Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 20
20 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÚBER 2003 Liza Minnelli að skilja: Fjörugt skilnaðarmál er nú fyrir dómstóli á Manhattan. David Gest, eiginmaður Lisu Minnelli, söngkonu með meiru, krefst 10 milljóna dollara skaðabóta fyr- ir ofbeldi og barsmíðar af hálfu konu sinnar. Hún kveðst saklaus af ákærunum en segir að maður sinn hafi aftur á móti verið ofbeldisfullur í hjónabandinu sem stóð í um 16 mánuði en hjónin skildu að skiptum í júní sl. Gest, sem er umboðsmaður og tónlistar- framleiðandi, kveður konu sína hafa barið sig í höfuðið og hent í sig lampa og væri hann haldinn þráfelldum höfuðverk af hennar völdum. Ákæm- skjalið er 11 síður og er skrautlegt. Minnelli hefur löngum átt við drykkjuvandamál að stríða eins og móðir hennar, Judy Garland söngkona, á sfnum tíma. Minnelli, sem nó er 57 ára, þambar vodka og verður bandóð af því, eftir því sem fimmtugur eig- inmaðurinn heldur fram. f því ástandi vex henni afl og áræði og er mikill kraftur í árásum hennar. Eftir æðisköst og árásir eiginkonunnar þjáist Gest af sífelldum höfuðverk, að því er fram kemur í ákæmnni. Hann er lofthræddur og píndur til sál- ar og líkama, taugamar bilaðar, yfirspenntur, með sár á höfði og þjáist af svefnleysi. Fyrir þessar hremmingar vill hann fá 10 milljónir dollara. Hann tekur inn 11 tegundir af lyfjum á hverjum degi til að slá á þjáningamar. í ákæmskjalinu er tekið fram að Gest sé ekki al- deilis einn á báti því að í Bandaríkjunum verða 850.000 karlar fyrir heimilisofbeldi sem konur þeirra standa fyrir. Hann segist hafa reynt að koma frúnni í áfeng- ismeðferð en áður fór hún í nokkrar slíkar, með- fram jwí að vera eftirsóttur skemmtikraftur og standa í þrem hjónaböndum áður en hún giftist Gest. Ofan í kaupið berst hún við offitu. Lögmaður Minnelli neitar að svara ásökunun- um að svo stöddu en sjálf segist listakonan aldrei hafa sýnt manni sínum ofbeldi og séu barsmíða- sögur hans uppspuni. Fræg brúðkaupsveisla Parið gekk í hjónaband í mars 2002. Þá var mik- ið um dýrðir og dýrðarfólk skemmtanaiðnaðarins fyllti Fimmtutröð af ofvöxnum límósínum þegar það kom til að fagna nýhafinni hjónabandssælu. 1200 gestum var boðið til veislunnar. Michael Jackson var svaramaður og tók sig MEÐ fTALSKT BLÓÐ íÆÐUM: Liza Minnelli erdáð söngkona og afbragðsleikkona. Á myndinni er hún að taka lagið í Hvíta húsinu á degi Kólumbusar. stórkostlega út og Liz Taylor var ekki síðri sem blá- edrú brúðarmær. Margar uppákomur dundu yfir í stuttu hjóna- bandi. Ein var sú að Gest ædaði að framleiða sjón- varpsþætti um heimilislíf þeirra, svipaða og Osbome-familfan gerði og þóttu hið besta efni. En vegna frekju og afskiptasemi framfeiðandans lenú hann í útístöðum við leikstjóra og tæknilið og allt lenti í handaskolum og málaferlum á báða bóga. STORMASÖM SAMBÚÐ: David Gest og Liza Minnelli bjuggu saman í 15 mánuði eftir stórkostlegt brúðkaup þar sem flottustu skemmtikraftar heims voru boðsgestir. Nú er eiginmaðurinn á hressingarhæli, farinn á sál og líkama, tekur inn 11 tegundir af lyfjum daglega og krefst hárra skaðabóta fyrir ofbeldi af hálfu frúarinnar. Á heilsuhæli Gest er nú staddur á heilsuhæli í Honululu þar sem hann bryður lyf og reynir að koma taugakerf- inu f lag eftir stormasamt hjónaband. En það var ekki aðeins í hjónabandinu sem Minnelli sýndi honum ofbeldi heldur var hún farin að berja hann áður en þau giftust. Eða svo segir í ákærunni. Þar eru líka tilgreind atvik sem áttu sér stað í London og fleiri borgum þar sem þau ferðuðust um og fengu sér neðan í því með síendurteknum afleið- ingum. Frúin varð ofurölvi og óx við það ásmegin og lúskraði á bónda sfnum sem átti ekki annars úrkosta en flýja á meðan hamsleysið stóð yfir. Hjónabandið hefúr verið mikið fjölmiðlafóður og nú þegar skilnaðarréttarhöldin em að hefjast fer heimspressan hamfömm í að skýra frá hinum stórmerku U'ðindum og er von á enn meira af slíku á næstu dögum. s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.