Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 FRÉTWt 11 FBI á leið í Hvíta húsið Efast um vísindin UPPLÝSINGALEKI: Útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar FBI eru á leið í Hvíta húsið til að reyna að komast til botns í því hver nafngreindi konu eina sem starfar fyrir leyni- þjónustuna CIA. Slíkt athæfi er refsivert samkvæmt banda- rískum lögum. Eiginmaður konunnar hafði gagnrýnt málatilbúnað Bush forseta fyr- ir Iraksstríðið. Embættismenn í Hvíta húsinu sögðu í gær að hver sá sem byggi yfir upplýsingum um lekann skyldi koma þeim til dómsmálaráðuneytisins. Þegar er byrjað að leita gagna í tölv- um forsetaembættisins. Einn helsti ráðgjafi Bush, Karl Rove, var um tíma efstur á lista grunaðra en hann þvertekur fyrir að hafa lekið. fhaldssamur dálkahöfundur, Robert Novak, greindi fyrstur manna frá nafni CIA-konunn- ar. Hann segir að upplýsing- arnir hafi komið frá starfs- manni CIA en ekki úr Hvíta húsinu. Mál þetta er hið vand- ræðalegasta fýrir Bush þar sem enn hafa engin gjöreyð- ingarvopn fundist í Irak. LOFTSLAG: Ráðgjafi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta setti í gær fram efasemdir um vís- indin sem liggja til grundvallar Kyoto-samningnum um lofts- lagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda. Vís- indamönnum var mörgum hverjum ekki skemmt. Samningurinn mun ekki öðl- ast gildi nema með stuðningi ráðamanna í Moskvu. „Við þurfum svör," sagði Andrei lllaríonov, ráðgjafi Pútíns, á loftslagsráðstefnu sem haldin er í Moskvu þessa dagana. Pútín sagði sjálfurá mánudag að Rússar þyrftu meiri tíma áður en þeir tækju ákvörðun. Þar með gekk hann á bak fyrri orða um að samningurinn yrði staðfestur á næstunni. Rúmenskur sígaunakóngur stendur fast á sínu: Neitar að hafa þvingað tólf ára dóttur sína í hjónaband Rúmenski sígaunakóngurinn Florian Cioaba þvertók fyrir það í gærkvöld að hafa þvingað tólf ára gamla dóttur sína til að giftast fimmtán ára pilti. Málið hefur vakið mikla athygli í bæði Rúmeníu og erlendis. „Börnin vildu þetta og foreldr- amir féllust á ráðahaginn. Þetta var ekki nauðungarhjónaband," sagði Florian kóngur í þætti í rúmenska sjónvarpinu í gærkvöld þar sem hjónakornin komu bæði fram og staðfestu að þau hefðu viljað þetta. Hundmð gesta og fjöldi frétta- manna urðu hins vegar vitni að því á laugardag þegar Ana-Maria prinsessa reyndi árangurslaust að flýja af hólmi þegar kom að stóm UMDEILT HJÓNABAND: Rúmensk stjórn- völd hafa hafið rannsókn á umdeildu hjónabandi hinnar 12 ára gömlu sígauna- prinsessu Önu-Mariu og 15 ára pilts. stundinni f borginni Sibiu í Tran- sylvaníu. Bæði Evrópusambandið og rúm- enskir embættismenn hafa for- dæmt hjónabandið. Rúmenar hafa áhuga á að komast inn í ESB árið 2007 og er þetta mál því vandræða- legt fyrir stjórnvöld. Ana-Maria hafði gert það ljóst að hún væri andvíg hjónabandinu þegar hún flúði kirkjuna. Hún komst ekki langt og fjölskylda hennar fylgdi henni aftur þangað. Síðar um kvöldið var brúðkaups- gestum sýnt lak með blóðblettum sem tákn um að hjónabandið hefði verið fullkomnað með samræði. Rúmensk stjórnvöld hafa ákveð- ið að fram fari rannsókn á hjóna- bandi ungmennanna. Grunaður morðingi Önnu Lindh: Þykist vera geðsjúkur Lögreglu og saksóknara í Sví- þjóð grunar að maðurinn sem talinn er hafa myrt Önnu Lindh utanríkisráðherra geri sér upp geðveiki til að verða úrskurðað- ur til vistunar á réttargeðdeild en ekki dæmdur í lífstíðarfang- elsi ella. Sænska blaðið Expressen hefur það eftir heimildarmanni sínum í dag að hinn 24 ára gamli Mijailo Mijailovic hafi hagað sér afar ein- kennilega. Aftonbladet segir í dag að Mijailovic hafi lagt eld að fötum sínum eftir morðið á Önnu Lindh. Morguninn eftir morðið játaði hann á sig verknaðinn fyrir móður sinni. Stakk og stakk og stakk „Það var ég sem gerði þetta," sagði Mijailovic við móður sína. „Ég bara stakk og stakk og stakk." Hann mun einnig hafa greint fleirum frá því sem hann gerði. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni hefur Mijailovic aftur á móti neitað aðild að morðinu. Lífsýni af morð- vopninu mun þó vera úr mannin- um, að því er sænsk blöð hafa skýrt frá. Endanleg niðurstaða mun hins vegar ekki liggja fyrir fyrr en næst- komandi þriðjudag. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Stillholt 2, fastanúmer 210-1339, Akra- nesi, þingl. eig. Gunnar Kristinn Bald- ursson, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður, Húsasmiðjan hf. og Út- gáfufélagið DV ehf., miðvikudaginn 8. október 2003 kl. 11.00._ SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI ERFIÐUR: Grunaður morðingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur ekki ver- ið samvinnuþýður við lögregluna og neit- ar sök. Lögreglan er þó viss um að hafa rétta manninn i haldi að þessu sinni. Einstæð móðir, vinkona hins grunaða, segir við Aftonbladet að hann hafi komið í heimsókn tii sín nokkrum klukkustundum eftir árásina á utanríkisráðherrann í vöruhúsinu NK í Stokkhólmi. Uppboð Eftirtaldið lausafé verður boðið upp að Brúartorgi 8 fimmtudag- inn 9. október 2003 kl. 17.00, hafi beiðnirnar ekki verið aftur- ___________kallaðar._________ Gorgi affelgunarvél 312 0655, Gorgi affelgunarvél 452 2445 Gorgi affelgunarvél án númers, Gorgi affelgunarvél án númers, Mondolfo Ferro affelgunarvél 1754, Cemb C 32 balance-vél 843860, Gorgi E T-66 balance-vél 6072143, Brannick glennari Shamal 2936 loftpressa. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI HÚSAFRIÐUNARNEFND RÍKISINS auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs vegna endurbóta á friðuðum eða varðveisluverðum húsum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. framkvæmda til viðhalds og endurbóta. Enn fremur eru veittir styrkir til byggingarsögulegra rannsókna, útgáfu þeirra og húsakannana. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desember 2003 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Lyngási 7, 210, Garðabæ, á umsóknareyðublöðum sem þarfást. Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á heimasíðu Húsafriðunarnefndar, www.husafridun.is. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.