Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 31
Gylfi skoraði
KNATTSPYRNA: Gylfi Einars-
son skoraði fyrsta mark Lil-
lestrom sem vann mikilvægan
sigur, 3-1, á Brann í norsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í
gær. Brann hafði gengið vel
fyrir þennan leik og ekki tapað
í sjö leikjum í röð. Gylfi fékk
fimm í einkunn hjá norska net-
miðlinum Nettavisen fyrir
frammistöðu sína í leiknum.
Halldóra tekur við KR
KNATTSPYRNA: Halldóra Sig-
urðardóttir hefur tekið við
þjálfun íslandsmeistara KR í
Landsbankadeiid kvenna af
Vöndu Sigurgeirsdóttur sem
ákvað að hætta með liðið eftir
að hafa stýrt því til tveggja
meistaratitla á undanförnum
tveimurárum.
Halldóra hefur mikla reynslu af
þjálfun hjá félaginu en hún var
aðstoðarmaðurVöndu árið
2002 auk þess sem hún hefur
stýrt öðrum og þriðja flokki hjá
félaginu með góðum árangri.
Halldóra tekur við góðu búi frá
Vöndu enda varð liðið íslands-
meistari með ellefu sigra og
þrjú jafntefli ífjórtán leikjum í
sumar þrátt fyrir að lenda í
miklum vandræðum með
meiðsli.
Platini kemur
KNATTSPYRNA: Franski
knattspyrnusnillingurinn Mich-
ael Platini verður heiðursgest-
ur á lokahófi íslenskra knatt-
spyrnumanna sem fram fer á
Broadway þann 4. nóvember
næstkomandi.
Platini, sem kemur ásamt konu
sinni,Christele, situr í Fram-
kvæmdastjórn UEFA ásamt
Eggerti Magnússyni.
Einar tryggði sér
endúró-titilinn
Það leit ekki út fyrir að veð-
urguðirnir væru hliðhollir þeim
64 keppendum sem mættir voru
á lokakeppnina um DV Sport ís-
Ilandsmeistaratitilinn í endúró.
Það hafði verið stanslaus rign-
ing alla nóttina fyrir keppni og
þar sem brautin, 9,5 km löng,
hafði verið lögð daginn fyrir
keppni voru á sumum stöðum
tjarnir, allt upp í 100 metra lang-
ar og breiðar.
Eftir að keppendurnir 64 höfðu
farið 1 prufuhring í brautinni á eftir
keppnisstjórn sem þurfti að breyta
brautinni lítillega á nokkrum
stöðum til að komast fram hjá
verstu tjörnunum var stiilt upp í
ræs hjá meistaradeild, en í meist-
aradeild voru mættir 27 keppendur.
Á meðal keppenda var Svíi ac)
nafni Morgan Carlson, en hann var
á meðal keppenda í motocross-
keppninni á Álfsnesi þegar Vél-
Brautin varð erfiðari
og erfiðari með hverj-
um eknum hring og
voru keppendur farnir
að festa sig ansi víða í
brautinni.
hjölaíþróttaklúbburinn vígði
keppnissvæði sitt þar. Morgan var
þá annar í öllum keppnunum og
var því nokkur eftirvænting um það
hvað hann gæti í endúró. Eftir
prufuhringinn sagði hann að þetta
væri það hrikalegasta sem hann
hefði komið nálægt og er skemmst
frá því að segja að árangur hans var
eftir því.
Einar Sigurðarson sem ekur
KTM-hjóli varð efstur að stigum
fyrir þessa keppni og þar af leiðandi
ræstur fremstur, Viggó Viggósson,
sem ekur TM-hjóli, var annar og
Haukur Þorsteins þriðji á Yamaha.
Einart tók strax forystuna, hélt
henni alla keppnina og sigraði með
5 ekna hringi á 95,27 mín. Annar
varð Haukur Þorsteins á 97,52 mín
°g Viggó Viggósson varð þriðji á
102,15 mín. Þessi sigur Einars gerði
vonir Viggós um að ná af honum ís-
landsmeistaratitlinum ansi litlar en
ef Viggó átti að ná titlinum hefði
orðið Einar að vera neðar en í tí-
unda sæti í seinni keppninni.
I Baldursdeild, sem ekur í 55-60
mín. og bara eina keppni, var mun
meiri barátta um heildarsigur og
voru það átta efstu sem áttu góðan
möguleika á að sigra deildina, en 37
keppendur voru skráðir til keppni.
Eftir fyrsta hring kom Þór Þor-
steinsson fyrstur og hélt hann for-
ystunni báða hringina og sigraði.
Annar varð Jóhann Guðjónsson og
þriðji varð Sigurður Magnússon. Jó-
Eftir prufuhringinn
sagði hann að þetta
væri það hrikalegasta
sem hann hafi komið
nálægt.
hann Guðjónsson varð þar með sig-
urvegari í Baldursdeild 2003 með
185 stig.
Seinni umferðin í meistaradeild
var svo ekin öfugan hring miðað við
fyrri keppnina og hafði fækkað tals-
vert í hópnum, en aðeins 15 voru
ræstir í seinni umferðina.
Eftir fyrsta hring var Viggó með
nokkra forystu, annar var Einar og í
þriðja sæti var Gunnlaugur R.
Björnsson. Var að sjá að flugmaður-
inn hefði fundið fluggírinn því að
hann virtist hreinlega fljúga yfir
pollana í byrjun keppni, en þetta
voru bara fyrstu 15-20 mín. af löng-
um 90 mín. því að brautin varð erf-
iðari og erfiðari með hverjum ekn-
um hring og voru keppendur farnir
að festa sig ansi víða í brautinni.
Viggó Viggósson hélt forystunni alit
til loka og sigraði örugglega á tím-
anum 98,34 mín. en annar varð Ein-
ar Sigurðarson á 105,07 mín. og
Haukur Þorsteinsson varð þriðji á
tímanum 106,46.
Þetta olli því að Einar hélt fs-
landsmeistaratitlinum annað árið í
röð með 555 stig og annar var ð
Viggó Viggóson með 502 stig og
Haukur Þorsteinsson þriðji með
452 stig. HJ
TVEIR BESTU: Á efri myndinni sést Einar Sigurðssori á KTM-hjóli sínu í keppninni í
Húsmúla í gær en hann tryggði sér (slandsmeistaratitilinn í DV Sport endúrókeppninni á
þessu tímabili auk þess sem lið hans, KTM, bar sigur úr býtum í liðakeppninni. Á neðri
myndinni erViggó Viggósson áTM-hjóli en hann sigraði í seinni umferðinni. Hann hafnaði
hins vegar í öðru sæti á Islandsmótinu samanlagt.
DV-myndir Sigurður Jökull