Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 TILVERA 27
Frumsvnd samtímis í
kvikmyndir.is
SAMBiO
og á Islaridi
ITnl
HáshúlaDíó
AN JOB
★ ★★
Roger Ebert
B8C
★★★
L.A. Times
kwikniyndir.is
Fullkomið rán
Svik
Uppgjör
mti legasta
ynd ársins
Otll GEÍ EVEN
Sýnd kl.5.30,8og 10.30. B.i. 16ára. Sýnd kl.5.45,8 og 10.15. B.i. lOára.
PIRATES OF THE CARIBBEAN: Sýnd kl. 8. B.i. lOára.
NÓI ALBÍNÓI: Sýnd kl. 6. Enskur texti.
"H. Breslcir
r/ Bíódagar
ALL OR NOTHING: Sýnd kl. 10.05. |
SWEET SIXTEEN: Sýnd kl. 8. BLOODY SUNDAY: Sýndkl.8.
PLOTS WITH A VIEW: Sýnd kl.óog 10.30
KRINGLAN
Frumsvnd samtímis í
ALFABAKKI
CE UPON A I IML lN
Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15. B.i. 16 ára.
Sýnd í Luxus VIP kl. 5.45,8 og 10.15.
Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. B.i. 12 ára
Banderas, Johnny
Depp og Salma Hayek i
mögnuðu framhaldi af hinni
i^ ■■■ni I DIDATCC ACTUC . 1 ASTRlKUR: Sýnd m.ísl.tali kl.4
Sýnd kl.5.45,8,9.05 og 10.10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6,8 og 10.10. i r inm uj vji ■ i iL.^yna o.sv,o og IU.OU.
AMERICAN PIE 3: Sýnd kl. 6,8 og 10.15. | SINBAD: Sýnd m.ísl.tali kl.4.
STÓRMYND GRÍSLA: Sýnd m/ fsl.tali kl.5.30 og 7. TOMB RAIDER: Sýnd kl. 8 og 10.15. STÓRM. GRÍSLA:Sýnd m. ísl. tali kl. 4 og 6.11
KRINGLAN tS 588 0800
ÁLFABAKKI tX 587 8900
THE MAGDALENE SISTERS:
Sýnd kl.5.45 og 10.05.
FJÖLMIÐLAVAKTIN
GeirA.Guðsteinsson
gg@dv.is
Sjálfstæðir Islendingar
Stöð 2 tók þá ánægjulegu ákvörð-
un á halda áfram í vetur með þætti
Jóns Ársæls Þórðarsonar, Sjálfstæðir
íslendingar. Þættir hans í fyrravetur
voru margir hveijir mjög skemmti-
legir og fékk hann til liðs við sig fólk
sem var oftast fremur skemmtilegt
og flest nokkuð sjálfstætt í hugsun
og gerðum en ekki allir eins og geng-
ur og gerist. Það kom því ekki á óvart
að þessi þáttagerð hans skyldi til-
nefind til edduverðlauna. Á sunnu-
dag var upprifjunarþáttur frá þátt-
um síðasta vetrar þar sem m.a. var
farið í heimsókn til Bryndísar
Schram í Helsinki sem ekki lá á
skoðunum sínum fremur en fyrri
daginn. Annar upprifjunarþáttur
verður einnig áður en nýir þættir líta
dagsins ljós. Það er nú kannski ein-
um of mikið af hinu góða en kannski
er það í lagi þar sem fyrsti vetrardag-
ur hefur ekki enn litið dagsins ljós og
virðist langt undan af tíðarfarinu að
dæma. Eftir það sætta sjónvarpsá-
horfendur sig ekki við neinar endur-
tekningar, ekki einu sinni á Sjálf-
stæðum Islendingum.
Ákvörðun Stöðvar 2 að færa
fréttatímann aftur til kl. 19.00 er al-
veg arfavitlaus ákvörðun, mjög
ómarkviss og óskynsamleg. Frétta-
tími Stöðvar 2 naut töluverðs áhorfs
meðan hann var ekki í samkeppni
við Ríkissjónvarpið, það er nú bara
bláköld staðreynd. Fréttafíklar
munu nú horfa á Island í dag sem
hefst kl. 18.30, síðan á fréttatíma
Ríkissjónvarpsins og síðan Kastljós -
það er ekki flókið. Fréttatími Stöðvar
2 mun týnast í þessu ferli jafnvel
þótt fréttir þar hafi stundum þótt
beinskeyttari og fféttamenn jafhvel
farið ffam úr sjálfúm sér. Það væri
gaman að heyra skýringar á þessum
breytingum, áskrifendur eiga
heimtingu á því.
STJÖRNUGJÖF DV
★ ★' ★ ★
All or Nothing ★ ★★★
The Magdalene Sisters ★★★•i
Bloody Sunday ★★★■11
Sweet Sixteen ★★★■i
Nói albfnói ★★★■i
28 Days Later ★★★
PiratesoftheCaribbean ★ ★★
Terminator 3 ★ ★★
Croupier ★ ★★
Sindbað sæfari ★ ★★
The Italian Job ★ ★
Basic ★ ★
Bruce Almighty ★ ★
Hollywood Homicide ★ ★
Legally Blonde 2 ★i
Daddy Day Care ★
Lara Croft.... ★
Hetjur og skúrkar
FORINGINN: Sean Connery í hlutverki Alans Quartermains tekst á við óvininn.
KVIKMYNDAGAGNRÝNI
Hilmar Karlsson
hkarl@dv.is
Er eitthvert vit í að skella saman
Alan Quartermain, Nemó, ósýni-
lega manninum, Tom Sawyer (orð-
inn fullorðinn), Dorian Grey, Mori-
arty, blóðsugu í ætt við Dracula,
Jekyll og Hyde, fyrsta kafbátnum og
fyrsta kappakstursbílnum í eina
sögu sem gerist 1899? Því ekki, ann-
að eins hefur nú verið gert á pall-
borði sölumanna.
Hugvitssamlegur myndasögu-
smiður átti hugmyndina að þess-
um kokkteil og hefúr hún nú verið
framreidd í kvikmyndina League of
Extraordinary Gentlemen. Þar sem
Quartermain er aldursforsetinn þá
er hann foringinn, það er að segja
•þeirra sem teljast hetjur. En eins og
sjá má af upptalningunni eru ekki
aílar þessar sögupersónur fulltrúar
hins góða í klassískum bókmennt-
um.
Með nútímatækni í kvikmyndum
er að sjálfsögðu hægt að gera helling
við þessar persónur svo þær verði í
mynd eins og lesandinn ímyndar
sér þær við lesturinn og það er svo
sannarlega gert. Má jafnvel ætla að
tæknisnillingarnir hafi hver um sig
fengið eina persónu til sköpunar og
síðan verið keppni um hver væri
flottust. Þetta á samt ekki við um
Quartermain og Sawyer sem eru
fulltrúar hins mannlega, hetjur sem
nota riffla. Og eins og það nægi ekki
að vera með þennan fjölskrúðuga
hóp persóna þá eru í myndinni ýmis
vítisvopn sem eingöngu voru til á
teikniborði Jules Verne og H.G.
Wells um aldamótin 1900.
Sagan er ekki merkileg. Leitað er
til Alain Quartermain þegar Breska
heimsveldið er á barmi styrjaldar
við Þjóðverja. Illmenni, sem við
fáum skýringu á síðar, sér sér hag í
að steypa þessum risaþjóðum í
stríð. Quartermain er í Áfrfku og
eins og sannur herramaður bregst
hann ekki þegar skyldan kallar.
Þegar þarna er komið hefur
myndin farið prýðisvel af stað.
Upphafsatriðin eru dökk og flott og
Smárabíó/Regnboginn/Laugarásbíó
League of Extraor-
dinary Gentlemen
★★
í mótsögn við eyðimerkurlandslag-
ið í Afríku, þar sem Quartermain
dvelur. Það er fyrst þegar búið er að
safna bjargvættunum saman í eina
liðsheild að myndin fer að verða
flöt og fyrirsjánleg og má segja að
þar bregðist krosstré sem önnur
tré. Þegar hópurinn er saman kom-
inn í kafbátnum hans Nemo á
hraðsiglingu til Feneyja, með við-
komu í París, hefði myndin átt að
fara að verða dularfull og áhuga-
verð. í stað þess sitjum við uppi
með illskiljanlegan söguþráð þar
sem meðal annars er reynt að
sprengja í loft upp allar byggingar í
Feneyjum og lieimsólcn í höfúð-
stöðvar óvinarins í Mongólíu, höf-
uðstöðvar sem líkjast mest vopna-
verksmiðju.
Sean Connery er eins og skapað-
ur í hlutverk Quartermains. Þetta er
jú sá trausti maður sem fann nám-
ur Salómons konugs. Það vantar
samt neistann í leik hans og það á
við um fleiri. Það er helst að ég hafi
haft gaman af Tony Curran í hlut-
verki ósýnilega mannsins, kannski
vegna þess hvað hann sást lítið. í
honum er húmorinn mestur.
League of Extraordinary
Gentlemen er því miður meiri
brellusýning heldur en spennu-
mynd. Hún er aldrei leiðinleg, hröð
atburðarás og hamagangur mikill.
Þar sem hún nær ekki festu er f
samskiptum persónanna, hvort
sem það eru Quartermain eða
Sawyer á mannlegum nótum eða
Dorian Grey og blóðsugan Mina
sem þurfa að gera upp málin sín á
milli.
Leikstjóri: Stephen Norrington. Handrit:
James Dale Robinson, eftir myndasögum Alan
Moore og Kevin O'Neill. Kvíkmyndataka: Dan
Laustsen. Tónlist: Trevor Jones. Aðalleikarar:
Sean Connery, Naseeruddin Shah, Peta Wilson,
StuartTownsend og Shane West.
Hvað er ísjónvarpinu íkvöld?
KVENNABURtÐ: Soldánar eignuðu sér
konur og settu í kvennabúr sin.
Kvennabúrið í Sjónvarpinu kl. 23.10:
Sagan af Hurrem
í kvöld og næsta þriðjudagskvöld
verður sýnd bresk heimildarmynd í
tveimur hlutum um konurnar í
lcvennabúri Tyrkjasoldáns í Istan-
búl á sextándu öld. Tyrkir réðu þá
voldugasta múhameðstrúarrílci
sögunnar sem teygði sig frá Bagdað
tii Búdapest. Hundruð kvenna voru
flutt nauðug í lcvennabúr soldáns-
ins og ilestar voru þar út ævidaga
sína sem eign hans. En í höllinni
gat kynþokkinn jafngilt völdum
eins og sannaðist á einni konu sem
tókst að bræða hjarta soldánsins.
Hún hét Aleksandra Lisowska og
var dóttir rússnesks rétttrúnaðar-
prests. Hún tók íslamstrú og var
gefið nafnið Hurrem, Hin hlátur-
milda. í fyrri þættinum er sögð sag-
an af henni og leyndardómum
kvennabúrs Tyrkjasoldáns.
Lífið .eftir
vinnu
Gerðarsafn: Þrjár nýjar sýningar eru
í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni.
Ein þeirra er sýning Katrínar Þor-
valdsdóttur í vestursal er heitir
BORðHALD/Ef ég segi þér hver ég
er þá gleymir þú hver ég var.
Urbancic minnst: Tónleikar verða í
Salnum í Kópavogi í kvöld og hefj-
ast þeir kl. 20, þar sem aldarafmælis
Dr. Victor Urbancic, 1903-1958
verður minnst. Dr. Bjarki Svein-
björnsson fjallar um ævi og störf Dr.
Urbancic og leikur hljóðritanir úr
safni Ríkisútvarpsins. Flytjendur eru
Þórunn Guðmundsdóttir,
Hildigunnur Halldórsdóttir, Bryndís
Björgvinsdóttir, Hrefna Unnur Egg-
ertsdóttir, Ásgeir Hermann Stein-
grímsson, Eiríkur Örn Pálsson, Þor-
kell Jóelsson, Oddur Björnsson og
Sigurður Sveinn Þorbergsson.
Alfa-námskeið kynnt: Biblíuskólinn
við Holtaveg efnir til Alfa-nám-
skeiðs næstu vikurnar og hefst það
með kynningarkvöldi í kvöld kl. 20 í
húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.
Léttar kaffiveitingar verða í boði en
aðgangur er ókeypis og án nokk-
urra skuldbindinga um þátttöku í
námskeiðinu sem hefst viku síðar.
Kynningarfundur: Reykjavíkurdeild
Rauða krossins verður með kynn-
ingarfund í kvöld kl. 20 fyrir þá sem
vilja láta gott af sér leiða með þátt-
töku í sjálfboðnu starfi félagsins
6-12 tíma á mánuði. Fundurinn er í
Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins að
Hverfisgötu 105, kl. 20.
Bæjarbió: Kvikmyndasafn (slands
sýnir heimildarmyndina Lousiana
Story eftir Robert J. Flaherty í Bæj-
arbíói, Strandgötu 6, í Hafnarfirði í
kvöld kl. 20. Myndin er bandarísk
frá 1948,78 mínúturað lengd og
segir frá samskiptum fátækrar fjöl-
skyldu og olíuborunarvinnuflokks
og þeim áhrifum sem hann hefurá
fjölskylduna.