Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 Bleikt gegn brjóstakrabbameini FORVARNIR: ÁstríðurThoraren- sen kveikti bleik Ijós við Stjórnar- ráðshúsið í gærdag að viðstöddu fjölmenni; þar á meðal Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags (slands.Til- gangur bleiku Ijósanna er að vekja athygli á brjóstakrabba- meini. Krabbameinsfélagið verð- ur með fræðslu um brjóstakrabbamein í þessum mánuði og eru konur hvattar til að nýta sér boð leitarstöðvar fé- iagsins um röntgenmyndatöku. Fleiri hús munu skarta bleikum lit f mánuðinum, þar á meðal Sjúkrahúsið á (safirði en meðal frægra bygginga erlendis sem hafa verið lýstar upp má nefna Empire State í New York og Skakka turninn í Pisa. Eldur í bústað ELDSVOÐI: Eldur kom í gær- kvöld upp í sumarbústað sem verið hefur í smíðum við Vest- urvör í Kópavogi.Tilkynningu barst um eldinn uppúr klukkan tíu og logaði mikill eldur þegar bílar komu á vettvang. Kalla þurfti á liðsauka þar sem langt var í brunahana og gekk þá fljótlega að ráða við eldinn. Húsiðer taliðónýtt. ASI sendir hóp að Kárahnjúkum Hópur manna á vegum Alþýðu- sambands fslands fer að Kára- hjúkum í dag til að ræða við launþega þar. Eins og greint hefur verið frá eru samskipti samráðsnefndar verkalýðs- hreyfingarinnar og ítalska fyrir- tækisins í strandi eftir að fulltrúi fyrirtækisins kvaðst umboðs- laus á fundi aðila í fyrrakvöld. Ofangreind ákvörðun um að senda hóp manna að Kárahnjúkum var tekin á fundi miðstjórnar ASÍ í gær, þar sem mættu fulltrúar verka- lýðshreyfmgarinnar í samráðsnefnd um virkjunarsamning vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Fóru miðstjórnar- menn og Mltrúar samráðsnefndar- innar yfir stöðu mála varðandi Impregilo Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði við DV eftir fundinn að þar hefði verið undirstrikað, sem margít- rekað hefði verið áður, að íslensk verkalýðshreyfing sætti sig ekki við annað en að farið væri að settum leikreglum á vinnumarkaði. Á fundinum hefði verið samþykkt að leita eftir fundi með forráða- mönnum Landsvirkjunar, þar sem farið yrði fram á að fyrirtækið héldi eftir íjármunum til að mæta hugsan- legum kröfum um vangoldin laun. Á fundinum var enn fremur kosin aðgerðanefnd sem halda skal á mál- um að Kárahnjúkum frá degi til dags. Loks var ákveðið að styrkja stöðu að- altrúnaðarmanns á staðnum með því að sjá til þess að hann fái trúnað- armann við hlið sér. Forstjóri Vinnumálastofnunar: Nokkuðjákvæður eftir heimsóknina Menn hefðu fengið útborgað samkvæmt upphæðum á launaseðlum. Samkomulag hefur náðst um uppgjör launa til erlendra verka- manna sem vinna hjá ítalska verk- takafyrirtækinu Impregilo. Þá kveðst forstjóri Vinnumálastofn- unar nokkuð sáttur við það sem fyrir augu bar í heimsókn hans að Kárahnjúkum í gær. „Ég er nokkuð jákvæður eftir þessa heimsókn," sagði Gissur Pét- urson, forstjóri Vinnumálastofnun- ar, þegar DV ræddi við hann í morgun. Hann fylgdist með út- borgun launa hjá Impregilo í gær og kvaðst ekki hafa séð neina hnökra á henni. Menn hefðu feng- ið útborgað samkvæmt upphæð- um á launaseðlum. Gissur kvaðst hafa tekið afrit af seðlunum. Hann sagðist jafnframt hafa skoðað að- stæður og væru vistarverur og að- búnaður ekki óvistlegri en tíðkaðist við slíkar stórframkvæmdir. í gær náðist svo samkomulag milli Impregilo og fulltrúa lands- samtaka ASI í samráðsnefnd um fyrirkomulag launauppgjörs er- lendra starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun. Þar er m.a. kveðið á um aðgang yfirtrúnaðarmanns verkamanna á svæðinu að gögnum þannig að tök séu á að sannreyna að launagreiðslur fari fram með réttum hætti. Einnig er kveðið á um greiðslu launa inn á banka og út- gáfu launaseðla á íslensku. JSS Hörð átök í Heimdalli Atli Rafn Björnsson var sjálf- kjörinn til formennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna, í gær eftir að Bolli Thoroddsen dró framboð sitt til baka. Harðar deilur urðu f aðdraganda fundarins. Stjórn félagsins ákvað í fyrradag að fresta afgreiðslu á 1.152 inn- tökubeiðnum í félagið fram yfir að- alfund þar sem athugun á um 100 umsóknum hafði leitt f ljós að stór hluti „meintra" umsækjenda hafði ekki ætlað sér að skrá sig í félagið. í kjölfar ákvörðunar stjórnarinn- ar dró Bolli framboð sitt til baka og einnig allir sem buðu sig fram til stjórnar með honum. Hópurinn sakar stjórn félagsins um andlýð- ræðisleg vinnubrögð. Bolli segir að það sé „algjört rugl" að umsóknarbeiðnum hafi verið safnað á röngum forsendum. „Þeir voru að fara að tapa kosningunum og þess vegna gripu þeir til þess ör- þrifaráðs að samþykkja ekki þessar nýskráningar. Og jafnvel þótt þetta ætti við um einhvern hluta um- sókna - sem er ekki raunin - hvað þá um hina sem voru tilbúnir að ganga í flokkinn og styðja ungliða- hreyfinguna?" segir Bolli. „Þessi ummæli koma mér á óvart og mér þykir leiðinlegt að þau skuli hafa ákveðið að draga framboð sitt til baka,”segir Magnús Þór Gylfa- son, fráfarandi formaður. Leikrsglur í húfi Á fundinum var ályktun sam- þykkt: „Miðstjórn ASI mótmælir harðlega framferði ítalska verk- takafyrirtækisins Impregilo í sam- skiptum þess við launafólk. Lýst er fullri ábyrgð á hendur fyr- irtækinu. Það er enn fremur ljóst að ábyrgð Landsvirkjunar í þessu máli er ótvíræð. Ábyrgð stjórnvalda er jafnframt mikil. Miðstjórnin telur mikilvægt að samstaða náist milli Samtaka at- vinnulífsins og Alþýðusambands Islands um að tryggja að farið verði að þeim samningum og lögum sem í gildi eru. Það er mikilvægt að allir þessir aðilar snúi bökum saman til að þessi mál verði færð til betri vegar. Samskipti og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði eru í húfi." Grétar sagði að hafa bæri í huga að virkjanasamningurinn rynni út í febrúar. Ef menn kysu að halda málum svo opnum sem verið hefði þyrfti að hafa í huga að kjarasamn- ingar færu brátt í hönd. „Og allir vita hvað það þýðir," sagði Grétar Þorsteinsson. -JSS ETNING ALÞINGIS: Biskup (slands, herra Karl Sigurbjörnsson, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, ráðherrar og þingmenn ganga frá Dómkirkjunni til Alþingishússins undir heiðursverði lögreglumanna. DV-mynd ÞÖK Lítil framlög íslands til þróunarhjálpar okkur til álitshnekkis, sagði forsetií þingsetningarræðu u 1 Hundrað og þrítugasta lög- gjafaþing íslendinga var sett í gær. Forseti íslands sagði í setn- ingarræðu sinni að lágt framlag íslands til þróunarhjálpar veikti stöðu íslendinga á alþjóðavett- vangi. Athöfhin í gær hófst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni þar sem séra Ólafur lóhannsson, sóknar- prestur í Grensásprestakalli, predik- aði og þjónaði fyrir altari ásamt bisk- upi íslands, herra Karli Sigurbjöms- syni. Að guðsþjónustu lokinni gengu þingmenn og rfkisstjórn með biskup Islands í fararbroddi, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og eigin- konu hans, frú Dorrit Moussaieff, til Alþingishússins. Þar setti forseti þingið formlega og gerði að umtals- efni litla þátttöku Islands í þróunar- hjálp. Sagði hann h'fið ffamlag ís- lendinga geta veikt stöðu okkar á al- þjóðavettvangi, ekki síst í ljósi þess að íslendingar hafa boðist tÚ að taka sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. „Hvernig sem það veltur er ljóst að með auknum ábyrgðarstörfum á al- þjóðavelli, innan Alþjóðabankans, Sameinuðu þjóðanna og víðar mun þessi sérstaða íslands meðal frænd- þjóðanna á Norðurlöndum og ríkj- anna í Evrópu vestanverðri, verða í æ ríkari mæli talin okkur til álitshnekk- is.“ Að lokinni semingarræðu forseta tók Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, starfsaldursforseti Alþing- is, við fundarstjóm. Stjórnaði hann kjöri forseta þingsins þar sem Hall- dór Blöndal var endurkjörinn. Að því loknu var fundi frestað til fjögur síð- degis en þá fór ffarn kosning í fasta- nefndir og til Islandsdeilda þeirra al- þjóðasamtaka sem Alþingi er aðili að. Þá vom kosnir sex varaforsetar og síðan hlutað um sæti þingmanna, annarra en ráðherra og forseta Al- þingis, en átján nýir menn hafa verið kosnir til þingsetu í vetur. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.