Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Page 15
DV Fréttír
FÖSTUDAGUR21. NÚVEMBER2003 75
Fyrirheit um
niðurrif?
Ólafur F. Magnússon,
borgarfulltrúi F-listans, vill
að „forystumenn pólitískra
fylkinga og
skipulags-
mála innan
R-listans“ á
síðasta kjíúv
tímabili svari
því hvort
verktakanum
sem áAusturbæjarbíó hafi
verið gefin fyrirheit um að
fá að rífa húsið.
Ólafur vill að þetta fólk
geri grein fyrir samskiptum
sínum við verktakann.
Hingað til hafi Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir svarað
fyrir sitt leyti. „Verður svar
hennar ekki skilið öðruvísi
en að verktakinn hafi þrýst
á um slík fyrirheit,“ segir
hann í bókun í borgarráði.
Að sögn Ólafs vill hann
svör ffá Alfreð Þorsteins-
syni, Árna Þór Sigurðssyni
og Steinunni Valdísi Ósk-
arsdóttur.
Kolbeinsey
að hverfa
Kolbeinsey kann að öll-
um líkindum að vera horfin
með öllu í hafið árið 2020.
Þetta er haft eftir Árna
Hjartarsyni jarðfræðingi í
nýjasta tölublaði Ægis. Þar
segir að þyrlupallurinn sem
reistur var á eynni árið
1989 sé nú hæsti punktur
eyjunnar. Áður fyrr gegndi
Kolbeinsey afar mikilvægu
hlutverki sem grunnlínu-
punktur í fiskveiðilögsög-
unni, en eftir samninga
sem voru gerðir um þetta
efni árið 1997 hefur eyjan
ekki sama pólitíska vægi og
forðum.
Njála á
esperanto
Njála er komin út á
esperanto hjá belgísku
bókaforlagi og var fyrsta
upplag 600 eintök. Heiti
sögunnar á esperanto er
Sagao de Njal og þýðing-
una annaðist Baldur Ragn-
arsson kennari:
„Bókin verður seld út
um allan heim og ómögu-
iegt að segja hversu stór
markaðurinn er því fáir
vita hversu margir esper-
antistar eru í heiminum.
Flestir hallast þó að því að
þeir séu á bilinu frá 500
þúsund og upp í milljón,
Flestir í Evrópu en þó fjöl-
margir í Japan og Kína,"
segir Baldur Ragnarsson. „í
Reykjavík eru 60 í Esper-
antofélaginu en þó ekki
allir virkir.“
Flaga vinsæl
Hlutafjárútboði í Flögu
hf. lauk í gær. Mikili áhugi
reyndist á bréfum í félag-
inu og lýstu fjárfestar yfir
vilja til þess að kaupa bréf
fyrir rúmlega 4,000 millj-
ónir króna en aðeins stóðu
til boða bréf fyrir 1,200
milljónir króna. Gengi á
bréfunum var 6. Stefnt er .
að því að bréfin verði
skráð á Aðallista Kaup-
hallar íslands í næstu
viku. Flaga er alþjóðlegt
fyrirtæki í þróun og sölu
hug- og vélbúnaðar sem er
notaður til svefnrann-
sókna. Töluvert er síðan að
nýtt félag var skráð á Aðal-
listann en mikið hefur ver-
ið um afskráningar undan-
farin misseri.
Döpur staða íslands 1 nýsköpunarverkefnum veldur mörgum áhyggjum. Fjárfestar
halda sig í fjarlægð á meðan hver sprotahugmyndin af fætur annarri dagar uppi
Starfsskilyrði sprotafyrirtækja hér á landi hafa
hríðversnað undanfarin misseri. Fjárfestar halda
að sér höndum og stóriðjuframkvæmdir fyrir
austan halda krónunni sterkri. Ung og efnileg
sprotastarfsemi, sem á allt sitt undir útflutningi,
þrífst ekki við slíkar aðstæður. Þegar við bætist að
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins þarf að draga
verulega úr starfsemi vegna fjárskorts, er í fá hús
að venda fyrir duglega og framtakssama einstak-
linga.
„Áhrif stóriðju á efnahagslífið eru, og hafa ver-
ið, stórlega ofmetin,11 segir Ásgeir Jónsson, hag-
fræðingur og kennari við Háskóla íslands. Hann
vill meina að stóriðja af þeirri stærðargráðu sem
um sé að ræða austur á landi sé einfaidlega of stór
fyrir íslenskan efnahag. „Flestir eru sammála um
að hátt gengi ísiensku krónunnar sé tengt tfma-
bundnum aðstæðum vegna stóriðjufram-
kvæmda. Þess vegna ætti gengið að lækka þegar
framkvæmdum lýkur. En þær gengisvæntingar
sem nú eru uppi geta haft þau áhrif að einka-
neysla eykst enda eru teikn um slíkt á lofti. Þá
eykst þenslan og viðskiptahallinn verður enn
meiri en nú er.“
Ásgeir segir að vegna þess fjölda erlendra verka-
manna sem að Kárahnjúkavirkjun koma sé ekki
hægt að segja að virkjunarframkvæmdin sé at-
vinnuskapandi. „Það eina sem á sér stað er flutn-
ingur á vinnuafli. Annað er það ekki. Einu merkj-
anlegu áhrifin af stóriðjunni eru þau að krónan
styrkist, sem aftur á móti veldur því að sprotafyrir-
tæki eiga bágt með að selja sínar vörur út fyrir
landssteinana. Þetta á eftir að vara í langan tíma.“
„Einu merkjanlegu áhrif-
in af stóriðjunni eru þau
að krónan styrkist, sem
aftur á móti veldur því
að sprotafyrirtæki eiga
bágt með að selja sínar
vörur út fyrir landsstein-
ana. Þetta á eftir að vara
ílangan tíma."
Hörður Arnarson, framkvæmdastjóri Marel,
segir undarlegt miðað við gott gengi margra
sprotafyrirtækja hér á landi hversu lítils skilning
greinin nýtur. „Það er ljóst að stórframkvæmdir í
landinu hafa tekið sinn tíma og á meðan hefur
ekki verið tími til annars. Það er hins vegar æski-
legt að styrkja Nýsköpunarsjóð sem fyrst og fá
boltann til að rúlla. Þá er möguleiki á að aðrir
fjárfestar taki við sér og komi að málum en þeir
hafa haldið að sér höndum.“
Hörður segir að líta verði til framtíðar varð-
andi nýsköpun í atvinnulffinu. „Það er kristaltært
að í framtíðinni þýðir ekki að einblína á stóriðju.
Það verða sprotafyrirtækin sem skapa og við-
halda þeim háu lífsgæðum sem við íslendingar
erum vanir."
Björgvin Njáll Ingólfsson, sérfræðingur þróun-
arsviðs Nýsköpunarsjóðs, segir það mikla einföld-
un að kenna virkjunarframkvæmdum við Kára-
hnjúka um slaka stöðu sprotafyrirtækja á íslandi.
„Staða margra þeirra er döpur en það eru af-
leiðingar fyrri ára þegar fjárfest var mikið í upp-
rennandi fyrirtækjum og um tíma gekk mjög vel.
Hins vegar þegar síga fór á ógæfuhlið þá brennd-
ust margir fjárfestar og drógu sig út úr slíkri
áhættufjárfestingu. Þeir eru ekki reiðubúnir enn
sem komið er að prófa aftur og þess vegna geng-
ur illa. Stóriðja fyrir austan hefur vissulega haft
áhrif en aðrar orsakir hafa meiri áhrif."
Ásgeir Friðgeirsson, þingmaður Samfylkingar,
sagði á þingi að íslendingar væru skussar miðað
við þjóðirnar sem þeir bera sig gjarnan saman
við. Island er í 21. sæti á lista World Economic
Forum yfir þær þjóðir sem best standa sig í ný-
sköpun.
albert@dv.is
Hörður Arnarson Segir brýnt að horfa til framtíðar og hlúa mun betur að þekkingarfyrirtækjum en nú er gert.
Sagði atlot sín vera elskulegheit
Lögreglumaður
dæmdur fyrir
kynferðisbrot
Hæstiréttur dæmdi í gær karl-
mann í óskilorðsbundið eins og
hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot
gagnvart þremur stúlkum. Þær voru
11- 12 ára þegar brotin hófust og
stóðu þau yfir í nokkur ár hjá tveim-
ur þeirra. Stúlkurnar tengdust fjöl-
skyldu mannsins, en brotin áttu sér
stað ýmist á heimili hans, stúlkn-
anna eða í íþróttahúsi. Maðurinn
starfaði þá sem lögreglumaður.
Hann neitaði sök og bar því við að
stúlkurnar hafi oftúlkað elskulegheit
hans, hann ætti til að taka utan um
fólk og vera elskulegur, einkum þeg-
ar hann hefði neytt áfengis. Dómur-
inn taldi framburð stúlknanna hins-
vegar trúverðugan, og háttsemi
hans gagnvart þeirn eins og þær
lýstu því ekkert eiga skylt við elsku-
legheit. Stúlkurnar hafi beðið alvar-
legan sálrænan skaða af háttsemi
hans, sem muni taka þær langan
tíma að vinna úr. Hæstiréttur stað-
festi þannig dóm Héraðsdóm, og var
maðurinn dæmdur til að greiða
stúlkunum samtals 1,8 milljónir
króna í miskabætur.
Dómur Héraðsdóms staðfestur
Stúlkurnar voru 11-12 ára þegar brotin hófust og stóðu þau yfir i nokkur ár hjá tveimur þeirra