Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 TILVERA 17
Minogue berast líflátshótanir
Ástralska söngkonan Kylie
Minogue er í öngum sínum
vegna hótunarbréfa sem hún
hefur fengið frá einum aðdá-
enda sinna.
„Hún vill að þessi brjálæðingur
verði tekinn," segir heimildar-
maður breska æsiblaðsinsThe
Sun.
Kylie fór ekki að hafa neinar
áhyggjur af bréfaskriftunum
fyrr en þau voru orðin tvö á
dag. Þá hafði hún samband við
lögregluna og afhenti henni
sjö hundruð bréf sem talið er
að sami maðurinn hafi skrifað.
Bréfin voru ýmist send á heim-
ili Kylie í Chelsea eða á skrif-
stofuna hennar.
„Við getum staðfest að kona
sem býr í Chelsea hefur kært
ofsóknir," segir talsmaður lög-
reglunnar við The Sun.
Af Kylie er það annað að frétta
að orðrómur er kominn á kreik
um að hún sé kona ekki ein-
sömul. Ekki þurfti meira til en
óskir hennar um að draga að-
eins úr vinnu.
„Hún er annaðhvort ólétt eða
þá að hún gerir sér vonir um
að verða það á næstu mánuð-
um," segja vinir söngkonunnar
við enska slúðurblaðið Heims-
fréttir.
Um þessar mundir er Kylie
með franska leikaranum og
hjartaknúsaranum Olivier
Martinez. Orðrómi um óléttu
er vísað á bug.
Kristján Harðarson stofnaði Subway í Lúxemborg:
Bætirvið tveimur
á næsta ári
Kristján Harðarson er ungur maður
sem flutti með fjölskyldu sína til
Lúxmborgar fyrir fimm árum og
hefur síðan verið að koma undir sig
fótunum. í sumar stofnaði hann
svo fyrsta Subway-staðinn í Lúx-
emborg, sem var opnaður í júlí, og
hyggur á fleiri landvinninga í þeim
efnum
„Það eru um það bil þrjú ár síðan ég
fór að spá í málin í sambandi við
Subway-veitingastað. Heima hafa þeir
gengið vel og eru orðnir á annan tug. í
þessu mikla alþjóðasamfélagi sem er í
Lúxemborg var enginn Subway-staður
svo mér fannst vera kominn tími til að
Lúxemborgarar fengju að kynnast
subway-samloku."
Kristján tók sér góðan tíma og það
var síðan í fyrra sem hann lét verða af
því að ná sér í réttindi og hefúr nú
einkarétt á Subway í Lúxemborg og
Belgíu: „Ég kom þó hingað til Lúxem-
borgar með allt annað starf í huga. Það
var fyrir fimm árum sem mér bauðst að
koma og vinna við kvikmyndafyrirtæki
sem sér um dreifingu á kvikmyndum.
Við þetta starfaði ég allt þar til í sumar
að ég hætti um leið og ég opnaði
Subway-veitingastaðinn."
Fann góðan stað
Kristján segist hafa hugsað vel um
staðsetninguna. „Ég var með miðbæ-
inn í huga tii að byrja með og vonandi
á ég eftir að stofna Subway þar, en taldi
það vera of erfitt í upphafi og leitaði að
hentugri stað. Það sem síðan varð fyrir
valinu er stærsta kvikmyndahúsið í
Lúxemborg og eina kvikmyndahúsið
sem sýnir kvikmyndir með tali á frum-
máli. Segja má að starf mitt við kvik-
myndadreifinguna hafi komið mér til
góða þegar ég valdi þennan stað. Kvik-
myndahúsið er í bisnesshverfi þar sem
er fjöldinn allur af bönkum og í næsta
húsi er stór amerískur banki. I heiidina
em um 30 þúsund starfsmenn í ná-
grenninu sem koma hvaðanæva úr
heiminum og starfa við bankana og
Evrópustofrianir sem em einnig hér í
nágrenninu. Það em því margir ein-
staklingar sem kannast við vömmerkið
annars staðar frá. Þannig að á daginn
kemur fólk sem starfar í nágrenninu til
okkar og svo em það kvöldin þegar
mest er aðsóknin í kvikmyndahúsin."
Viðtökurnar hafa farið
fram úr vonum okkar
og traffík verið jöfn og
góð. Ég er þegar farinn
að huga að öðrum
stöðum og einbeiti mér
fyrst að Lúxemborg
Subway í Lúxemborg er ekki ósvip-
aður Subway-stöðunum á íslandi. „An
þess að ég hafi sjálfhr séð Subway í
Smáralind er mér sagt að staðurinn
minn sé mjög líkur þeim Subway. Þetta
er staðlað umhverfi sem er þó hægt að
breyta út frá en þegar á heildina er litið
verða Subway-staðir lfkir hver öðmm.
Það er helst stærðin sem er misjöfn.
Fjölskylduvænt umhverfi
Þegar Kristján flutti með fjölskyldu
sína til Lúxemborgar vom þau þrjú. Nú
em þau orðin fjögur og líður ekki á
löngu þar til þau verða fimm. „Luxem-
bourg er að mörgu leyti fjölskyldu-
vænn staður. Mjög vel er hugsað um
bömin í skólanum og ekki er það verra
að tekjuskattur lækkar við fyrsta bam,
enn meira við annað bam og verður
nánast enginn við þriðja bam. Það er
því ekki hægt að kvarta yfir aðstæðum,
enda líður okkur öllum mjög vel hér.“
Viðtökumar hafa farið fram úr von-
um Kristjáns: „Það fylgir því alltaf dálít-
ill kvfði þegar farið er í nýtt starf, og
þegar um er að ræða eigin rekstur er
áhætta tekin. Ég verð þó að segja að
viðtökumar hafa farið fram úr vonum
okkar og traffik verið jöfn og góð. Ég er
þegar farinn að huga að öðmm stöð-
um og einbeiti mér íyrst að Lúxem-
borg. Ég reikna með að opna tvo staði á
næsta ári. Síðan gæti Belgía komið í
kjölfarið."
hkarl@dv.is
TJÖRNIN: Horft suður yfir tjörnina yfir blómaskrúðið í Ráðhúsinu.
GAMAN: Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, Þórólfur Árnason
borgarstjóri og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Borgarstjóri tók þátt i
blómaskreytingakeppni og atti kappi við formann landbúnaðarnefndar Alþingis.
BLÓM: Glæsilegar blómaskreytingar fylltu sal Ráðhúss Reykjavikur. Blómasýningin var aðstandendum til mikils sóma og Ijóst að íslenskir blómaskreytingamenn kunna ýmislegt fyrir sér.