Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA FIMMTUDAGUR 2. OKTÖBER 2003 1 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Fjörutíu áro Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi í Fleykjavík Björk Vilhelmsdóttir borgarfull- trúi, Glaðheimum 8, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Björk fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og á Blönduósi. Hún lauk stúdentsprófi frá FB, prófi í félags- ráðgjöf frá HÍ 1990 og BA-prófi í uppeldisfræði frá HÍ 1990. Björk vann við umönnun aldr- aðra og fatlaðra á Héraðshæli Aust- ur-Húnvetninga, á Borgarspítalan- um og í heimaþjónustu hjá Fé- lagsþjónustu Reykjavíkur með námi og í námsleyfum 1979-84, var kokkur á Lyngey SF 61 1984, fangavörður í Hegningarhúsinu Skólavörðustíg 9 sumrin 1985,1986 og 1987, félagsráðgjafi hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar * 1988 og 1989, félagsráðgjafi á Stíga- mótum, samtökum kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, 1990-91, framkvæmdastýra hjá kvennaráð- gjöfinni 1992-97, félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans 1992-97 og starfaði hjá Blindrafé- laginu 1997-2002. Björk sat í Nemendaráði FB 1982-83, var formaður Stúdenta- ráðs HÍ 1986, sat í stjórn Fræðslu- samtaka um kynlíf og barneignir 1995-98, var formaður Bandalags háskólamanna 1998-2002, varafor- maður Stéttarfélags íslenskra fé- lagsráðgjafa 1992-94 og formaður Stéttarfélags íslenskra félagsráð- gjafa 1998-2000. Björk var formaður Félags vinstrimanna í HÍ 1985-87, sat í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1986-88, var á framboðslista Al- þýðubandalagsins í borgarstjórn- arkosningunum 1986, sat í Jafn- réttisnefnd Reykjavíkur 1986-88 og var kosin í borgarstjórn 2002 fyrir Reykjavíkuriistann. Hún er for- maður Félagsmálaráðs, formaður stjórnar Fasteignastofu, formaður Leikskólaráðs, varaformaður Hverfisráðs Laugardals og vara- maður í Borgarráði. Fjölskylda Maður Bjarkar er Sveinn Rúnar Hauksson, f. 10.5. 1947, heimilis- læknir. Hann er sonur Hauks Sveinsson, f. 13.10. 1923, fyrrv. póstfulltrúa, og Ingibjargar Guð- mundsdóttur, f. 19.12. 1926, hús- móður. Haukur er kvæntur Huldu Guð- jónsdóttur, f. 13.8. 1921, íyrrv. bankamanni. Stjúpfaðir Sveins Rúnars var Guðftnnur Sigfússon, f. 14.4. 1918, d. 14.10. 1998, bakarameistari. Börn Bjarkar og Sveins Rúnars eru Guðfinnur Sveinsson, f. 19.9. 1989; Kristín Sveinsdóttir, f. 29.7. 1991. Börn Sveins Rúnars og fyrrv. eig- inkonu hans, Evu Kaaber, f. 7.7. 1948, eru Gerður Sveinsdóttir, f. 1.2. 1973, háskólanemi; Inga Sveinsdóttir, f. 18.2. 1978, háskóla- nemi; Haukur Sveinsson, f. 12.5. 1980, háskólanemi. Systkin Bjarkar eru Hrönn Vil- helmsdóttir, f. 8.6. 1961, textíl- hönnuður; Lúðvík Vilhelmsson, f. 24.8. 1962, kaupfélagsstjóri; Jón Páll Vilhelmsson, f. 19.2. 1967, ljós- myndari; Ásmundur Vilhelmsson, f. 20.7.1968, framkvæmdarstjóri. Foreldrar Bjarkar: Vilhelm Heið- ar Lúðvíksson, f. 16.1. 1935, lyfja- fræðingur og fýrrv. lyfsali, og Krist- ín Pálsdóttir frá Krossum í Staðar- sveit, f. 26.1. 1935, d. 19.5. 1994, húsmóðir og verslunarmaður. Vilhelm Heiðar er í sambúð með Kristjönu J. Richter, f. 6.5. 1936, fýrrv. píanókennara. Áttatíu áro 'V Guðný Finnbogadóttir húsmóðir og verkakona á Reyðarfirði Guðný Finnbogadóttir, húsmóð- ir og verkakona, Garði, Reyðarfirði, er áttræð í dag. Starfsferill Guðný fæddist á Fáskrúðsfirði og ólst þar upp. Hún fór snemma að vinna fýrir sér sem vinnukona á Eskifirði hjá Önnu Sigríði, systur sinni, en síðan hjá Markúsi Jensen og k.h., Elínu. Guðný hefur stundað ýmis störf, vann til að mynda lengi hjá Kaupfé- lagi Héraðsbúa á Reyðarfirði við skúringar, fiskvinnslustörf og í kjöt- vinnslu. Hún var ráðskona hjá Vegagerðinni í brúargerð en lengst af vann hún hjá Fiskverkunarfýrir- tækinu G.S.R, á Reyðarfirði. Guðný flutti ung frá Fáskrúðs- firði, dvaldi á sumrin á Eskifirði frá fjórtán ára aldri en bjó á Fáskrúðs- firði á veturna. Hún hefur búið á Reyðarfirði síð- an 1945. Fjölskylda Guðný giftist 1.4. 1945 Sigfúsi Kristinssyni, f. á Ormarsstöðum í Fellum 6.10.1914, d. 16.4.1987, bif- reiðastjóra og framkvæmdastjóra. Hann var sonur Kristins Björnsson- Sextíu áro___________ Björn Sigfússon bifreiðastjóri á Brunnavöllum í Suðursveit Bjöm Sigfússon, vörubifreiða- stjóri á Brunnavöllum í Suðursveit, „ er sextugur í dag. Starfsferill Björn fæddist á Bmnnum og ólst upp þar og á Brunnavöllum. Hann lauk barnaskólanámi og hefur ; stundað ýmsa vinnu til sjós og lands. Björn er formaður Harmónikufé- lags Austur-Skaftfellinga og Vöm- bílstjórafélagsins þar, og var for- maður sóknarnefndar Kálfafells- staðarsóknar um tíma. Fjölskylda 4L Sonur Bjöms og Sigríðar Magn- úsdóttur, frá Svínafelli í öræfum, nú húsfreyju á Svínafelli I Nesjum, er Ásgeir, f. 3.3. 1966, en synir Ás- geirs og Kristbjargar Eiríksdóttur á Höfn em Sævar Ingi og Tómas Leó. Systkin Björns em Sigríður Jó- hanna, f. 30.1. 1945, deildarstjóri tannlæknadeildar HÍ; Jón, f. 22.5. 1946, bóndi á Brunnavöllum, en börn hans og Lindu Maríu Fred- eriksen em Helga, Sigfús og Emil, dóttir Lindu er Inga H. Baldurs- dóttir. Foreldrar Björns vom Sigfús Jónsson, f. 9.1. 1904, d. 19.1. 1970, bóndi á Bmnnum og síðan Bmnnavöllum, og Helga Björns- dóttir, f. 11.4. 1905, d. 15.8. 2002, ljósmóðir og húsfreyja. Ætt Sigfús var sonur Jóns, b. í Snjó- holti í Eiðaþinghá Sigfússonar, b. þar Jónssonar. Móðir Sigfúsar var Guðný yngri, systir Ásdísar, móður Rutar, langömmu Ingunnar Bjarnadóttur tónskálds. Guðný var dóttir Sigfúsar, pr. á Hjaltastað Guðmundssonar. Móðir Jóns í Snjóholti var Þómnn Jónsdóttir, í Geitavík í Borgarfirði eystra Magn- ússonar. Móðir Þómnnar var Sól- ar og Guðlaugar Ámadóttur. Börn Guðnýjar og Sigfúsar em Haukur, f. 20.9. 1946, bifreiðastjóri á Reyðarfirði, kvæntur Elísabet Gestsdóttur og em börn þeirra Guðný Björg og Jón Gestur; Jó- hanna, f. 10.5. 1950, húsmóðir á Reyðarfirði, gift Ferdinand Berg- steinssyni og em börn þeirra Sigfús veig Jóhannesdóttir frá Fjallsseli, systir Einars, afa Eyjólfs Runólfs- sonar í Hlíð á Höfn. Móðir Sigfúsar var Þorgerður, systir Jónínu, ömmu Sigfinns, út- gerðarmanns á Höfn og Pálma tón- listarmanns Gunnarssona, og Björns Kristjánssonar, fýrmm póst- og símstjóra á Höfn. Þorgerður var dóttir Einars, í Bemfirði Magnús- sonar, og Kristrúnar, frá Ysta- hvammi í Aðaldal Jónsdóttur. Móð- ir Kristrúnar var Þómnn Jónsdóttir. Helga var dóttir Björns, oddvita að Bmnnum, bróður Klemensar, föður Sigtryggs ráðuneytisstjóra. Björn var sonur Klemensar, b. á Geirbjarnarstöðum Jónssonar, b. á Heiðar, Sigrún Valgerður og Karl; Sigfús Valur, f. 15.6. 1958, bifreiða- stjóri á Reyðarfirði, en sambýlis- kona hans er Jóna Valgerður Ólafs- dóttir og em börn þeirra Guðný og Sigfús Haukur. Systkin Guðnýjar vom Helga, f. 13.3.1912,d. 26.11.1985, varbúsett á Fáskrúðsfirði; Anna, Sigríður, f. 7.9. 1914, d. 21.8.1957, var búett á Eskifirði; Jón, f. 21.12. 1915, d. 2.6. 1998, var búsettur á Fáskrúðsfirði. Foreldrar Guðnýjar vom Finn- bogi Jónsson, f. 1.10. 1888, d. 20.9. 1952, sjómaður, og Auðbjörg Jón- asdóttir, f. 13.2. 1888, d. 24.9. 1951, húsfreyja. Þau bjuggu á Fáskrúðs- firði. Guðný tekur á móti gestum í safnaðarheimili Reyðarfjarðar- kirkju laugardaginn 4.10. á milli kl,16og 19. Gnýsstöðum á Vatnsnesi Ólafsson- ar. Móðir Klemensar var Una Jóns- dóttir, b. á Illugastöðum Gíslasonar. Móðir Unu var Ingveldur, systir Þóm, langömmu Guðmundar Björnssonar landlæknis og Jósefínu, móður Sigurðar Nordals og Jóns Ey- þórssonar veðurfræðings. Ingveldur var dóttir Sigurðar Jónssonar af Eiðsstaðaætt. Móðir Björns var Sig- ríður Pétursdóttir, í Brúnagerði, bróður Guðrúnar, langömmu Árna, alþm. frá Múla, föður Jóns Múla og Jónasar rithöfundar. Móðir Helgu var Jóhanna Jó- hannsdóttir, b. í Borgarhöfn, bróður Torfa, föður Magnúsar sýslumanns. Annar bróðir Jóhanns var Guðni í forsæti, langafi Ingibjargar, móður Davíðs forsætisráðherra. Jóhann var sonur Magnúsar, pr. í Eyvindarhól- um, bróður Guðríðar, móður Torf- hildar Hólm skáldkonu. Móðir Jó- hönnu var Björg Björnsdóttir, b. í Borgarhöfn Jónssonar, b. þar Björnssonar. Móðir Bjöms í Borgar- höfn var Björg Steinsdóttir af Kálfa- fellsætt, systir Þórðar, langafa meistara Þórbergs. Björn tekur á móti gestum á Smyrlabjörgum í Suðursveit laugar- daginn 4.10. kl. 20.30-1.00. Afmæli 85 ára Einar Þórhallsson, Vogum 1, Reykjahlíð. Halldóra O. Bjarnadóttir, Vallholti 16, Selfossi. 80 ára Anna H. Long, Langholtsvegi 88, Reykjavík. Hallbjörn Gfslason, Tröðum, Borgarnesi. 75 ára Aðalsteinn Jónsson, Birkilundi 14, Akureyri. Gísli Bjarnason, Lækjarkinn 12, Hafnarfirði. Guðríður Bjömsdóttir, Byggðavegi 125, Akureyri. Jakob Ólafsson, Bakkabraut 12, Vík. 70 ára Guðrlður Sigurgeirsdóttir, Stóru-Tjörnum, Húsavík. Vilhjálmur K Sigurðsson, Njálsgötu 48a, Reykjavík. Þorvaldur Óskarsson, Smáragrund, Sauðárkróki. 60 ára Ebba Gunnlaugsdóttir, Nónvörðu 8, Keflavík. Gestur Sigurðsson, Gauksási 25, Hafnarfirði. Guðmunda Sigurbrandsdóttir, Sólarvegi 14, Skagaströnd. Hrefna Pétursdóttir, Kambaseli 56, Reykjavík. Ólafur J. Einarsson, Víkurási 2, Reykjavík. Ólöf Friðgerður Kristjánsdóttir, Suðurgötu 94, Hafnarfirði. Sigurgeir Steingrlmsson, Brekkustíg 3, Reykjavík. 50 ára #4fc*'l GrétaBo^a< Löngufit 26, Garðabæ, * verður fimmtug á morgun. Hún tekur á i.J móti þeim sem vilja gleðja hana í Félagsheimili And- vara, Kjóavöllum á afmælisdaginn frá kl. 20. Anna Marfa Hjartardóttir, Ferjubakka 12, Reykjavík. Björn Magnús Björgvinsson, Otrateigi 54, Reykjavík. Guðmundur Reynir Kristinsson, Mánabraut 9, Skagaströnd. Guðný Jónína Valberg, Þorvaldseyri 2, Hvolsvelli. Guðrún Jóna Valgeirsdóttir, Laugarnesvegi 69, Reykjavík. Jenný Einarsdóttir, Klausturhvammi 7, Hafnarfirði. Kristján G. Guðmundsson, Túnbrekku 9, Ólafsvík. Reglna Sigurðardóttir, Garðarsbraut 83, Húsavík. Sigríður Gísladóttir, Bjarnarfossi, Snæfellsbæ. Sjöfn Jóhannesdóttir, Heydölum, Breiðdalsvík. 40 ára Benedikt Gröndal, Stýrimannastíg 13, Reykjavík. Elfn Norðdahl Arnardóttir, Heiðarbrún 34, Hveragerði. Guðmundur Ámi Ólafsson, Laugarbrekku 11, Húsavík. Gunnar Örn Rafnsson, Álakvísl 52, Reykjavík. Halldór Sverrisson, Múlavegi 15, Seyðisfirði. Kristín Hafsteinsdóttir, Stekkholti 8, Selfossi. Ólafur Þór Erlendsson, Arnarsmára 16, Kópavogi. Sigrún Lillle Magnúsdóttir, Miðvangi 97, Hafnarfirði. Sólveig Jónsdóttir, Hamrabergi 7, Reykjavík. Þorgeir Guðlaugsson, Kirkjulandi, Reykjavík. Þorsteinn Sæmundsson, Háuhlíð 14, Sauðárkróki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.