Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Side 10
70 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER2003 Útlönd Heimurinn i hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Uffe vill ekki toppstöðu DANMÖRK: Uffe Ellemann- Jensen, fyrrum utanríkisráð- herra Danmerkur, hefur hafnað boði um að taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá Evrópu- sambandinu í Brussel á næsta ári. Þetta kemurfram í danska blaðinu Jyllands-Posten í morgun. Anders Fogh Rasmussen for- sætisráðherra fær tækifæri til að skipa nýjan mann i stöðu framkvæmdastjóra til að leysa af hólmi jafnaðarmanninn Poul Nielson. Flokksbræður Uffes í Venstre, flokki Foghs, gerðu sér vonir um að fyrrum leiðtogi þeirra fengið mikilvægt emb- ætti hjá ESB en Uffe hefur sem sé ekki áhuga á því. Ýmsir aðrir hafa verið nefndir, meðal ann- ars ráðherrann Bertil Haarder. Saka um svik GRÆNLAND: Forystumenn Atassut-flokksins á Grænlandi hafa sakað fyrirtækið Royal Greenland um svik við Græn- lendinga. Ástæðan er sú að fyr- irtækið ætlir að hefja vinnslu á kanadískum rækjum í Álaborg í Danmörku, í stað þess að skapa ný störf heima. Hjá Royal Greenland skilja menn ekki ásakanirnar. Vandræðagangur bandarískra embættismanna: Sakaðir um al- varlegan leka Bandarísk stjórnvöld neituðu því í gær að hafa ólöglega lekið nafni njósnara bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, til fjöl- miðla í hefndarskyni vegna þess að eiginmaður hennar hafði leyft sér að gagnrýna skýrsluna, sem réttlæta átti stríðið í írak og sagt hana byggða á rangfærslum og ýkj- um. Um er að ræða Valerie Plame eig- inkonu josephs Wilsons, fyrrver- andi sendiherra Bandaríkjanna í Gabon, en Wilson var sá sem á síð- asta ári var falið það verkefni að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í þeim fullyrðingum Breta að írakar hefðu reynt að kaupa úraníum í Afríkuríkinu Níger. Niðurstaða rannsóknar Wilsons varð sú að ásakanirnar í garð íraka væru rangar og byggðar á fölsuðum skjölum, en þrátt fyrir það flaut ásökunin inn í stefnuræðu Bush Bandaríkjaforseti sem fullyrti að írakar hefðu reynt að kaupa úrani- um í Afríku og vísaði þar til leyni- legra upplýsinga frá bresku leyni- þjónustunni. í kjölfarið gagnrýndi Wilson málatilbúnað bandarískra stjórn- valda í grein í bandaríska dagblað- inu Times og upplýsti þar að þeim hefði borist skýrsla hans um málið löngu fyrir stefnuræðu forsetans í janúar sl. Fljótíega eftir það var nafni Val- erie Plame lekið út til fjölmiðla og fullyrt að hún starfaði fyrir banda- rísku leyniþjónustuna, CIA, á laun. Þetta var einfaldlega hefnd Bandaríska dagblaðið Wash- ington Post tók málið síðan upp eftir helgina og er þar haft eftir ónafngreindum embættismanni að starfsmenn Hvíta hússins hefðu lekið nafni Plame til fjölmiðla í hefndarskyni til þess að ná sér niðri á eiginmanninum. Haft er eftir embættismanninum að upplýsingunum hafi verið lekið til útvalinna fréttamanna með það í huga að sverta mannorð Wilsons og gefa til kynna að hann hafi að- UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfar- andi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Þursstaðir, Borgarbyggð, þingl. eig. Guðrún Tryggvadóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., miðviku- daginn 1. október 2003 kl.10.00. Hl. Brákarbrautar 18-20, Borgarnesi, þingl. eig. GH verkstæði ehf., gerðar- beiðendur Bílanaust hf., Byggðastofn- un, Sparisjóður Mýrasýslu og Sýslu- maðurinn í Borgarnesi, miðvikudag- inn 1. október kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI eins fengið verkefnið í Níger fyrir atbeina eiginkonunnar. „Þetta var einfaldlega hefnd," er haft eftir embættismanninum. Það var dálkahöfundurinn Ro- bert Novak sem fyrstur dró nafn Plame inn f umræðuna um miðjan júlí og hefur það þá eftir tveimur háttsettum bandarískum embætt- ismönnum að hún hafi unnið að ýmsum leynilegum verkefnum varðandi útbreiðslu kjarnavopna fyrir bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Varðar við bandarísk lög Sjálfur segir Wilson að fjórir fréttamenn hafi haft samband við sig á þeim tíma og upplýst sig um að starfsmenn Hvíta hússins hefðu lekið því til þeirra að eiginkona hans væri starfsmaður CIA og hvatt til þess að þeir kæmu því á fram- færi. Wilson sagði að ef þetta reyndist rétt þá væri það ekkert annað en illgjörn tilraun til þess að hefta skoðana- og málfrelsi manna. Wilson sagði að ef þetta reyndist rétt þá væri það ekkert annað en ill- gjörn tilraun til þess að hefta skoð- ana- og málfrelsi manna auk þess sem slíkur leki varðaði við banda- rísk lög. Haft er eftir Wilson að hann telji lekann runninn undan rifjum Karls Roves, eins helsta pólitíska ráðgjafa Bush Bandaríkjaforseta, en því neitar Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins. „Bandarískir embættismenn vinna einfaldlega ekki þannig,“ sagði," sagði McClellan en bætti við að ef það sannaðist á einhvern að hafa lekið upplýsingunum þá yrði hinn seki látinn svara til saka. „Forsetinn gerir þá kröfu til emb- ættismanna sinna að þeir sýni ábyrgð í starfi og fari eftir settum reglum," sagði McClellan og ítrek- aði að Rove væri hafinn yfir allan grun. „Forsetinn veit að hann að engan hlut að máli, það er einfald- lega ekki satt,“ sagði McClellan. Rannsókn fyrirskipuð Bandaríska dómsmálaráðuneyt- ið hefur þegar fyrirskipað formlega rannsókn á málinu og segir tals- maður stjórnvalda að þau muni sýna fulla samvinnu og afhenda all- ar upptökur símtala og annarra gagna sem farið verður fram á við rannsóknina. „Ég tel að starfsmenn dóms- málaráðuneytisins séu réttu aðil- arnir til þess að rannsaka málið á fyrsta stigi. Þeir hafa marga færa rannsóknarmenn innan sinna raða sem eru vanir að fást við slík mál,“ sagði McClellan. Þingmenn stjómarandstöðunn- ar em á öðm máli og vom þeir Howard Dean og Wesley Clark, sem báðir gefa kost á sér til forseta- framboðs, sammála um að skipa ætti sérstakan óháðan rannsóknar- aðila í málinu. „Bandarísk stjórnvöld hafa allt of lengi komist upp með leikaraskap í öryggismálum þjóðarinnar en hafa nú einfaldlega gengið of Iangt,“ sagði Clark. BUSH BROSIR BREITT: Bush Banda- ríkjaforseti brosir breitt þrátt fyrir vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Nú reynir á sann- færingarkraftinn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þarf á öllum sann- færingarkrafti sínum að halda þegar hann reynir að lægja ólg- una innan Verkamannaflokks- ins og meðal þjóðarinnar úr ræðustól í Bournemouth í dag. Ráðgjafar Blairs segja að hann muni I ræðu sinni á flokksþingi Verkamannaflokksins reyna að endurheimta traust almennings, svo og lofa að hlusta meira á áhyggjur óbreyttra flokksmanna. Hann mun hins vegar hvergi hvika I þeim ásetningi sínum að gera umbætur á rekstri ríkisins. Þá mun Blair ekki sýna nein merki iðrunar fyrir þátt Breta í stríðinu gegn Saddam Hussein, fyrrum forseta íraks. Blair mun þess í stað segja óánægðum liðs- mönnum Verkamannaflokksins að þeir eigi að vera stoltir af því að framtíð Iraks sé bjartari nú en fyrr. Ekki fær Blair þó gott veganesti á fundinn í dag þar sem nærri sextíu prósent þjóðarinnar telja að hann hafi logið til að réttlæta stríðið í írak. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem blaðið Independent birti í morgun. Margir flokksmenn vilja að Gor- don Brown íjármálaráðherra taki við leiðtogaembætti flokksins og þar með við ríkisstjórninni. Þeir telja að Brown sé trúrri sósíalísk- um rótum flokksins. AÐ DUGA EÐA DREPAST: Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flytur einhverja mikil- vægustu ræðu ferils síns á þingi Verkamannaflokksins í Bournemouth (dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.