Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 12
12 MENNING FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 Menning Leikhús • Bókmenntir • Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Eru huliðsheimar raunverulegir? Sara Kane LEIKUST: ( kvöld kl. 22.15 verð- ur fluttur fléttuþáttur um Söru Kane sem hefur verið talin í fremstu röð breskra leikskálda fyrir verk á borð við Blasted, Cleansed og Crave. I þættinum er skyggnst inn í líf og skáldskap Söru sem var að- eins 28 ára gömul þegar hún féll fyrir eigin hendi, fyrir fjór- um árum. KVIKMYNDIR: ítilefni af frum- sýningu heimildamyndarinnar Rannsókn á huliðsheimum eft- ir Jean Michel Roux í Háskóla- bíói skipuleggur Alliance Fran^aise umræðufund um efni hennar með leikstjóranum sjálfum og nokkrum þátttak- endum myndarinnar, meðal annarra miðlum og vísinda- mönnum - Erlu Stefánsdóttur, Þórunni Kristínu Emilsdóttur, Brynjólfi Snorrasyni, Guðjóni Sigmundssyni, LárusiThorla- cius, Ragnari Stefánssyni o.fl. - í kvöld kl. 20 í nýjum húsa- kynnum félagsins,Tryggva- götu 8,2. hæð. Umræður fara fram á íslensku og ensku og þeim stýrir Gérard Lemarquis. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Ráðaleysi LEIKLIST: Ráðalausir menn hafa horfið af fjölunum um hríð vegna anna aðstandenda erlendis en sýningar verða laugardagskvöldið 4. okt. kl. 20 íTjarnarbíói og svo aftur föstu- dagskvöldið 10. okt á sama tíma. Þetta er hnitmiðað og skemmtilegt svar karlmanna við Sellófani og Beyglum með öllu... segir Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikarinn heimsþekkti sem leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld. Hinn heimskunni sellóleikari, Erling Blöndal Bengtsson, hefur komið til íslands oftar en hann fær tölu á komið - enda er hann íslenskur í móð- urætt, og þó að hann sé fæddur í föðurlandi sínu, Danmörku, lítur hann á ísland sem sitt annað heimaland. hað þriðja eru svo Bandaríkin því að þar hefur hann búið í þrettán ár, síðan hann varð prófessor við Háskólann í Michigan íAnn Arbor. Margir kannast við styttuna af sellóleikaran- um eftir Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara sem stendur á Hagatorgi, gegnt Háskólabíói, en færri vita kannski að það var Erling Blöndal Bengtsson sem sat fyrir hjá henni - og lék fyrir hana atlan tímann. Ólöf hefur sagt að ekkert verk hafi hún notið eins mikið að vinna, svo ljúft hafi verið að hlusta á tónlistina. f kvöld leikur Erling Blöndal einleik með Sin- fóníuhljómsveit Islands í Háskólabíói undir stjóm Damian Iorio. Tónleikamir hefjast á Rúmenskri rapsódíu eftir George Enesco, síðan Þar á ofan hefur verkið þá sér- stöðu í mínu iífi að árið 1949 frumflutti ég það á Norður- löndum. Þetta verk erþví gamall og góður vinurl kemur Konsert í e-moll fyrir selló og hljómsveit eftir Aram Khatsjatúrjan þar sem Erling Blön- dal leikur einleik. Eftir hlé verður flutt Sinfónía nr. 3 eftir johannes Brahms. „Einkakonsert" Erlings Við Erling Blöndal hittumst á Hótel Sögu þar sem hann segist hafa gist alveg síðan það var reist. Áður gisti hann á Hótel Borg þegar hann kom til landsins og fannst það líka prýðilegt en Saga er óneitanlega þægilegri þegar unnið er úti í Háskólabíói. Blaðamaður spyr hann fyrst út í einleiksverkið - valdi hann sjálfur þennan sellókonsert eftir Khatsjatúrjan? „Já, eiginlega get ég sagt það,“ svarar hann, „og tilefnin em tvö: Khatsjatúrjan á aldar- afmæli í ár, hann fæddist 1903, og svo hefur selló- konsertinn hans aldrei áður verið leikinn á fslandi. Þar á ofan hefur verkið þá sérstöðu í mínu lífi að árið 1949 ffum- flutti ég það á Norðurlöndum. Þetta verk er því gamall og góður vinur! Ég hef leikið það oft síðan ‘49 og nýt þess í hvert skipti. Þetta er litríkt verk og ber þess merki að tónskáldið var armenskt að uppmna; það hefur austræn einkenni og er afar tjáningarríkt." - Er það létt eða þungt? „Áheymar, áttu við? Eg held að það sé létt verk og mjög áheyrilegt." - En ekki létt að leika það? „Nei, það er ekki til neitt verk sem er létt að leika,“ seg- ir meistarinn, brosir elskulega og bætir við: „Khatsjatúrjan var geysilega gott tónskáld og skrifaði ákaflega vel.“ Tengdadóttirin mótleikari Á sunnudagskvöldið kl. 20 verða allt annars konar tón- leikar í Salnum þar sem Erling Blöndal Bengtsson leikur ásamt tengdadóttur sinni, hinum glæsilega píanóleikara Ninu Kavtar- adze. Á þeirri efhisskrá er klassísk tónlist við allra smekk, Sónata í A-dúr op. 69 eftir Beet- hoven, Sónata í g-moll op. 65 eftir Chopin, El- egía op. 24 eftir Fauré og Sónata í d-moll op. 40 eftir Shostakovítsj, „besti sellókonsert 20. ald- Erling Blöndal Bengtsson nýtur þess að koma til Islands. DV-mynd ÞÖK ar“, að sögn einleikarans. „Við Nina höfum ferðast saman og haldið tónleika síðan 1986," segir Erling Blöndal, „og reyndar komum við hingað snemma á þeim ferli og lékum með Sinfóníuhljómsveitinni, mig minnir að það hafi verið 1988. Hún er Rússi en hefur búið í Danmörku ámm saman. Hún er afar góður píanóleikari og í næsta mánuði eig- um við að leika saman bæði í The National Gallery í Washington og háskólanum mínum í Michigan. Ekki má gleyma því að á þriðjudag- inn eigum við að leika saman á ísafirði, í fæð- ingarbæ móður minnar." Hér er svo mikill áhugi og góður skilningur á tónlist og þar að auki kann fólk að hríf- ast, það er stór kostur. - Móðir þín á væntanlega sinn þátt í því hvað þú kemur oft til íslands. „Já, vissulega," segir hann, „hingað hef ég komið reglulega síðan 1964, í nærri fjörutíu ár. Okkur hjónunum líður afskaplega vel á íslandi. Ég held hreinlega að leitun sé að fólki sem er Jirifnara af landinu en við.“ íslendingar kunna að hrífast - Hvemig er að spila fyrir fslendinga? „Það er það besta sem til er," segir hann ein- læglega. „Hér er svo mikill áhugi og góður skilningur á tónlist og þar að auki kann fólk að hrífast, það er stór kostur." - Miidð má vera ef þú átt ekki sjálfur þátt í þeim áhuga og skilningi, segir blaðamaður, því að þú hefur verið með í að byggja upp íslenskt tónlistarh'f á undanfömum áratugum. Já, ég vona það. Ragnar Jónsson í Smára var aldavinur minn og lífið og sálin í Tónhstarfé- laginu sem var svo stór hluti af tónlistarlífinu hér fyrr á ámm. Erling Blöndal Bengtsson er einn reyndasti núlifandi einleikari í heimi. Hann var aðeins fjögurra ára gamail þegar hann hélt sína fýrstu tónleika og tíu ára kom hann í fyrsta sinn fram sem einleikari með hljómsveit. Það var í Tívoh í Kaupmannahöfn. Hann varð sjötugur í fyrra og er enn á faraldsfæti um víða veröld, eftirsóttur hvarvema. Tryggð hans við móðurlandið er milcil gæfa fyrir þessa þjóð. SELLÓLEIKARINN: G!ímt við arfinn LOKI KUPPIR LOKKA SIFJAH Myndskreyting Sigrúnar Eldjárn við sögu Kristínar R.Thorla- dus í Auga Óðins. OBÓKMENNTAGAGNRÝNI Katrín Jakobsdóttir Sjö sögur ur norrænni goðafræði Auga Óðins er gott dæmi um tilraunastarf- semi hjá Máli og menningu og IBBY á íslandi. Sjö góðkunnir barnabókahöfundar fá það verkefni að velja sér textabrot úr Snorra Eddu eða eddukvæðum og semja svo smásögu upp úr því. Það er áhugavert þegar maður les bókina í heild sinni hve Loki virðist heilla höfunda enda fáar persónur goðaffæðinnar jafn margræðar og þar af leiðandi jafn spennandi og torræðar og Loki. Hann gegnir aðalhlut- verki í tveimur sögum af sjö og er að auki lyk- ilmaður í þeirri þriðju. Annars leita höfund- arnir víða fanga í efniviðnum. Gunnhildur Hrólfsdóttir fer þá leið að tengja samtímann við goðheima með flakki milli heima; samtímastúlkan Nótt kynnist nöfnu sinni, gyðjunni, sem hefur lent í jötnahöndum. Gunnhildur tengir efniviðinn líka umræðu um veðrabreytingar og gróður- húsaáhrif þannig að sagan öðlast líf í sam- tímanum. Kristín R. Thorlacius vinnur úr Lokasennu en lætur söguna gerast í afmælis- boði í samtímanum. Hún notar nútímahug- tök á borð við einelti til að skýra hegðun goð- anna, sem eru í þessu tilfelli böm sem heita nöfnum goðanna. Sagan er skemmtileg, ekki síst vegna sammna nútímahugtaka og gam- alla goða. Það er áhugavert hve Loki virðist heilla höfunda enda fáar persónur goðafræðinnar jafn margræðar og þar afleið- andi jafn spennandi og tor- ræðar og hann. Iðunn Steinsdóttir kýs að segja söguna af því þegar Fenrisúlfur var bundinn á nútíma- máli án þess að færa söguna til í tíma eða rúmi og er það læsileg og skemmtileg frá- sögn. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skrifar flæðiskennda sögu út frá heimsókn Óðins til Gunnlaðar og skáldskaparmiðinum og lætur hana gerast í nútímanum. Stemningin í henni er dulræn og dökk en líka heillandi. Jón Hjartarson þiggur innblástur sinn úr sögunni af því þegar Freyr varð ástfanginn af Gerði Gymisdóttur og færir hana í nútíma- búning. Sagan er skemmtileg, einkum vegna persónu Bjarts, sem eríhlutverki Skírnis (nöfnin merkja hið sama) en hann er skemmtileg týpa sem lfldega myndihljótavið- umefnið „redd- ari“. Kristín Steins- dóttir skrifar sál- fræðilega sögu um Loka og Sig- yn sem lýsir samskiptum þeirra, „með- virkni" Sigynjar og sjálfsréttlæt- ingu Loka. Þetta er áhugavert efni og gæti vel átt heima í lengra verki fyrir full- orðna. Ragnarök eftir Öddu Steinu Björnsdóttur er svo síðasta sagan í bókinni. Þar em ragnarök látin endurspeglast í hvers- dagslegum harmleik úr samtímalífinu og tenging sköpuð með hjálp tölvutækni. Aftast í bókinni er hugtakasafn, tekið sam- an af Sigþrúði Gunnarsdóttur, þar sem fróð- leikur um norræna goðfræði er settur fram á mjög aðgengilegan hátt. Á heildina litið er Auga Óðins prýðileg glíma við fornan arf sem nútímabörn ættu að hafa gaman af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.