugardaginn.
Fjölmenni var í Reykjarétt á
Skeiðum. „Fólkið er mun íleira en
féð,“ sagði einn góðbóndinn af
Skeiðunum. Margir hafa það að
föstum lið á hverju ári að koma í
réttir og upplifa stemninguna sem
því fylgir. „Hér höfum við komið
áratugum saman og það er alltaf
jafn gaman. Við höfum þessa föstu
liði eins og venjulega. Förum í al-
menninginn og fáum réttu tilfinn-
inguna fyrir mannlífinu og fénu.
Sfðan fáum við okkur nesti, sem er
fastur liður í ferðinni. Ómissandi
þáttur í réttarferðinni," sögðu rétt-
SAMBÖND TRYGGÐ: Haraldur Haraldsson heilsaði upp á bændur (Reykjarétt.
argestir sem voru að snæða nestið
undir réttarveggnum.
Áfram hist þótt féð hverfi
„Féð og lömbin eru góð í heild-
ina en eins og oft eru smá lömb
innan um,“ sagði Aðalsteinn Guð-
mundsson á Húsatóftum, fjall-
kóngur þeirra Skeiðamanna. Fjár-
bændum hefur farið fækkandi á
undanförnum árum. Framleiðslan
fer minnkandi og afkomu greinar-
innar fer sífellt hrakandi. Fyrir
skemmstu var bændum tilkynnt
um enn frekari lækkun á innleggi
haustsins frá í fyrra og hækkun á
útflutningskvótanum. Þetta segja
bændur að þýði um 16-18% tekju-
lækkun á innleggi haustsins.
- En með hvaða hug koma menn
í réttir og draga fé sitt undir þessum
tíðindum?
„Það er ekki hægt að sjá að hugur
fólksins í réttum hafi nokkuð
breyst, það er ákveðin menning að
koma í þær. Ég er viss um að þó að
allt fé yrði skorið niður yrðu áfram
haldnar réttir hér.
Norður í Svarfaðardal var allt fé
ALLIR HJÁLPAST AÐ: Stefán og Erlingur
Snær að draga.
skorið niður vegna riðu fyrir mikil mæting. Jafnvel meiri en áður
nokkrum árum. Þar héldu menn þó var,“ sagði Aðalsteinn Guðmunds-
áfram í réttardaginn og þar var son á Húsatóftum. -NH
GÓÐBÆNDUR: Bændur kepptust við að draga fé sitt í dilka.
KÓNGAR: Ingunn Guðmundsdóttir, sveitarstjóri Gnúpverja- og Skeiðahrepps, og Aðal-
steinn Guðmundsson á Húsatóftum,
fjallkóngur Skeiðamanna.