Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Page 30
Létt hjá Leicester
Rúllaði yfir slakt lið Leeds, 4-0, í gærkvöld
Einn leikur fór fram í ensku úr-
valsdeildinni í gærkvöld.
Leicester tók á móti Leeds á
Walkers-leikvanginum í
Leicester. Leikurinn var aldrei
spennandi því Leicester rúllaði
yfir slakt Leeds og vann á end-
anum, 4-0. Þar með vann liðið
sinn fyrsta sigur á tímabilinu og
komst upp í ellefta sæti.
> Leikmenn Leicester lögðu
grunninn að sigrinum með tveimur
mörkum á þriggja mínútna kaíla
um miðjan fyrri hálfleik. Fyrst skor-
aði Lilian Nalis með þrumfleyg og
síðan skoraði Skotinn knái Paul
Dickov með fallegu skoti. Hann var
síðan aftur á ferðinni á 82. mínútu
og Jamie Scowcroft gulltryggði síð-
an glæsilegan sigur Leicester með
marki á lokamínútu leiksins.
Paul Dickov, hetja Leicester í
leiknum, sagði eftir sigurinn að
þetta hefði verið gffurlega mikil-
vægur sigur fyrir iiðið eftir tapið
gegn Aston Villa í síðustu umferð.
„Við höfum verið að spila vel en
okkur hefur sárlega vantað fyrsta
sigurinn. Nú er hann kominn og
vonandi færir hann okkur gæfu,“
sagði Dickov eftir leikinn.
„Knattspyrna er engin
eldflaugavísindi, hún
snýst um hugarfar og
dugnað - nokkuð sem
við höfðum ekki í dag."
Peter Reid, knattspyrnustjóri
Leeds, var foxillur eftir leikinn og
sagði að sínir menn hefðu ekki átt
skilið eitt eða neitt í leiknum.
„Við vorum lélegri í öll í leiknum.
Það var nánast bara eitt lið á vellin-
um og það var Leicester. Ég varð
fyrir miklum vonbrigðum með
Houllier hundfúll
Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, er hundfúll út í
ástralska varnarmanninn Lucas
Neill, sem fótbraut Jamie Carrag-
her, varnarmann Liverpool, í leik
liðsins gegn Blackburn á laugar-
dag.
Houllier segir að Neill eigi skil-
ið að fara í mun lengra bann en
þriggja leikja bannið sem hann
fær sjálfkrafa fyrir rauða spjaldið
sem honum var gefið fyrir brotið.
Houllier segir brotið hafa verið
ruddalagt og fordæmir fram-
komu Neills í leiknum og eftir :
hann. oskar@dvJs j
mína menn. Menn verða að vinna
sér inn réttinn til að spila fótbolta -
hann kemur ekki að sjálfu sér. Við
gátum ekki varist hornum, við gát-
um reyndar ekki varist neinu þegar
öllu er á botninn hvolft. JCnatt-
spyrna er engin eldflaugavísindi,
hún snýst um hugarfar og dugnað -
nokkuð sem við höfðum ekki f dag
en Leicester hafði nóg af," sagði
Reid.
oskar@dv.is
ÚRVALSDEILD
ENGLAND
Leicester-Leeds 4-0
1-0 Lilian Nalis (19.), 2-0 Paul
Dickov (23.), 3-0 Paul Dickov (82.),
4-0 James Scowcroft (89.).
Arsenal 5 4 1 0 11-3 13
Man. Utd 5 4 0 1 9-2 12
Man. City 5 3 1 1 12-6 10
Chelsea 4 3 1 0 10-6 10
Portsm. 5 2 3 0 8-3 9
Southton 5 2 3 0 5-2 9
Liverpool 5 2 2 1 7-3 8
Birmingh. 4 2 2 0 4-2 8
Fulham 4 2 1 1 9-7 7
Blackburn 5 1 2 2 12-11 5
Leicest. 5 1 2 2 8-7 5
Charlton 5 1 2 2 6-7 5
Everton 5 1 2 2 8-10 5
Leeds 5 1 2 2 6-10 5
Bolton 5 1 2 2 4-10 5
A.Villa 5 1 1 3 5-9 4
Tottenh. 5 1 1 3 4-9 4
Newcast. 4 0 2 2 5-7 2
Middlesbr. 5 0 1 4 4-12 1
Wolves 5 0 1 4 1-12 1
Veiðihornið
30 DVSPORT MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ2003
FALLEG VEIÐI: Eggert Sk Jóhannesson og Eyþór E. Sigurgeirsson með fallega veiði úr
Soginu fyrir skömmu. DV-myndEE
Haustrigningar
Hleypa lífi í veiðina á nýjan leik
Miklar rigningar síðustu daga
hafa heldur betur hleypt lífi í
veiðiskapinn en mokveiði hef-
ur verið í Laxá í Dölum og mjög
góð veiði í Hrútafjarðará og
Síká.
Á nokkrum dögum í Laxá í Döl-
um komu næstum 300 laxar og
mokið heldur áfram víða. Veiði-
menn sem voru að koma úr veiðiá
á Ströndum veiddu vel af vænum
fiski, þeir stærstu voru 14 punda.
Og svona mætti lengi, lengi telja.
Hrútafjarðará hefur geflð 144
laxa og holl sem var að hætta í
ánni veiddi 20 laxa en mikil flóð
voru í ánni meðal þeir voru að
Tungulækur er líka
allur að koma til og
hefur sést nýr fiskur í
opinu í Skaftá.
veiða og þegar þeir hættu komu
miklu fleiri stórrigningar og flóð.
Breiðdalsá hefur gefið 166 laxa
og hún gæti endað í 200 löxum.
Laxá á Nesjum hefur gefíð 67 laxa.
Núna hefur borið töíuvert á sjó-
birtingi, sérstaklega á neðsta
veiðistaðnum, Ármótahylnum.
Stærsti laxinn úr ánni er 18 punda.
Sjóbirtingurinn er að koma inn
fyrir austan en á Seglbúðasvæðinu
í Grenlæk hefur borðið mikið á
sjóbirtingi síðustu daga. Stærsti
fiskurinn á land enn þá er 12
pund. Tungulækur er líka allur að
koma til og hefur sést nýr fiskur í
opinu í Skaftá núna í nokkra daga,
á leið inn í lækinn.
G.Bender
Staffan velur landslið í golfi
GOLF: Svíinn Staffan Johans-
son, landsliðsþjálfari í golfi,
hefur valið karla- og kvenna-
landsliðið sem tekur þátt í
Norðurlandamótinu í Svíþjóð
26.-28. september næstkom-
andi. Kvennalandsliðið er skip-
að þeim Helenu Árnadóttur úr
Golfklúbbi Akureyrar, Helgu
Rut Svanbergsdóttur og Nínu
Björk Geirsdóttur úr Golf-
klúbbnum Kili og Kristínu Rós
Kristjánsdóttur úr Golfklúbbi
Reykjavíkur.
Karlalandsliðið er skipað þeim
Heiðari Davíð Bragasyni Golf-
klúbbnum Kili, Sigurði Rúnari
Ólafssyni Golfklúbbi Kópavogs
og Garðabæjar, Stefáni Orra
Ólafssyni Golfklúbbnum Leyni
og Erni Ævari Hjartarsyni Golf-
klúbbi Suðurnesja.
Stúdínur unnu KR í hörðum leik
.
ANNAÐ AF TVEIMUR: Paul Dickov fagnar hér seinna marki sfnu fyrir Leicester gegn
Leeds í gærkvöld.
upp muninn allan leikinn en
missti af (S í blálokin.
(S hefur nú unnið báða leiki
sína þegarfyrri hluti mótsins
er búinn en liðin þrjú sem leika
á Reykjavíkurmótinu í ár eiga
öll eftir að mætast aftur.
Alda Leif Jónsdóttir var með
12 stig, 10 fráköst og 6
stoðsendingar fyrir (S, Lovísa
Guðmundsdóttir skoraði 9 stig,
tók 9 fráköst og varði 6 skot í
sínum fyrsta leik í meira en ár
og þær Jófríður Halldórsdóttir
og Stella Rún Kristjánsdóttir
gerðu báðar 7 stig.
Hjá KR var Hildur Sigurðardótt-
ir með 18 stig og 12 fráköst og
hitti auk þess úr öllum 10 vít-
um sínum. Georgia Kristiansen
skoraði 7 stig og Sigrún Hall-
grímsdóttir gerði 6.
í FÍNU FORMI: Heiöar Davíð
Bragason hefur verið að spila vel.
KÖRFUKNATTLEIKUR: (Svann
KR, 53-41, í hörðum leik á
Reykjavíkurmóti kvenna í
körfubolta en leikurinn fór
fram í Kennaraháskólnum í
gær. Stúdínur unnu fyrsta leik-
hluta, 16-5, og höfðu frum-
kvæðið eftir það en KR-liðið
kom sér aftur inn í leikinn á
mikilli baráttu í öðrum leik-
hluta og var líklegt til að vinna
ifgjjl