Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Blaðsíða 32
36 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003
Menningin er ekki sníkjudýr
Pólitfsk ábyrgð: „Með afsögninni úr borgarstjórn lít ég svo á að ég sé einmitt að axla mína pólitísku ábyrgð með því að fylgja sannfæringu minni og samvisku."
DV-mynd GVA
„Ég er algerlega sátt við þá ákvörðun mína að
segja mig úr borgarstjórn, en ég er auðvitað ekki
sátt við ástæðuna sem býr að baki henni, “ segir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrverandi vara-
formaður menningarmálanefndar borgarinnar.
Hún sakarmeirihlutann um tvístígandi og tilvilj-
anakennd vinnubrögð ímenningarmálum.
Steinunn Birna var varaborgarfulltrúi en í
síðustu borgarstjómarkosningum var hún í 13.
sæti Reykjavíkurlistans íyrir Vinstri hreyfinguna
- grænt framboð. Hún ákvað að demba sér út í
borgarpólitíkina til að reyna að láta gott af sér
leiða og leggja lóð sitt á vogarskálarnar og vildi
sérstaklega efla lista- og menningarlíf borgar-
innar.
„Ég lít ekki á mig sem stjórnmálamann þótt
ég hafi setið í borgarstjóm. Seta mín þar var í
raun tækifæri til að fleyta málum áfram og
leggja mitt af mörkum til menningarmála,'' seg-
ir hún þar sem við sitjum á kaffihúsi og ræðum
saman.
Rúmar tvær vikur em liðnar frá því hún tók
þá ákvörðun að segja sig úr borgarstjóm en
málið vakti sterk viðbrögð innan borgarinnar
og var haft eftir sumum að þetta hefði verið
pólitískt áfall fyrir R-listann. Steinunn Birna
segir að þetta hafi verið óumflýjanleg ákvörðun.
Afdrifarík ákvörðun
„Þegar ég tók þessa ákvörðun var ég búin að
hugsa málið mjög vel. Auðvitað lætur maður
hjartað ráða för þegar stór mál á borð við þetta
eru annars vegar og í þessu tilviki beið ég eftir
því að skynsemin yrði mér sammála. Ég hefði
ekki stigið þetta skref nema vegna þess að mér
fannst ég tilneydd. Þetta var afdrifarík ákvörðun
fyrir mig persónulega og hefur einnig áhrif á
fleiri. Ég gerði þetta ekki í fljótræði og fór ekki út
í fússi. Auðvitað hefði ég viljað komast hjá því
að segja af mér en eins og málin höfðu þróast sá
ég ekki aðra leið.“
Sem fulltrúi Vinstri-grænna í borgarstjórn
vildi Steinunn Bima vinna að því að efla menn-
ingarlíf borgarinnar og hafði fram að færa
ákveðnar hugmyndir í þeim efnum. Og það er
ekki að ástæðulausu sem hún hefúr áhuga á
þessum málum því að hún hefúr leikið á píanó
ffá því hún var sjö ára og starfar sem píanóleik-
ari, bæði sem einleikari og sem flytjandi kamm-
ertónlistar. Hún gagnrýnir mjög vinnubrögð
borgarstjómarmeirihlutans í menningarmál-
unum.
„Ég sá það á ákveðnum tímapunkti að ég
komst lítið áfram með mínar hugmyndir og ég
var mjög ósátt við þá gmnnvinnu sem átti sér
stað. Ég hafði bakgmnn úr lista- og menningar-
lífinu og hafði þar af leiðandi mótaðar skoðanir
á því að hverju skyldi stefna. En þegar á reyndi
fann ég að ég gat ekki beint málunum í þann
farveg sem ég hafði vonast til og mér fannst
stefna borgarinnar óskýr og ekki samræmast
þeim grundvallaratriðum sem ég kaus að leggja
áherslu á. Ég neyddist því til að endurskoða
stöðu mína innan borgarinnar og þetta varð
niðurstaðan."
Viðbrögð Stefáns
Jóns Hafstein skjóta skökku við
- Hvað finnst þér um viðbrögð fyrrverandi fé-
laga þinna innan Reykjavíkurlistans vegna
ákvörðunar þinnar?
„Viðbrögðin hafa verið mjög mismunandi en
sumir hafa sýnt mér stuðning og ég hef fúndið
fyrir hlýhug, enda eignaðist ég góða vini í þessu
starfi sem ég met afar mikils. Ég starfaði mest
með Stefáni Jóni Hafstein, sem fer fyrir fræðslu-
og menningarmálum borgarinnar, og það kem-
ur mér á óvart hversu undrandi hann er á
ákvörðun minni. Ég greindi honum ffá óánægju
minni með okkar samstarf og þess vegna finnst
mér það skjóta skökku við að hann bregðist við
þessu eins og raun ber vitni. Vissulega skil ég að
þetta hafi komið honum illa og ég hefði sjálf
viljað finna aðra lausn, en því miður sá ég ekki
aðra leið í stöðunni. Komið sem fyllti mælinn
var aðför borgarinnar að tónlistarskólunum í
Reykjavík. Ég stóð ffammi fyrir því að starfa
innan borgarstjórnar sem vann gegn hagsmun-
um tónlistarkennara og tónlistarfræðslunnar
og þar var ég komin í mjög erfiða stöðu þótt
málið snúist vitanlega um miklu fleira."
Steinunn Bima vildi að Reykjavíkurborg tæki
af skarið um það hvernig hún hygðist framfylgja
þeim yfirlýstu stefnumálum sínum að vera al-
þjóðleg menningarborg; að stefnan yrði sett
fram og markmiðin skýr, en hún segir að í fram-
kvæmd hafi meirihlutinn verið tvístígandi þeg-
ar kom að því að taka á menningarmálunum.
Ákvarðanir hafi ekki verið teknar og mörg mál
endað sem vandræðamál, eins og til dæmis
Borgarleikhúsið og Sinfóníuhljómsveitin sem
séu meðal meginstoða í borgarmenningunni.
„Það var mjög tilviljanakennt hvernig að
þessum málum var staðið og háð því hvort fjár-
magn til að styðja við menninguna fengist ann-
ars staðar ffá. Það hefur til dæmis ekki verið
hægt að taka af skarið um það hvort hér eigi að
vera gott Borgarleikhús eða ekki. Forgangsröð-
unin er mjög óljós og stefnan óskýr," segir
Steinunn Bima.
Tílvistarkreppa borgarinnar
í menningarmálum
- En hefur borgin ekki einmitt unnið talsvert
að menningarmálunum að undanförnu og
meðal annars boðið upp á menningarnótt sem
virðist komin til að vera?
„Menningarnóttin er góð sem slík en hún er
fyrst og fremst mannlífshátíð. Þar leggur gras-
rótin í púkk með því að bjóða upp á ólík atriði
en borgin kemur þar í raun tiltölulega lítið að og
greiðir lítinn hluta kostnaðar. En það framtak
sem menningarnóttin er þýðir ekki að þar með
sé Reykjavíkurborg orðin að alþjóðlegri menn-
ingarborg. Það verður að hlúa að þessum verk-
efnum árið um kring, ekki bara einn dag á ári.
Ég myndi vilja sjá borgaryfirvöld styðja betur
við bakið á þeim góðu menningarstofnunum
sem þegar eru til staðar og gera það á þann hátt
að sómi sé að. Borgin á í tilvistarkreppu þegar
kemur að menningarmálunum og virðist ekki
geta tekið ákvarðanir um það hvernig þessi mál
eigi að vera. Hún þarf að taka af skarið og leyfa
menningunni að blómstra."
- Hvar liggur rót vandans að þínu mati?
„Mér finnst skorta skilning ráðamanna á fag-
legum þáttum menningarinnar og það ríkir
ekki nægur pólitískur vilji til að setja í þetta
nauðsynlegt fjármagn, enda er hugsunin alltaf
sú að fá sem mest fyrir eins lítið og hægt er. Það
vita það allir sem að þessu hafa starfað að
menningin er ekki ódýr en hún skilar sér marg-
falt til baka ef vel er að henni staðið. Menn eru
hins vegar fastir í því hugarfari að menningin sé
hálfgert sníkjudýr og að listamenn séu óábyrgir
óráðsíumenn. Menningin er ekki sníkjudýr.
Borgaryfirvöld skortir virðingu fyrir menningu
og listamönnum og það speglast í því að reynt
er að setja sem minnst fjármagn til þessara
mála."
Menningin er fingrafar hverrar þjóðar
- Hversu mikilvægt er að hlúa að menning-
unni og gera hana samkeppnishæfa?
„Það er mjög mikilvægt, bæði fyrir okkur sem
manneskjur og borgarbúa og og ekki síður fyrir
það orðspor sem fer af okkur sem þjóð. Enda
hefur það sýnt sig að það fólk sem hefur staðið
sig vel og skarað fram úr á sínu sviði er einhver
besta landkynning sem við getum fengið.
„Ég greindi Stefáni Jóni Haf-
stein frá óánægju minni með
okkar samstarf og þess vegna
finnst mér það skjóta skökku
við að hann bregðist við þessu
eins og raun ber vitni. Vissu-
lega skil ég að þetta hafi kom-
ið honum illa og ég hefði sjálf
viljað finna aðra lausn en því
miður sá ég ekki aðra leið í
stöðunni. Kornið sem fyllti
mælinn var aðför borgarinnar
að tónlistarskólunum í
Reykjavík."
Menningin er fingrafar hverrar þjóðar og það
hlýtur að skipta miklu máli að fingrafarið sé
heilsteypt og að því sé hlúð. Ég held að fólk líti á
menninguna svolítið sem sjálfsagðan hlut og
haldi að það þurfi ekki að hafa mikið íyrir henni
eða setja mikið fjármagn í hana en mönnum
brygði heldur betur í brún ef hennar nyti allt í
einu ekki lengur við."
Steinunn Birna telur að minnimáttarkennd
hrjái íslendinga sem endurspeglist stundum í
menningarlífinu. Fólk haldi að ekki sé hægt að
bjóða útlendingúm til landsins nema skipu-
leggja lágkúrulegar skemmtiferðir og sjálfsvirð-
ingu og heilbrigða sjálfsmynd skorti sem efli
menningarlífið og gefi því reisn. Hún nefnir
sem dæmi hvemig Finnum hefur tekist að
markaðssetja klassíska tónlist sína og tónlistar-
hátíðir og gert að einu þvf helsta sem laðar að
ferðamenn til landsins. Hún segir að íslending-
ar eigi að taka sér þetta til fyrirmyndar.
Stöndumst fyllilega samanburð við
aðrar þjóðir
„Við eigum að nýta okkur möguleikana sem
fyrir hendi eru. Til dæmis koma hingað á hverju
ári þúsundir ferðamanna sem gestir eða til að
sækja ráðstefnur og fundi. Þetta fólk hefur ekki
áhuga á að fara á stripp-staði og annað álíka,
heldur vill það fara á listviðburði, ópemr og
tónleika og hafa breidd í vali þegar kemur að
menningarviðburðum. Við eigum að höfða til
þess fólks sem við viljum fá í heimsókn til
landsins."
- En vill þetta fólk ekki líka upplifa allt aðra
hluti hér en það á að venjast heima fyrir?
„Við höfum fulla burði til þess að vera sam-
keppnishæf og bera okkur saman við það besta
sem gerist erlendis. Við eigum ekki bara að
koma á framfæri popptónlistarfólki heldur líka
klassískri tónlist og það er þegar til staðar mik-
ill efniviður til að byggja það upp þannig að við
stæðumst fyllilega samanburð við aðrar borgir
og þjóðir. Það sama giidir um leiklist, danslist
og myndlist hér á landi; þessar greinar standa
vel að vígi með okkar frábæm skapandi lista-
menn. Við þurfum bara að búa listamönnunum
þannig vettvang að þeir njóti sín og búi við ör-
uggt starfsumhverfi. Yfirvöld þurfa líka að sýna
það í verki að þau séu stolt af sínum listamönn-
um.“
Fylgi sannfæringu minni og samvisku
- Ertu hætt afskiptum af stjómmálum nú
þegar þú hefur sagt þig úr borgarstjórn?
„Ég er í rauninni svo nýbyrjuð að það er ein-
hvern veginn hálfskrýtið að tala um að ég sé
hætt. Ég mun halda áfram að taka þátt í starfinu
hjá Vinstri-grænum. Ég hef verið mjög ánægð
með samstarfið við mína samherja þar og er
reiðubúin til frekari starfa ef eftir því verður
óskað. Starfið innan borgarstjómar var lær-
dómsríkt og heilmikil lífsreynsla en ég geng ekki
með þann draum að eiga mér langan stjórn-
málaferil. Það er mér miklu mikilvægara að
leggja hönd á plóginn við að koma menningar-
málunum í góðan farveg."
- En ertu ekki að skorast undan pólitískri
ábyrgð með því að segja þig úr borgarstjóm?
„Það getur auðvitað sitt sýnst hverjum um
það en ég lít svo á að ég sé einmitt að axla mína
pólitísku ábyrgð með því að fylgja sannfæringu
minni og samvisku." bryndis@dv.is