Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003
Davíð hvetur „lekann" til að gefa sig fram
STEFNURÆÐA: Davíð Oddsson
forsætisráðherra segir að endur-
skoða þurfi þingsköp Alþingis
eftir að þingmaður lak stefnu-
ræðu hans í fréttastofu Stöðvar 2
í vikunni.
Annaðhvort fái þingmenn
stefnuræðuna ekki afhenta fyrir
fram eða aðeins þeir þingmenn
sem svara henni á Alþingi.
Davíð segir atvikið mjög alvar-
legt. „Það er vonandi að þessi til-
tekni þingmaður gefi sig fram því
að hann heldur náttúrlega grun-
semdum yfir öllum öðrum þing-
mönnum.
Og það sem lakara er, að við-
komandi fréttamenn hafa heljar-
tak á þessum þingmanni á með-
an þetta er leyndarmál. Ef þetta
er nýr þingmaður sem hefur ekki
þekkt reglurnar væri auðvitað
langhollast að biðjast bara afsök-
unar á því og skýra það mál, ella
er viðkomandi í vondum málum
náttúrlega."
Davíð segist ekkert ætla að gera
til að kanna hvaða þingmaður lak
ræðunni. „Það má vel vera," segir
hann, spurður um hvort hann
gruni hver það sé.
(bréfi Davíðs til forseta Alþingis
um málið kemur fram að hann
telur að það hafi verið ósæmilegt
af fréttastofu Stöðvar 2 að birta
kafla úr stefnuræðunni sem var
merkt trúnaðarmál.
Davíð Oddsson
forsætisráðherra gengurtil
þings í gær. Lögregluþjónar
standa heiðursvörð.
DV-mynd ÞÖK
Frumvarp til fjárlaga 2004 kynnt:
Stóraukið aðhald boðað
SÁTTUR: „Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur, ólíkt sumum öðrum sem vilja hafa svaðið fyrir neðan sig," sagði Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.
Langtímaáætlun um ríkisfjármálin kynnt í gær:
Ríkisútgjöld aukist um
7% á kjörtímabilinu
Tekjuafgangur ríkissjóðs án til-
lits til óreglulegra liða verður
14,6 milljarðar á næsta ári sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi sem
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra kynnti í gær. Þetta er
margfalt meiri afgangur en gert
er ráð fyrir á þessu ári.
Óreglulegir liðir eru meðal ann-
ars hagnaður af sölu eigna (einka-
væðingj, gjaldfærðar lífeyrisskuld-
bindingar og afskriftir skattkrafna.
Ef litið er fram hjá þessu og aðeins
horft á „reglulega" liði var stefnt á 5
milljarða tekjuafgang í fjárlögum
fyrir þetta ár en áætlun gerir ráð
fyrir að hann verði aðeins 1,7 millj-
arðar. í fjárlögum fyrir næsta ár er
sem fyrr segir stefnt að því að hann
verði 14,6 milljarðar.
6,4 milljarða afgangur
Að teknu tilliti til óreglulegra liða
er hins vegar gert ráð fyrir 6,4 millj-
arða afgangi. Til samanburðar var
stefnt að 9,4 milljarða afgangi í íjár-
lögum þessa árs en hann verður
samkvæmt nýjustu áætlun 6,2
milljarðar.
Árin 2005-2007 verður
um 20 milljörðum
króna varið tilskatta-
lækkana og allt að 3
milljörðum til verkefna
á borð við hækkun
barnabóta.
Reynslan - m.a. þróun mála á
þessu ári - sýnir að oftar en ekki
verður afkoman lakari en stefnt er
að í fjárlögum. í því ljósi mætti
segja að ekki sé gæfulegt að setja
markið á minni afgang en í síðustu
fjárlögum. Hins vegar ber að hafa í
huga að á þessu ári fær ríkissjóður
13 milljarða í óreglulegar tekjur. Á
næsta ári er hins vegar aðeins gert
ráð fyrir óverulegum óreglulegum
tekjum. Segja má að markmið
frumvarpsins um 6,5 milljarða
tekjuafgang sé fyrir vikið metnað-
arfyllra en markmið frumvarpsins í
fyrra. Það er - a.m.k. að hluta - til
marks um meira aðhald í rekstri,
þótt auknar tekjur vegna uppgangs
í efnahagslífinu hafi einnig áhrif.
Hvar er sparað?
Útgjöld ríkissjóðs standa
nokkurn veginn í stað á milli ára og
lækka raunar að raungildi. For-
senda þess eru einkum sérstakar
ráðstafanir sem eiga að spara alls
3,7 milljarða.
Útgjöld til sjúkratrygginga eiga
að lækka um 740 milljónir, einkum
vegna lyfjakostnaðar, hjálpartækja
og sérfræðilæknisaðstoðar. Vaxta-
bætur eiga að lækka um 600 millj-
ónir þar sem lagt er til að hámark
vaxtagjalda til útreiknings bóta
miðist við 5,5% í stað 7% af skuld-
um vegna íbúðakaupa. Lækka á út-
gjöld ríkissjóðs um 500 milljónir til
viðbótar með því að hverfa frá end-
urgreiðslu hluta af tryggingagjaldi
til atvinnurekenda vegna viðbótar-
lífeyrissparnaðar launþega. Aðrar
100 milljónir eiga að sparast með
1% hagræðingarkröfu til stjórn-
sýslustofnana. Þá er gert ráð fyrir
að atvinnuleysisbætur lækki um
170 milljónir þar sem lagt er til að
ekki verði greiddar bætur fyrstu
þrjá dagana frá skráningu.
Loks eru framlög til vegagerðar
lækkuð um 1 mQljarð króna miðað
við fjárlög þessa árs og framlög tQ
ýmissa stofnkostnaðarverkefna og
tækjakaupa ríkisstofnana um 500
milljónir.
Aukin útgjöld
Á móti kemur að framlög til líf-
eyristrygginga aukast um 17%,
meðal annars vegna samkomulags
við samtök aldraðra um hækkun
tekjutryggingar. Framlög tQ heil-
brigðismála aukast um 8% og er
þar bæði um að ræða „venjulega"
hækkun rekstrarkostnaðar og auk-
in útgjöld tQ byggingar öldrunar-
stofnana. Útgjöld tQ menntamála
aukast og verður m.a. 6% hækkun á
framlögum til framhalds- og há-
skóla.
Skuldir (og vaxtagjöld)
lækka
Gert er ráð fyrir að á næsta ári
fari heQdarskuIdir rfidssjóðs niður í
31,5% af vergri landsframleiðslu.
Til sambanburðar voru þær yfir
50% árið 1995 en hafa farið stöðugt
lækkandi síðan, ef frá er talið árið
2001.
Vaxtakostnaður ríkisins hefur að
sama skapi farið lækkandi. Nettó-
vaxtagjöld voru 7,7 mQljarðar árið
1998 (á verðlagi þess árs) en verða
líklega 900 milljónir á þessu ári og
aðeins 100 mQIjónir á því næsta
samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Skattalækkanir 2005-2007
Með frumvarpinu var nú í fyrsta
sinn kynnt langtímaáætlun sem
byggir á pólitískri stefnumörkun
sem ríkisstjórnin hefúr fjallað um.
Þar kemur fram að árin 2005-2007
verði um 20 mQljörðum króna var-
ið til skattalækkana og allt að 3
mQljörðum tQ tiltekinna verkefna,
svo sem til hækkunar barnabóta.
Geir Haarde vísaði í gær tQ stjórn-
arsáttmálans varðandi útfærslu á
skattalækkunum en þar er m.a.
QcQlað um lækkun tekjuskattspró-
sentunnar, niðurfellingu eigna-
skatts og endurskoðun á virðis-
aukaskattskerfinu.
í langtímaáætluninni kemur
einnig fram að afgangur ríkissjóðs
eigi ekki að vera undir 1,75% af
landsframleiðslu árið 2005 og 1%
árið 2006. TQ samanburðar er
stefnt að 0,75% afgangi á næsta ári.
Þá er stefnt að því að ríkið dragi úr
framkvæmdum um 3 milljarða
króna árið 2005 og 2 mQljarða árið
2006, en auki þær aftur um 3 mQlj-
arða 2007 og 2 mifijarða 2008. Þetta
er gert til að draga úr efnahagsleg-
um áhrifum stóriðjuframkvæmd-
anna á Austurlandi.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
sagði í gær að þrátt fyrir umtals-
verðan hagvöxt, sem spáð er á
næstu árum, yrði þenslan ekki
meiri en svo að stöðugleikinn væri
tryggður.
olafur@dv.is
Útgjöld ríkissjóðs dragast
saman að raungildi á næsta ári
samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu sem kynnt var í gær, en
samkvæmt langtímaáætlun
aukast þau um 7% að raun-
gildi til ársins 2007.
Áætlunin er sýnd í meðfylgj-
andi töflu. Þar sést að áætlað er að
útgjöldin hækki - á verðlagi hvers
árs - um ríflega 10 milljarða á
milli áranna 2004 og 2005, um
tæplega 20 milljarða tQ viðbótar
árið 2006 og um 22 milljarða árið
2007. Alls hækka útgjöldin úr 273
milljörðum 2004 í ríflega 325
milijarða 2007, á verðlagi hvors
árs.
Þetta er um 19% hækkun en DV
bað embættismenn í fjármála-
ráðuneytinu að reikna út hver
hún er að raungildi, þ.e. að teknu
tilliti til verðbólgu. Svarið er að frá
2003 til 2007 hækka ríkisútgjöld
um 7% að raungildi, eða um
u.þ.b. 1,75% á ári. Þess má geta að
hækkunin væri heldur meiri ef
miðað væri við 2004 en ekki 2003,
þar sem útgjöldin lækka að raun-
gildi á milli þessara ára.
Hafa ber f huga að hækkunin er
minni - ef þá nokkur - sem hlut-
fall af landsframleiðslu, sem eykst
umtalsvert á þessu tímabili.
olafur@dv.is
LANG TÍMAÁÆTLUN í RÍKISFJÁRMÁLUIVl:
/ milljöröum króna á verölagi hvers árs. Frumvarp 2004 Tekjur 279,4 Áætlun 2005 300,0 Áætlun 2006 312,8 Áætlun 2007 319,7 Breyting 14,4%
Gjöld 273,0 284,7 303,2 325,4 19,2%
Tekjujöfnuður 6,4 15,4 9,6 -5,7