Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Síða 16
76 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 SPÁNARFARARNIR: Schola cantorum á æfingu í Hallgrímskirkju ásamt stjórnanda sinum, Herði Áskelssyni. ■íÉhMBF • i í '!■' % ■ ■ i • ; - r*. v • w&lx mnm - .. yM -iSLrt! í'17/// i 1 ■ H : (P * 1 U . 'ýt-- »';§ 1 ■ 1 i , 7 • i -1 . .V. &£sBm vflZWmu/Ífl Scho a cantorum Það er hægt keppa í söng og stundum hnappast saman kórar víðs vegar úr heiminum og syngja í kapp. Schola Cantorum sem starfar við Hallgríms- kirkju, er einn slíkra kóra og er að fara úr landi til að keppa á Spáni. Schola cantorum, kammerkór Hallgríms- kirkju, og stjórnandi kórsins, Hörður Áskels- son, hafa þekkst boð um að taka þátt í alþjóð- legri kórakeppni í Tolosa á Norður-Spáni, sem haldin verður dagana 29. október til 2. nóvember nk. Þessi keppni á sér langa sögu og er nú haldin í 35. skipti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur kór er á meðal þátttak- enda. Forráðamenn keppninnar heyrðu í Schola cantorum þegar hann vann til tvennra verðlauna í kórakeppni í Gorizia á Ítalíu á síðasta ári og höfðu þegar samband við kórinn og buðu honum þátttöku í keppn- inni á Spáni í ár. Þessi keppnisferð er hin þriðja sem Schola cantorum leggur í, en árið 1998 bar kórinn sigur úr býtum í alþjóðlegri keppni í Frakklandi. Schola cantorum keppir að þessu sinni í tveimur flokkum kammerkóra með 16 söngv- urum eða færri; annars vegar með kirkjulega og hins vegar veraldlega efnisskrá. Efnis- skrárnar þurfa að spanna helstu tímabil tón- listarsögunnar og Schola cantorum flytur mjög fjölbreytt efni; madrigala, þjóðlög og mótettur eftir Passerau, Wilbye, Gesualdo, Brahms, Bruckner, Poulenc, Hjálmar H. Ragnarsson og Hafliða Hallgrímsson. Auk þess að taka þátt í keppninni heldur kórinn þrenna tónleika í borgum í nágrenni Tolosa, m.a. í San Sebastian, og kemur fram með öðrum kórum á samkomum á vegum keppninnar. Þeim sem vilja heyra Schola cantorum flytja keppnisverkefnin gefst kostur á því í Hallgrímskirkju sunnudaginn 26. október klukkan 17.00. Þar mun kórinn auk þess flytja nokkur kórlög af tónleikaefnisskrá Spánar- ferðarinnar, íslenskar kórperlur eftir Atla Heimi Sveinsson, Báru Grímsdóttur og Hjálmar H. Ragnarsson, svo og mótettuna Warum ist das Licht gegeben eftir Brahms. Á undan tónleikum og á eftir verður kaffisala í safnaðarheimilinu í suðursal Hallgrímskirkju til styrktar ferðasjóði kórsins. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.500 kr. Safnar verðlaunum Kammerkórinn Schola cantorum var stofnaður árið 1996 af Herði Áskelssyni og samanstendur af 16 söngvurum með mikla söngreynslu og tónlistarnám að baki. Kórinn hefur reglulega haldið tónleika í Hallgríms- kirkju með nýrri og gamalli tónlist. Auk þess hefur hann komið fram á fleiri stöðum á ís- landi og á erlendri grund. Kórinn hefur getið sér gott orð fýrir vandaðan söng og jafnan hlotið lof gagnrýnenda. Árið 1998 varð kórinn sigurvegari í alþjóðlegri kórakeppni í Frakk- landi og sumarið 2002 hlaut hann silfurverð- laun í virtri keppni á Ítalíu. Scola cantorum hefur gefið út geisladiskana Principium, með tónlist frá endurreisnartímanum, og Heyr himna smiður, með samtímatónlist eftir ís- lensk tónskáld. Auk þess hefur kórinn tekið þátt í umfangsmiklum upptökum á tónverk- um Jóns Leifs fyrir kór og hljómsveit ásamt Sinfóníuhljómsveit fslands fyrir sænska út- gáfufyrirtækið BIS. Hörður Áskelsson hefur verið organisti og kantor Hallgrímskirkju í Reykjavík frá 1982 og gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu listalífs þar. Hann stofnaði Listvinafélag Hallgríms- kirkju, Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum, setti á laggirnar Kirkjulistahátíð, sem haldin er annað hvert ár, og einnig hina árlegu tónleikaröð Sumarkvöld við orgelið. Hann hefur stjórnað flutningi margra óratóría, m.a. með Sinfóníuhljómsveit ís- lands, og frumflutt fjölda íslenskra tónverka. Hörður hefur hlotið margháttaða viðurkenn- ingu fyrir starf sitt. Árið 2001 fékk hann t.d. bæði Islensku tónlistarverðlaunin og Menn- ingarverðlaun DV fyrir túlkun sína á Passíu eftir Hafliða Hallgrímsson og fleiri verkum. Hann var einnig borgarlistamaður Reykjavík- ur árið 2002. Veraldleg reynsla Guðrún Finnbjarnardóttir er formaður Schola cantorum því í félagi eins og einn kór er í rauninni er ekki nóg að hafa stjórnanda heldur er stjórn með ritara, gjaldkera og for- manni. Guðrún var í hópi þeirra sem stofn- uðu Schola Cantorum árið 1996 en kórinn hóf starfsemi sína sem angi eða útibú frá Mótettukór Hallgrímskirkju og starfaði sem slíkur um hríð áður en hann fékk sjálfstætt lff. Guðrún sagði það nýja reynslu fyrir marga kórfélaga að takast á við veraldlega tónlist þar sem kirkjutónlist er alla jafna eina viðfangs- efni kórsins. „Þetta hefur verið afskaplega skemmtilegt verkefni," segir Guðrún sem lærði söng í Reykjavík, Boston og Noregi. Hún hefur feng- ist við söng alla sína ævi og segir að það sé í rauninni engin leið að hætta að syngja enda engin ástæða til. - Kórinn ákvað að keppa í flokki þar sem aðeins þarf 16 söngvara en yfirleitt eru félag- ar í Schola Cantorum 18 talsins. Var ekki erfitt að velja tvo úr hópnum sem ekki ættu að fara til Spánar? „Það kom sem betur fer ekki til þess þar sem tvær raddir úr kórnum voru í barneign- arfríi,“ segir Guðrún og hlær. Skyldu enn vera sömu félagarnir í kórnum og voru þegar hann var stofnaður? „Það er í rauninni ákveðinn kjarni, 10 manns, sem hefúr verið með nær óslitið síð- an kórinn byrjaði þótt sumir hafi farið og komið aftur." - En er ekki eftirsótt að komast í þennan fá- menna margverðlaunaða kór og hvaða kröf- ur eru gerðar til þeirra sem það vilja? „Við höfum stundum leitað í raðir Mótettukórsins þegar vantar fólk en í haust auglýstum við eftir bössum og ég held að það hafi aðeins tveir sótt um og við tókum þá FORMAÐURINN: Guðrún Finnbjarnardóttir er formað- ur kórsins og einn stofnfélaga. DV-myndir £ Ót. báða. Við gerum ekkert óskaplega strangar kröfur en flestir ef ekki allir í kórnum eru menntaðir á sviði tónlistar eða söngs og starfa við tónlist með einum eða öðrum hætti.“ Allt utanbókar Guðrún segir að kórinn, sem hefur keppt þrisvar sinnum í kórakeppnum og ævinlega hlotið fádæma lof fyrir söng sinn, sé áhuga- mannakór í hefðbundnum skilningi þess orðs en draumurinn sé að hann starfi á grundvelli atvinnumennsku að einhverju leyti. Kórinn æfir að jafnaði einu sinni í viku en fyrir keppni eins og þær sem nú er stefnt til á Spáni er æfingum fjölgað um helming og æft tvisvar í viku. Æfingar hófust 2. september og kórinn mun syngja utanbókar allt sem hann flytur á erlendri grund. Þetta hlýtur að kalla á nokkra heimavinnu? „Það gerir það auðvitað. Það var ekki gerð krafa um að syngja utanbókar af þeim sem halda keppnina en við ákváðum að gera þetta svona til þess að hafa betra samband við stjórnandann. En við þurfum auðvitað að læra talsvert heima. Þetta er tímafrekt áhugamál og ekki mikið pláss fyrir önnur tómstundamál og þegar við erum að vinna að svona verkefnum verður kórinn að vera í fyrsta sæti á undan vinnunni, fjölskyldunni, vinunum og öllu öðru,“ segir Guðrún að lokum. polli@dv.is : 1 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.