Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Qupperneq 15
'mr ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 15 Breytt viðhorf til Bandaríkjanna MKJALLARI Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri Þeir sem ekki eru með okkur eru á móti okkur, sagði Bush forseti einfaldlega þegar inn- rásin í frak var ákveðin. Amer- íkumenn hafa alla jafna ekki kafað djúpt til að kanna viðhorf annarra þjóða til þeirra sjálfra, enda er líklega flestum þar á bæ það ekki efst í huga. Ameríka er stórkostleg, endurtók Clinton, þáverandi forseti. Og því skyldi hún ekki vera það á sinn hátt fyrir íbúana, einkum þegar þarf að halda einingunni? En hvers vegna er sífellt verið að klifa á þessu í Am- eríku ef allt er svo slétt og áferðar- fallegt. íslendingar hafa rekið sig á það, eins og fleiri, að Bandaríkin gera sér ekki alltaf far um að kanna sjónarmið fbúa á þeim stöðum þar sem þeir vilja hafa ítök. Þeim kom á óvart árás Japana á Pearl Harbour. Seigla og harðfylgi fátækra íbúa Vfetnams kom þeim í opna skjöldu. Einhliða stuðningur þeirra við fsrael og hernaðarupp- byggingu þar, með skæðustu víg- tólum sem völ er á, virðist heldur ekki raska ró þeirra eða valda mót- vægisaðgerðum. Bandaríkin hafa verið sökuð um að hafa ráðist inn í Irak til að ná yfirráðum yfir olíu- lindunum. Olíuverð hefur ekki lækkað í kjölfar innrásarinnar hafi þeir talið ástæðu til að brjóta upp samráð OPEC-ríkjanna um olíu- verð. Jafnvel þótt aðalásetningur- inn hafi verið að varpa illræmdum einræðisherra af stóli þá hverfur sú röksemd í skuggann af þeirri stað- reynd að Kastró heldur upp á fimmtíu ára byltingarafmæli, óá- reittur við túngarð Bandaríkjanna. Vinstri-grænir, hinir staðföstu Hér á landi hafa menn ekki held- ur haft mikla tilburði til að skii- greina hálfrar aldar varnarsamstarf við Bandaríkin upp á nýtt eða meta sjálfstætt varnir eyþjóðarinnar norður í höfum. íslendingar urðu fyrstir til að styðja ísrael við að koma á sjálfstæðu ríki í Palestínu en viidu þó ekki veita flóttamönn- um af gyðingaættum landvistar- leyfi á stríðsárunum. Þannig eru andstæður í málflutningi þjóða og svo virðist sem hver sé sjálfum sér næstur þegar um hagsmuni er að ræða. Sjálfstæðri íslenskri utanrík- isstefnu er tekur mið af hagsmun- um ríkja í Norður-Atlantshafi, Grænlands og Færeyja þar á meðal, er varla fyrir að fara nema í sam- starfi hjá Nató. Þegar því sleppir fylgjum við í blindni stóra bróður í vestri, teljum okkur meðal hinna staðföstu, en erum í raun ósjálf- stæðir. Aðeins Vinstri-grænir hafa hald- ið uppi staðfastri stefnu í utanríkis- málum sem þjónar breyttum hags- munum Islendinga. Samfylkingar- fólk hefur látið uppi hræðslustefnu í varnarmálum og talið að fslend- ingar gætu ekki rekið skammlaust einn alþjóðaflugvöll. Þegar kemur að því að meta am- erísk áhrif hér á landi erum við heldur betur vilhöll undir allt er kemur frá Ameríku. Einkum þó EFTIRÖPUN ENGILSAXNESKRAR FRÉTTAMENNSKU BIRTIST f ÝMSUM MYNDUM: Enginn þykir maður með mönnum nema hann hafi lesið tvö eða fleiri dagblöð úr Nýju-Jórvík fyrir hádegi. bíó- og sjónvarpssamsuðuna sem hér er dreift seint og snemma inn á hvert heimili og í kvikmyndahús úti um allt land. Gagnrýnislaust er hellt yfir landslýð alls konar amerísku létt- meti sem enginn hefur verið spurð- ur um hvort hann vilji. Engu er lík- ara en innkaupastjórar íslensku sjónvarpstöðvanna hafi verið heila- þvegnir, þar á meðal þeir er vinna fyrir íslenska ríkið. Engilsaxneskra áhrifa gætir að mestu í vali á sjón- varpsefni og æ sjaldnar sést efni frá öðmm þjóðlöndum. Fréttamenn og fréttaskýrendur em engu betri því að enginn þykir maður með mönnum nema hann hafi lesið tvö eða fleiri dagblöð frá Nýju-JómTc fýrir hádegi. Þannig birtist eftiröpun engilsaxneskar fréttamennsku í ýmsum myndum - sumt æskilegt en annað miður gott. Nýir stjórnmálamenn fara ekki var- hluta af persónulegri hnýsni og gömul umferðabrot verða tilefni vafasamra frétta rétt eins og f Kali- form'u. Skúrkar og spilavíti En þótt flestir fslendingar séu grænir eða heiðbláir fyrir amerísk- um áhrifúm em aðrir brenndir eftir bitra reynslu af Bandaríkjamönn- um. Eftirtektarvert var að Flugleið- um fór fyrst að græðast fé þegar fyr- irtækið fækkaði Ameríkuferðum og dró úr lággjaldaframboði á Amer- íkuleiðunum. í 50 ár héldu þeir uppi flugi með lágum fargjöldum - fyrir alla aðra en fslendinga! Afrek út af fyrir sig því hér hefur myndast stór stétt svonefndra „flugáhafna". Og skemmst er að minnast ör- laga Bonus Stores og óvæginna lög- sókna að amerískri fyrirmynd á hendur Baugsmönnum. Sömu sögu er að segja af sumum við- skiptum fslendinga við Kanada- menn eins og greint hefur verið ít- arlega frá f si'ðdegisblaðinu. ís- lensku fiskframleiðendurnir hafa ekki flegið feitan gölt í fisksölu til Ameríku og nú á að véla íslenska sauðfjárbændur til að senda sem mest kjöt á duttlungafullan Amer- íkumarkað. Markaðsmennirnir sem vinna fyrir opinbert fé spara ekki stóru orðin þegar kemur að því að gylla Ameríkumarkaðinn. Innri veikleikar stórveld- is og einangrunarstefna eru nú að birtast í nýjum myndum eftirhryðju- verkaárásina 11. sept. 2001. Vegabréfsáritanir eru nú upp teknar að nýju og jafnvel lífsýna krafist í vegabréfum. í landi Sáms frænda er fjárhættu- spil leyft örvi það hagvöxt eða styðji við ósjálfbjarga indíána. Þannig hefur fasteignasölum á Manhattan tekist hvað eftir annað að selja Japönum og Þjóðverjum fasteignir á hæsta verði. Á margan hátt er því Ameríka eins og spilavíti þar sem hefð er fyr- ir því að beita grunnhyggna ný- herja brögðum. Alls konar minni skúrkar vaða uppi i amerísku fjár- málalífi og stærstu fyrirtæki vanda ekki meðulin eins og dæmin sýna. I reynd byggist veldi Bandaríkjanna á fjöldaframleiðslu í landbúnaði og iðnaði stórfyrirtækjanna. Það sést best f sölu á ódýru korni, afurðum tölvuleikjaframleiðenda og fram- leiðslu draumaverksmiðjunnar í Hollywood sem hefur nær einokað markaðinn hér á landi. „Game is over" f forsetatíð Clintons streymdu milljarðar dollara á dag frá fjárfest- um úr hinum ýmsu ríkjum heims á hlutabréfamarkaðinn í Wall Street, ekki síst frá auðugum einstakling- um f arabaríkjunum sem töldu eft- irsóknarvert að taka þátt í kapp- hlaupinu um hlutabréfin, engu síð- ur en íslenskum fjárfestum. Einn daginn, þegar leikurinn stóð sem hæst, tilkynnti seðla- bankastjórinn Greenspan: „Game is over“ (leiknum er lokið), eins og sagt er í tölvuleikjunum. „Sam- dráttur er fyrirsjáaníegur og verðið á gervifyrirtækjunum alltof hátt, verðfall er óumflýjanlegt. Margir Bandaríkjamenn, jafnt sem erlend- ir fjárfestar, stórtöpuðu við verð- fallið en peningarnir urðu eftir í Bandaríkjunum. Á meðan sat Clinton skælbrosandi við skrif- borðið sitt þegar tilbúið góðæri fjaraði út. Þannig er Ameríka, óvægin og óbilgjörn. Réttaröryggi er takmark- að í stærsta lýðræðisríki heims og ekki þarf að horfa á marga frétta- skýringarþætti frá amerískum sjón- varpsstöðvum til að sjá að ekki er allt sem sýnist. Dauðadómar eru upp kveðnir á hverju ári og þeim framfylgt. Engan bilbug er að finna í þeim efnum eða betrumbætur. Bandaríkjamenn gera nú víðreist til að hafa hendur í hári hryðjuverka- manna og seilast langt við að flytja menn nauðuga, án dóms og laga, til Kúbu. Afstaða manna til Bandaríkj- anna er að breytast, ofureðlilegt í breyttum, upplýstum heimi. Hér hafa samskiptin við Ameríku verið skilgreind sem hagsmuna- tengsl frekar en vinátta í samstarfi þjóða. Bandaríkjamenn urðu fyrst- ir til að viðurkenna sjálfstæði ís- lands. í yfir 40 ár stóðu þessar þjóð- ir þétt saman í varnarsamstarfi gegn ógn kommúnista úr austri og Bandaríkin komu á friði í Balkan- löndum þegar næstu nágrannar gátu ekki stillt til friðar. Innri veikleikar stórveldis og ein- angrunarstefna eru nú að birtast í nýjum myndum eftir hryðjuverka- árásina 11. sept. 2001. Vegabréfsá- ritannir eru nú upp teknar að nýju, jafnvel lífsýna krafist í vegabréfum. Samdráttur verður ljóslega í ferð- um til Ameríku þangað til viðhorfin eða tæknin breytist. Taumlaus dýrkun á öllu sem bandarískt er þjónar ekki neinum tilgangi öðrum en að fela veiku hliðarnar og horfa ekki raunsætt á nýja heimsmynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.