Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 11 Arnold fær flokkinn með sér KALIFORNÍA: Hollywoodleik- arinn Arnold Schwarzenegger fékk óvæntan stuðning í gær þegar forystumenn Repúblikanaflokksins í Kali- forníu skipuðu sér í lið með honum fyrir ríkisstjórakosn- ingarnar í næstu viku. „Það hefur sýnt sig að Arnold nær sambandi við kjósendur og styrkir þar með stöðu repúblikana, auk þess sem hann höfðartil demókrata og óháðra og vekur áhuga nýrra kjósenda," sagði Duf Sund- heim, leiðtogi repúblikana í Kaliforníu. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun hefur Schwarzenegg- er verið að sækja í sig veðrið og er nú kominn með stuðn- ing 40 prósenta kjósenda. Laura kysst á höndina RIDDARAMENNSKA: Jacques Chirac Frakklandsforseti kyssti Lauru Bush, forsetafrú í Banda- ríkjunum, á höndina þegar hann bauð hana velkomna til Parísar í gær. Hann sagði henni síðan að lönd þeirra ættu að gleyma gömlum vær- ingum. Ágreiningur landanna um Iraksmálið er enn óleystur. Laura Bush sagði, í tilefni þess að Bandaríkin ætla aftur að taka þátt í starfi UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að ráðamenn vestra myndu reyna að notfæra sér það starf í hugmyndafræðilegri baráttu sinni gegn hryðjuverkum. Bandaríkin drógu sig út úr UNESCO fyrir nítján árum, á valdatíma Ronalds Reagans. Friðinn þarf að greiða með sjálfstæði Palestínu Palestínski uppreisnarleiðtog- inn Marwan Barghouthi sagði á lokadegi réttarhalda sinna í ísr- ael í gær að gjaldið sem þyrfti að greiða fyrir frið fyrir botni Miðjarðarhafs væri sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar. „Við erum þjóð eins og allar aðr- ar þjóðir. Við viljum frelsi og eigið ríki aiveg eins og ísraelar," sagði Barghouthi á nærri lýtalausri hebrresku fyrir réttinum í Tel Aviv. Barghouthi, sem er háttsettur leið- togi Fatah-hreyfingar Yassers Arafats, er ákærður fyrir að hafa skipulagt fyrirsát og sjálfsmorðstil- ræði sem kostuðu 26 manns lífið. HVERGI BANGINN: Palestínsku uppreisnar- leiðtoginn Marwan Barghouthi sendi (sra- elum tónum í réttarsal í gær. „Israel verður að taka ákvörðun. Annaðhvort heimilar það (palest- ínskt) ríki við hlið sér eða það verð- ur tveggja þjóða ríki,“ sagði hinn 43 ára gamli Barghouti, sem neitar öll- um ákæruatriðunum. Hann neitar einnig að viðurkenna lögsögu ísra- elska dómstólsins. Háttsettur bandarískur stjórnar- erindreki, William Burns, gagn- rýndi ísraelsk stjórnvöld í gær og sagði að þau ógnuðu framtíð ísra- els sem lýðræðislegs ríkis gyðinga með því að neita að stöðva land- tökubyggðir á Vesturbakkanum. Burns lét þessi orð falla á ráð- stefnu sem ætlað er að auka tengsl Bandaríkjanna við arabaríki. Loftslagsráðstefna í Moskvu: Kyoto-samning- urinn í uppnámi Óvissa ríkir um framtíð lofts- lagssamningsins frá Kyoto eftir að Vladimír Pútín Rússlandsfor- seti sagði fulltrúum á loftslags- ráðstefnu í Moskvu í gær að Rússar hefðu ekki enn gert það upp við sig hvort þeir myndu staðfesta hann. Fulltrúar á ráðstefnunni sögðu að þótt Rússar væru enn óákveðnir, væri samt of snemmt að fara að ræða um hugsanlegan dauða Kyoto-samningsins frá 1997 þar sem þjóðum heims eru sett mark- mið í baráttunni við losun gróður- húsalofttegunda. Pútín gerði meira að segja að gamni sínu og sagði að með hlýn- andi loftslagi hefðu Rússar minni þörf fyrir loðfeldi. Mjög hefur verið þiýst á Pútín að staðfesta Kyoto-samninginn. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur sagt að framtíð samskipta Evrópusambandsins og Rússlands velti á samþykki hans. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi boð til ráðstefnugesta þar sem hann hvatti Rússa til að segja „já". ENN í SKOÐUN: Vladimír Pútín Rússlands- forseti sagði í gær að stjórnvöld í Moskvu væru enn að skoða Kyoto-samninginn um minni losun gróðurhúsalofttegunda. Rússlandsforseti sagði hins vegar í ræðu sinni við upphaf ráðstefn- unnar að rússnesk stjórnvöld væru enn að skoða málið. Rússar ættu þó ekki að vera í vandræðum með að ná fram þeim markmiðum sett eru í samningn- um um minni losun. KLM og Air France: í eina Stjórnendur franska flugfélags- ins Air France og hins hollenska KLM staðfestu í morgun að náðst hefði samkomulag um samruna félaganna. Þá hefur ítalska flugfélagið Alitalia hafið viðræður um að fá að vera með. Samkomulagið, sem hefur verið rúmt ár í undirbúningi, gerir ráð fyrir að félögin skiptist á hlutabréf- um. Við það dregur svo mjög úr eignarhlut franska ríkisins í Air France að félagið verður í raun einkavætt. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélög úr sitt hvoru landinu sam- einast í Evrópu. Með samruna Air France og KLM verður til þriðja stærsta flugfélag í heimi, á eftir hinum bandarísku Delta og American Airlines. Samn- ingurinn mun valda miklum breyt- ingum í þessum geira. KLM hefur átt í fjárhagsvand- ræðum um nokkurt skeið. Félagið hefúr þegar gert nokkrar mis- heppnaðar tifraunir til að samein- ast breska flugfélaginu British sæng SAMRUNI: Evrópsku flugfélögin Air France og KLM munu væntanlega sameinast og mynda þriðja stærsta flugfélag í heimi. (talska félagið Alitalia hefur einnig mikinn áhuga á að vera með. Airways og á árinu 2000 hættu for- ráðamenn þess á síðustu stundu við að sameinast Alitalia. Búist hefur verið við samruna flugfélaga um alllangan tíma þar sem mörg þeirra stærstu hafa verið rekin með tapi. YOGASTOÐIN HEILSUBOT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. Hví ekki að prófa?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.