Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR2. OKTÓBER 2003 CrTGAFUFÉLAG: ÚtgáfufélagiS DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRl: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRÍTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar. auglys- ingar@dv.is. - Dreiflng: dreifíng@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plðtugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Stóraukið aðhald boðað í fjárlagafrumvarpinu - frétt bls. 4 Samkomulag náðist við Impregilo um uppgjör - frétt bls. 6 Harkalegar deilur um bréf Nóbelskáldsins - fréttir bls. 8-9 Best að spila fyrir íslendinga - Menning bls. 12 Vampíra og veðreiðahestur í bíó - Tilvera bls. 16-17 Tveggja ára strákur klessukeyrði bíl Tveggja ára gamall ástralskur ökumaður slapp með skrekkinn í fyrradag þegar hann ók bifreið móður sinnar gegnum grindverk og á tvo kyrrstæða gamla bíla sem stóðu á bflastæði fyrir utan heimili hans í bænum Rockhampton í Queensland. Bifreiðin mun vera ónýt eftir ökuferðina en ökumað- urinn, sem heitir Ethan Nicol og eryngstur sjö systkina, hlaut ekki svo mikið sem skrámu. Móðirin, Althea Nicol, sagðist hafa verið í eldhúsinu með vin- konu sinni og litið út um glugg- ann þegar hún heyrði lætin. „Eg sá mér til mikillar skelfingar hvar Ethan litli kom á fullri ferð í gegn- um grindverkið. Ég hljóp út og þegar ég opnaði bíldyrnar lá hann ómeiddur á gólfinu," sagði móðirin. Geir og Halldór á toppnum Hærri laun KJARAMÁL: Um 90% félags- manna í verkalýðsfélögum inn- an Flóabandalagsins vilja leggja áherslu á hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum. Þetta kemur fram á vef Eflingar og er þar vitnað til viðhorfskönnunar sem IMG Gallup. Skattar eru sá málaflokkur sem flestir nefndu þegar spurt var um áherslur gagnvart ríki og sveitarfélögum. SKOÐANAKÖNNUN: Kjósendur eru ánægðastir með störf Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra og Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra ef marka má nýja könnun Gallups. Um 60% segj- ast ánægð með störf Halldórs og rétt rúm 59% með störf Geirs. Ekki er mikil munur á næstu þremur mönnum; 52,8% eru ánægð með störf Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra, 52,7% með störf Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra og 52,1% með störf Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra. Aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar eru undir 50% markinu. Um 91,5% kjósenda Sjálfstæðis- flokks eru ánægð með störf Davíðs og 81,1% framsóknar- manna með störf Halldórs. Jón í bankann SEÐLABANKI: Jón Sigurðsson hóf störf sem seðlabankastjóri í gær. Jón gegnir embætti seðla- bankastjóra ásamt þeim Birgi (s- leifi Gunnarssyni og Eiríki Guðnasyni. Ingimundur Friðriks- son, sem gegnt hefur starfi seðlabankastjóra síðustu tólf mánuði, hverfur aftur í stól að- stoðarbankastjóra en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 1994. Réttur fórnarlambs símadóna er ótvíræður segir BSRB, sem aðstoðar unga konu við að leita réttarsíns Réttur konunnar sem missti vinnu sina í kjölfar þess að hafa orðið fyrir áreiti símadóna, er ótvíræður, að mati formanns BSRB, sem segir jafnframt að samtökin muni standa á rétti hennar. Eins og DV hefur greint frá missti ung kona, sem er einstæð móðir, vinnu sfna í kjölfar þess að hafa orðið fyrir ítrekuðu áreiti símadóna á staðnum. Það voru einkum tvær konur í Hrunamanna- hreppi sem töldu sig hafa orðið fyr- ir áreitni mannsins sem sendi þeim fjölmörg SMS-símaboð eða skila- boð í gegnum tölvu sl. vetur. Þær gripu til þess úrræðis að leita til embættis lögreglunnar á Selfossi um aðstoð við að upplýsa málið. Leiddi það til þess að konurnar kærðu manninn. Nálgunarbann var sett á hann. Það fólst í því að honum var hvorki heimilt að koma nærri vinnustöðum kvennanna né heimilum þeirra. „Við lítum þetta mál mjög alvarlegum augum og það leikur enginn vafi á því að af hálfu samtakanna verður staðið á rétti viðkomandi einstaklings. Manninum var sagt upp störfum og gerður við hann starfslokasamn- ingur. Sfðla sumars var hann síðan ráðinn til sérverkefna á staðnum. Við þau vann hann ffam á haustið en þá hélt hann á brott. Önnur kvennanna gat ekki hugsað sér að mæta til vinnu meðan hann væri að sýsla í nágrenninu. Forráða- menn sveitarfélagsins tilkynntu henni að ef hún ekki mætti strax yrði önnur kona ráðin í hennar stað. Konan skýrði sitt mál en engu að síður var önnur kona ráðin í starf hennar um mánaðamótin september-október. Forráðamenn sveitarfélagsins hafa, samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér, sagt henni að hún geti fengið annað starf en því vill hún ekki una. Mikil óánægja hefur verið á vinnustað konunnar, svo og víðar í sveitarfélaginu, vegna þessa máls. Hugðist samstarfsfólk hennar grípa til tfmabundinna að- gerða henni til stuðnings en af þeim hefur ekki orðið enn sem komið er. „Málið er í athugun hjá Félagi opinberra starfsmanna á Suður- landi sem jafnframt hefur flutt það yfir á vettvang BSRB,“ sagði Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, við DV. „Við lítum þetta mál mjög alvarlegum augum og það leikur enginn vafi á því að af hálfu sam- takanna verður staðið á rétti við- komandi einstaklings. Sá réttur er ótvíræður að mínu mati, bæði sið- ferðilega og félagslega. Enn er ég að vona að lausn finnist og það hið bráðasta. Að öðru leyti, og á meðan málið er á þessu stigi vil ég ekki tjá mig frekar." -JSS Lögreglan í Neskaupstað segir rannsókn máls á viðkvæmu stigi: Dularfull skemmdarverk á jeppahjólbörðum ÍTÓMU TJÓNI: Lögreglan leitar skemmdarvargsins sem skar langar rifur og eyðilagði fjögur stór dekk hjá Steinþóri og öðrum bíleiganda. DV-myndÁsgeir ég geri ekki ráð fyrir að tryggingarn- ar bæti svona skaða. Ég vona bara að þetta mál muni upplýsast hjá lögreglunni - þessir misindismenn muni nást.“ Ég er ennþá í sjokki. Þegar ég vaknaði um morguninn sá ég að búið var að skera á öll fjögur dekkin hjá mér. Hann segir að greinilegt sé að beittur hnífur hafi verið notaður enda dekkin gjörónýt með löngum rifum. Steinþór hvetur þá sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið um skemmdarverkin til að láta lögregl- una vita. Undir það tekur lögreglan í Neskaupstað. -Ótt Lögreglan í Neskaupstað rann- sakar mikil skemmdarverk sem unnin hafa verið á jeppabifreið- um í bænum. Hún segir rannsóknina á við- kvæmu stigi en vill ekki segja neitt frekar um málið. Fjórir 35 tommu hjólbarðar voru skorninr á Toyota pickup-jeppa sem stóð fyrir utan hús við Strand- götu, aðalgötuna, aðfaranótt þriðjudags. Þar eru skemmdir, að sögn eiganda, á bilinu 120 til 150 þúsund krónur. Ekki mjög langt frá, eða við Ásgarð, voru svo tveir stórir hjólbarðar skornir á annarri bifreið. Þeir sem þekkja til málsins í Nes- kaupstað eru afar hissa, enda skemmdarverk sem þessi ekki al- geng í þessu tiltölulega rólega plássi. „Ég er enn þá í sjokki. Þegar ég vaknaði um morguninn sá ég að búið var að skera á öll fjögur dekkin hjá mér,“ sagði Steinþór Michelsen, eig- andi bflsins við Strandgötuna. Hann segir þetta afar bagalegt, enda sé hann at- vinnulaus og eigi því lítið fé aflögu til að kaupa nýja hjólbarða. „Ég er á litlum lánsdekkj- um núna en þetta er mjög slæmt því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.