Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 2 7. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV 300 milljónir ámann Kaupþing-Búnaðarbanki hefur gert samning við 62 lykilstarfsmenn bankans um kaup á um 20 milljón- um hluta í bankanum. Gengi hlutabréf- anna er210 en Sigurður Einars- son stjórnarfor- maður, og Hreið- ar Már Sigurðs- son forstjóri kaupa sín bréf á genginu 156. Heildarverðmæti samninganna er á fimmta milljarð króna. Gengi bréfa í Kaupþing-Búnaðarbanka er 216 og það þýðir að ef þeir myndu selja bréf sín við upphaf viðskipta á morgun gætu þeir báðir hagnast um 300 milljónir. Skattar og þjónustugjöld eru ekki tekin með í reikninginn. íslenskir bankar afskrifa Qórum sinnum meira en bankar á Norðurlöndum. Ef bankarnir myndu velja betur hverjum þeir lána, hefðu þeir meira svigrúm til að lækka vexti. Ahyrgoarmannakerfio heldur vöxtam appi Jóhanna vill svör um ráð- herrabíla Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður hefur sent forsætisráðherra fyrirspurn um bflamál ráðherra. Fyrir- spurnin lýtur meðal annars að því hvaða skattameðferð bifreiðahlunnd- indi og fyrningarfé til ráðherra sem nota eigin bifreið- ar fái. En sam- kvæmt reglugerð frá árinu 1991 fá þeir ráðherrar sem nota eigin bifreiðar til ráðherrastarfa greitt 20% af endurnýjunar- verði bifreiðarinnar á ári hverju vegna fyrningar. Jó- hanna vill einnig fá svör við hversu mikið ríkið þarf að greiða á ári hverju vegna bflstjóra ráðherra og hver ákveðikjörþeirra. Húnvelt- ir einnig upp spurningum um hvort að bifreiðakaup á vegum ráðuneyta séu boðin út og hvort að hægt sé að standa að þessum málum með hagkvæmari hætti. „Það liggur á að byggt verði öldrunar- og hjúkrun- arheimili hér á Akureyri og Hvað liggur á þar þurfum við heldur betur að herða sókn okkar á hendur hægfara embættis- mönnum í fjármála- og heilbrigðisráðuneytum,“ segir Jóhannes G. Bjarna- son, íþróttakennari og bæj- arfulltrúi áAkureyri. „Égskil ekki alveg fqrgangsröðun- ina hvað varðar fram- kvæmdir. Það er eins og mönnum þyki þetta mál ekkert aðkallandi og framar í röðinni er að byggja menningarhús hér í bæn- um. Á sama tíma liggur hel- sjúkt fólk á heimilum sínum út um allan bæ og getur enga björg sér veitt. Mér finnast þetta ástand algjör- lega til vansa.“ Jóhannes G. Bjarnason. „Bankarnir ættu að byggja meira á viðskipta- sögu hvers og eins, í stað þess að treysta á ábyrgð- armannakerfið", segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla ís- lands. „Þetta myndi draga úr afskriftum, og þar með myndast svigrúm til að lækka vexti". Afskriftir íslenskra banka voru margfalt meiri en afskriftir banka á Norðurlöndum í fyrra. Að meðaltali voru afskriftir norrænna banka 0,13% af heildareignum árið 2002, en hér á landi er hlutfallið tæplega fimm sinnum hærra. Eins og fram kemur í blaðinu stefnir í metár í fjölda gjald- þrota hér á landi, og telur viðskiptafræðingur hjá Lánstrausti að bankarnir ættu að velja betur hverjum þeir lána. Tryggvi tekur undir þetta. „Bankarnir treysta um of á ábyrgðamanna- kerfið í stað þess að flokka menn í áhættuflokka eftir viðskiptasögu. Þetta leiðir til meiri afskrifta og meiri vaxtamunar hér en annars staðar. Ef hægt yrði að draga úr afskriftum væri hægt að nota mismuninn til að lækka vexti. En fleira þarf að koma til, svo sem almenn hagræðing í banka- kerfinu, sem er mjög dýrt hér á landi, meðal ann- ars vegna útibúanets sem nær til of fámennra staða“. Spurningin sem brennur á almenningi er hvers vegna vextir hér eru svona miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. „Stýrivextir Seðlabank- ans eru hærri hér en í Evrópu fýrst og fremst af tveimur ástæðum. Annars vegar er meiri vöxtur í hagkerfinu hér og því meiri þörf fyrir að halda efnahagslífinu niðri með hærri vöxtum. Hins veg- ar er hér lítið, einhæft hagkerfi með sér mynt. Það þýðir að það er meiri áhætta að lána út peninga hér en í útlöndum. Ef skellur kemur á efnahagslíf- ið er mikil hætta á útlánatöpum. Þessi áhætta hef- AFSKRIFTIR BANKA 1998-2002 -byggt á tölum frá Moody's ísland 0.6% Danmörk 0,1% Svíþjóð 0,1% Noregur 0,2% Finnland 0,1% sem hlutfall af heildareignum ur hins vegar minnkað á síðustu árum. Ef við tækjum upp evru hér er ekki augljóst að vextir myndu lækka í það sem neytandi í Þýska- landi fær. Þó myntáhætt- an sé tekin út eru aðrir áhættuþættir. En háar afskriftir skipta einnig miklu máli“. brynja@dv.is Afskriftir íslenskra banka voru margfalt meiri en afskriftir banka á Norð- urlöndum í fyrra. Engin samkeppni hjá bönkum í lánum til einstaklinga Allir meðsömu vexti Nánast enginn munur er á lánavöxtum ís- lenskra banka og sparisjóða. Munurinn er í nán- ast öllum tilvikum innan við eitt prósentustig á árinu 2002 og fram í september 2003. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sem nokkrir þing- menn Samfylkingarinnar hafa lagt fram. Þannig eru Kaupþing-Búnaðarbanki, íslandsbanki, Landsbankinn og SPRON með nánast sömu vext- ina á lánum til einstaklinga. Þingmennirnir vilja að brotið verði til mergjar hvers vegna vaxtamunurinn hér á landi er helm- ingi meiri en f nágrannalöndum okkar, og þjón- ustugjöld mun hærri. „Það er ekki nóg með að samningsskilmálar bankanna séu samdir einhliða af bönkunum hér á landi. Þeir eru meira og minna samhljóða í öllum helstu atriðum. Viðskiptamað- ur hefur í fá hús að venda sé hann ósáttur. Bank- arnir geta því í raun farið sínu fram án þess að eiga raunverulega á hættu að tapa miklum við- skiptum", segir í ályktuninni. „Stóru viðskiptabankarnir hafa sterk tök á markaðnum og má halda því fram að í skjóli sam- hljóða lánaskilmála og áþekks vaxtastigs tryggi þeir að samkeppni skerði ekki tekjur þeirra“. . brynja@dv.is MUNUR A VOXTUM MILLI BANKANNA Yfirdráttarlán 0,5 prósentu: Óverðtryggð skuldabréf 0,44 prósentu: Verðtryggö skuldabréf 0,18 prósentu: Vaxtalækkun Islandsbanki og Landsbanki hafa tilkynnt um 0,3 prósentustiga vaxtalækkun á verð- tryggðum inn- og útlánum. Kaupþing Búnað- arbanki lækkar útlánsvexti um 0,3 prósentu- stig, en vexti á verðtryggðum innlánum ein- ungis um 0,10 prósentustig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.