Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Síða 10
70 SKOÐUN LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER2003
Að hafa endaskipti á hlutunum
mmímmmm,
Sj'íyr® j, l’i
vmssmtvi
aKÍVí'V,'
« mmm
V
• mmam
í þjóðfélagsumræðum eru sett fram misjafn-
lega merkileg rök og staðhæfingar. Á stundum
eru höfð endaskipti á hlutunum eða þeir tekn-
ir úr eðlilegu samheng, settar fram villandi
staðhæfmgar og þegar verst lætur beinlínis
rangar fullyrðingar.
Forystumenn Alþýðusambands fslands hafa
því miður fallið í þá gryfju rangra og villandi
staðhæfmga í umræðum um skattastefnu rík-
isstjórnarinnar.
í ályktun miðstjórnar Aiþýðusambands Is-
lands um fjárlagafrumvarpið segir meðal ann-
ars: „Einsýnt er að ríkisstjórnin telur að byrð-
arnar af nauðsynlegri aðhaldssamri hagstjórn
komandi missera eigi að leggja á atvinnulausa,
sjúka, öryrkja og skuldsett heimili. Á sama
tíma telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að lækka
sérstaklega skattbyrði og auka ráðstöfunar-
tekjur þeirra tekjuhærri."
Efnislega er þetta sami tónn og Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, sló í ávarpi sínu á árs-
fundi sambandsins: „Allt ber þetta að sama
brunni. Hér er um að ræða aðgerðir sem bitna
á launafólki - ekki síst þeim sem hafa minnst á
milli handanna. Til að bíta höfuðið af
skömminni og kóróna yfirbragðið ætla menn
að lækka hátekjuskattinn."
Hér verður ekki gerð athugasemd við fullyrð-
ingar ASÍ-forystunnar um auknar byrðar á þá
sem lakast standa. En það er rangt að halda því
fram að verið sé að lækka svokallaðan hátekju-
skatt á komandi ári. Hið rétta er að ríkisstjórn
Það er rangt að halda því fram að
verið sé að lækka svokallaðan há-
tekjuskatt á komandi ári. Hið rétta
er að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks hefur tekið
ákvörðun um að leggja enn á há-
tekjuskatt á komandi ári - skatt
sem samkvæmt lögum átti að falla
niður um komandi áramót.
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur
tekið ákvörðun um að leggja enn á hátekju-
skatt á komandi ári - skatt sem samkvæmt lög-
um átti að falla niður um komandi áramót.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn-
ar verða þannig Iagðar 1.400 milljónir króna á
einstaklinga umfram það sem heimilt er að
óbreyttum lögum.
Hitt er hins vegar rétt hjá verkalýðsforyst-
unni að hátekjuskatturinn verður 4% á næsta
ári en var 5% á þessu. En það er rangt að ræða
um hátekjuskattinn sem sérstakan skatt á
efnamenn. Miklu fremur má halda því fram að
hátekjuskatturinn sé ranglátur skattur sem
kemur ekki síst niður á barnafjölskyldum og
ungu fólki sem vinnur myrkranna á milli í við-
leitni sinni að koma sér upp heimili og fjöl-
skyldu. Hátekjuskatturinn er því fjandsamleg-
ur íslenskum fjölskyldum og þó ekki væri
nema af þeirri ástæðu ætti ASÍ að mótmæla
harðlega að ákveðið skuli að leggja hátekju-
skattinn á.
I upphafi átti hátekjuskatturinn að vera
tímabundinn skattur. Sjálfstæðisflokkurinn og
forystumenn hans höfðu heitið kjósendum því
að afnema skattinn sem er í eðli sínu ranglátur
og kemur fýrst og fremst niður á þeim sem síst
skyldi. Ekkert hefur orðið úr verki. Og enn á ný
verður skatturinn lagður á með breytingum á
lögum um tekju- og eignaskatt og enn á ný í
skjóli og með samþykki Sjálfstæðisflokksins.
Að faqna falleinkunn
STILLA SAMAN STRENGI: Ingibjörg Sólrún segir að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
eftir að Hæstiréttur kvað upp úr um að ríkisstjórnin hefði ekki hunsað dóm Hæsta-
réttar eins og Össur Skarphéðinsson sakaði hana um.
RITSTJÓRNARBRÉF
Ólafur Teitur Guðnason
blaöamaður - olafur@dv.is
Fátt segir meira um það
hvaða kröfur nemendur gera
til sjálfra sín en hvernig þeir
bregðast við einkunnum sín-
um. Sumir gráta hvert tuga-
brot sem vantar upp á tíu,
aðrir eru sáttir við fyrstu ein-
kunn og enn aðrir standa svo
tæpt að þeir hrósa sigri nái
þeir að skríða yfir lágmarks-
einkunn. Ekki man ég hins
vegar eftir að nokkur hafi
fagnað falleinkunn. Líklega
hefur það bara aldrei gerst.
Fyrir næstum þremur árum, í
janúar 2001, þreyttu þingmenn
próf. Um þetta próf sagði Þómnn
Sveinbjarnardóttir, þingkona Sam-
fylkingarinnar: „Ég hef aldrei á
mfnum stutta þingtíma tekið þátt í
umræðu sem reynt hefur eins mik-
ið á þingmenn og sú sem hér
stenduryfir."
Þetta var að sjálfsögðu umræðan
um hvernig ætti að túlka og bregð-
ast við svokölluðum öryrkjadómi
Hæstaréttar.
Engar venjulegar ásakanir
Meginþunginn f málflutningi
stjórnarandstöðunnar var á þá leið
að samkvæmt dómi Hæstaréttar
væri óheimilt að skerða tekjutrygg-
ingu öryrkja vegna tekna maka.
Stjórnarliðar voru ósammála. Um
þetta snerist deilan fyrst og fremst.
En þetta vom ekki venjulegar
rökræður. Það var ekki skipst á rök-
semdum í rósemd. „Þú segir það,
gott og vel, en ég er ekki sammála,
sjáðu til.“ Ekki aldeilis.
Því var nefnilega haldið fram
statt og stöðugt að stjórnarliðar
vissu að þeir hefðu rangt fyrir sér,
að þeir væru vitandi vits að snið-
ganga sjálfan Hæstarétt, að þeir
gerðu sér grein fyrir að þeir væru að
brjóta mannréttindi á öryrkjum, að
þeir væru viljandi að hafa stjórnar-
skrá lýðveldisins að engu. Með öðr-
um orðum: að stjórnarliðar væru
svo illa innrættir og vondir að þeir
gerðu það að gamni sínu að níðast
á öryrkjum og gefa Hæstarétti og
stjórnarskránni puttann.
Orðrétt
Við skulum Iíta á nokkur dæmi af
mörgum:
„Um hvað snýst þetta mál? Það
snýst um að ríkisvaldið er að gera
tilraun til að hunsa Hæstarétt. [...]
Þetta snýst um það, herra forseti,
að ríkisstjórn íslands getur ekki
tekið ósigri sínum fyrir dómstólum
eins og menn heldur misbeitir hún
valdi sínu til þess að koma ranglega
fram vilja sínum," sagði Össur
Skarphéðinsson.
Stjórnarandstaðan
sagði ekki afsér. Nei,
hún fagnaði, því að
þótt hún félli á prófinu
fékk hún ekki núll.
„Ríkisstjórnin er hins vegar ein-
hverra hluta vegna í stríðshugleið-
ingum við Öryrkjabandalagið. Hún
vill láta kné fylgja kviði og hún hef-
ur búið til eigin hæstarétt og hún
getur einfaldlega ekki sætt sig við
það að hún tapaði fyrir Hæstarétti,"
sagði Össur seinna.
Og enn sagði Össur: „[Rfkis-
stjórnin] lýsir því yfir að stjórnar-
slááin sé aðeins plagg, pappfr, inn-
antóm orð.“
,,[Menn[ koma hér aftur og aftur
með útúrsnúning vegna þess að
það er pólitísk ákvörðun þeirra að
bregðast ekki við dómnum eins og
hann fellur," sagði Rannveig Guð-
mundsdóttir.
Seinna sagði Rannveig: „Stjórn-
arliðar segja ekki: Þetta var leiðin-
legt. Lögum þetta. Við töldum að
við værum að gera rétt. Nei, þeir
ákveða að fara sína eigin leið. [Þeir]
ákveða að þeir geti í raun farið sínu
fram þrátt fyrir niðurstöðu Hæsta-
réttar."
„Það skal liggja mikið við til þess
að skerða kjör öryrkja. Svo mikið
liggur við að það er flutt sérstakt
frumvarp til að skerða það sem
Hæstiréttur hefur dæmt þeim,"
sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
Og Jóhanna bætti við: „Það virð-
ist eini tilgangur þeirra að skrum-
skæla niðurstöðuna þannig að ekki
sé farið eftir dómsniðurstöðu
Hæstaréttar."
„Það voru tíndir til einkavinirnir
hver af öðrum inn í nefnd til að
koma til móts við dóminn. Ekki að
fara að dómnum," sagði Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir.
„Ríkisstjórnin valdi að Ieggja
þetta mál fyrir Alþingi á þann hátt
sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Hún
valdi það vegna þess að hún vildi
ekki lúta dómnum að fullu," sagði
Bryndís Hlöðversdóttir.
„Því miður hefur öll framganga
ríkisstjórnarinnar [...] lyktað af því
langar leiðir að ríkisstjórnin væri að
reyna að flnna sér aðferðir til að
komast fram hjá dómnum; lyktað
af því langar leiðir," sagði Stein-
grímur J. Sigfússon.
„Ríkisstjórnin er að leita leiða til
að komast á svig við þennan dóm,
a.m.k. að einhverjum hluta til,“
sagði Steingrímur seinna.
„Þeir eru ekki tilbúnir til þess að
hlíta dómum. Það verður að fara og
finna einhverjar leiðir fram hjá
þeim og ekki má skerða valdið sem
þeir telja sig hafa og eiga að hafa,“
sagði Jóhann Ársælsson.
Falleinkunn
Hin „hrottalegu" viðbrögð ríkis-
stjórnarinnar kölluðu að sjálfsögðu
á málshöfðun. Niðurstaða fékkst
fyrir viku: Hæstiréttur hafnar því að
fyrri dómurinn hafl falið í sér bann
við skerðingu tekjutryggingar
vegna tekna maka. Þetta var meg-
inröksemd stjórnarandstöðunnar í
janúar 2001 og þetta var meginrök-
semd stefnandans í málinu. Rangt,
sagði Hæstiréttur. Grundvöllurinn
fyrir ásökununum var þar með
brostinn. Úbbs!
Stjórnarandstaðan sagði ekki af
sér. Nei, hún fagnaði, því að þótt
hún félli á prófínu fékk hún ekki
núll. Ðómurinn fól nefnilega í sér
að afturvirkni nýju laganna stóðst
ekki og þessari afturvirkni hafði
verið mótmælt - reyndar líklega
ekki í nema um það bil tíu mínútur
af þeirri 41 og hálfu klukkustund
sem umræðan stóð, en samt.
Sigrihrósandi
Þetta var aldeilis fagnaðarefni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á
Alþingi í síðustu viku að nú hefði
Hæstiréttur staðfest að ásakanirnar
hér að ofan hefðu verið réttmætar.
„[Ríkisstjórnin] braut vísvitandi
gegn stjórnarskránni. Hún gerði
það með augun opin og hún á að
segja af sér,“ sagði Ingibjörg. „Hún
var vöruð við.“
Það er alveg rétt að ríkisstjórnin
var vöruð við. Til dæmis hafði Ásta
R. Jóhannesdóttir sagt um aftur-
virknina: „Ég leyfí mér að efast um
að það sé löglegt." Auðvitað hefði
ríkisstjórnin átt að hrökkva í kút og
hlusta á þessa viðvörun. Hvað með
það þótt meginmálflutningur Ástu
og félaga, allt það sem þau skömm-
uðust mest yfír og fullyrtu að væri
augljóst brot á stjórnarskrá og vís-
vitandi illvirki og níðingsháttur - að
það væri allt markleysa? Það átti að
taka mark á þessu atriði sem Ásta
„leyfði sér að efast um“. Annað var
klárlega vísvitandi brot á stjórnar-
skránni.
Merkilegt
Það kemur auðvitað ekki á óvart
að stjórnarandstaðan skuli fagna
hverju marki. Hitt er merkilegra að
þeir fjölmiðlar eru til sem virðast
telja að þetta sé aðalatriðið og hafa
skilmerkilega tínt til allar þessar
viðvaranir og birt með áberandi
hætti undir fallegri fyrirsögn. Á
sama tfma og ekki er talin ástæða til
að rifja upp margítrekaðar og
óvenjulega þungar ásakanir, sem
reyndust staðlausir stafir, er farið
nákvæmlega ofan í það hvernig til-
teknar „efasemdir“ reyndust rétt-
mætar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn - og ekki
það sfðasta - sem stjórnarandstað-
an fær frítt spil. Mörgum fjölmiðl-
um virðist standa alveg nákvæm-
lega á sama þegar hún hefur rangt
fyrir sér. Jafnvel þegar hún kolfellur
á einhverju þyngsta prófi sfnu.