Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Síða 29
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 DV HELGARBLAÐ 29
I
••ií'
skoðanir að ég heyri marga segja að
Rimas kunni ekkert að leikstýra.
Þetta er eftirsóttasti leikstjóri Evr-
ópu sem hefur unnið flest verðlaun
allra leikstjóra og í fyrra voru ellefu
sýningar eftir hann á ferð um heim-
inn. En við þykjumst vita betur
hérna uppi á litla Islandi."
- Koma gagnrýnendur oftar en
einu sinni á sýningar?
„Þeir koma stundum á aðalæf-
ingu og svo frumsýningu en ekkert
alltaf.“
- En eru leikarar og gagnrýnend-
ur ekki alltaf ósammála?
„Gagnrýnendur hafa vit á bók-
menntafræði og stundum leikhús-
fræði en lítið á leiklist. Mér finnst
að þeir ættu að vita meira um
vinnu leikarans og aðferðafræði
hans.
Við erum ekkei í beinu símasam-
bandi við Shakespeare og vitum
ekkert hvað hann vildi. Ég er
hlynntur öllum tegundum af leik-
húsi og er ekkert á móti Shake-
speare á sokkabuxum. Það er ein-
faldlega ekki til nein ein rétt að-
ferð.“
Gráu dagarnir
- Hilmir Snær er gríðarlega upp-
tekinn í leikhúsinu. Hann er í Með
fulla vasa af grjóti, sem hefur geng-
ið langt á þriðja ár, og er kominn
aftur inn í Veisluna í hlutverk Krist-
jáns eftir nokkurt hlé og nú bætist
Ríkharður í hóp þeirra persóna sem
hann þarf að hafa á hraðbergi. Er
þetta ekki heldur mikið álag, jafn-
vel fýrir stórleikara?
„Eg fer að losna við Grjótið og þá
léttist álagið. Það er kominn tími á
að gera eitthvað nýtt þótt það sé
ágæt og góð reynsla að leika eitt-
hvert verk svona lengi eins og við
höfum gert við Grjótið. Það er ekki
oft sem maður fær tækifæri til þess
á íslandi. Ég held að við höfum sett
met í fjölda áhorfenda í Þjóðleik-
húsinu en veit ekki um met á öðr-
um sviðum og við gætum sjálfsagt
haldið áfram að sýna það enn um
hríð.“
- Það hlýtur að vera snúið að
stíga út úr hinu ofsafengna hlut-
verki í Veislunni yfir í hlutverk kon-
ungsins hálfóða í Ríkharði sem ætl-
ar allt drepa í kringum sig og gerir
það að lokum. Hvernig fer leikarinn
að þessu?
„Maður tekur þetta úr árunni í
kringum sig en þetta er mikið álag
og ég kalla sýningardagana yfirleitt
gráu dagana með sjálfum mér. Ekki
þó í neikvæðum skilningi heldur
vegna þess að þeir eru oft í hálf-
gerðri þoku. Ég byrja að hugsa um
sýninguna þegar ég vakna og hún
sígur yfir mann eftir því sem líður á
daginn. Ég geri aldrei neitt af viti
daginn sem ég á að sýna þótt ég
reyni kannski að fara í Húsdýra-
garðinn með dóttur minni eða eitt-
hvað en ég er aldrei alveg í sam-
bandi."
- Helgarblað DV er svo heppið að
daginn sem þetta viðtalið fer fram
er ekki sýning svo það er Hilmir
Snær sem þarna situr en hvorki
Kristján né Ríkharður þriðji eða
einhver persónanna úr Grjótinu.
„Þessa dagana kemst Hilmir ekki
mikið að og skapið fer svolítið eftir
því hvað ég á að gera þá um kvöld-
ið."
Mín fyrrverandi
- Hefurðu nokkum tímann áður
fengið vonda dóma fyrir leik þinn á
ferlinum?
„Fyrrverandi kærasta mín gaf
mér einu sinni mjög slæma dóma
fyrir Rocky Horror söngleikinn. Ég
fékk frekar slæma umsögn fyrir
leikinn í Rauða spjaldinu og svo
fékk ég þessa útreið hjá Höllu í DV
og er hún þó ekki íyrrverandi
kærasta mín."
- Ertu í msli yfir þessu?
„Nei, ég get ekki sagt það. Það
em mjög skiptar skoðanir um þetta
verk innan og utan leikhússins. Það
er bara gaman að koma róti á hlut-
ina.“
- Ertu þá kominn með svona
sterka sjálfsmynd sem leikari að
það trufli þig ekkert að fá vonda
dóma?
„Ég býst við að ég hefði farið í
msl yfir þessu fyrir nokkmm ámm
eða þegar ég var að byrja. Það að
vera leikari er að leggja hjarta sitt á
borðið fyrir 500 manns á hverju
kvöldi. Svo þegar maður sér eitt-
hvað svona á blaði þá virkar það
sterkara og varanlegra heldur en
eitthvað sem er sagt við mann.
Ég býst við að ég hafi sterkt sjálfs-
traust í þessu starfi og finnst engin
ástæða til þess að verk manns séu
allra. Það er heldur ekki það sem
maður á að sækjast eftir.“
Gaman að hitta Forman
- Hilmir Snær hefur leikið aðal-
hlutverk í íslenskum kvikmyndum
og nægir að nefna 101 Reykjavík og
Hafið eftir Baltasar Kormák sem
hlotið hafa góða dóma og unnið til
verðlauna. Þar má heldur ekki
gleyma hinum skuggalega Myrkra-
höfðingja Hrafns Gunnlaugssonar.
Hann komst nærri því að fá hlut-
verk í mjög stórri kvikmynd þegar
hann átti fund með leikstjóranum
Milos Forman og las á móti honum
hlutverk í mynd þar sem Sean
Connery og Klaus Maria Brandauer
leika aðahlutverkin.
„Við erum ekki íbeinu
símasambandi við
Shakespeare og vitum
ekkert hvað hann vildi.
Ég er hlynntur öllum
tegundum afleikhúsi og
er ekkert á móti
Shakespeare á sokka-
buxum. Það er einfald-
lega ekki til nein ein rétt
aðferð."
Myndin heitir The Embers og
Hilmir las hlutverk Klaus Maria á
yngri árum. Var ekki erfitt að fara
svona nálægt þessu en fá ekki?
„Það var gaman að hitta Forman
og við áttum góða stund saman. Ég
var einfaldlega ekki nógur líkur
Brandauer og við spjölluðum mikið
saman. Ég veit orðið hvernig þessi
heimur virkar og hef farið í nokkrar
prufur og þá hættir maður að taka
þetta svo alvarlega. Ég á mitt bak-
land alltaf hér og nóg af skemmti-
legum verkefnum. Það væri gaman
að fá fleiri tækifæri á þessum vett-
vangi. Ég hef leikið í tveimur þýsk-
um kvikmyndum og önnur þeirra
verður frumsýnd í desember nk. en
hin í febrúar á næsta ári og þar verð
ég í aðalhlutverki. Sú mynd lofar
mjög góðu og á forsýningum fékk
ég mjög góða útkomu."
- Væri það eitthvað sem þú vildir
gera, að stíga um stund úr leikhús-
inu yfir á hvíta tjaldið?
„Eg held að leikhúsið og nálægð-
in við áhorfendur verði alltaf sú
uppspretta sem maður sækir í.
Kvikmyndir eru annars konar
vinna en ég gæti vel hugsað mér að
fást meira við þær í nokkur ár.
Ég er næstum viss um að þessar
þýsku kvikmyndir eiga eftir að gefa
mér fleiri tækifæri því að þær skarta
báðar stjörnum sem eru vinsælar
og upprennandi í Þýskalandi.
Það eru ekki framleiddar óskap-
lega margar kvikmyndir í Þýska-
landi þótt sjónvarpsmarkaðurinn
sé mjög stór þar. En þetta er gríðar-
lega stór markaður og ég fer í leið-
angur eftir áramótin til að tala við
þýska blaðamenn."
- Varstu góður í þýsku í MR?
„Ekkert sérstaklega en vinnan við
þessar tvær kvikmyndir var eins og
stífur tungumálaskóli svo ég held
að mér hafi farið mikið fram,“ segir
Hilmir að lokum. polli@dv.is
Ert þú að tapa réttindum
Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðsfélögum
yfirlit um iðgjaldagreiðslur ó órinu 2003:
lífeyrissjóður Austurlands
^ Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
^ Lífeyrissjóðurinn Framsýn
Lífeyrissjóður Norðurlands
Lífeyrissjóður sjómanna
llJV Lífeyrissjóður Suðurlands
Lífeyrissjóður Suðurnesja
*•* Lífeyrissjóðurinn Lífiðn
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja
Jfj Lífeyrissjóður Vesturlands
o Sameinaði lífeyrissjóðurinn
Fóir þú ekki yfirlit,
en dregiS hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber
ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en
1. nóv. n.k.
Við vanskil ó greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta ó að dýrmæt réttindi tapist. Þar ó meðal mó nefna:
Ellilífeyri
Barnalif eyri
Makalífeyri
Örorkulífeyri
Gættu réttar þíns
Til þess að iðgjöld launþega njóti óbyrgðar óbyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota,
skulu launþegar innan 60 daga fró dagsetningu yfirlíts ganga úr skugga um skil vinnu-
veitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil ó iðgjöldum skal launþegi innan sömu
tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum.
Komi athugasemd ekki fram fró launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis óbyrgur
fyrir réttindum ó grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fóst greidd, enda hafi
lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.
r