Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 FRÉTTIR 9
Hópur um húsaleigubætur
HÚSNÆÐISMÁL Félagsmálaráð
hefur skipað starfshóp sem
skila á tillögum um tilhögun
sérstakra húsaleigubóta og
setja fram tímasetta aðgerðar-
áætlun um breytt fyrirkomulag
húsaleigubóta. Tillögur hópsins
eiga að grundvallast á tillögu
að stefnu í félagslegum hús-
næðismálum í Reykjavík. Helstu
tillögur að stefnu í félagslegum
húsnæðismálum í Reykjavík eru
að veittar verða sérstakar húsa-
leigubætur ofan á almennar
húsaleigubætur til þeirra sem
búa við verstar félagslegar að-
stæður. (stað þess að allir sem
búi í íbúðum Félagsbústaða fái
niðurgreidda húsaleigu fá ein-
ungis þeir sérstakar húsaleigu-
bætur sem eru undir ákveðnum
tekju- og eignamörkum og búa
við erfiðar félagslegar aðstæð-
ur. Sérstakar húsaleigubætur
greiðast óháð því hver leigusal-
inn er. Starfshópinn skipa Lára
Björnsdóttir félagsmálastjóri,
Sigurður K. Friðriksson fram-
kvæmdastjóri Félagsbústaða
hf., Ólöf Finnsdóttir forstöðu-
maður lögfræðiskrifstofu Fé-
lagsþjónustunnar og Sigurður
Snævarr borgarhagfræðingur.
Opin norræn landamæri
FUNDIR: Opin norræn landa-
mæri og frjálsar ferðir vinnandi
fólks verða efst á baugi á þingi
Norðurlandaráðs í Ósló í októ-
berlok. Berit Andnor, sam-
starfsráðherra Svía, og Poul
Schluter, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Dana, munu gera
grein því hvernig gengið hefur
að afnema hindranir á norræn-
um landamærum. Staða Norð-
urlanda í nýrri Evrópu verður
líka til umræðu sem og Vest-
norræna samstarfið. Önnur
áhugaverð málefni eru norræn
kvikmyndaverðlaun. Þá verða
ræddar aðgerðir til að stöðva
mansal og vernda vistkerfið í
Eystrasalti. Er þá fátt eitt nefnt.
Halldór Árnason, skrifstofustjórí í forsætisráðuneytinu:
Enginn ágreiningur
um uppsögn Guðnýjar
Halldór Árnason, skrifstofu-
stjóri í forsætisráðuneytinu,
segir að allir hlutaðeigandi hafi
vitað að samningur þess efnis
að Guðný Halldórsdóttir sæi um
gæslu Gljúfrasteins rynni útfyr-
ir mánuði. Um það hefði enginn
ágreiningur verið.
„Það vissu allir aðilar fyrir fram
að samningurinn rynni út 31.
ágúst. Þetta var bara samningur til
eins árs og allir vissu að hann yrði
ekki framiengdur," sagði Halldór
við DV í gær.
- Það hefur verið látið í veðri
vaka að Guðný mundi halda áfram,
enda hélt hún áfram að fylgjast
með húsinu.
„Guðný lét aldrei í veðri vaka við
mig eða ráðuneytið að hún héldi
áfram. Það er enginn ágreiningur
milli mín eða ráðuneytisins og
hennar um þennan samning."
Spurður um þátt Völu Káradótt-
ur sagði Halldór að hún væri ein-
ungis að skrá bækur á Gljúfrasteini
en kæmi hvergi nærri einkaskjala-
safninu. „Þetta eru bækur sem eru
á Gljúfrasteini og verða þar. Þessar
bækur verður að skrá og er gert í
sameiginlegu bókasafnskerfí sem
verið er að setja upp þessa dagana.
Þetta gerir hún undir leiðsögn
bókasafnsfræðings sem starfar hér
í ráðuneytinu."
Halldór sagði að einkaskjöl Hall-
dórs Laxness hefðu verið afhent
Landsbókasafninu 1996, án nokk-
urra kvaða. Hluti skjalanna varð
eftir á Gljúfrasteini að beiðni Auð-
ar, ekkju Halldórs, enda bjó hún þá
þar. En eftir að hún flutti þaðan
fóru skjölin á Landsbókasafnið en
lítill hluti þeirra var reyndar sendur
aftur.
Guðný lét aldrei í veðri
vaka við mig eða ráðu-
neytið að hún héldi
áfram. Það er enginn
ágreiningur milli mín
eða ráðuneytisins og
hennarumþennan
samning.
„Þannig eru öll skjöl sem tengjast
Halldóri Laxness komin á Lands-
bókasafnið. Það var enginn ágrein-
ingur um að það sem Auði til-
heyrði, tilheyrði henni. Þann hluta
er hún þegar búin að taka og ekki
meira um það að segja. Það sem nú
er á Landsbókasafninu hefur síðan
ekkert með okkur í forsætisráðu-
neytinu að gera og við skiptum
okkur ekkert af því,“ sagði Halldór.
Á síðasta ári, á 10D ára afmæli
Halldórs, keypti rfldð húsið á
Gljúfrasteini ásamt listmunum,
mörgum afar verðmætum, á um 65
milljónir króna. Jafnframt lét Auð-
ur, ekkja skáldsins, rfldð hafa gjafa-
bréf þar sem annað innbú fylgdi.
Gjafabréf þetta var kvaðalaust.
Halldór sagði að í gjafabréfinu væri
þó ákvæði um að sett yrði upp safn
á Gljúfrasteini. Þessa dagana er
unnið að undirbúningi viðgerða á
húsinu og hvernig safnið eigi að líta
út.
„Að undirbúningnum er unnið í
mikilli sátt við aðstandendur Hall-
dórs. Það er stefnt að því að opna
safnið almenningi á miðju næsta
ári," sagði Halldór.
Heimsókn Hannesar
Af gefnu tilefni var Halldór Árna-
Guðný Halldórsdóttir.
Lögspekingar sem DV ræddi
við í gær vildu lítt tjá sig um
þetta mál og þá hvort Hannesi
væri heimilt að nota bréf þau
sem hann hefur þegar Ijósrit-
að, hvort nýlegar reglur um
aðgang að einkaskjalasafni
skáldsins væru afturvirkar.
„Við vitum af þessu en ég get
ekki sagt að þetta mál sé til neinn-
ar umfjöllunar hjá okkur. Það þarf
að huga að sjálfstæði undirstofn-
ana. Við verðum að gæta þess að
gefa þeim ekki nein fyrirmæli því
ákvarðanir þeirra verður að vera
hægt að kæra til æðri stjórnvalda.
Því verður safnið að ráða sjálft
fram úr því álitamáli sem upp er
komið," sagði Jón Vilberg Guð-
jónsson, lögfræðingur í mennta-
málaráðuneytinu, við DV, . en
Landsbókasafnið heyrir undir
ráðuneytið. Jón taldi ekki rétt að
hann tjáði sig frekar um málið -
ekki frekar en aðrir lögspekingar
sem DV ræddi við í gær. Sögðust
þeir ætla að stíga varlega til jarðar
og segja sem minnst þar til samn-
ingar fjölskyldu Halldórs við for-
Að undirbúningnum er
unnið í mikilli sátt við
aðstandendur Halldórs.
Það er stefnt að því að
opna safnið almenn-
ingi á miðju næsta ári
son spurður um ferðir Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar prófess-
ors að Gljúfrasteini.
„Ég fór með Hannesi að Gljúfra-
steini f maí í vor og við dvöldum
þar í um klukkustund. Það var sjálf-
sagt mál enda langaði hann aðeins
að litast um í húsinu. Ég kannast
ekki við aðrar ferðir Hannesar
þangað. Hannes tengist því máli
sem forsætisráðuneytið vinnur að
ekki að öðru leyti en því að hann
óskaði eftir að fara upp eftir í vor,"
sagði Halldór.
Hann bætti við að allt sem varð-
aði einkaskjalasafn Halldórs sneri
að öðrum en forsætisráðuneytinu.
„Við höfum ekkert með það að gera
og skiptum okkur ekki af því."
sætisráðuneytið hefðu verið skoð-
aðir ofan í kjölinn.
Það kom þó fram í máli eins að
þetta mál yrði kannski til þess að
þeir sem gefa bréfasöfn í framtíð-
inni hugi strax að sérstökum skil-
málum með gjöfum eða öðru sem
afhent er til varðveislu í stað þess
að gera það seinna, jafnvel löngu
seinna. Á það var einnig bent að
aðgangur manna að einkaskjöl-
um og öðrum gögnum gæti tak-
markast af tilganginum. Á það
bæri að líta að Hannes væri fræði-
maður og rýmri heimildir væru
yfírleitt tengdar þeim sem væru
að skrifa fræðirit til að vitna í
heimildir, jafnvel orðrétt. Heim-
ildaritgerðir og heimildasagn-
fræði byggðist einu sinni á því að
menn notuðu heimildir. Sömu
heimildir væru síður fyrir hendi ef
menn væru aðeins að skrifa skáld-
sögu. Mönnum væri alménnt
heimilt að skoða heimildir en hins
vegar gerði höfundarrétturinn ráð
fyrir því að takmarkanir væru á
rétti höfunda til að nota slíkt efni,
t.d. vegna kennslu og fræði-
mennsku. hlh@dv.is
hih@dv.is
Lögspekingar fáorðir um laga-
legar hliðar Laxnessmálsins:
Fræðimenn búa
yfirleitt við
rýmri heimildir
VIGTARMENN
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið
í Sjómannaskólanum í Reykjavík dagana 13., 14.
og 15. okt. n.k. Endurmenntun 16. okt. n.k.
Skráningu þátttakenda I ý k u r 7. okt.
Námskeiðin hefjast kl 10.00 og þeim lýkur með prófi.
Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar
á Löggildingarstofu í síma 510 1100.
Einnig: www.ls.is undir:
Mælifræði Vigtarmenn Námskeið
Námskeiðsgjald 24.000 kr.
Endurmenntunarnámskeið 10.000 kr.
Löggildingarstofa
www.ls.is