Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Side 12
72 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson Netfang: gube@dv.is Sími: 550 5829 BNA líkt við einræði Sjálfstjórn án slita KRATAPLAGG: Mogens Lykketoft, formaður danska jafnaðarmanna- flokksins, lagði blessun sína yfir nýja skýrslu flokksins um jafnrétti kynjanna þarsem ástandinu í þeim mála- flokki í Bandaríkjunum er líkt við það sem við- gengst í einræðisríkjum á borð við Sádi-Arabíu og (ran. Skýrslan hefur þegar komið af stað við- ræðum innan flokksins. ( plagginu er sagt að evr- ópskt frjálslyndi eigi undir högg að sækja frá hægrisinnum í Banda- ríkjunum annars vegar og harðlínumúslímum hins vegar. GRÆNLAND: Þátttak- endur á ráðstefnu um sjálfstjórnarmál í Nuuk á Grænlandi voru nánast á einu máli um að landið skyldi öðlast sjálfstjórn, án þess þó að slíta sam- bandinu við Danmörku. Um tvö hundruð manns sóttu ráðstefnuna sem lauk í gær. Ráðstefnu- gestir voru enn fremur á því að Grænland ætti njóta ákveðinna póli- tískra og efnahagslegra fríðinda vegna hnatt- stöðu sinnar. Jacob Janussen, formað- ur sjálfstjórnarnefndar- innar, sagðist í viðtali vera ánægður með ráð- stefnuna. írakar taka loforði um aðstoð varlega EYÐILEGGING f BAGDAD: Ibúar í einu úthverfa Bagdad, höfuðborgar (raks, virða fyrir sér skemmdir sem urðu þegar sprengjum var varpað á markaðstorg í hverfinu þeirra á fimmtudagskvöld. Einn maður fórst og tveir slösuðust í árásinni. Concorde komin úr hinsta fluginu (búar Bagdad sögðust í gær vera orðnir þreyttir á innan- tómum loforðum og þeir eru fullir efasemda um að allt það fé sem lofað hefur verið til endurreisnar fraks muni breyta einhverju um daglega lífsbaráttu þeirra. „Við viljum sjá eitthvað áþreifan- legt, ekki bara tilkynningar, eintóm- ar tilkynningar," sagði Falliha al- Hassani, tannlaus gömul kona sem var að kaupa inn í Karada hverfinu í Bagdad í gær. „Tilkynningar eru einskis virði. Við höfum verið svona í marga mánuði, ekkert hefur breyst. Allt er í lamasessi í þessu landi." Þjóðir heims lofuðu í gær að veita írökum fjörutíu milljarða doliara í aðstoð og lán á næstu fimm árum til að reisa landið úr rúst eftir stríðið gegn Saddam Hussein í vor. Meira fé var lofað á ráðstefnu í Madríd en búist hafði verið við fyrir fram, þótt enn sé nokkuð langt í land með að safnast hafi það sem þarf til endur- reisnarstarfsins. Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar segja að 56 milljarða doll- ara þurfi til endurreisnarstarfsins á næstu fjórum árum. Fyrirtaksbyrjun Gjafaþjóðir á tveggja daga ráð- stefnunni í Madríd, aðrar en Bandaríkin, lofuðu að leggja fram tuttugu milljarða dollara, að því er Mehdi Hafez, skipulagsmálaráð- herra Iraks, sagði fréttamönnum. „Þetta er íyrirtaksbyrjun. Mest af því sem lofað var eru styrkir en ná- kvæmt hlutfall verður tilkynnt síð- ar,“ sagði ráðherrann. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að þeir Ensku prinsarnir Vilhjálmur og Harrý Karlssynir eru æfir út í Paul Burrell, fyrrum bryta móður þeirra, fyrir uppljóstr- anir um Díönu prinsessu í væntanlegri bók hans. Þeir saka hann um svik. „Við biðjum Paul um að binda enda á þessar uppljóstranir," sögðu Vilhjálmur og Harrý í sameiginlegri yflrlýsingu sem þeir sendu frá sér undir kvöld í gær. Breska blaðið Mirror hefur und- anfarna daga birt kafla úr bók Burrels þar sem hann birtir meðal annars bréf sem Díana heitin prinsessa sendi honum. í einu þeirra segist hún beinlínis óttast um líf sitt, að unnin verði skemmd- arverk á bfl hennar. „Við eigum erfitt með að trúa því að Paul, sem naut svo mikils fjármunir sem þjóðirnar hefðu lof- að í Madríd væru aðeins byrjunin. Hann spáði því að meira fé myndi safnast þegar öryggismálin í írak væru komin í betra horf. „Við ættum ekki að dæma vel- gengni uppbyggingarstarfsins í írak á framlögunum sem tilkynnt var um í dag. Þetta er aðeins byrjunin," sagði Kofi Annan. „Við ættum ekki að dæma velgengni upp- byggingarstarfsins í írak á framlögunum sem tilkynnt var um í dag. Þetta er aðeins byrjunin," sagði Kofi Annan. Yfirvöld í Irak, þar sem Banda- ríkjamenn eru í forsvari, segja að enda þótt endurreisnarstarfið muni taka mörg ár, horfi ýmislegt nú þeg- ar til betri vegar. Raforkuver fram- leiða nú jafnmikið rafmagn og þau gerðu fyrir stríðið, skólar eru aftur teknir til starfa og búið er að prenta nýja peningaseðla. Meira fé til skólanna Enda þótt Irakar væru fullir efa- semda, lýstu flestir þó yfir þakklæti sínu yfir því að þjóðir heims væru reiðubúnar að rétta þeim hjálpar- hönd. Þeir sögðust vilja sjá meira fé renna til skóla, sjúkrahúsa og ann- arrar grunnþjónustu við íbúana. „Vonandi munu arabaríkin og önnur lönd vinna fyrir okkur,“ sagði Hassan Rashid á sama tíma og skot- hvellir kváðu við skammt frá. Fáir gáfu skothríðinni þó nokkurn gaum þar sem íbúar írösku höfuðborgar- REIÐIR: Prinsarnir Harrý og Vilhjálmur Karlssynir eru reiðir fyrrum bryta móður þeirra fyrir uppljóstranir hans um einkahagi Díönu í væntanlegri bók. trausts, skuli misnota stöðu sína á jafnkaldranalegan og svikulan hátt. Þetta er ekki aðeins sársaukafullt fyrir okkur báða heldur einnig fýrir alla sem hlut eiga að máli og þetta myndi auðmýkja móður okkar ef hún væri á lífi," segja prinsarnir. innar eru orðnir vanir þeim frá því bandarískar hersveitir steyptu Saddam Hussein forseta af stalli. Öryggismálin eru efst í huga íbúa Bagdad. Tíðir glæpir, sjálfs- morðsárásir og skotbardagar taka á taugarnar og hafa raskað daglegu lífi fólksins. Gagnrýnin skýrsla Leyniþjónustunefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings vinnur um þessar rnundir að rnjög gagnrýninni skýrslu þar sem George Tenet, for- stöðumanni leyniþjónustunnar CIA, og fleiri er gefið að sök að hafa gert of mikið úr fyrirliggjandi upp- lýsingum um meinta gjöreyðingar- vopnaeign íraka og hryðjuverka- hættuna. Blaðið Washington Post greindi frá þessu í gær. Skýrsla nefndarinnar kemur í kjölfar gagnrýni af hálfu þing- manna í fulltrúadeildinni í síðasta mánuði þar sem því var haldið fram að umtalsverðar gloppur hefðu ver- ið í upplýsingaöfluninni um gjör- eyðingarvopn Iraka. Vopn þessi voru einmitt helsta réttlætingin fyrir innrásinni í frak en til þessa hafa engin fundist. Leiðtogi demókrata í leyniþjón- ustunefndinni sagði að skýrslan væri langt frá því að vera búin. „Við eigum enn eftir mikið starf áður en við getum lagt dóm á ná- kvæmni upplýsinganna sem við höfðum fyrir stríðið og við verðum að halda áfram að fara yfír hvernig þær upplýsingar voru notaðar af þeim sem mótuðu stefnu ríkis- stjómarinnar," sagði John Rockefeller í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrr í vikunni. Demókratar vonast til að geta nýtt sér deiluna um réttmæti stríðs- rekstursins í Irak í baráttunni fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Erítrearfá rollurn- arsem enginn vildi Rúmlega fimmtíu þúsund ástralskar rollur eru nú loksins með fast land undir fótum eftir að stjórnvöld í Afríkurtkinu Erltreu féllust á að taka við þeim sem gjöf frá Áströlum. Rollurnar höfðu þá verið úti á sjó í nærri þrjá mánuði þar sem hvert landið á fætur öðm neitaði að taka við þeim. Skipið var á leið heim til Ástralíu þegar Erítrear þekktust boðið. „Rollur skammarinnar", eins og greyin voru kölluð, lögðu upp frá Fremantle í Ástralíu þann 6. ágúst í sumar og var ferðinni heitið til Sádi Arabíu. Þegar til kom vildu Sádar ekki sjá skjáturnar þar sem þeir ótt- uðust að einhverjar væm sjúkar. Nokkur lönd til viðbótar höfnuðu einnig góðu boði ástr- alskra stjórnvalda. Ástralar ætla að gefa Erítreum eitthvað af fóðri fyrir dýrin, svo og að standa straum af kostnaði við flutning þeirra og slátrun. Rúmlega fimm þúsund rollur drápust í hrakningunum. Þúsundir manna manna voru á Heathrow-flugvelli við London í gær þegar hljóðfráa farþegaþotan Concorde kom úr síðasta áætlunarflugi sínu frá New York. Þar með lauk merkum kafla flugsögunnar. „Við emm öll óumræðilega stolt af þessari flugvél og af landi okkar því að við byggðum þennan fallega hlut í samvinnu við Frakka," sagði Concorde-flugmaðurinn Peter Benn við fréttamann Reuters. Concorde er fyrsta og eina hljóð- fráa farþegaþotan og náði hún tvö- földum hljóðhraða. Hún fór í fyrsta .áætlunarflug sitt 1976. Allar götur síðan hefur það verið keppikefli ríka og fína fólksins að ferðast með henni milli Evrópu og Bandaríkj- anna, dreypa á kampavíni til að skola niður styrjuhrognunum. SAFNGRIPIR: Concorde-farþegaþoturn- ar verða nú safngripir eftir að síðasta áætlunarvélin frá New York lenti í London síðdegis í gær. Concorde hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, meðal annars vegna gífurlegs kostnaðar. Upphaf endalokanna má svo rekja til þess þegar þota Air France fórst í flugtaki frá París í júlí 2000 og með henni 113 manns. Prinsarnir saka brytann um svik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.