Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉrrn LAUGARDAGUR 25. OKTÚBER 2003 4 Áfram í eigu fjölskyldunnar Grundfirðingar kæra Fóstureyðingar HÆTT VIÐ SÖLU: Ekkertverður af sölu Ingvars Helgasonar hf. og Bílheima ehf. eins og fyrir- hugað var og hætt hefur verið við söluáform fyrirtækisins.Til- kynnt var í gær að eigendur Ingvars Helgasonar hf. og Bíl- heima ehf. hafa ákveðið að auka hlutafé félaganna veru- lega og í kjölfar þess mun ný stjórn fyrirtækjanna hefja störf. Viðræður hafa staðið frá því í sumar um sölu á fyrirtækjun- um en á hluthafafundi sl. mánudag var ákvörðun tekin um að fara ekki þá leið heldur að auka hlutaféð og er öllum núverandi hluthöfum mögu- legt að taka þátt í aukningunni auk þátttöku nýrra hluthafa. Nýja stjórn skipa Þorsteinn Þorsteinsson, sem áður var bankastjóri Búnaðarbankans í Lúxemborg, og er hann for- maður, Júlíus Vífill Ingvarsson, einn af hluthöfum, er varafor- maður og Sigurður R. Helga- son, framkvæmdastjóri Björg- unar hf., er meðstjórnandi. For- stjóri fýrirtækjanna verður áfram Guðmundur Á. Ingvars- son. SVEITARSTJÓRNARMÁL: Ný- lega voru tilkynntar niðurstöð- ur í samkeppni Byggðastofn- unar um rafrænt samfélag.Tvö verkefni voru valin til að þróa enn frekar og var verkefni Grundarfjarðar ekki þar á með- al. Því hefur Grundarfjarðar- bær kært framkvæmd keppn- innar til kærunefndar útboðs- mála. HEILBRIGÐISMÁL: Fóstureyð- ingum hefur fækkað um 6% frá árinu 2001 til 2002 sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá landlæknisembættinu. Árið 2001 voru alls 984 fóstureyð- ingar framkvæmdar hér á landi en 926 aðgerðir í fyrra. Þá voru 663 ófrjósemisaðgerðir fram- kvæmdar á síðasta ári sem er mjög svipað árinu á undan. Framhaldsskólanemar ótryggðir - ekki benda á mig, segja ráðuneytin: Raðmálaferli til að ná rétti sínum Nemendur í framhaldsskólum landsins eru yfirleitt ekki slysa- tryggðir. Þeir verða því að leita réttar síns fyrir dómstólum lendi þeir í slysi og séu ósáttir við málalok. Þessar upplýsingar fengust hjá Karli Kristjánssyni, deildarstjóra framhaldsskóladeildar í mennta- málaráðuneytinu. Hann sagði að rfkið tryggði ekki „neitt af neinu tagi“. Þar með eru taldir nemendur í framhaldsskólum. Karl sagði enn fremur að um- ræða hefði verið uppi um að tryggja þyrfti nemendur, einkum þá sem störfuðu í verkmenntadeildum. Ekki hefði þó orðið úr að ríkið tæki á sig slíkar tryggingar. Ef nemandinn værihins vegar ósáttur við mála- lok yrði hann að fara í mál við kennarann sem aftur færi í mál við skól- ann. Spurður hvernig bótum til nem- enda væri háttað ef þeir söguðu í fingur, brenndu sig eða klemmdu í verknáminu, sagði hann að skól- arnir greiddu í þeim tilvikum ferðir nemenda á heilsugæslu. Sem betur fer væru slík slys fátíð og minni háttar ef þau ættu sér stað. Ef nemandinn væri hins vegar ósáttur við málalok yrði hann að fara í mál við kennarann sem aftur færi í mál við skólann. Karl kvaðst muna eftir einu slíku máli sem komið hefði upp eftir slys í leikfimi- kennslu. Ef skóli væri dæmdur til greiðslu skaðabóta stæði ríkið að baki honum. Viðkomandi skóli þyrfti þá ekki að sitja uppi með fjár- údát. Hann færi fram á fjárveitingu sem skaðabótunum næmi og ríkið VANTRYGGÐIR: Nemendur í framhaldsskólum landsins eru yfirleitt ekki slysatryggðir. Þeir verða því að leita réttar síns fyrir dómstólum lendi þeir í slysi hlypi þá undir bagga. Karl kvaðst ekki muna eftir mörgum málum sem rekin hefðu verið fyrir dómstólum né hvernig þeim hefði almennt lyktað. Hann áliti að þau væru næsta fátíð. Spurður hvers vegna ríkið hefði ekki tryggt nemendur verkmennta- brauta framhaldsskólanna úr því að umræða væri uppi um slíkar tryggingar kvaðst Karl ekki geta svarað því. Hann vísaði á Örlyg Geirsson, skrifstofustjóra í mennta- málaráðuneytinu. Sá sagði við DV að hann tjáði sig ekki við fjölmiðla og vísaði yfir f fjármálaráðuneytið enda hefðu reglurnar verið búnar til þar. Þegar DV náði sambandi við fjármálaráðuneytið, til að spyrjast nánar fyrir um málið, var vísað á menntamálaráðuneytið. JSS@dv.is i ( f i ! Fjölbreyttar jógaæfingar á notendavænum DVD diski með Guðjóni Bergmann, einum þekktasta jógakennara íslands. Rúmlega 2 og 1/2 tími af efni: Jóga fyrir alla, einfaldar æfingar, kraftjóga, hugleiðsla, öndun, slökun og margt fleira. Verð aðeins 2.499 kr. Nánari upplýsingar á www.gbergmann.is Útsðlustaðir: Hagkaup, Penninn, Mái og menning, Heilsuhúsið, Betra Lff og fleiri verstanir. Tryggingastofnun um óánægju aðstand- enda Goldenhar-barna: Óánæqðir geta kært Tryggingastofnun ríkisins bendir aðstandendum Golden- har-barna, svo og annarra, sem ekki eru sáttir við afgreiðslu stofnunarinnar, á að þeir geti kært til úrskurðarnefndar. í tilkynningu sem TR hefur sent frá sér segir m.a.: „f ljósi fjölmiðlaumfjöllunar undanfama daga vill Trygginga- stofnun ítreka og vekja athygli á því að allir þeir sem ekki una afgreiðslu stofnunarinnar af einhverjum ástæðum hafa ávallt möguleika á að kæra. Óháður aðili, Úrskurðar- nefnd almannatrygginga, Lauga- vegi 103, 105 Reykjavík, tekur kærumál vegna afgreiðslu Trygg- ingastofnunar til úrskurðar. Úr- skurðarnefnd er óháður aðili, skip- uð sérfræðingum, og heyrir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti. Afgreiðslutími er kl. 10-12 virka daga Sími 551 8200 - fax/símbréf 551 1444. Netfang: postur@ural.stjr.is önnur kærunefnd, Úrskurðar- nefnd fæðingar- og foreldraorlofs- GOLDENHAR-BÖRN: Systurnar Gabríella Kamí og Anika Rós þurfa m.a. á dýrum næringar- drykk að halda vegna sjúkdóms sfns. DV-mynd Pjetur I mála, tekur til úrskurðar öll kæm- mál sem rísa vegna afgreiðslu stofnunarinnar í fæðingarorlofs- málum en stofnunin annast sem kunnugt er greiðslur úr Fæðingar- orlofssjóði. Úrskurðarnefnd fæð- ingar- og foreldraorlofsmála starfar á vegum félagsmálaráðuneytis og er óháður úrskurðaraðili. Aðsetur nefndarinnar er hjá félagsmála- ráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík, sími 560-9100, bréfasími: 552-4804, heimasíða: http://www.stjr.is/fel Tryggingastofnun setur ekki lög eða reglugerðir og ákvarðar ekki upphæðir greiðslna eða bóta.“ Þegar DV leitaði eftir sjónarmið- um Tryggingastofnunar á ummæl- um ungrar móður, sem á tvær dæt- ur, sem báðar em með Goldenhar- heilkenni, var blaðinu tjáð að stofnunin gæti ekki tjáð sig um ein- stök mál. jss@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.