Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003
Fréttir DV
Úrskurði
frestað
Úrskurður vegna vitna-
leiðslna í máli ríkislög-
reglustjóra gegn Fjölni Þor-
geirssyni var ekki kveðinn
upp í gær eins og til stóð.
Jónas Jóhannsson héraðs-
dómari hefur frestað upp-
kvaðningu úrskurðarins
fram yfir helgi. Málið snýst
um mótmæli verjanda
Fjölnis, Sveins Andra
Sveinssonar, við því að rætt
verði við lykilvitni í Kanada
í síma eða með notkun fjar-
fundabúnaðar.
Fjölnir er ákærður fyrir
fjárdrátt og tollasvik vegna
innflutnings sjö Grand
Cherokee jeppa frá Kanada.
Hann er meðal annars
ákærður fyrir að hafa reynt
að koma sér undan greiðslu
3,5 milljóna króna í að-
flutningsgjöld vegna jepp-
anna.
Spáíklám
Jafnrétdsráðherrar
Norðurlanda ákváðu á
fundi í Stokkhólmi í vik-
unni að láta gera rannsókn
á hlutverki kláms í samfé-
laginu og hvernig klám hef-
ur áhrif á sjálfsmynd
stúlkna og
drengja.
Ráðherrarn-
ir ræddu aukna
fyrirferð kláms
í samfélaginu.
Þeir ákváðu
líka að samein-
ast um verkefni
um þemað
klám og kynferði og vildu
auka samvinnu við Rúss-
land og Eystrasaltslöndin
um aðgerðir gegn mansali.
Á fundinum kynntu ís-
lensku fulltrúarnir á fund-
inum áætlun sína í forsæti
ráðherrahópsins. Árni
Magnússon er jafnréttis-
málaráðherra íslands.
„Ég hefþað bara gott. Iseinni
tið er ég líka farinn að læra að
láta hverjum degi nægja sína
þjáningu og bera ekki allar
áhyggjur heimsins á herðum
mér, * segir Samúei Örn Er-
iingsson íþróttafréttamaður.
„Með árunum lærum við að
létta okinu afokkur þó það
gerist auðvitað misjafniega
fljótt hjá mönnum.Auðvitað
er gott og raunar nauðsyniegt
að hafa samvisku. Við verðum
hinsvegar alltafað hafa
iandssýn.
Lögreglan í Kaliforníu beið þess í gær að birta Michael Jackson ákæru í mörgum
liðum fyrir kynferðislega misnotkun gegn 12 ára dreng.
Lögregluyftrvöld í Kaliforníu biðu þess í gær að
Michael Jackson gæfi sig fram svo hægt væri að birta
honum ákæru vegna kynferðisofbeldis. Ákæran er í
mörgum liðum og er söngvaranum gefið að sök að
hafa misnotað tólf ára dreng. Misnotkunin mun hafa
átt sér stað á búgarði Jacksons, Neverland, í Kaliforn-
íu. Lögreglumenn létu reyndar í það skína í gær að
fleiri börn gætu verið tengd málinu.
Lögmenn Jacksons áttu í gær í samningaviðræð-
um við yfirvöld í Kaliforníu en þess er krafist að
söngvarinn afhendi vegabréf sitt um leið og hann
gefur sig fram. Verði Jackson látinn laus gegn trygg-
ingu þarf hann að reiða fram þrjár milljónir dala.
Neitar ásökunum
Fjölmiðlar greindu í gær frá því að pilturinn sem
hefur ásakað Jackson um kynferðislega misnotkun sé
tólf ára gamall. Hann þjáist af krabbameini og átti
hann sér þá ósk stærsta að fá að hitta poppgoðið.
Pilturinn mun hafa sagt geðlækni sínum frá misnotk-
uninni. Hann sagði Jackson meðal annars hafa geftð
sér vín og svefnpillur þegar misnotkunin átti sér stað.
Jackson mun hafa stutt drenginn og fjölskyldu
hans fjárhagslega en hætt því fyrir nokkru. Talsmenn
Jacksons vísa ásökunum á bug og segja móður pilts-
ins hafa orðið reiða þegar fjárstuðningnum lauk og
þvf hafi hún ákveðið að hefna sín.
Sjálfur hefur Jackson neitað ásökunum og segir
þær hræðilegar. „Honum finnst hann borinn röng-
um sökum. Hann mun berjast af krafti og fyrir hon-
um er þetta stríð þar sem hann mun nota öll þau
vopn sem duga til að berjast gegn þessum ásökun-
Ómyrkur í máli Tom Sneddon, saksóknari iKalifomíu, sagði
Jackson að gefa sig hið snarasta fram við lögregluyfirvöld i rikinu.
Handtökuskipun og ákæra beið
Jacksonsígær MichaelJackson á yfir
höfði sér allt að tíu ára fangetsi verði hann
fundinn sekurum kynferðisofbeldi gagn-
vart 12áradreng.
uncrarleg hegðun í Berlín MichaelJackson er
þnggja barna faðir. Hér sést hann sveifla einu
barna sinna út um giugga hótels ÍBerlín fyrir ári.
Uppátækið þótti alls ekki sniðugt og vakti óhua
meðal fólks. a
um,“ sagði Steve Manning, góðvinur Jacksons í sam-
tali við fjölmiðla í gær.
Flaug á brott
Samband Jacksons við börn hefur verið gagnrýnt
af mörgum síðustu árin. Heimildarmynd Martins
Bashir, sem sýnd var í sjónvarpi hérlendis í fyrra,
þykir varpa ljósi á þetta. í myndinni segir Jackson
meðal annars frá því að vinir hans, sem eru börn,
komi til dvalar í Neverland og gisti þá gjarna í svefn-
herbergi hans. Heimildarmyndin er nú meðal rann-
sóknargagna sem lögreglumenn skoða vegna máfs-
ins.
Síðdegis í gær var ekki vitað um dvafarstað
Jacksons en undanfarnar vikur hefur hann dvalið í
Las Vegas við upptökur. Hann mun hafa farið um
borð í einkaflugvél sína í fyrradag
og engar fregnir hafa borist af því
hvert ferðinni var heitið.
Tom Sneddon, saksóknari í
Kaliforníu, var ómyrkur í máli á
fféttamannafundi í gær þegar
hann sagði Jackson að snúa hið
snarasta heim. „Komdu þér hing-
að og gefðu þig fram,“ sagði sak-
sóknari. Spurður hvaða ráð hann
hefði handa foreldrum barna sem
vildu heimsækja Neverland þá
svaraði Sneddon: „Ekki leyfa þeim
það.“
Húsleit var gerð á búgarði
Jacksons fyrr í vikunni auk þess
sem lögreglumenn leituðu í tveim-
ur öðrum húsum sem eru í eigu
söngvarans. Tölvubúnaður, bréf
og ljósmyndir voru meðal þess
sem lögregla hafði á brott með sér.
Verði Michael Jackson fundinn
sekur um að hafa misnotað
krabbameinssjúka piltinn á hann
yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.
arndis@dv.is
hafa níðst á Hba-
meinssjúku bar
íslensku jólalögin heyrast um allan
heim á jol.is
Hringdu frá Texas
og báðu um jólalag
„Það hringdi kona frá Texas og
vildi heyra lagið Þú og ég með Höllu
Margréti og Eiríki Hauks," segir Sig-
urður Pétur Harðarson umsjónar-
maður Jólastjörnunnar sem sendir
út á FM 94,3. „Þetta er íslensk kona
gift þarna úti. Hún kemst ekki heim
um jólin en fær foreldrana í heim-
sókn með hangikjötið, rauðkálið og
grænu baunirnar." Konan náði út-
sendingum Jólastjörnunnar í gegn-
um jol.is á internetinu.
Hann segir mikið hringt og beðið
um óskalög á stöðinni sem spilar
bara jólalög. „Gömlu lögin eru vin-
sælust," segir Sigurður Pétur. „Fólk
vill heyra lögin með Hauki Mortens,
Guðrúnu Á. Símonar og Guðmundi
Jónssyni. Jólainnkaupin með Guð-
mundi er mjög vinsælt lag,“ segir
Sigurður Pétur Harðarson Efþetta er eitthvað að bögga fólk, þá slekkurþað bara.
Sigurður. „Yngra fólkið biður um
Jólahjól og Snjókorn falla með
Ladda."
Þegar hann er spurður hvort ein-
hverjum þyki ekki að jólin komi of
snemma segir Sigurður: „Það er til
takki á tækinu sem heitir on og off,
þannig að fólk bara slekkur ef þetta
er eitthvað að bögga það."
„Ég vona bara að fólk komist í al-
mennilegt jólaskap og láti þetta ekki
bögga sig.“