Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 JT Stórafmæli Islendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 85 ára Elfn Rósa Guðbjörnsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. Fimmtfu ára 80 ára Árný Sigurðardóttir, Grundargarði 3, Húsavík. Rósmundur Númason vélgæslumoöur í Hólmavík Rósmundur Númason vélgæslu- maður, Víkurtúni 10, Hólmavrk, er fimmtugur í dag. Starfsferill Rósmundur fæddist á Hólmavrk en ólst upp á Gilsstöðum í Selárdal í Strandasýslu til 1970 er fjölskyld- an flutti til Hólmavíkur. Rósmundur lauk grunnskóla- námi frá Klúkuskóla í Bjarnarfirði í Strandasýslu. Frá þeim tíma var hann lengst af til sjós, aðallega þá frá Hólmavík, en nokkur ár starfaði hann einnig við almenn sveitastörf í Steinnesi í Austur-Húnavatns- sýslu. Haustið 1998 hætti Rósmundur ■*’ til sjós og hefur síðan unnið við vél- gæslu við rækjuvinnslu Hólma- drangs á Hólmavík. Rósmundur hefur verið virkur í félagsmálum og þá mest fýrir Al- þýðubandalagið og hefur m.a. setið í sveitarstjórn og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitafélagið. Fjölskylda Rósmundur kvæntist 30.12. 2001 Jónu Rakel Jónsdóttur, f. 20.8.1966, verslunarstjóra við KSH á Hólma- > vík. Hún er dóttir Jóns Kristjáns Símonarsonar, f. 6.11. 1930, fyrrv. sjómanns í Hafnarfirði, og k.h., Þórdísar Óðinsdóttur, f. 17.8. 1938, aðstoðarmatráðskonu á Sólvangi í Hafnarfirð. Börn Rósmundar og Jónu Rakel- ar eru Þórdís Andrea, f. 8.1. 1986, nemi við Kvennaskólann í Reykja- vík; Jóhanna Guðbjörg, f. 21.8. 1991; Gunnhildur Thelma, f. 30.7. 1995; Númi Leó, f. 22.5. 1998. Systkini Rósmundar: Gunnar örn, f. 17.3. 1949, bóndi á Hólma- vík; Jónína Rósa, f. 30.8. 1951, d. 14.7. 1952; Jónína, f. 26.5. 1956, starfsmaður VÍS, búsett í Kópavogi, en maður hennar er Guðni Þórir Walderhaug; Hjörtur Númason, f. 3.6.1958, vélstjóri hjá Hólmadrangi á Hólmavík, búsettur á Hólmavík, en kona hans er Sjöfn Þorsteins- dóttir; Ingibjörg, f. 20.4. 1963, starfsmaður hjá Verkalýðsfélagi Borgarness, búsett í Borgarnesi, en maður hennar er Vignir Sigurþórs- son; Jóhann Víðir, f. 2.11. 1968, smiður, búsettur í Kópavogi, en kona hans er María Jónsdóttir; Freyja Dís, f. 8.7. 1970, húsmóðir á Hólmavík; Ólafur Freyr, f. 8.9.1974, stundar nám í grafískri hönnum við Verkmenntaskólann á Akureyri, en kona hans er Katrín Ágústa Harðar- dóttir. Foreldrar Rósmundar; Númi Leó Rósmundsson, f. 1.4. 1907, d. 22.8. 1981, bóndi á Gilslstöðum og síðar verkamaður við frystihúsið á Hólmavík frá 1970, og Finnfríður Benedikta Hjartardóttir, f. 3.2. 1933, húsfreyja að Gilsstöðum og síðan á Hólmavík frá 1970. Rósmundur tekur á móti gestum í félagsheimili Hólmavíkur laugar- daginn 20.9. kl. 21.00. Sjötíu ára Bjarni Ólafsson bóndi í Geirakoti Bjarni Ólafsson, bóndi í Geira- koti í Ólafsvík, er sjötugur í dag. Starfsferill Bjarni er fæddur f Geirakoti og ólst upp í Fróðárhreppi. Hann hef- ur stundað búskap f Geirakoti frá 1967 og jafnframt stundað ýmis störf með búinu, t.d. skólaakstur, póstflutning og netavinnu. Bjarni hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum á vegum sveitarfélags- ins og var m.a. oddviti Fróðár- hrepps síðustu árin fyrir samein- ingu hans og Ólafsvíkur. Bjami sat einnig í sýslunefnd í mörg ár. Hann hefur sungið með Kirkjukór Ólafsvíkur um árabil og einnig starfað í sóknarnefnd. Fjölskylda Bjami kvæntist 31.12. 1957 Mettu Jónsdóttur, f. 22.6. 1934, húsmóður. Foreldrar hennar: Jón Skúlason, verkamaður í Ólafsvík, og Sigrfður Hansdóttir matselja. Börn Bjarna og Mettu: Sigurjón, f. 6.3. 1954, rafverktaki í Ólafsvík, en kona hans er Björg Bára Hall- dórsdóttir og eiga þau þrjú börn; Ólafur, f. 8.1. 1957, sölumaður, bú- settur í Geirakoti II, en kona hans er Gerður Þórðardóttir og eiga þau þrjú börn; Unnur Fanney, f. 24.8. 1959, húsmóðir í Ólafsvík, en mað- ur hennar er Magnús Eiríksson framkvæmdastjóri og eiga þau tvö börn; Hanna Metta, f. 31.10. 1970, skrifstofustjóri, búsett í Geirakoti III, en maður hennar er Jón Jóhann Tryggvason rafvirki; Gísli, f. 26.6. 1981, búsettur í Geirakoti. Systkini Bjarna: Ingólfur, f. 8.7. 1912, d. 25.8.1942, verkamaður, var búsettur í Ólafsvík. Helga, f. 25.6. 1913, d. 13.3 1998, verkakona, var búsett í Vatnsdal; Sigurður, f. 1.8. 1914, d. 4.6 1998, var trésmiður í Reykjavík; Katrín, f. 29.4. 1916, d. 23.7. 1988, húsmóðir, var búsett í Kópavogi; Anna, f. 14.5. 1917, d. 11.08. 1999, húsmóðir, bjó lengst af í öxl Breiðuvík; Gísli, f. 17.6. 1918, d. 3.2. 1991, var vélstjóri, búsettur í Reykjavík; Kristfinnur, f. 18.6. 1920, d. 11.1. 1977, var sjómaður, búsett- ur í Reykjavík; Ása, f. 13.11. 1921, húsmóðir, bjó lengst af á Ána- brekku í Borgarfirði, nú búsett í Borgarnesi; Guðbjörg, f. 15.5. 1923, d. 21.2. 1991, húsfreyja, var búsett í Reykjavík; Jóhanna, f. 15.5. 1923, d. 8.7. 1996, húsfreyja, var búsett í Reykjavík; Einar, f. 10.3. 1925, d. 26.6. 1983, var sjómaður, búsettur í Reykjavík. Ólína, f. 10.12. 1926, d. 17.7. 1999, var starfsmaður við Hrafnistu, búsett í Reykjavík; Sig- urborg, f. 16.7. 1930, verkakona, búsett í Reykjavlk. Foreldrar Bjama vom Ólafur Gíslason, f. 21.9.1882, d. 18.2.1968, bóndi og landpóstur í Geirakoti, og k.h., Ólöf Einarsdóttir, f. 17.2. 1889, d. 16.4. 1958, húsfreyja í Geirakoti. Bjarni er að heiman á afmælisdaginn. * Attatfu ára Andlát Henning P.Ch. Nielsen rafvirki á Akureyri Henning Peter Christian Nielsen rafvirki, Dalsgerði 3d, Akureyri, er áttræður í dag. Starfsferill S Henning fæddist í Kaupmanna- höfn. Hann lærði rafvirkjun í Kaup- mannahöfn og starfaði sem slíkur alla tíð. Henning starfaði lengst af starfsævi sinni utan Danmerkur, m.a. í fimmtán ár í Venesúela og í nokkur ár í Líbíu, Eþíópíu og í Sví- Þjóð. ^ Hann hóf störf hjá Slippstöðinni á Akureyri 1971 og starfaði þar til 1993. Fjölskylda Kona Hennings er Ragnheiður Valgarðsdóttir, f. 3.9. 1927, kenn- ari. Hún er dóttir Valgarðs Stefáns- sonar og Guðmundínu Stefáns- dóttur. Börn Ragnheiðar: Valgarður Stef- ánsson, f. 1946, en kona hans er Guðfinna Guðvarðardóttir, f. 1948; Hanna Gerður Haraldsdóttir, f. 1949, d. 1980, en maður hennar var Gunnar Frímannsson, f. 1949; Ingi- björg Haraldsdóttir, f. 1951, en maður hennar er Sigurður Klausen, f. 1950; Ragnheiður Haraldsdóttir, f. 1954, en maður hennar er Vetur- liði Rúnar Kristjánsson, f. 1957. Bróðir Hennings: Robert Niel- sen, f. 1921. Foreldrar Hennings: Olaf Christi- an Viggo Nielsen, f. 29.7. 1896, og Laura Nielsine Nielsen, f. Larsen 5.10. 1898. Þau bjuggu í Kaup- mannahöfn þar til þau létust. Sigurður Þórðarson, Víðihlíð, Grindavík, áðurtil heimilis ÍVal- höll, Grindavík, lést fimmtud. 11.9. Reynir Halldór Hilmarsson sjómað- ur, Rjúpnahæð 8, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbrautfimmtud. 11.9. Elsa S. Melsted andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtud. 11.9. Anna Marfa Guðmundsdóttir, Grímsstöðum, Grímsstaðaholti, Ægissíðu 62, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnud. 31.8. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hafsteinn Andrésson lést á líknar- deild Landspítalans sunnud. 31.8. Útför hans fór fram frá Höfðakap- ellu á Akureyri í kyrrþey. Gunnar Hermann Grímsson and- aðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi fimmtud. 11.9. Guðfinna Kjartanfa Ólafsdóttir, Vallargötu 6, Vestmannaeyjum. Guðný Guðmundsdóttir, Smáratúni 48, Keflavík. Pálína Kröyer Guðmundsdóttir, Suðurgötu 58, Siglufirði. 75 ára Baldur Kjartansson, Mánabraut 10, Kópavogi. Þórunn Elfsabet Ingólfsdóttir, Hvassaleiti 107, Reykjavík. 70 ára Sigurður Hauksson, Eiðistorgi 13, Seltjarnarnesi. Valgerður Sigurðardóttir, Kolbeinsgötu 2, Vopnafirði. 60 ára Brynja Hlíðar, Njálsgötu 59, Reykjavík. Gunnlaug Jónsdóttir, Seljavogi 2, Höfnum. Hlöðver Oddsson, Laugateigi 42, Reykjavík. Sigurdfs Sveinsdóttir, Bólstaðarhlíð 48, Reykjavík. Sigurður Bjarnason, Álfhólsvegi 127, Kópavogi. Svala Guðmundsdóttir, Melgerði 16, Reykjavík. 50ára Ellen Inga Einarsdóttir, Fífuseli 35, Reykjavík. Guörún Guöjónsdóttir, Kvíabala 3, Drangsnesi. Hafdfs Ásgeirsdóttir, Lækjarkinn 10, Hafnarfirði. Haukur Hauksson, Dvergaborgum 10, Reykjavík. Helga Snorradóttir, Sunnuvegi 18, Selfossi. Jóhanna Marfa Káradóttir, Fossgötu 5, Eskifirði. Jón Kristmann Þorsteinsson, Álfhólsvegi 79a, Kópavogi. Jón Þór Hjaltason, Kleifarási 16, Reykjavík. Kristinn Vilhjálmur Danfelsson, Steinahlíð 1c, Akureyri. Sfmon Friðriksson, Hraunbæ 46, Reykjavík. Þórarinn Þórarinsson, Hlíðarfæti, Akranesi. 40 ára Ágústa Hauksdóttir, Álfholti 16, Hafnarfirði. Biljana llievska, Sætúni 12, Suðureyri. Elfn Helga Magnúsdóttir, Laufrima 20, Reykjavík. EyþórÁrmann Eiríksson, Álfheimum 17, Reykjavík. Guðmundur Jónsson, Básbryggju 3, Reykjavík. Guðrún Helga Sigurðardóttir, Kelduhvammi 6, Hafnarfirði. Jón Gfsli Ólason, Hólagötu 50, Vestmannaeyjum. Loida Semando Surban, Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sigurður Viðar Guöþórsson, Ásbrún 5, Egilsstöðum. Stefán Jón Stefánsson, Austurbraut 8, Höfn. Vilhjálmur Hallgrfmsson, Álfheimum 48, Reykjavík. Jarðarfarir Margrét Hrönn Viggósdóttir kerfis- fræðingur, Viðarási 59, Reykjavík, verður jarðsungin frá Víðistaða- kirkju þriðjud. 16.9. kl. 13.30. Útför Slgrúnar Þorsteinsdóttur snyrtisérfræðings verður gerð frá Dómkirkjunni 16.9. kl. 10.30. Skúli Már Nfelsson verður jarð- sunginn frá Melstaðakirkju þriðjud. 16.9. kl. 15.00. Guðrún Össurardóttir frá Kollsvík, fyrrum húsmóðir á Kirkjubóli í Korpudal, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjud. 16.9. kl. 15.00. Svava Lúthersdóttir, áður Lauga- vegi 27B, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 16.9. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.