Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Blaðsíða 24
24 DVHELGAftBLAÐ LAUGARDAQUR 25. OKTÓBER 2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir, gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Saltfiskur Oft er sagt að tífið sé saltfiskur og kemur það trúlega bæðl til afþeirri atvinnu sem sú fiskverkun hefur skapað hér á landi og hinu að saltfiskur var lengi vei ódýr matur og því oft á borðum. Það var þó ekki fyrr en á átjándu öld sem íslendingar fóru að verka fisk í salt og fyrst eingöngu til útflutnings. Á Spáni og i Portúgal eru helstu markaðirnir. Þar er mikíð borðað afsaltfiski, einkum á föstunni. Sagt er að Portúgalar eigi að minnsta kosti eina saitfiskuppskrift fyrir hvern dag ársins. Hér á landi hefur saltfiskur langoftast verið snæddur soðinn með kartöflum, rófum og feiti, gjarnan bræddri hamsatólg. Á síðari tímum hafa þó komið til aðrar matreiðslu- aðferðir og má þar greina áhrif frá suðrænum slóðum. Saltfisk þarfað leggja í bleyti fyrir matreiðslu, lengur ef ekki á að sjóða hann í vatni. Betra er að skipta um vatn afog til en hafa sírennsli. Einfalt og Ijúffengt Saltfiskréttur að hætti Úlfars Eysteinssonar úr nýrri bók „Það hefur heil kynslóð misst af fiski f mat- Úlfar, sem er annálaður fyrir matreiðslu reiðslu, sem er synd því að fiskur er bæði sína á fiski, hefur sent frá sér matreiðslubók, hollur og góður. Ég vil gera fólki auðveldara Úlfar og fiskarnir. Bókina vann hann f sam- að elda fisk með einföldum og aðgengilegum vinnu við Erlu Sigurðardóttur en PP forlag uppskriftum sem flestar hafa reynst mjög vel gefur hana út. Loksins, segja sjálfsagt margir, í veitingahúsinu hjá okkur,“ sagði Úlfar Ey- enda Úlfar þekktur fyrir ljúffenga fiskrétti úr steinsson, matreiðslumeistari og eigandi hinum ýmsu fisktegundum. Þar getur að líta veitingastaðarins Þrír Frakkar uppskriftir að réttum úr þorski, laxi, hrogn- hjáÚlfari. kelsi, hámeri, hrefnu, loðnu og rauð- sprettu, svo fátt eitt sé nefnt. Auk uppskriftanna má lesa fróðleik um hráefnið sem kryddaður er sögum Úlfars. Rétturinn hér er ein- faldur en afar ljúffeng- ur; saltfiskur með rúsínum og furu- hnetum. Síðan fylgir uppskrift að snakki sem á eftir að koma mörgum þægilega á óvart: djúpsteiktu þorskroði. Saltfiskrétturinn 400 g útvötnuð salt- fiskflök f 4 bitum (gjarnan þykkum) hveiti smjör til steikingar 1 tómatur, afhýddur og saxaður (má vera úr dós) 20 g (eða hnefafylli) rúsínur, sem lagðar hafa verið í bleyti í púrtvíni eða sérríi (jafn- vel hvítvíni) 1 epli, skrælt og skorið í litla bita 20 g furuhnetur, ristaðar 2 hvítlauksgeirar, saxaðir eða pressaðir söxuð steinselja ólífuolía 1/2 bolli hvítvín Snakk úr þorskroði þorskroð fínt salt hveiti krydd olía Aðferð Aðferð: Fiskbitunum er velt upp úr hveiti og þeir steiktir á pönnu í hálfa aðra mínútu á hvorri hlið. Tómati, rús- ínum, eplum, furuhnetum og hvítlauk bætt út í ásamt steinselju og hvítvíni. Þetta er soðið á pönnunni uns tómaturinn maukast (u.þ.b. 2 mínútur). Til að auð- velda matreiðslúna má stinga fiskstykkjunum í ofninn meðan maukið er eldað. Maukið er sett á disk og fiskstykkin ofan á. Með þessum rétti er gott að hafa soðnar kartöflur, kartöflugratín og soðið grænmeti. Skreyta má með salatblaði og sítrónubátum. Roðið er skorið í 12 mm breiðar ræmur. Þær eru kryddaðar með salti, gjaman látnar standa að- eins, velt upp úr hveiti og djúpsteiktar við 180-190 gráður þar til þær em orðnar dökkar og olían er hætt að / „brúsa". J Ræmurnar em síðan settar í 120 gráða heitan ofn um stund til að ná olíunni úr roðinu. Krydda má ræmurnar með papriku, hvítlauk eða hverju sem kemur upp í hugann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.